Ísafold - 05.02.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.02.1890, Blaðsíða 1
K.emui út a '.mðvikudö^vira og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Bnrgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn i,skrifieg) bundin vií áramót, ógild nema komin sjt' til útgefanda í'yrir I.okt. Af- greiðslust. í Austwstrœti 8. XVII 11. Reykjavík, miðvikudaginn 5. februar 1890. tisf Óskemmd axpl. af peim 10 tölublöðum af þ. á. ÍSAFOLD, scm íit eru koviin, eru kcypt á afgreiðslustofu blaðsins (Austurstrœti 8) fyrir 50 aura öll, þ. e. meira en fullt verð. Til sölu verzlunarhús og nokkrar jaröir. l. VerzlunarllÚS ágætt,6 ára gamalt, í Sauð- árkróks kaupstað. — í hálfu húsitm upp og niðri eru fögur og björt íbúðarherbergi með góðum ofnum og eklavjel, en í hinum helm- inguum er vönduð og hentug sölubúð, og skrifstofa niðri, en stórt fgeymslulopt uppi. Húsi þessu fylgir allstórt útisvæði og rúm- gott vöruhús við sjóinn, og getur húsum þess- um þessutan fylgt öll verzlunaráhöld, úti og inni við, í bezta ásigkomulagi, 2 uppskipunar- bátar og bryggja. 2. Sjávarborg, með nýbýlinu Tjörn, sú al- kunna fagra flutningsjörð, 29.1hndr. aðdýrleika; hlunnindi margs konar til lands og sjávar, svo sem: óþrjótandi uppgripa-slægjur, bezta sil- ungsveiði, æðarvarp í framför, rekapláss stórt og gott, hvar síðast nú í haust rak hval; útræði á hinn fiskisæla Skagafjörð má einnig hafa þaðan. 3. Ashildarholt, 10.6 hndr. að dýrleika með 1J kúgildi ; slægnajörð hæg og góð ; nær hæg, lega til sjávargagns. i. Hálfir Kirnbastaðir 13.9 hndr. að dýr- leika með 1 kúgildi ; sömuleiðis góð slægnajörð liggur haganlega við alfaraveg nálægt kaup- stað, og má sem hægast ná þaðan til sjávar- gagns. Allar þessar eiguir eru í Sauðárhreppi í Skagafirði og eru eign herranna B. Muus & Co. Kaupmannaliöfn. J>eir sem kaupa vilja, snúi sjer til undir- skrifaðs umboðsmanns eigandanna með fram. boð sín, annaðhvort sjálfir eður með milli- göngumönnum, sem þá hafi óyggjandi skrif- leö umboð til að semja um, og ef saman gengur, að fullgjöra kaup á ofangreindum eiguum. Görðum i Reykjavík 16. des. 1889. Egilsson. Pöntunarfjelögin. Bptir Torfa Bjarnason. Pöntunarfjelögm hjer á landi eru enn þá ung, og því ekki vert að spá miklu um fram- tíð þeirra. Menn vita, að slík samtök hafa reynzt gagnleg í öðrum löndum, og telja því líklegt, að þau geti einnig þrifizt hjá oss. Að þau hafi þegar gjört töluvert gagn og að þau sjeu þjóðinni nauðsynleg eins og nú stendur á fyrir henni —, það munu fáir ef a8t um. Pöntunarfjelögin gjöra fleira gagn en að veita sínum mönnum haganlegri viðskipti; þau kenna bændum að hugsa um viðskipti sín við kaupmenn, og koma þeim ofurlítið í skilning um viðskipti þjóðarinnar við aðrar þjóðir, og gjöra þá kunnugri gangi og eðli verzlunarinnar en ella. Hingað til hefír bændum þótt ráð að raula þessar ólíku vísur á víxl: 'tGuðsmaðurinn gaf mjcr þó gildan v'mpottinm °g 'tKlœkin er kaupmannslund, kœta hana andvörp föðurleysingjannan. En pöntunarfjelögin losa bændur til fulls við þessar ómennskuleifar; þau kenna þeim að skoða kaupmenn blátt áfrarn sem memi — hvorki meira nje minna, og líta á þá eins og þá menn, sem þurfa að græða á atvinnu sinni til þess að hafa nóg fyrír sig og sína, en sem verða að gæta alkar siðsemi og góðr- ar reglu eins og aðrir menn, til þess að að komast ekki óþægilega í bága við lög og venjur, og við viðskiptamenn sína — bænd- urna. Kaupmönnum er alveg eins nauðsyulegt að halda tiltrú bændauna, eins og bændum að halda tiltrú kaupmanna. Pöntlmarsamtökin sýna bændum, að það er eðlilegt, þó kaupmaðurinn hugsi um að koma ár sinni sem bezt fyrir borð, og um leiðlæra þeir að gjöra slíkt hið sama. |>au munu líka sýna bændum, að þeir geta verið eina góðir vinir kaupmannsins fyrir það, þótt þeir eigi ekki öll sín viðskipti við hann; þau koma bóndanum í skilning um, að hann sje frjáls að verzla hvernig sem vill, ef hann sýnir kaupmanni sínum enga pretti, alveg eins og kaupmaðurinn er sjálfráður að því, hvað hann kemur með af vörum til bænda. f>ess