Ísafold - 29.01.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.01.1890, Blaðsíða 2
34 ur gamlan sauð í fjelaginu, frá síra Arnóri á Felli í Koliafirði, fjekkst 23 kr. 74 a. I þetta sinn fjekk fjelagið meiri partinn af hinni póntuðu vöru með seglskipi í júlímán- uði. Kom skipið á Skarðstöð, á Stykkis- hólm og í Ólafsvík. Flutningsgjald á vörun- um varð nokkuð hærra með seglskipinu en verið hefir með gufuskipum, einkum af því, að skipið fjekk ekki nóg að flytja til baka. Aptur sparaðist ýms kostnaður, svo sem upp- skipun og pakkúsleiga, og þetta jafnaði nokk- uð mismunin. Yaran varð samt yfir höfuð nokkuð hærri f verði en í fyrra. Vöruverð hjá kaupmönnum var með lang- bezta móti, og varð því rninni verðmunur hjá þeim og fjelaginu en verið hafði áður. Einstöku vara, svo sem rúgur, var með líku verði, en á fiestum vörum var meiri og minni munur; mest inunaði þó á tóbaki, steinolíu, járni og alls konar vefnaðarvörum. Á þessum vörum var munurinn frá 25 til 50/° og meira, einkum ef vörugæðin eru tek- in til greina. Eptir átætlun, sem fjelagstnenn hafa gjört um hagnað þann, sem fjelagið hefir haft af viðskiptunum í þetta sinn, í samanburði við meðalverð hjá kaupmönnum á fjelagssvæðinu, þá verður fyrir allt fjelagið yfir höfuð í minnsta lagi talið: Hagnaður á matvörukaupum í júlí kr. 2544 ----- á kaffi sykri og tóbaki í júlí — 2266 ----á járnvörum, leðri, færum, steinolíu, salti, kolum o. fl. í júlí ................... — 894 — á tvisti og vefnaðarvöru í júlí — 2245 ----- á vörum sem komu í okt. — 1000 Samtals kr. 8949 Frá þessu má draga halla þann, sem fjelagið varð fyrir, á ull og saltfiski, sem nemurl291 krónum. Um sölu á dún er ekki hægt að segja enn þá; en gjörum ráð fyrir, aðhallinn á honum verði 176 kr.; verður þá hallinn allur ............ — 1467 þá er eptir kr. 7482 Hjer viðbætist hagurinnaf sauðasöl- unni, sem er lágt metinn 3 kr. 30 a. á kind til jafnaðar ............ — 4356 Er þá að öllu samanlögðu hagnað- urinn af viðskiptunum þetta ár ... kr. 11838. f>annig hafa fjelagsmenn allir til samaus haft nálægt 12000 króna hag á viðskiptunum til móts við jafnmikil viðskípti við kaupmenn á þessu svæði; og þó grunar suma, að verð á ýmsum vörum hjá kaupmönnum hefði orðið bændum óhagfeldara, ef fjelagið hefði ekki verið enda; er það auðvitað. Svo ættu menn að gæta þess að hagurinn hefði orðið í minnsta lagi 1467 krónum meiri, ef fjelagið hefði sent eingöngu svo vandaða vöru, sem best mátti verða. Nú kann einhver að segja, sem ekki þekk- ir fjelagið nema að np,fninu til, að þessi gróði muni vera meiri í orði en á borði; það*muni ekki vera reiknaður ýmislegur kostnaður, sem fjelagsmenn hafi sjálfir fyrir þessari verzlun, sem muni stórum draga úr ágóðanum og jafnvel jeta hann alveg upp. Jeg get þess til, að ókunnugir kunni að hugsa þannig vegna þess, að jeg hef heyrt stöku menn segja sem svo. »Já, það er nú vist lítill munur á verzluninni í fjelaginu og á verzlun við kaupmenn; en það er samt mjóg gott og nauðsynlegt, að fjelagið haldi á- fram, til þess að halda hita á kaupmönnum». Jeg veit, til að sumum af óskabörnum kaupmanna farast þannig