Ísafold - 12.02.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.02.1890, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Upptögn (skrifleg) bundin víí áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrceti 8. fCemur út á miðvikudögum og iaugardögum. Verð árgangsins '(104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. XVII 13. Islenzkar kaupstaðarvörur 1889. Hjer er ágrip af hinni fróðlegu ársskýrslu I>eirra Simmelhags og Holm, brakima í Kaup- maunahöfn. Af utl fluttist til Khafnar frá Islandi alls á árinu 933,000 pd., og til Englands nál. 190,000 pd. Alls 1,123,000 pd. Á ullaruppboðunum á Englandi frá nýlend- unum í fyrra vor komst ull í hærra verð en áður, og var því búizt við háu verði á ís- lenzkri uli, þegar hún kæmi á markað. f>að varð og, en seinna en við var búizt, með því að ullarfarmarnir urðu heldur síðbúnir,— vegna óþurrkanna. Fyrir fyrstu ullarfarmana, sem komu til Englands í júlí og ágúst, fengust 9| pence fyrir enskt pund umbúðalaust, af hvítri ull norðleuzkri, sama sem 80ú a. fyrir danskt pd., og 9 pence fyrir sunnlenzka (74| a. fyr- ir danskt pd.), en fyrir austfirzka ull og vest- firzka, sem kom ekki fyr en seint í ágúst fengust ekki nema 8^ og 8f pence (70 a. rvima og ,72| a. fyrir danskt pd.). það var ekki fyr en komið var fram í septem- ber, að ullin fór að ganga dálítið ör- ara, og þá seldist aptur norðlenzk og sunnlenzk ull á 9f og 9 pence. I nóvem- ber kom til Englands farmur af hvítri ull sunnlenzkri, sem seldist 10 pence (83 a. tæpa d. pund). í Khöfn fylgdist ullarverðið í humáttina á eptir sölunni á Englandi. þar fengust í júlí og ágúst 72—72£ a. fyrir beztu norðlenzku ull hvíta, lakari 70 til 71 e., vestfirzka og sunnlenzka 68, 67, 66 og 65 til 64 a. pund- ið, að umbúðum meðtöldum. I september og október gengu aðalfarm- arnir af íslenzkri ull vel út, ýmist seldir fyi’ir- fram eða þegar til Khafnar kom, á 76, 77J og 78 a. fyrir beztu ull norðlenzka, en 72, 724, 74 og 75 a. fyrir lakari, og 70 til 73 a. fyrir vestfirzka og sunnlenzka, að um- búðum meðtöldum. Seinast í október og í nóvember hækkaði verðið enn, og það, sem þá kom, mestmegnis vestfirzk ull hvít og sunnlenzk, komst í 76, 77, 78, 80 og 81 a. umbúðum meðtöldum.—Mislit uil seldist þetta ár á 60 til 62 a.,’ og svört á 65 til 70 a., eptir gæðum. Hvít ull óþvegin seldist frá því á öndverðu ári og fram í september á 56 til 58 a., en hækkaði í október smátt og smátt úr 60 upp í 68 a. Af hjSi fiuttist til Khafnar þetta ár um 9400 tnr, og var þar af oselt í árslok 3000 tnr. — Vegna aflaleysis við Lófót í marzmán- uði í fyrra, hækkaði lýsi þá í verði, og fóru þá leifarnar frá f. á. af íslenzku lýsi í Ivhöfn að ganga vel út fyrir 35, 35f, 36 og 37 kr. tunnan (210 pd. án íláts) af gufubræddu, Ijósu og tæru hákarlslýsi grómlausu.