Ísafold - 29.01.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.01.1890, Blaðsíða 1
tCemui út a inióvikudögum og laugardögum. Verö árgangsins (io^arka) 4 kr.; erlendis 5 ^r* Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin vú* áramót, ógild nema komin sjt til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austw'strœti 8. XVII 9. Reykjavík, miðvikudaginn 29. janúar ——MB—Bfc 1890 Til sölu verzlunarhús og nokkrar jarðir. 1. Verzlunarhús ágætt,6 ára gamalt, í Sauð- árkróks kaupstað. — 1 hálfu húsinu upp og íiiðri eru fögur og björt íbúðarherbergi með góðum ofnum og eldavjel, en í hinum helm- inguum er vönduð og hentug sölubúð, og skrifstofa niðri, en stórt [geymslulopt uppi. Húsi þessu fylgir allstórt útisvæði og rúm- gott vöruhús við sjóinn, og getur húsum þess- um þessutan fylgt öil verzlunaráhöld, úti og inni við, í bezta ásigkomulagi, 2 uppskipunar- bátar og bryggja. 2. Sjávarborg, með nýbýlinu Tjörn, SÚ al- kunna fagra flutningsjörð, 29.1 hndr. aðdýrleika; hlunnindi margs konar til lands og sjávar, svo sem: óþrjótandi uppgripa-slægjur, bezta sil- ungsveiði, æðarvarp 1 framför, rekapláss stórt og gott, hvar síðast nú í haust rak hval; útræði á hínn fiskisæla Skagafjörð má einnig hafa þaðan. 3. Ashildarholt, 10.6 hndr. að dýrleika með 1J kúgildi; slægnajörð hæg og góð ; nær hæg, lega til sjávargagns. 4. Hálfir Kimbastaðir 13.9 hndr. að dýr- leika með 1 kúgildi ; sömuleiðis góð slægnajörð liggur haganlega við alfaraveg nálægt kaup- stað, og má sern hægast ná þaðan til sjávar- gagns. Allar þessar eignir eru í Sauðárhreppi í 'Skagafirði og eru eign herranna B. Muus & Bo. Kauprnannahöfn. jpeir sem kaupa vilja, snúi sjer til undir- skrifaðs umboðsmanns eigandanna með fram- boð sín, annaðhvort sjálfir eður með milli- göngumönnum, sem þá hafi óyggjandi skrif- leg umboð til að semja um, og ef saman gengur, að fullgjöra kaup á ofangreindum nignum. Görðum í Reykjavík 16. des. 1889. Egilsson. Verzlunarfjelag Dalamanna- V ö n d u ð v (x t ci & ð a, ó V o n d u ð. 1 2,0 0 0 króna hagur. Hinn góðfræði forstjóri fjelags þessa, bún- aðarskólastjóri Torfi Bjarnason í Ólafsdal, hefir sent Isafold eptirfarandi fróðlega og vel- samda skýrslu og hugvekju : Verzlunarfjelag Dalasýslu hjelt aðalfund sinn 13. og 14. þ. m. (janúar) að Hjarðar- holti í Dölurn, og var afráðið að halda áfram samtökum þessum næstkomandi'ár. Fjelagsmenn voru allir mjög vel ánægðir með fjársöluna í haust; en salan á sumum öðrum vörum hafði gengið miður. Ull, sú er fjelagið hafði senc í sumar, seld- ist lakar en að undanförnu, einmitt af því, að hún þótti miður vönduð en áður. Fyrir ull- ina upp og ofan fjekkst að öllum kostnaði frádregnum 63J aurar fyrir pundið. Æðardúnninn var óseldur um lok október- mánaðar, og kom það af því, að hann þótti ekki jafngóður og áður; enda var dúnninn í lágu verði og seldist dræmt. Saltftskur frá nýstofnuðum deildum á Snæ- fellsnesi seldist laklega. Fyrir hann fæst að frádreguum kostnaði 40 kr. 80 a. fyrir skip- pundið af málfiski, smáfiski og löngu, en 29 kr. 15 a. fyrir skippundið af ýsu. Fiskurinn reyndist miður vandaður en skyldi; að vísu þótti meiri parturinn góð vara, en slæm vara innan um spillti öllu sarnan. jþetta saunar ljóslega, að enn þá eldir ept- ir af hinum eldgamla ósið, að vilja selja illa verkaða og slæma vöru fyrir sama verð og góða vöru sömu tegundar, og er illt til slíks að vita. En þessi víti hafa komið fjelags- mönn sjálfum svo tilfinnanlega í koll í þetta sinn, að þau munn verða þeim til varnaðar. það er sannarlega góðs viti, að menn hafa ekki látið þau afdrif, sem vörur þeirra fengu í þetta sinn, fæla sig frá fjelaginu, heldur hafa tekið þá einu rjettu stefnu, að reyna nú að vanda vöruna sem bezt framvegis, og að reisa rammar skorður við því, að nokkr- um vörusvikuin verði komið við í fjelaginu eptirleiðis. f>etta sannar, að þorri manna finnur, að vörusvik eru næsta ómennskuleg, og að þau borga sig illa í raun og veru. f>ótt menn viti, að sumir hafi allopt kom- izt áfram með það að selja til kaupmanna óhreina og vota ull, og illa þurkaðan og slæm- an fisk, með sama verði og aðrir hafa selt sams konar vöru ágætlega verkaða, þá eru