orð; en það eru auðvitað ekki aðrir en þeir, sem jafnan koma fram sem Björn að baki Kára, og vilja taka hlut á þurru landi; og tjáir ekki að fást um slíkt; þess konar menn slæðast ávallt með. En til þess að sýna, hvað þessir menn | hafa til síns máls, skal jeg geta þess, að öll fyrirhöfn og allur kostnaður utanlands og innan er borgaður og talinn með eða tekinn til greina, þegar reiknað er verð innlendrar og útlendrar vöru, nema þóknun sú, sem deildar- stjórar fá fyrir reikningsfærslu í deildunum; deildarmenn borga hana sjer á parti. þ>ókn- un þessi nemur í ár hjer um bil 400 krónum fyrir allt fjelagið. Fyrir að mæta á fundum fjelagsins fá deildarstjórar þóknun af fjelags- sjóði. |>es8ar 400 krónur mætti auðvitað draga frá hagnaði þeim, sem áður var nefnd- ur, þó að þær renni til fjelagsmanna sjálfra. Aptur má gæta þess, að innlendur kostn- aður, sem leggst á hina pöntuðu vöru, og hækkar verðið á henni, og sem ails nemur hjer um bil 2000 kr. í ár, rennur mestallur inn til fjelagsmanna, og eru því þeir peuingar einungis teknir úr öðrum vasan- um til að láta þá í hinn. Auðvitað er þessi vinna fyrir fjelagið engin verulegur gróðavegur að öðru leyti en því, að það er ávallt hagur, að fá tækifæri til að vinna sjer inn peninga, en ekki kvarta merin undan að menn hafi skaða af henni. Að minnsta kosti er óvíst, að menn hefðu unnið sjer inn hinar 2000 krónur á annan veg á þeim tíma, sem þeír hafa varið í þarfir fje- lagsins. Um samgöngur vorar og gufuskipsmálið Eptir Jens Pálsson. VIII. Eptir 1875 veitti þingið á hverjum fjár- iögum tölnvert fje tíl fjallveganna og voru nú á hverju ári gjörðar talsverðar vegabætur á fjölförnustu leiðunum, og ekki einungis ruddir og lagfærðir hinir gömlu vegirnir, heldur voru allmiklir vegakaflar gjörðir af stofni. En vegstjórar þeir, sem landsstjórn- in fjekk vegagjörðina í hendur, voru menn, sem enga vitund kunnu til vegagjörðar, svo kunnátta gæti heitið, og fór því framkvæmd- in víðast í ólestri að meiru eða minna leyti; vegir þessir, sem hróflað var upp kunnáttu- laust, reyndust yfir höfuð etidingarlausir, og surnir urðu jafnharðan ófærir, en sumstaðar voru þeir svo brattir, að hvorki voru reiðir nje hestfærir. Hin íslenzka vegagjörð var þannig orðin að greinilegu hneyksli í augum almennings. fegar loks var farið að hugsa um að fá hingað vegfróðan mann frá útlöndum. |>essi útlendi vegfræðingur, N. Hovdenak, er kom hingað 1884, lagði hjer fyrstur manna veg, er veg mætti nefna, og ritaði í Andvara mjög fróðlega ritgjörð um vegagjörð hjer á landi og lamaði með henni þá hjátrú, að akvegir megi hjer ekki að gagni koma. f>að er naumast efamál, að hefði sá maður verið kvaddur til ráðaneytis um ný vegalög fyrir íslandi; þá hefðu þau orðið öðruvísi og betri en þau hin nýju vegalög frá þinginu 1887. Tvö er nýmæli helzt í lögum þessum. Annað það, að vegfróður maður á að hafa atkvæði um þá vegagjörð (á fjallvegum og aðalpóstvegum), sem lögin skylda landssjóð til að kosta. Segir svo í 3. gr.: «Vegabót og vegagjörð á fjailvegum skal landshöfðingi ráðstafa eptir tillögu vegfróðs manns og amts- ráða»; og 6. gr. segir: «Landshöfðingi ákveð- ur eptir tillögum sýslunefnda., amtsráða og vegfróðra manna, hvar aðalpóstleið skuli leggja um hjerað hvert»; og enn segir í 26. gr.: »eptir tillögum verkfróðra manna semur landshöfðinginn reglugjörð, er hefur inni að halda nánari ákvæði um vegagjörðir». Með þessum ákvæðum viðurkentiir vegalöggjöf vor loksins, að sjerstaka kunnáttu þurfi til að leggja vegi, svo vel megi vera; og er þetta aðalkostur laga þessara og mikill yfirburður þeirra yfir hin eldri lög, sem viðurkenndu þetta ekki. En hjer er sýnd veiði en ekki gefin, því með hinum gegndarlausa póstleiða- forgöngurjecti og sjerstaklega með fyrirmæl- um 7. greinar draga lögin vegagjörðina aptur undan þeim rjettu meginreglum, sem lögin víðast viðurkenna í öðru veifinu. I lög þessi er tekinn nýr stór flokkur vega, er hefnast aðalpóstvegir. jpeir eru: 1., frá Reykjavík til ísafjaróar; 2., frá Reykjavík til Akureyrar; 3., frá Akureyri til Seyðisfjarð- ar; 4., frá Rvík til Prestsbakka; 5., frá Prests- bakka til Eskifjarðar ; og eiga allir þessir vegir að gjörast að mestöllu leyti á lands- sjóðs kostnað. Samkvæmt 7. gr. «skulu vegir þessir á aðalpóstleiðum, þar sem því verður við komið, vera að minnsta kosti 6 álna breiðir. Eigi skulu þeir að jafnaði hafa meiri halla en sem svarar 3—4 þumlungum á hverri alin». Sú ákvörðun, að láta póstvegi sitja í fyrir- rúmi fyrir öðrum vegum, komst inn í fjárlög þingsins 1881; síðan hafa póstvegir verið látnir hafa forgöngurjett til vegafjár, og nú hefur ákvörðun þessi fengið staðfast laga- gildi með vegalögunutn 1887, því þar er öll áherzla lögð á aðalpóstvegi. jp$,ð er viðurkennd rjett meginregla í sam- göngumálum, að þar skuli fyrst veg gjöra, sem mest er umferð og fiutningar, að til hinna fjölförnustu vega skuli mestu kosta, og að flutningamagnið eigi að vera mælikvarði tilkostnaðarins. Nú vita allir, að töluverður hluti aðalpóstleiða vorra eru ekki sjerlega fjölfarnir vegir og að aðrir vegir eru miklu fjölfaruari og miklu meira um þá flutt; samt eiga nú póstvegirnir að vera í fyrirními fyrir þeim, alveg gagnstætt hinni viðurkenndu meginreglu. I stað þess, að spyrja um, um hverja vegi sjeu mestar ferðir og mestir flutningar og láta gjöra þar vegi, þá er hjer spurt um: hvar fer póstur nokkrum sinnum á ári með fáeina koffortahesta? —■ |>ar skal fyrst og fremst gjöra dýra, 6 álna breiða vegi fyrir fje landssjóðs. f>ingmannsefni Eyfirðinga- Eyfirð- ingar eiga að kjósa í sumar 1 mann á þing, í sæti Jóns sál. Sigurðssonar. jþar eru marg- ir um brauðið: Frb. Stemsson bóksali, Páll Jónsson ristj. »Norðurljóssins«, ef til vill Pjetur Jónsson á Gautlöndum, sonur Jóns heit. Sigurðssonar, Halldór Briem kennari á Möðruvöllum og Skúli sýslum. Thoroddsen á ísafirði. Halldór hefir boðið sig fram sem miðlunarmann í stjórnarskrár-málinu; en Skúli sem eldrauðan andstæðing allrar miðl- unar, eins og nærri má geta, og með »Jpjóð- viljann« sinn í barminum. Mikið gaman hefir verið hent að því, að hann hefir ritað fram- boðs- eða liðsbónarbrjef ýmsum helztu mönn- um í kjördæminu með — rauðu bleki (kálfs-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.