Ísafold - 15.02.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.02.1890, Blaðsíða 2
54 alþýðan sje vel menntuð, skuli þó ekki kunna betur að gæta sóma síns en svo, að þrælka kvennfólkið. Annað getum vjer ekki nefnt vinnu þessa en þrælkun, fyrir veika kvennmannskrapta, eins og hver hugsandi maður, sem annars hefur nokkra tilfinning, hlýtur að sjá. þaö er íhugunarverð sjón, að sjá myndarleg- ar unglingsstúlkur, máske nýfermdar, vera að rogast með 200 pd. poka á börum í böndum upp um axlir og herðar, eða skekktar undir stórtrjám á öxlunum, eða tvo hrausta karl- menn standa við að lypta á einn kvennmann kola- eða salt-hálftunnu, er hún síðan skal skjögrast með upp í geymsluhús kaupmanna, hvíldarlaust allan liðlangan daginn, kiknuð í herðum, með hjólbogna, bólgna og bláa fætur af áreynslunni, sem þær verða iðulega að væta í sjónum til þess að slökkva verkjar- brunann í þeim. Allur líkaminn afmyndast og verður óliðlegur, og um hádag æfinnar eða jafnvel fyr, er heilsa og kraptar þrotið. Og hvað tekur svo við? Með hverju vinna þær sjer þá brauð? I æskunni hafa þær ekkert numið, er þær geti haft sjer til lífsframdráttar, engin nauð- synleg heimilisstörf lært, ekki einu sinni að hirða sig sjálfar, eins og allur útbúnaður þeirra sýnir, sem er heimilum þeirra til ó- sóma. það er fátækrasjóðurinn, sem tekur við þeim, og þá stundum ekki alveg einsömlum, heldur, ef til vill, með einu eða fleiri börn- um, eptir því sem kaupin hafa gerzt á eyr- inni. Eða hvernig fer, þegar þessar stúlkur, sem þó opt bei' við, komast í hjónaband, auðvit- að með einhverjum ónytjungs-ráðleysingja ? Og hvernig ætli verði hirðing og uppfræðing barna hjá þeim, sem aldrei hafa kunnað að þjóna sjálfum sjer? Og hvernig ætli heimilis- stjórnin yfir höfuð fari þeim úr hendi, sem engin nauðsynleg kvennmannsstörf hafa lært? það hlýtur hver heilvita maður að sjá, hlýt- ur að sjá, hvert tjón fyrir þjóðfjelagið getur leitt af eyrarvinnu kvennfólksins, auk ósóm- ans, sem þjóðin í heild sinni hefir af slíku. J>að er einnig önnur ástæða, sem hverjum foreldrum og húsbændum ætti að vera næg hvöt til þess að halda dætrum sínum og vinnukonum frá þessari »eyrarvinnu», — og ætti þó kvennfólkið sjálft ekki sízt að hugsa um að gæta hjer sóma síns. það er óorð það, sem þetta kvennfólk fær á sig, og það maklega, sumar hverjar. Eins og gefur að skilja, þar sem jafnmikill fjöldi er saman kominn, eins og opt á sjer stað við þessa vinnu, af misjafnlega siðlegum ungmennum, og jafnvel þó fullorðnir sje, þá er gott siðferði ekki haft í miklum metum, hvorki til orðs nje æðis. |>að er ekki sið- ferðislega hollt fyrir ungar og óráðnar stúlkur, að vera iðulega í slíkum fjelagsskap, enda hefir reynslan sýnt, að svo er ekki; því auk þess að þær læra engin nauðsynleg kvenn- fólksverk, eins og áður er sagt, verða þær gjálífar og eirðarlausar við heimilisstörf, og eyða helzt tíðinni á götum bæjarins, í ósið- legu framferði, sumar þeirra. Af því sem nú er sagt, vonum vjer að menn sjái, að það sje oss hvorki til sóma nje ábata, að láta kvennfólk vort ganga að þessari vinnu, sem auðsjáanlega spillir at- vinnu karlmanna, og það svo, að