Ísafold - 08.02.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.02.1890, Blaðsíða 3
47 jpyki »Útróðram.» þetta ofharður reikning- ur, þá vildi jeg sem útvegsbóndi vera laus við að láta það fyrir minna verð. þá er ekki annað en en að útróðramenn sjái sjer sjálfir fyrir því. Skyldu þeir eyða minna í harðæti en 2 kr. virði fvrir vertíðir.a ? »Borgun fyrir þjónustu og soðningu mun fullnæg vera», segir hanti. Jeg þekki enga fastákveðna borgun fyrir þjónustu á útróðra- mönnuin ; en jeg veit til þess, að allmargir sjómenn gefa þjónustu sinni nokkra fiska, þegar bærilega aflast ; en sumir hafa ekkert látið af hendi rakna ár eptir ár, — þó þeir sjeu rniklu færri en hiuir. þ>essu vil jeg nú breyta þannig, að ákveðin borgun sje greidd fyrir þjónustu á hverjum útróðramanni, og hef jeg stungið ujtp á 3 kr. fyrir vertíðina ; það \erða 33 aúr. um vikuna. þj’ki það of hátt, má færa það niður, t. d. um 1 kr.; en minna en 2 kr. mun það varla geta reiknast. Soðningarkaup er venjulega innifalið í eptir- gjaldinu, sem svo er nefnt ; það er 1 pd. smjörs urn viku hverja, eða þess virði, sem útróðramenn eiga að borga fyrir vökvun (2— 3 merkur af graut einu sinni á dag), og fyrir að sjóða soðningu og .matreiða liana fyrir þá. Ef útróðramanninuin þykir þetta »fullnæg borgun», þá vildi jeg með ánægju eptirláta honum að vökva og sjóða fyrir alla mína sjómenn, og meira að segja fyrir allt mitt heimafólk, móti slíku éndurgjaldi. Nei, borg- un íyrir vökvun og soðningu mun engum rjett- sýnum útróðramanni þykja of há, þó hún væri þriðjungi hærri, 1% pd. smjörs, eða 1 kr. fyrir hverja viku. En vitaskuld er, að það getur verið tals- verður ruunur á því, hvernig vökvunin er úti látin, og sje hún ljeleg, þá er máske ekki tilvinnandi fyrir útróðramenn að kaupa hana fyrir neitt verð. Ivaffireikningur minn segir útróðramaðurinn að sje svo hár, að engu tali taki. Jeg held að hann sje nú samt ekki svo fjarskalega ó- sanngjarn, ef rjett er á litið. Um vetrar- vertíð hafa sjómenn víðast ’nvar hjer syðra kaffi þrisvar á dag, og við það miðaði jeg minn kaffireikning. I ísafold stendur að vísu: fyrir kaffi tvisvar á dag 5 kr.; en það er mis- ritað. þar sem sjómenn ekki fá kaffi optar en tvisvar á dag, hafa þeir þess utan tevatn (mjólk og vatn með sykri) einu sinni á dag, í staðinn fyrir þriðja kaffið. Fyrir þessa 3 bolla á dag í 9 vikur hef jeg álitið sanngjarna borgun 5 kr.; það eru hjer um bil 2§ eyrir fyrir hvern bolla. J>yki »útróðram.» þetta of harður reikning- ur, þá ætlast hann vissulega ekki til, að kaffi- og sykurtollurinn hafi rnikil áhrif áverð þeirra vörutegunda eptirleiðis. Ef að kaffibollarnir ekki eru nema tveir á dag, og ekkert tevatn, þá kosta þeir, eptir áðurnefndum 5 kr. reikningi, tæpa 4 a. hvor, og mundi gestgjöfum eða veitingamönnum ekki þykja það of rífleg borgun, jafnvel ekki heldur sveitamönnum, sem selja ferðamönn- um næturgreiða. f>að mundi ekki verða talið sjerlega höfðinglegt, þó útvegsbóndi frá sjó kæmi á ókunnugt heimili upp til sveita, drykki þar kaffibolla, og rjetti svo húsráðanda 4 a. að skilnaði fyrir greiðann. En til þess að enginn ágreiningur geti átt sjer stað út af kaffireikningnum, vil jeg koma því