Ísafold - 25.01.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.01.1890, Blaðsíða 3
31 í'ossvöllum; kom með 2 mönnum öðrum yfir Svokallaðan Lambadal úr Vopnafirði; höfðu tillzt og vaðið djúpa á, én veður eitt hið lnkasta, er komið hefir á vetrinum. Maður drukknaði litlu sfðar af skautum niður um ís á Lagarfljóti, unglinspiltur, Jak- ob Hjörleifsson frá Stórasteinsvaði í Hjalta- staðarþinghá. Hinn 3. eða 4 desember fórst bátur í brim- lendingu í Dölum í Mjóafirði með 2 mönn- nm, Alexander Jónssyni og unglingspilti syni hans Guðmundi. Alexander ljet eptir öreiga konu og 3 börn í ómegð. jpriðji maðurinn af bátnum komst af. Mennirnir voru sagðir ölvaðir. Hinn 15. nóvember ljezt að Seljamýri í Loðmundarfirði ekkja Finns prests þorsteins- sonar: tílöf Einarsdóttir, á sjötugs aldri. Snemma í desember andaðist Björn bóndi Jónsson í Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð, lang- efnaðasti bóndi í þeirn hrepp, kominn hátt á sjötugs aldur. Um sama leyti andaðist að Torfastöðum í Vopnafirði Ludvig Schau, fyrrum verzlunar- stjóri á Húsavík, hálfsjötugur. Loks andaðist eystra í haust Níels póstur, «einhver harðvítugasti maður til ferðalaga, einkum til göngu; hann var yfir 20 ár póstur, °g var gjörður að daunebrogamanni fyrir þá frammistöðui). _ Á Skorarheiði, milli Hrafnsfjarðar og Furu- fjarðar á Ströndum, varð úti 22. desbr. vinnumaður frá Furufirði, Haraldur að nafni, á heimleið úr veri. I harðviðrisbyl af austri, er stóð frá 23. til 26. ’nóv., urðu S menn úti í fúngeyjarsýslu, 1 á Skriðuhálsi, annar milli Hólsfjalla og Ax- arfjarðar, einn á Langanesi og tveir á Sljettu. Fjárskaðar urðu og miklir í þessari hríð víða þar í sýslu: fjeð fennti og hrakti til bana. Dáinn er, fyrir jólin í vetur (22. des.), jón stúdent JónssonÁ Ingunnarstöðum í Geiradal, sonur Jóns heit. prófasts Jónssonar í Stein- nesi, kominn undir fimmtugt, gáfumaður, lip- ur og viðkynningargóður, en einn af þeim, sem af alkunnri orsök notaðist illa að sínum góðu hæfilegleikum. Um sama leyti andaðist Skúli Magnússen, bóndi á Skarði á Skarðsströnd, sonur Kristj- áns heit. kammerráðs og sýslumanns Magn- ússonar, «vinsæll maður og vildi koma fram til góðs í sinni sveit». Bæjarbrunar. Á f>orláksmessu 23.des. f. á. um miðjan dagf vildi það stórslys til, að bæjarhúsin á Hjaltabakka f Húnavatns- sýslu ásamt útiskemmu norðan við bæinn, brunnu öll gjörsamleg'a á tæpum 2 klukku- stundum. Um morguninn var lagt í ofn í eystri stofunni undir baðstofuloptinu; en um hádegi laust á ofsa-landsunnanveðri, sogmðust þá eldneistar út um ofnpípuna, —því mór var í ofninum- og hitnaði hún þegar ákaflega. Vinnumaður, sem var við vefnað á baðstofuloptinu, nálægt píp- unni, varð brátt var við hitann, og var þá jafnskjótt eldurinn tekinn úr ofninum. Vinnumaðurinn fór þá upp á bæinn til að gæta að í kring um pípuna, og varð eigi elds var, og með því hann sá engin mót til þess, að eldurinn hefði læst sig í næstu hús, eptir vindstöðunni, var mesta hættan álitin úti. Fám mínútum síðar fór vinnumaðurinn fram í dyralopt, og var það þá fullt í reykjarsvælu svo þykkri sem úr kolagröf væri. Dyraloptið var í norðvestur frá ofnpfpunni, og hafa elds- neistar annaðhvort fallið inn