hneyksli er að. Til dæmís á það sjer opt stað, að konan eða vinnukonan eru vinnu í þessari, en hús- bóndinn eða vinnumaðurinn sitja aðgjörða- lausir heima á milli þess að þeir eru að færa kvennfólkinu matinn, og húsbóndinn þá kann ske rjett um leið bregði sjer inn í búðina og fái sjer á eina flösku ixt á vinnulaun kon- unnar. Og ef einhver afgangur verður, fær konan sjer ljereptsalin eða annað ónýtt kram til þess að hylja börnin með, sem veltast heima rifin og nakin, í hirðuleysi og óþrifn- aði,—- í stað þess að vinna sjálf fatnaðinn og hirða heimili og börn. þetta er það, sem vjer köllum að beita vinnukröptum vorum öfugt og óreglulega, oss til skaða og ósóma, ef vjer viljum nokkra framtíð eiga. Vjer skorum því á alla góða menn, að taka þetta mál til alvarlegrar íhugunar. Vjer viljum sjerstaklega skora á alla kaupmenn og aðra, er þetta mál snertir, foreldra, hxxsbændnr, sveitarstjórnir o. s. frv., að hætta algjörlega þessum ósið, að nota kvennfólk til þessarar vinnu, en taka heldur upp þægilega vagna til vöruflutninga, í geymsluhús sín og xxr. Enn fremur að láta það ekki viðgangast lengur, að verkafólk hafi ekki ákveðinn mat- málstíma, sem sýnist vera hæfilega langur 2 stundir dag hvern, en láta svo engum líðast sá ósiður, að neyta matar síns hvar 3em stendur, eða hvenær sem er dagsins, eins og áður er á vikið. En þar eð ekki er hægt við vinnu þessa, að hafa fastákveðinn vinnutíma dag hvern, ætti ætíð að við hafa stundatal en ekki daga, eins og stöku kaupmenn eru þegar byrjaðir á, og má einkum til þess nefna kaupm. Geir Zoéga í Reykjavík. Vjer fjölyrðum svo ekki meir um þetta mál að sinni, en vonum, að það verði tekið til rækilegrai' íhugunar og umbóta. Ritaða í febr. 1890. S + g. Um samgöngur vorar og gufuskipsmálið Bptir Jens Pálsson. X. „Gufuskipsfjelag Faxaflóa og Vestjjarða“. Dansk-íslenzkir kaupmenn og íslenzk fram- farafyririceki. L. Zöllner og guftiskipsfjelagiff. Vjer höfum nóg efni til aff koma fyrir- tœki pes.m d legg, ef ckki vantar viljann. Bresti oss hvorki vilja, samtök nje fylgi, þá getum vjer á örstuttum tíma stórbætt samgöngur vorar, með því að setja oss upp gufuskip og nota sjóleiðina, og meira að segja vjer gætum þetta án þess að leggja neitt sjer- lega hart á oss, þrátt fyrir fátækt þá og mannfæð, sem oss Jslendingum er orðið svo tamt að afsaka með aðgjörðaleysi vort. Hitt mun tíminn leiða í ljós, hvort vjer berum gæfu og manndóm til, að verða samhuga og samtaka að því nauðsynjaverki, að hrinda samgöngum vorum í heillavænlegt horf. Fjelag það, sem myndaðist í Reykjavík 6. maí f. á., en setti sjer lög 5. júlí s. á., og nefndist »gufuskipsfjelag Faxaflóa og Vest- fjarða«, hefir, eins og kunnugt er, það mark og mið, að bæta samgöngur með gufuskips- ferðum, einkum á Faxaflóa og Vestfjörðum. Stofnsjóður fjelagsins skal fólginn í hluta- brjefum. Vegurinn til að etyrkja það og til- gang þess er því beinn og greiður; hann ér sá að gjörast hlutabrjefseigandi; er hvert hlutabrjef að upphæð 100 kr., en á að borg- ast með 25 kr. í 4 skipti og líða 3 mánuðir milli innborgana. þótt vjer sjeum fátæk þjóð, þá eru þeir margir, sem bera af einu hluta- brjefi með