á, að sjó- menn leggi sjer það til og bruggi það sjálfir eptir eigin vild, eins og tíðkast á Eyrar- bakka, í f>orlákshöfn og víðar. Útvegsbændur mundu vilja sýna þeim þá tilhliðrunarsemi, að láta hita fyrir þá vatnið ókeypis. Beituhlutur kemur ekki mínum reikningi við. Jeg hef hvergi talið útgerðarmönnum halla af þeirn grásleppunetum, sem sjómenn leggja til fyrir sínum hlutum. Að því leyti sem jeg minnist á grásleppu- net, þá eru það pau net, sem útgerðarmað- urinn leggur til fyrir skipshlutunurn, og telj- ast þau með útgerðarkostvaðinum, eins og allt annað í mínum reikningi. »Útróðram.» segir, að jeg telji ekki arðinn af hrognkelsunum sjálfum, nje heldur af hnýsu eða kóp, þegar það veiðist. |>að er nú að vísu rjett hjá honurn, að þetta mætti teljast sem linun í útgerðarkostnaðinum. En jeg hef heldur ekki gert reikning fyrir neinum óhöppum á grásleppunetum, og vita það þó flestir, sem róið hafa hjer syðra, að eitt grá- i/sleppunet fyrir hlut endist sjaldan vertíðina út, heldur verður opt að leggja 2 net fyrir hlut og stundum máske fleiri; því veður og brim eyðileggja grásleppunetin svo iðulega áður en þau eru orðin hálfslitin. (Niðurl.). Útvegsbóndi. Hitt og þetta. Frúin segir, um leið og hún gengur út úr búð- inni: „Jeg þekki á þá, þessa prangara. Jeg gat þó prúttað að tarna niður um 3 kr.“,—K-aupmað- urinn, í hálf'um hljóðum: „Jeg þekki á það, þetta kvennfólk; þess vegna lagði jeg 6 kr. á þetta, sem hún keypti“. Móðirin: „Ertu ekki of strengd um mittið, góða min?“—Dóttirin: „Ójú, heldur er jeg nú það; en jeg er viss um, að hann Jakobbiður mín í kvöld, og hann hefir svo fjarska stutta handleggi“. Læknir kemur tif sjúklings, er hafði fegið fyrir dauðanum, og segir, þegar hann sjer hann, við- konuna hans: „Hann er dáinn, vesalingur". En það dettur ofan yfir alla, sem við voru staddir, er „hinn látni“ rís allt í einu upp og segir: „Ónei- nei; það er jeg reyndar ekki“—nema konuna; hún segir: “O’, sussu— sussu, þegiðu maður; heldurðu að læknirinn viti það ekki betur en þú“. Leirskáldið: „Jeg veit svei mjer ekki, bvernig jeg á að fara að fá kvæðið það arna prentað. Jeg er búinn að senda það tíu ritstjórum, en enginn hefir viljað það“,—Ritdómarinn: „Jeg skal kenna yður ráð. Leggið þjer það innan í umslag og skiljið þjer það eptir á borðinu yðar, og fariðþjer svo og hengið þjer yður. Daginn eptir mun kvæðið standa í öllum blöðunumI 11. Leiðarvísir ísafoldar. 34H. Hefir sá maður ekki leyfi til að vinna fyr- ir sjer hvar sem bezt gengnir, sem hefir læknis- vottorð fyrir þvi, að hann geti ekki unnið erfiöis- vinnu eða gengið i almenna vist, sje hann svo fær í einhverri handtðn, þótt eigi hafi sveinsbrjef, að hann geti haft ofan af fyrir sjer með henni? Sv.: Nei, engan veginn, hann verður að hlýða lögum um lausamenn og húsmenn o. s. frv. eins fyrir því, og sveit hans að ráðstafa honum, ef ekki vill betur verkast. 