Ísafold - 08.02.1890, Síða 1

Ísafold - 08.02.1890, Síða 1
;Cemui út a '.mðvikuclöjuna og laugardöguin. Verð árgangsins (ro^arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin vi{ áraœót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 12 Reykjavik, laugardagi n 8. febrúar 1880. Möppiir, til að líma Isafokl inn í, heilan árgang, jafn- óðum og blaðið kemur út, fást á afgreiðslu- stofu ísafoldar (Austurstræti 8), fyrir 1 kr. 20 a. |>ær eru ómissaudi til þess að halda blöðunum sarnan eða vísum, og þarf ekki annað band á árganginn, enda er prentaður titillinn á kjölinn á hverri möppu. Um samgöngur vorar og gufuskipsmálið E.ptir .lcns Pálsson. X. Sjórinn aðalflutningsbraut lanclsins. Akbrautir upp frá Jcauptúnum o. s. frv. um ' fjölbyggðustu hjeruð lanclsins. Hagsmunir af tíðum og greiðum strandfcrð- um, innfjarða og utan. Miklar bunaðarframfarir og iðnaðar sjálfsagð- ur ávöxtur af slíkum samgöngubótum. Aðalsamgöngubraut íslands er og verður æfinlega hafið, sem liggur að hverri einustu sýslu landsins, og í sumum sýslum nálega heim að hverjum bæ. — En svo kernur hinn alkunni vandræða-gestur, hafísinn, að norður- eða austur-strönd landsins flest ár, og lokar brautiuni, mun einhver segja. Én þrátt fyrir það á þó sjórinn eiunig við norðurlandið að vera aðalflutninga-brautin, eins og hann líka er hvað aðflutning að landi frá útlönduni snertir, þrátt fyrir allan hafís; og megi nota þá tíma ísáranna, sem sjór er auður eða fær, til þess að flytja að norður- landi á seglskipum allar útlendar vörur og innlendar vörur út aptur, þá ætti að rnega nota hina sömu árstíma til samgangna og flutninga á gufuskipum, og það miklu frem- ur, enda er ísinn ekki svo þrásætinn við norðurland, að frágangssök sje að koma þar við nokkrum samgöngum á sjó, jafnvel í verstu ísárum. í hinu sænska tímariti «Ymer# 1884 er vísindaleg ritgjörð um hafísinn við ísland eptir þorv. Thoroddsen. Af henni má sjá, -að fjórir mánuðir ársins (sept., okt., nóv., des.) mega jafnan teljast nálega íslausir, að minnsta kosti svo, að tálmar aldrei sjó- ferðum hjer við land um þá mánuði. í rJt- gjörð þessari er mjög glögg yfirlitstafla yfir hafís við Ísland á árunum 1800—1883, sem sýnir, að hafís hefir verið við norður- land um fardaga í 23 af þessum 83 árum; í 16 ár hefir hann legið fram í júlímánuð, og 8 ár frarn í ágústmánuð, en að eins eitt ár fram í septemberbyrjun; einnig hefir ís- hrafl sjezt síðustu daga ágústmánaðar í tvö þessara ára. I 20 ár af þessum 83 hefir enginn hafís komið að íslandi, og um nær 30 ár hefir ísinn eigi legið lengi við land, eða verið að eins lausahrakningur. þetta sýnir, að mestu og allra-nauðsynleg- ustu flutninguni má þó einnig við koma sjó- leiðis norðanlands; en vitaskuld er það, að samgöngur á sjó verða jafan hæpnar og óviss- ar við norðurströnd Islands öll þau ár, sem ís er lengur eða skemur við land. En þar eð sanigöngur að siðaðra þjóða háttum, þó s'líkum annmörkum sjeu bundnar, eru þó betri en engar samgöngur, þá er vanhyggni að hafna óvissum og hæpnum samgöngum, til þess að standa uppi samgöngulaus. það er sannarlega ekkert einsdæmi, að not- ast við samgöngumeðul, sem þegar, sjerstak- lega stendur á, geta brugðizt. þannig hafa járnbrautir lagðar verið þar, sem snjóþyngsli hamla umferð optast einhvern tíma árs, leng- ur eða skemur, og dettur mönnum þó eigi í hug að hafna járnbrautum fyrir þá sök. Við alla vesturströnd landsins er ís aptur á móti aldrei skipaferðum til farartálma, og við suðurströnd landsins allt austur á aust- fjörðu svo sjaldan, að varla er teljandi, og er þetta meiri hluti stranda landsins. Hvað sem þess vegna líður hafísnum við norður- ströndina, þá eigum vjer að nota hafið sem aðalflutningsbraut; þá braut hefir náttfiran sjálf lagt, og hvm kostar ekkert. Hið minnsta, sem vjer gætum kornizt af með fyrstu árin, eru tvö gufuskip, annað norðanlands, og þyrfti það að vera ísskip gott, hitt vestanlands og -sunnan; smá-gufubátar ættu svo auðvitað að koma upp til að taka að sjer skjökt og skríða um grynninga- leiðir. þessi skip ættu að rekja hveru stað með byggðri strönd landsins, þar sem skip.geta geta komið, og eru þeir miklu fleiri en enn hafa verið notaðir. Ef vjer tökum þá rögg á oss að nota sjó- inn á þennan hátt sem samgónguveg, og leggjum