—En svo urðu aflabrögð við Finnmörk fyrirtaksgóð, og þá fór að draga úr sölunni aptur, svo að í júní, júlí og ágúst komst verðið ofau í 30f til 32 kr. fyrir ljóst hákarlslýsi gufubrætt, en pottbrætt háharlslýsi ljóst seldist um sama leyti á 30 til 32 kr. fægar megin-aðflutn- ingarnir hófust, í september og október, Reykjavik, miðvikutíaginn 12. febrúar fengust 32 til 33j- kr. bæði fyrir pottbrætt og gufubrætt hákarlslýsi. En seljendur voru ekki ánægðir með það, og var því mikið af lýsinu lagt fyrir til geymslu og er óselt enn. Fyrir það sem selt var í nóvember og des- ember, fengust 344 kr. fyrir ljóst gufubrætt hákarlslýsi grómlaust, og 334 til 34 kr. fyrir það pottbrætt. Dökkt hákarls- og þorska- lýsi bezta hefir selzt á árinu á 33 til 30 kr., en lakara, ekki grómlaust, 28 til 23 kr. í Aðflutningar af lýsi til Khafnar þetta ár voru 2,900 tnr. tneiri en árið áður. Saltfisknr. Til Khafnar fluttust þetta ár 17,781 skpd. Óselt þar af í árslok 2,190 skpd. Spánarfiskur íslenzkur er gizkað á að hafi verið þetta ár 24,766 skpd. |>ar af flutt til Genúa beint frá íslandi 3,750 skpd. Og til Englauds 18,250 skpd. f>etta verður alls rúmlega 60,000 skpd. Fyrir fyrstu farmana, sem sendir voru af stað frá Islandi beint til Spánar í júnímán- uði, fengust 53 ríkismörk fyrir skpd. (= kr. 47.17, reiknað eptir 89 a. í 1 ríkismarki), flutt á skipsfjöl á íslandi. Fyrir júli—ágúst- farma voru gefin 46, 48 til 50 rmörk (41, 42f til 44þ kr.) og fyrir ágúst—september- farma 46 til 48 ríkismörk. í september fór Norðmönnum líka að leika hugur á þessari vöru, og þá var gefið 48f til 50J ríkism. (43f —45 kr.) [fyrir skpd., ýmist til Noregs eða til Spánar. Fyrir siðari farma hækkaði verð- ið enn upp í 51—52 ríkismörk (45—46J kr.) f>etta var allt sunnlenzkur fiskur og þetta verð fyrir hann fluttan á skipsfjöl á Islandi. Fyrir vestfirzka farma fengust í ágústmánuði 55, í september 56 og í október 57J, 58 til 59 rm. (49—52£ kr.). Fyrir fisk, sem sendur var beint til Genúa frá íslandi, bæði frá suður- og vesturlandi, fengust 47f, 47-|—50 kr. fyrir skpd., flutt á skipsfjöl á lslaudi. f>að var allt smáfiskur. A Englandi seldist íslenzkur saltfiskur held- ur vel þetta ár og fór hækkandi. I júní fengust þar 15—15^ pd. sterl. fyrir smálest af smáfiski (sama sem 42|—44 kr. fyrir skippundið hjer um bil) og 13—13f pd. sterl- ing fyrir ýsu. I ágústmánuði var verðið 17, 18—18J pd. sterl. fyrir smáfisk og 13f, 13þ til 14 pd. sterl. fyrir ýsu. I september og október hækkaði verðið, og þá gekk smá- fiskur vel út fyrir 19, 19£ til 20 pd. sterl. og ýsa fyrir 14 pd. sterl. Seinast í október og í nóvember fór aptur að draga úr sölunni og fyrir síðustu farmana fengust ekki uema 18 pd. fyrir smáfisk og 134 pd. fyrir ýsu. í Iihöfn seldust leifarnar frá árinu á und- an, tæp 1000 skpd., mestallar í janúarmán- uði á 40 til 50 kr. skpd. f>egar nýi aflinn kom, seldist stór jaktafiskur hnakkakýldur í maímánuði 54—58 kr., í júní og júlí á 48—55 kr., og í ágúst og september fengust 54—60 kr. skpd. í október og nóvember fengust 60—65 kr. fyrir skpd.; þá höfðu seljendur ekki við, því éptirspurnin var svo mikil. Fyrir óhnakkakýldan fisk stóran var gefið í júní og júlímán. 