Ísafold - 05.02.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.02.1890, Blaðsíða 3
4 ‘ó Jón Sigurðsson hefir ritað um þetta í nLítilli t'arningsbóka, og aegir þar frá, að binda skuli vandlega saman viðarsprek í knippi, og að líkindum muni mega brúka hrís, stjóra knippi þessi niður inn undir flæð- armáli, þegar bviið sje að láta í þau nokkrar lifandi skeljar, og festi þær sig óðar við kuippið. Næsta ár megi svo vitja um knippið, og megi þá telja það víst, að skeljarnar hafi æxlazt og fest sig við það, og megi þá taka fullorðnu skeljarnar, en þær ungu verði að láta kyrrar, til að halda fjölguninni við. Sjeu knippin mörg, megi þannið ætíð hafa nóga beitu, með því, að taka úr þeim á víxl. Tilraunir í þessa átt kosta auðvitað dálítið; en beituferðirnar kosta líka mikið, og væri tilvinnandi að leggja mikið í sölurnar til að geta fækkað þeim. I knippunum mundi meðfram mega hafa fúasprek, og að líkindum spillti ekkert, að hafa nokkuð af þönglum innanum, því við þá er kræklingurinn vanastur að festa sig. Hver vill ríða á vaðið? H. Alþingistiðindin. «þjóðfjandinn» ísfirzki var að laspra mér til í haust fyrir það, að ekki hefði ég sent Alþ.tíðindin (framhald og endi) með nóvem- berpósti, og bar »ísafold» fyrir því, að þau hefðu þó um miðjan nóvember verið mœrri fullprentuð#. þau vóru nú samt ekki alveg fullprentuð fyrri en snemma í desember, og þau koma ekki í mínar hendr frá prent- smiðjunum, heldr til bókbindara, því að ég á ekki að hefta þau, og ekki heldr að senda þau út óheft. Eg fekk þau í hendr rétt fyrir jólin. jpað hefði því mátt búast við þeirn sendum héðan með 1. pósti á þessu ári, og það er ekki mér að kenna, að þau koma ekki enn út um land. En póstmeist- arinn hefir (eftir samráði við landshöfðingja að hann segir) neitað að taka þau til flutn- ings, nema eintök þingmanna sjálfra. jpetta mun stafa af færðinni. En ég skapa ekki færð né ófærð, og ég er enginn yfirpóststjórn — verð því að vera saklaus, hvað sem «|>jóðfjandinn» lýgur. Rvík 5. febr. 1890. Jon Olafsson alþm. Skýrsla þessi er, það jeg til veit, fullkomlega riett að efni. Eiriuugis skal þess getið til nán- an skýringar frásögu ísafoldar, að B.-deild Alþingistíðindanna, prentuð í Isafoldarprent- sm., var, samkvæmt kvittun þeirra, er heptu tiðindin, fullprentuð (ásamt kápu) 18. nóv., og þá ekki eptir óprentað af A.-deild nema seinasta öikin og registrið (3 arkir), sem var fullprentað 6. desbr. Bitstj. fsaf. Leiðarvísir ísafoldar. Fyrirspyrjendur eru beónir að haja þolin- tnceöi, þótt bið verði á svörum með köftum, þegar mjög mikið safnast að, eins og nú hefir gjörzt nm hríð. — Áminna þarf um, að hafa fyrirspurnirnar sem stytztar, og þó glöggvar. 340. Maður hefur búið 9 ár í iiverfi einu, sem þá er gjört að hreppi út af fyrir sig, og er þar 10. árið. Verður hann þá álitinn sveitlsegur í þessum nýstofnaða hreppi, en ekki þar, sem hann átti sveit áður en hann byrjaði dv'ól sína í hverf- inu? Sv.: það virðist vera að rígbinda sig vel mikið við bókstaf laganua, að neita því, að maður þessi hafi verið 10 ár „samflevtt í einum hreppiu (tilsk. 