vegna vantar líka opt hjá kaupmönnum ýmsar nauðsynjar, sem bændum er óþægilegt án að vera. p/að eru pöntunarfjelögin, sem eiga að vekja menn af einum hinum lúalegasta ósið, er finnst í fari manna, það er: að vanda illa vöru sína — vanda hana miður en þeir hafa vit á. Ef pöntunarfjelögunum tekst ekki að kveða þann draug niður, þá verður það þeirra banamein, og þá losnum vjer seint við þá apturgöngu. pað verða líkapöntunarfjelögin, sem kenna rcönnum skilvísi í viðskiptum við kaupmenn. Auðvitað er, að avallt verða menn til, sem þurfa að halda á lánum að einhverju leyti; en eptir því sem pöntunarfjelögunum vex fiskur um hrygg, eptir því mimu þeir fækka, sem leita lána í verzluninni. í^að kemur líka allt annar bragur á þess konar lántöku en áður. Hingað til hafa þeir opt ha£t bezt úr být- um, sem hafa verið refjóttastir við kaupmenn; þeir nafa fengið afslátt af skuldum sínum, og fengíð hærra verð fyrir vöru sína en aðrir. En það sem þessir menn hafa grætt á skuld- unum og kaupmaðurinn tapað, hefir, sem auð- vitað er, lent á skilamönnunum. |>etta verður öðruvísi í pöntunarfjelögunum. Sá sem skuldar þar, verður að borga háa vexti af skuld sinni, og euginn annar en hann geldur þess, að hann stendur sig illa; og sá sem á inni í fjelaginu, annaðhvort vegna þess, að fjelagið yfir höfuð lætur af- gang sinn að haustinu standa til nsesta vors hjá umboðsmanni sínum á Englandi, eða af vauskilum einhverra fjelagsmanna, fær fulla vexti af fje sínu þar til honum er af- hent það. Pöntunarfjelögin hafa líka góð áhrif á kaup- menn. |>egar þeir sjá, að bændur beita áhuga og samtökum til þess að bæta verzhmarkjör sín, þá hætta þeir að skoða bændurna eins og rænulausar rollur, sem renni sjálfkrafa í kvíarnar á vissum tímum til þess að láta hreyta sig. Að vísu ber ekki mikið á slíkri skoðun hjá mannúðlegum kaupmönnum; en það verður naumast búizt við, að kaupmenn, sem frá blautu barnsbeini hafa vanizt við að hugsa sjálfir um sinn hag, og sem sitja sig aldrei úr færi að sæta góðum kaupum, að selja sem dýrast, og kaupa sem ódýrast, auð- vitað allt með frjálsu og ærlegu móti — að þeir beri virðingu fyrir þeim bændum og skoði þá sem jafningja sína, er ekki beita neinum manndómslegri úrræðum til að bæta viðskipti sín við kaupmenn, en vöruprettum og refjun. |>egar kaupmaðuriun sjer, að bænd- ur geta náð nauðsynjum sýnum frá öðrum þjóðum án hans milligöngu, þá fyrst fær haun fulla hvöt til að leita nyrra i'Avega, sem gjöra honum mögulegt að bjóða liBndum svo góð kjör, að pöntunarfjelögin veiði óþörf. pegar bændur fara sjálfir að leggja allan hug á að bæta vöru sína, og leita sjálfir að markaði fyrir liana, þá hækkar varan í verði, bóndanum í hag og kaupmanninum líka, því ávallt er lítill hagur að slæmri vöru, bæði fyrir kaupanda og seljanda. Fjársalan til Englands er nú orðin og verð- ur hjeðan af ein af aðalverzlunargreinum þessa lands. það var máske heppilegt, að verzlun þessi byrjaði litlu fyr en pöntunar- fjelögin. Ef fjárkaupamenn hefðu mátt vera nógu lengi einir um hituna, þá er ekki ólík- legt, að farið hefði um fjeð eins og ullina, að það hefði fengið slæman orðstír á Englandi. Ef fjárkaupmenn hefðu haldið nógu lengi áfram með sínu vanalega lagi, að gefa nærri sama verð fyrir úrkast og úrval, þá hefði auðvitað farið svo á endanum, að bændur hefðu haft lítið annað að bjóða til sölu, en úrtín- ing sinn, og sá hefðí þótzt beztu bættur, sem komið hefði rit rýrustu kindunum. Afleið- ingin er auðsjen: verðið hefði smálækkað, oss til óbætanlegs tjóns. Hver getur reiknað það tjón, sem landið hefir hlotið af því, að hafa um langan aldur sent vonda ull Englands'? Og hver mundi geta reiknað þann skaða, sem vjer hefðuna af því, að senda þangað mestmegnis rýrt og óútgengilegt fje'? |>ar sem pöntunarfjelög komast á fastan fót, er ekki hætt við þessu; því þegar menn fá sanngjarnan verðmun a vænu og ryru fje, þá keppast menn við, að láta sem vænst. Menn vilja gjarnan láta fjeð sem yngst, og eiga jafnvel að gjöra það,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.