um raufar, er á höfðu verið þekjunni, eða þá læst sig niður með vindskeiðunum. í dyra- loptinu var bæði ull og fleira, er skjótt gat kviknað f. Nú var þegar sýnt hvað verða vildi. Ekki var annað heima karl- manna á bænum, því hinn vinnumaðurinn hafði verið sendur til næsta bæjar, áður en vart varð við eldinn, og var enn ókom- inn. Kvennfólk réð sér lítt fyrir ofviðr- inu, og var nú sumt af því komið í kirkj- una með börnin. Allar bjargir máttu því heíta bannaðar með svo veiku liði. Lftill drengur var sendur á hesti eptir vitinu- rnanninum og að fá meiri mannhjálp. í sömu svipan bar þar að 2 ferðamenn, er komu af Blönduósi. og buðu þeir þegar hjálp sína. Að slökkva eldinn var óhugs- andi í sliku ofsaveðri. Hitt varð því eina úrræðið, að reyna að bjarga munum.eptir sem föng voru á. Nú var dyraloptið mjög farið að loga, og þar með var tepptur inn- og útgangur um bæinn. Aðkomu- menn og vinnumaðurinn mölvuðu glugga á stofunum niðri, og báru þar út rúmföt og riokkra muni aðra, er þeir gátu náð. f>á kom hinn vinnumaðurinn heim, og reið hann þegar út á Blönduós til að fá mannhjálp ; urðu menn þar fljótt og vel við til liðveizlu; komu þaðan nokkrir menn og jafnsnemma 3 aðrir frá 2 næstu bæj- unum. Eigi var þá lengur við vært að bjarga úr baðstofunni né stofunum niðri, því eldblossana lagði inn um báða gang- ana; brann þá skjótt baðstofuloptsstiginn, og eldur lék þegar um allar þiljur; því veðrið, sem streymdi inn um gluggana, æsti allt upp, og hleypti í ljósan loga. Með því eigi þótti tilhugsandi að ná nokkru úr búri, eldamaskínuhúsi, eða eldhúsi, er stóðu norðan megin, og að austan við bæj- ardyr. var nú farið að bera útúrskemm- unni norðan við bæinn, og tókst að bjarga nálega öllu, sem þar var inni, reiðtygjum, reiðskap, og ýmsu fieiru. En þá var og skemman farin að loga. Um sama leyti tóku menn mjög að verða hræddir um kirkjuna, er stendur skammt fyrir sunnan bæinn ; þvf eldloptið fannst vera komið inn í hana, og gluggaglerin talsvert farin að hitna; en það bætti mjög úr því, að Blönduósmenn komu með segl, er voru vætt og breidd á norðurhlið hennar; tókst þannig að verja hana bruna. Skammt norðvestur af bænum stendur smiðjuhús, er nú var fullt af mó. J>ar var svo varið, að snjó var hlaðið kring um það ; varð það því eigi eldinum að bráð. Jafnvel þó bæjarhúsin væru brunnin, var um kveldið og nóttina safnað saman mörg- um mönnum úr sveitinni, til að slökkva eldinn, því að ef veður hefði tekið átta- breyting, og komið á norðan, var f veði, ekki einungis kirkjan, heldur og líkatöðu- heyið og fjósið, er þá hefði orðið í vind- stöðunni. Um nóttina, og á aðfangadag jóla, voru því yfir 20 menn að slökkva í rústunum, og var þó eigi nærri fullgert um kveldið. A jóladaginn var stillt veð- ur og gott; sást þá enn glöggar enn áð- ur, að míkill eldur var í tóptarústunum, og var vakað yfir þeim, bæði á jólanóttina og næstu nótt á eptir. Á annan í jólum var enn safnað undir 20 manns til að slökkva eldinn, og vannst það um daginn, að miklu leyti til fullnustu. Á jóladaginn bar að messa á Hjalta- bakka, og fór presturinn síra Bjarni Páls- son þvf þangað út eptir, en sem nærri má geta, varð ekkert af messu; sóknar- fólk var nú almennt búið af frjetta bæjar- brunann, og kom eigi, enda voru margir, er við þetta höfðu verið eptir sig frá und- anförnum dögum. 