10. júlí 1848), þótt hverfið hafi að eins verið partur af öðrum hreppi þangað til 10. árið. Hugs- un löggjafans er auðsjáanlega sú, að hafi maður verið spakur i sajra stað eða i sama svo og svo litlu byggðarlagi svona langan tíma og unnið þar það gagn, sem auðnan rjeð, smátt eða stórt, án þess að þiggja af sveit, þá skuli hann eigi þurfa að hrekjast þaðan. þótt hann verði ósjálíbjarga—. En um annað eins atriði og þetta er sjálfsagt, ef til kemur. að leita hins rjetta, æðsta úrskurðarvalds, þ. e. landshöfðingja (erindisbrjef 92. febrúar 1875, 12. gr.). 341. Ef prófastur tekur ekki út sjóð heimakirkju á prestssetri. þá er prestaskipti verða, og fæst ekki til að ráðstafa honum á neinn hátt, og það ekki, þótt hann hafi fengið biskupsskipun til að gjöra það, verður þá ekki að telja þann kirkju- sjóð í umsjón og ábyrgð prófasts? Sv.: Jú, sjálfsagt. 342. Hver á aö ganga eptir slíkum kirkjusjóð, þá er kirkjan þarfnast bans, til að verða byggð upp, og hvernig á aö fara að því aö ná honum, ef nann fæst ekki með góðu? Sv.: Stiptsyfirvöldin hljóta að segja fyrir um það, þegar til kemur. 343. Prestur sendir vinnumann sinn lyrir jól með útbyggingarbrjeí til bónda fyrir þá sök, að bóndinn hefir ekki viljað undirskrila byggingar- brjef, ekki goldið uppsetta laudskuld, en ljeð öðr- um af' jörðunni án leyfis prests. Vinnumaðurinn kemur að dyrum bónda við 2 votta, þar at annar sambýlismaður bónda; hann er sjálfur ekki heima, en bróðir hans tekur brjefið, les það tvisvar og biður vinnumaður hann að skýra frá inntaki þess. Síðan er útbyggingarbrjefið lesið fyrir dyrum bónda í áheyrn tveggja votta. Er þetta ekki lögleg út- byggnig ? Sv.: Nei; en liklega hefði hún orðið metin lög- leg, ef hinir lögskipuðu sfe/nM-vottar hefðu birt hana, þó ekki næðist í ábúanda sjálfan. 344. Maður falar jörð til ábýlis af presti. Prest- ur lofar jörðunni og tekur undir eins skýrt fram, að samkvæmt máldögum kirkjunnar geti jörðin ekki byggst með lægri landskuld en 2 vættum ai harðfiaki, sem þó inegi borgast með 2 vættum af saltfiski. tíóndi sezt á jörðina upp á þetta umtal, en geldur ekki nema 2 vættir af saltfiski. J>á fær hann byggingarbrjef og undirskrifar að gjalda sömu landskuld og upphaflega var ákveðið. Er hann ekki skyldur au gjalda hið sama fyrir ábúð- artimann allan ? Sv.: Nei, fráleitt nema upp frá því að hann undirskrifaði byggingarbrjefið. 345. tíóndi tekur jörð til ábúðar, og leyfirbróð- ur sínum afnot af henni, án heimildar frá lands- drottni. f>eir eiga vitanlega báðir fjenað, en bóndi tíundar svona nálægt því, sem hann á, en bróðir hans ekkert. Hvor þeirra á að sæla þeirri sekt, sem ákveðin er fyrir rangt tiuudarfram í 7. gr. laga 12. júl 1878? Sv.: Bóndinn,— að minnsta kosti hafi bróðir hans búlaus eigi mætt á hreppaskilaþingi til tíundar- framtals; þvi eptir 4. gr. sömu laga eru búeudur einir slcyldir að mæta þar ,og eiga þá aö telja fram til tíundar ekki einungis tíundbært Iausafje sitt og hjúa sinna, heldur einnig „annara, sem eru á þeirra vegum“. LEIÐRJETTXNG. Föringinga-tíðindi í síðasta bl., 3. dálki í 39. bls., les: Föringatíðindi AUGLYSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Hið íslenzka náttúrufræðisfjelag. Eins og kunngjört hefur verið í blöðuuum, þá var náttúrufræðisfjelag stofnað hjer í fyrra sumar (16. júlí), og fjekk það þegar allgóðar undirtektir, svo ekki fáir hafa gengið í fje- lagið, sumir með æfi-tillagi (25 krónum), en flestir með árstillagi (3 kr.). Ejelag þetta er stofnað