347. Getur jarðeigandi neitað veturgömlum á- sauð í landskuld, þegar fram tekið er í byggingar- brjefinu, aö landsskuldina skuli borga ár hvortmeð veturgömlum sauðmn? Grípur það ekki jafnt yfir ásauð sem geldinga, og einkum þá tillit er haft til, I hermamia-spítalanum. verk; en þið ættuð að bragða á hermauna- fæðunni, blávatni með fáeinum baunum f og hörðu brauði, eða spítalasúpunni, sem þeim er borin á hverjum degi; þá mund- uð þið skilja það. |>að ber við, að þegar við færum sjúkling- um súpuna þeirra, þá snúa þeir sjer með viðbjóð undan og upþ að þili; þeiin býður við lyktinni einni saman; þeir segjast heldur vilja deyja en að bragða á henni. En færi maður þeim þá tebolla, hveitibrauðsbita eða eitthvert smá-góðgæti,—þá eru þeir alveg eins og lít- il börn ; já, þeir gráta feginstárum. þeir tala um, hvað gott þeir hafi átt í mat, þegar þeir voru heima, hversu ómerkilegt sem það hefir verið. Jeg sá, hvað þeim varð um, þegar matsveinninn kom inn einn morgun og kallaði : »Móðir Bykerdyle kemur með tvo farma af vistum !« þ>að varð sá fögnuður um allan spítalann, sem engu tali tekur ; jafnvel hinir allra-rænuminnstu fóru að réyna að snúa sjer við. Og þegar við heyrðum svo vagnskröltið, og hún kom síðan inn og ávarp- aði sjúklingana glaðlega þessum orðum: »Nú nú, hvernig gengur það piltat-«, þá hrópuðu þeir húrra í móti henni. J>að var sældar- dagur fyrir þá, vesalinga. f>eir fengu sitt af hverju, ýmislegt góðgæti. það var eins og þeir fengju nýjan þrótt og nýja von. f>ar fekk jeg að sjá þetta mikla átrúnaðargoð dátanna. Hún er ósköp blátt áfram, en kjarkleg og rausnarleg á svip ; við dátana er hún blíð og hjartnæm, eins og móðir við barn sitt. Hún var hin fyrsta kona, er skipti sjer af spítölunum hjer vestra, þegar varla var neitt hlynnt að sárum mönnum og sjúkum. þ>egar sáralæknarnir vanræktu sjúklirigana og drukku og svölluðu allar nætur, já meira að segja brutust inn í forðabúr hennar og stálu þar ýmsu góðgæti, er hún ætlaði sjúklingun- um, þá tók hún sjer ferð á hendur að vörmu spori á fund Grants hershöfðingja og kærði alla þessa óhæfu, og linnti eigi látum fyr en læknarnir voru reknir frá embætti og spítal- anum kornið í gott lag aptur. í Memphis hafði hún undir sinni yfirumsjón 10,000 sjúkra manna og sárra. |j>eir höfðu nóg af öllu nema eggjum og mjólk ; það var enginn vegur að útvega það og varðveita í hitanum. En móð- ir Bykerdyle var ekki af baki dottin. Hún fekk 1 mánaðar fararleyfi og hjelt norður í land i sníkjuför. Aður en mánuðurinn var liðinn, kom hún aptur og hafði með sjer 150 kýr og 1000 hæns. Hún gat komið fjenaði þessum fyrir á ey í ánni, og nú brast spítal- ann hvorki mjólk nje egg. Hún er einbeitt eins og stál. Dátarnir kalla hana »móð- ur« og ekkert annað. Einn dag komu hingað til spítalans 4 kass- ar með vínber. Við vorum ekki sein að ná þeim upp. það hýrnaði yfir sjúklingunum, þegar þeir sáu þau; þeir hefðu ekki getað verið þakklátari þótt þeir hefðu fengið væn- an hnefa af gullpeningum. Gamall maður einn sat uppi í rúminu sínu og liafðí aldrei af okkur augun. Okkur furðaði á, að hann skyldi geta setið uppí; því fyrir fám dögum, er hann líka hafði fengið dálítið af vínberj- um, til smekks, hafði hann mikla hitasótt. Jeg gekk til hans með stóran vínberjaköng- ul í hendinni og segi í gamni: »H& jeg i auðmýkt leggja litla fórn á altari kappans?« En í stað þess að brosa, þá stukku honum tár. Og sfðan segir haun mjer frá því, að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.