7 hermavna-spítnlgn vekja hann, annars hljóðar hann eins og barn og verður alveg ær, þegar hann veit, að þjer hafið komið hjer; jeg hef því mátt til að heita honum því hátíðlega, að vekja hann þegar þjer komið». En það var ekki hlaupið að því að vekja hann, Augun luk- tist upp, en sigu jafnharðan saman aptur. Jeg lagðist á hnjen við rumstokkinn og kvíslaði inn í eyrað á honum: «Villi! Villi!,, "Já, já», anzaði hann. «Jeg var svo hrædd- ur um, að jeg mundi ekki verða vakinn og þá fengi jeg ekki að sjá yður». Svo fór hann að gráta eins og lítið barn. «Heitið mjer því, að fara ekki heim til yð- ar hjeðan fyr en mjer er batnað svo, að jeg geti fylgzt með, og takið mig þá heim með ýður til Wisconsin!,, þetta sagði hann kjökr- andi og með þungum ekka. «Yður er óhætt að heita honum því», hvíslaði þjónustustúlkan í eyrað á mjer; «hann lifir ekki marga daga». «Nei, Villi,» sagði jeg, «jeg heiti þjer þvf. Jeg skal taka þig með mjer til Wisconsin». Svo rjetti hann fram munninn og sofnaði. Morguninn eptir kom læknirinn inn í hina stofuna, þar sem við Arthur vorum. «Villi er frá», sagði hann; «dó í nótt». Líkkistan hans var síðan sett ofan á tvo stóla og jeg; lagði rós og lilju í hendina á honum, eins og kveðju frá okkur móður hans. Og gamlir, alskeggjaðir hermenn stóðu allt umhverfis og grjetu. Nú fjekk jeg fyrst að heyra æfisög- una hans. Auðmaður einn hafði fengið það hlutkesti, að hann ætti að verða hermaður, en hann keypti af harðbrjóstuðum stjúpa drengsins, að hann færi í stríðið í sinn stað. Drenghnokkinn, grannur og óþroskaður, bar sig karlmannlega og skálmaði öruggur af! stað með fjelögum sínum, en hnje niður á miðri leið, örmagna af þreytu. Komst aldrei svo langt, að hann hleypti af byssu. Enyfir gröf hans var skotið viðhafnar-skotum, og þar með jarteiknað, að þar lægi hermaður, er hefði rækt heiðarlega skyldu sína við föður- land sitt. (Bagan af Villa er sannur viðburður úr þrælastríðinu, og eins aðrir atburðir, er get- ur umí brjefum þessum). Annað hrjef. Spítalanum í Ohattanooga 7. okt. Kæra móðir! Af því jeg veit að þú bíður kvíðinn boðanna hjeðan, þá flýti jeg rnjer að láta þig vita, að læknarnir sögðu í dag, að fætinum á honurn Arthur væri nú borgið, og að haun mundi verða alheill aptur. En lengi muni hann samt eiga í því. |>að er eins og jeg sje orðin alvön við að sjá hroðaleg sár og margs konar sjúkleik; það bítur hvergi nærri á mig eins og fyrst, þegar jeg kom hingað; já, jeg finn á mjer, að jeg má til að gefa mig við spítalahjúkrunar-iðju það sem eptir er af stríðinu. Hjer er svo mikil þörf i á kvennlegri aðstoð, og hún er svo mik- ilsverð, að þegar maður er búinn að sjá það og skynja, þá fyrirverður maður sig fyrir það, að hafa ekki farið fyrri. Ef þriðjungurimx af þeim, sem sitja heirna og syngja sálma og þylja bænir, vildu koma hingað og gjöra gagn, þá gerðu þær bæði sjer og föðurland- inu meiri greiða. það er ótrúlegt, hvað kvennfólk hjer getur afkastað; enda gengur það alveg fram af sjer. |>að er hinn góði málstaður, sem heldur

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.