þessum borgunarkostum. En þeim, sem er ofvaxið að eignast heilt hlutabrjef, þeim er mögulegt að fá fleiri með sjer um eitt hlutabrjef, sem einn sje talinn fyrir. Sjeu t. d. 4 menn í fjelagi um hlutabrjef, þarf hver að borga 6 kr. 25 a. í senn, fjór- um sinnum, með 3 mánaða millibili, til þess. að_ þeir fjórir fjelagar eignist 1 hlutabrjef. Af þessu er auðsætt, að hjer býðst mönn- urn liið bezta tækifæri til að sýna í verkinu, að þeir vilji gjöra eitthvað fyrir eitt hið mikil- vægasta nauðsynjamál þjóðar sinnar, og efla þar með viðreisn og velfarnan lýðs og lands. Að vísu tekur þetta mál einkutn og beinast til þeirra, er búa á vesturströnd landsins, því hún er einkum kjörin til að verða ferðasvæði hins fyrirhugaða skips; en þó tekur það til allra landsmanna, ekki einungis vegna þess, að svo er til ætlazt, að skipið ekki bindi ferðir sínar skilyrðislaust við vesturströndina eina, heldur miklu fremur vegna þess að, verði fyrirtæki þessu framgengt, þá er þarmeð stigið það spor í framfaraáttina, sem hafa mundi mikilvæg áhrif á at- vinnuvegi landsins og knýja fram ýms nyt- semdarfyrirtæki, sem nxx liggja fjötruð í sam- göngulevsisviðjunum. Fyrir þessa sök treyst- ir fjelagið hverjum þeim Islendingi, sem annt er um þjóð sína og land, að styðja fyrirtæki þetta eptir mætti, svo fremi sem eigi verður með sennilegum rökum sýnt fram á, að það sje óskynsamlega stofnað, og að hið beina og óbeina gagn, sem af því muni standa, muni ekki svara kostnaði þeim, sem það hefir í för með sjer. Avæning um að fyrirtæki þetta sje óskyn- samlegt og geti ekki borið sig, hef jeg ekld heyrt úr neinni átt, nerna frá dönskum sel- stöðukaupinönnum og nokkrum þeirra fylgi- fiskum. I því sauðahxxsi hefi brytt á jarmi um, að þetta fyrirtæki væri oss of vaxið, og að það bæri sig ekki o. sv. frv.; en þegar athugað er, hvernig þessir menn hafa komið fram gagnvart fyrirtæki þessu, þá ekki að eins missir kurr þessi allt það skelfandi afl, sem honum er ætlað að hafa, heldur verðxxr hann til þess að styrkja menn í þeirri trú, að fyrir- tækið muni geta borið sig vel, og haft sín mikilvægu áhrif á selstöðuverzlunina, lands- mönnunum í hag, og fyrir því líti hinir er- lendu stórkaupmenn og þeirra fylgifiskar horn- auga til þessarar hreyfingar. Jeg get þess hjer til þess, að það geymist svart á hvítu og gleymist'ekki, að gufuskips- fjelagið sneri sjer þegar í upphafi fyrst og fremst til allra hinna dönsku stórkaupmanna, sem verzlun reka á vesturströnd landsins, og sem rnargir hverjir eru forríkir menn, og hafa dregið mestan auð sinn saman utan af þessu fátæka landi, og leitaði liðs þeirra; þá var í ráði að koma upp svo sem 100 smá- lesta skipi til strandferða fyrst og fremst til á Faxaflóa og svo jafnframt við Vesturland, og var ætlazt til, að stofnsjóður fjelagsins yrði 80,000 kr. eða 800 hlutabrjef. En sxx varð raunin á um liðsbón þessa, að hjer var farið í geitarhús að leita sjer ullar. Hinir dönsku eða dansk-íslenzku stórkaupmenn virtu ekki stofnendur fjelagsins, —bráðabirgð- arstjórnina— er sendi þeim áskorun sína, einu sinni nokkurs svars, og voru þó

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.