þeir víst allt af að fækka, sem þykir sá gróðavegur fýsilegur. f>eir fjölga ávallt, sem finna, að slíkt ráðlag hlýtur að verða til þess, að vörur falli yfir höfuð svo í verði, að allt jafni sig fullkomlega. Menu eru farnir að skilja það, að útlend- ingar, sem vinna ullina, inuni ekki vinna klceði úr vatni og skit, og þeir muni því ekki gefa mikið fyrir það, sem sent er af því tagi með ullinni. Menn sjá líka, að það muni kosta fyrirhöft), að hreinsa ullina og þurka, þegar nún kemur til Englands, og að þá fyr- irhöfn verði kaupandi að fá borgaða, með því að gefa þeim mun minna fyrir ullina. f>á renna menn iíka grun í það, að ullin muni geta skemmzt verulega á leiðinni hjeð- an, þegar hún er svo vot, að í henni hitnar, og að hún geti við það orðið nærfellt, ef ekki alveg, óútgengileg vara. f>að er nú líka orðið mörgum fullkunnugt, að svo illt sem það er, að ullin sje óhrein og illa aðskilin, þá er þó hitt langverst, að hún sje illa þurr. Menn niunu líka almenn vera faruir að skilja það, að kaupmenn muni í raun og vern ekki bera skaða þann, sem hlýzt af því, að vond vara sætir afföllum, heldur lendir skað- inn á endanum á bændum sjálfum, sem verkuðu vöruna; því kaupmenn, er jafnan hafahjá sjer tögl oghalgdir, muni, þegar svona ber undir, reyna að ná sjer niðri á öðrum vörum, enda er slíkt ekki láandi. Auk þessa finna allir til þess með sjálfum sjer, að það er næsta ódrengilegt, að lauma svikinni eða illa verkaðri vöru saman við vandaða vöru af sama tagi frá öðrum og fyrir sama verð. Að menn almennt sjái, hvað slíkt er svívirðilegt, má marka á því, að þeir fáu, sem enn þá leiðast í freistni, skammast sín þá fyrir það, og pnkra með slíkt eins og stolna muni. Að undanförnu hefir fjelagið látið hrossa- glöggan mann meta hross þau, sem send hafa verið, um leið og tekið hefir verið á móti þeim, og hefir svo verðhækkun eða verð- lækkun, sem komið hefir fram við söluna, verið jafnað á hrossin sarnkvæmt matsverðinu. Næstliðið haust sendi fjelagið nokkur hross, sem að vísu voru metin líkt og að undan- förnu, en matið átti nú ekki að gilda sem endilegur mælikvarði fyrir verð hrossanna, heldur átti að borga einungis þau hross ept- ir matinu, sem farast kynnu á leiðinni. Hrossin voru nú öll brennimerkt með tölu- stöfum, og svo bókað, frá hverjum manni hvert hross er, og hvernig brennimerkt. Yið söluna á Englandi skyldi svo gjöra grein fyrir verðinu á hverju hrossi, éptir þessum brenni- mörkum, og hver eigandi fjekk svo einmitt það verð fyrir sitt hross, sem fyrir það hafði fengizt á Englandi, að kostnaði frádregnum, sem er jafn fyrir öll hrossin. Fjelagið hefir svo fengið reikning fyrir sölu á 20 hrossum, sem send voru með «Clutha» í haust. Hæsta verð varð 95 krónur, að kostnaði frádregnum, og lægsta verð 23 krónur. þetta sýnir, að hrossakaupmenn gjöra vana- lega allt of lítinn verðmun á hrossunum, þar sem þeir sjaldan gjöra meiri mun á mark- aðshrossum en 20 til 30 krónur. 1 haust sendi ijelagið 1320 fjár, fiest sauði, veturgamla og eldri, og svo geldar ær. Eng- in kind var tekin ljettari en 90 pund á fæti og þyngsta kindin var 168 pd. það var fullorðin sauður frá Stóraholti. Meðalþyngd sauðanna var 116J pd.; meðalverðið, áður en innanlands- kostnaður er dreginn frá, hafa menn sjeð í blöðunum; en jeg skal nú sýna, hvaða vérð varð á sauðunum í fjelaginu ept- ir mismunandi þyngd. Fyrir sauð, sem viktaði á fæti: 95 pd. fjekkst kr. 12,19 100 —-----------— 13,21 110 —-----------— 16,05 120 — -— — 18,90 130 —-----------— 21,74 140 —-----------— 24,59 150 _ -- _ 27,43 160 -----------_ 30,28 168 —-----------— 32,55 J>etta verð er að öllum kostnaði frádregn- um, og er það svo miklu hærra en fjárkaup- menn gáfu hjer ura pláss í haust, að nemur 2—5 krónum og meiru á kind. Hæsta verð á tvævetrum og eldri sauðum var hjer 18 krónur; að eins örfáir sauðir munu hafa verið borgaðir betur og þeir sauð- ir, sem þetta verð fjekkst fyrir hafa vafalaust viktað 135 til 150 pd. Fyrir úrval úr veturgömlu fje gáfu fjár- kaupmenn hæst 14 krónur, en fyrir sams konar fje, 110 til 120 pd. á fæti, fjekkst í fjelaginu 16 til 19 krónur. Fyrir vænan vet-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.