með þeim aðal-tilgangi, að safna og útvega sem mest af íslenzkum uáttúrugrip- um (kvikindum, plöntum og steinum), og geyma þá, svo að þeir bæði gæti leiðbeint þeím, sem vilja kynna sjer náttúrueðli lands vors, og svo til sýnis fyrir almenuing, þegar svo langt væri komið, að því yrði við komið. En þó að nokkuð sje til af slíkum náttúru- gripum, þá er enn langt frá því, að vjer getum enn þá hugsað til að syna þá opinber- lega eða koma þeim fyrir almennings augu, með því að bæði vantar hæfilegt liúsnæði, og svo er þetta eun einungis lítill vísir. Fáeinir velviljaðir heiðursmenn, sem ætíð hafa viljað styrkja slík fyrirtæki, hafa þegar gefið fjelag- inu gripi (svo sem herra Sigfús Bjarnarson konsul á Isafirði) — skipstjórar og menu kaupmanns G. Zoega hafa og gefið og tekið af oss glös til að láta í, ef eitthvað slíkt bæri að, og einstöku menn hafa selt oss fugla, en þó miklu minua en vænta mátti. Nöfn gefenda verða kunngjörð á sínum tíma, ásamt mununum. f>að eru nú vinsamleg tilmælí vor til allra, einkum sjómanna og skotmanna, að þeir sýni fjelaginu velvild og styrki það með því, sem þeim kann í hendur að berast og sem ekki er allsendis algengt. Til leiðbeiningar skulum vjer geta þess, að vjer óskum eptir fuglum af hverju tagi sem er; fiska sem ekki eru algengir og ekki stærri en svo, að vel megi handleika þá eða láta í stórt glas, svo sem marknúta-tegundir, karfa o. s. frv., en sjeu þeir stórir, þá að láta oss vita svo greinilega um þá sem unt er. Ennfremur nefnum vjer kuðunga og alls konar skelfiska, orma, sjaldgæfar jurtir, steina og bergteg- undir o. s. frv. Vjer tökum það fram, að margt af þessu getur verið næsta merkilegt, hversu ómerkilegt og óásjálegt sem það kanu að sýnast. Meðundirskifaður gjaldkeri fjelagsins, Dr. med. Jónassen, borgar sanngjarnt verð fyrir munina, ef upp er sett, en annars má snúa sjer til einhvers af oss sem ritum nöfn vor hjer undir. þ>ess skal að endingu getið, að ýmsir vís- indamenn í útlöndum hafa gengið í fjelagið, og sumir þegar sent oss náttúrugripi frá sínu landi, og munum vjer senda þeim aptur hjeð- an það sem vjer megum án vera. Sjórn hins íslenzka náttúrufræðisfjelags, Reykjavik, 30. janúar 1890. Ben. Gröndal. J. Jónassen, Dr. med. Björn Jensson. p. Thoroddsen. Stefán Stefánsson. J>ann sem fengið hefir að láni hiá mjer fyrri part bókarinnar, „DECAMERÖN“ bið jeg skila mjer henni, sem fyrst. í- 90- Asgeir Eyþórsson. LÁG AFELLS-SÖPNUÐUR OSKAR, að guð- ræðingar þeir, ersækja um Mosfellsbrauðið, gjöri fionum jatnframt aðvart um það. Björn Bjarnarson, (safnaðarfulltrúi). ÓSKILAKxND. (Leiðrjetting ) Markið á kind mni nr. 18 í auglýsingu úr Jxjósarhreppi í ísaf. 15. f. m. á aö vera: sneitt aptan biti fr. hægra stýft standfj. aptan v. Proclama. pareð hjerverandi eigur Lopts Jörundarson- ar frá Syðstabæ, sem farinn er af landi burt án þess vitanlegt sje, hvar hann er, eru eptir kröfu skuldaheimtumanns teknar til skipta sem protabú, innkallast hjer með allir þeir, er til skulda telja hjá ncfndum Lopti Jörundarsyni, til innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þess- arar auglýsingar að sanna kröfur sínar fyrir undirskrifuðum s kip taráðanda. Skrifstofu Éyjafjarðarsýslu 6. janúar 1890. St. Thorarensen.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.