svo, þar sem þá leið þrýtur, akbraut- ir frá hafnastöðvum upp eptir héruðum endi- löngum, þar sem mest er flutningamagn, þá munu menntaðir menn, innlendir og útlendir, álíta, að vjer sjeum komnir á skynsamlega stefnu í samgöngumálum vorum. þegar komnir eru upp nýtilegir akvegir um aðalhjeruð öll, þar sem mest er byggðin og flutningar mestir, þá fyrst er komin ástæða til, að sameina þessa vegi með akvegum yfir fjöll þau og hálsa, er hjeruð greina, og jafn- framt leggja vagnvegi yfir þver hjeruð; en meðan verið er að bæta aðalflutningaþörfina, bæði með strandferðum á sjó og akbrautum frá sjó upp um hjeruðin, eiga langferðamanna- vegir og póstvegir yfir þver hjeruð landshorna á milli án efa að lúta í lægra haldi. Að vísu er óneitanlega nauðsynlegt, að lialda þessum vegum hestfærum; eu til þess að halda við einstigum, er að eins sjeu hestfær, þarf ekki mikið fje. Auðvitað væri bezt að fá þessa lögleiddu aðalpóstvegir munu kosta. Auðvit- að hlyti við þessa fjárupphæð að bætast ár- legt viðhald skipanna og fitgjörðarkostnaður, að því leyti sem strandferðirnar ekki gætu borið sig sjálfar. En aðalpóstvegirnir mundu einnig þurfa árlegt viðhald, þá er búið væri að leggja þá, og mundi til viðhalds þeira ganga allmikið fje. En þótt það sje sett hjer fram sem hugs- anlegt, að landssjóður kaupi strandferða- skipin og láti reka strandferðir beinlínis á sinn kostnað, þá þarf hann ekki að gjöra það og mundi ekki gjöra það, því að það væri of umsvifamikið fyrir landsstjórnina og í alla staði óhentugt; hinn kosturinn mundi því tekinn, að kaupa strandferðirnar af iit- lendum eða innlendum gufuskipaeigendum fyrir ákveðið verð árlega, og mundi það eigi verða tilfinnanlega dýrt og kostnaðurinn fara þverrandi árlega, eptir því, sem menn vendust við og kænaust upp á að uota skipin til flutninga og ferðalaga. Gjörum ráð fyrir, að tíðar og hagkvæmar straudferðir utnhverfis Island kostuðu lands- sjóð fyrstu 20 árin um fram það, sem nú er til strandferða lagt, svo sem 20 þús. kr. á hverju ári ; það væri þó ekki nerna | árs- vaxtanna af upphæð þeirri, sem aðalpóstveg- irnir á að gizka munu gleypa, og eptir því sem fram í sækti mundi kostnaðurinn við strandferðirnar fara minnkandi og með tím- anum rnundi hann hverfa ; þær mundu fara að bera sig, svo sannarlega sem -yggð þessa lands á sjer skaplega framtíð. En hvað verður, er tímar líða, af póstvegunum með hinum lögleyfða halla, 3—4 þuml. á alin hverri? |>egar fram í sækir, verða slíkir vegir að falla niður, af því að þeir fullnægja ekki þörfum og kröfum tímans ; þeir verða ónýtir, og fjeð, sem þeir hafa kostað, er þar með orðið ónýtt og dautt, alveg eins og því hefði verið kastað í sjóinn. En þá er á það að líta, að akbrautirnar, sem gjört er ráð fyrir að lagðar verði frá höfnurn, kauptúnum og sjávarbyggðum, upp eptir hjeruðum endilöngum, kosta stórfje. Þetta er óneitaulegt; en það er líka stórfje, sem aðalpóstvegirnir mundu kosta um fram tíðar og hagkvæmar, stöðugar strandferðir, sem þó mundu gjöra margfalt meira gagn en þeir. Eyrir þennan mismun má leggja akbrautir upp eptir hjeruðum landsins, þar sem þungavöruflutningar eru mestir; og með þvi miklu af sýsluvegafjenu mundi víða verða fúslega varið til þessara brauta, þá mundi þeim brátt geta skilað áfram; og ef þær . . , væru, sem sjálfsagt er, látnar liggja upp frá vegt gjörða samstundis hxnum; en til þess, kauptúnunum, þá mundu þær, jafnskjótt og höfum vjer eigi fjárráð, og er því ekki um ann- að að gjöra en að láta þá vegina, sem minna ga8n gjöra, bíða síðari |tíma, en láta hina ganga fyrir, sem nteira er um vert að fá til afnota. Gjörum rað fyrir, að landssjóður keypti til strandferðanna tvö álitleg gufuskip og auk þeirra tvo smærri gufubáta; öll þessi skip mundu þó ekki kosta meira en 300,000— 400,000 kr., eða ^<3—« af því fje, sem hinir þær væru lagðar, verða notaðar sem akvegir af þeim, sem næstir byggju. j#ær yrðu þannig þegar í stað að verulegu gagni, og lægju aldrei ári lengur arðlausar, eins og aðalpóstvegaspottarnir hjer og hvar upp um heiðar mundu gjöra. •Teg álít raunar, að akvegimum skilaði skaðlega seint áfram, þótt svo væri farið að, sem hjer er ráð fyrir gjört, og lagðir vegir fyrir svo sem 30—40 þús. krónur á ári.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.