43—50 kr. skpd., og hjelzt | 1890. það verð fram í september; þá seldur sá fiskur á 41, 42, 43 til 46 kr. eptir gæðum. Október var nokkuð meiri eptirspurn eptir óhnakkakýldum fiski, og þá komst verðið upp 1 48, 50 og 52 kr. í nóvember og desember var verðið 49—50 kr. Framan af sumri var lítið falazt eptir smáfiski, og var hann seldur á 34—40 kr. í júní og júlí. í ágústmánuði fór að verða eptirspurn eptir smáfiski til I Italíu og komst verðið í þeim mánuði upp í 46—50J kr., og í september upp í 50f, 52, 52f, 54 til 55J kr.; það komst hann hæst. Eptir það fór að draga úr sölunni til Italíu, líklega helzt af því, að nokkrir farmar, er voru afgreiddir beina leið til Genúa, reynd- ust í slæmu ástandi, þegar þar kom, og með því að þar safnaðist talsvert fyrir, fór verðið mjög lækkandi það sem eptir var ársins,— fyrst ofan í 46 kr., þá 43 kr. og loks 36 kr. skpd. Verð á ýsu var framan af 38—35 kr., en lækkaði síðar ofan í 33, 31£, 30 til 28 kr. Fyrir löngu voru fyrst gefnar 45—48 kr., og gekk vel út, en seinna lækkaði verðið ofan í 42, 40—38 kr. (Niðurl. næst). Útgjörðarkostnaður og útróðramenn. Svar til »útróðrainanns». (Niðurlag). það er líkaeitt verulegt atriði, sem jeg hefi ekki minnzt á í reikningi mínum, en þó hlýt- ur að teljast með útgerðarkostnaðinum ; og það er liúsnœðið handa sjómönnum. Útvegs- bóndinn hýsir þá ekki kostnaðarla ,st, ef hann heldur marga sjómenn. Annaðhvort veróur hann að byggja íbúðarhús sín svo stór, að hann geti rúmað sjómenn sína í þeim, auk heimamanna, eða hann verður að byggja yfir þá sjerstakt hús. Hvorttvaggja er kostnaður, sem eykur talsvert við útgerðarreikninginn, því allir, sem hús hafa byggt, vita, að það verður ekki gert kostnaðarlaust, og svo þurfa húsin árlegt viðhald. Við Isafjarðardjúp mun það venja, að hver skipshöfn borgar 12 kr. í búðarlán (húsaleigu) til útvegsbóndans fyrir hverja vertíð. Mjer þykir gott, ef grásleppan úr hluta- netum skipsins að öllum jafnaði vegur á móti þessu hvorutveggja, sein jeg nú hefi minnzt á. það mun ekki of í lagt, þó bætt sje einni »hnýsu» og máske »kóp» líka ofan á, til að jafna reikninginn ! !. »1 tróðram.» segir reikning minn ófullkom- inn og einhliða, af því jeg geri að eins ráð fyrir litlum afla, en taki ekki hin árin til greina. Getur hann með sanni sagt, að jeg geri ráð fyrir litlum afla, þegar jeg miða reikning minn við 400 hlut ? Jeg kalla það meðalhlut, og jeg er mjög óviss um, hvort við, síðan 1860, höfum lifað fleiri vetrarver- tíðir, sem meðalhlutir hafi orðið yfir en undir 400 í syðri veiðistöðunum við Faxaflóa. Svo er nú heldur ekki allt komið undir afla- upjihœðinni, heldur og líka undir verzluninni: verðinn á þvf, sem aflast, og meðalverð kalla jeg 40 kr. á skpd., sem jeg miðaði útgerðar- reikninginn við. Með þessari aflaupphæð og þessu verði á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.