Ísafold - 22.02.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.02.1890, Blaðsíða 2
6á einfaldri margföldun eða deiling. Af iooo kr. láni verður t. d. i. ársborgun (af 20) Q3 kr. og nokkrir aurar, og hin síðasta 52 kr. og nokkrir aurar. þ>að er líka sanngjarnleg nærgætni af bankastjórninni, að veita þessa linun í af- borgunarkjörum eigi einungis þeim, er þegar hafa staðið í skilum, heldur einnig þeim, sem á 5 mánaða fresti rúmum bæta upp vanskilin. Frekari bragarbóta ætlast menn nú sjálfsagt til enn af bankanum, og það eigi ástæðulaust. J>ar á meðal má sjer í lagi nefna samband við erlenda banka, svo að almenningur þurfi eigi að sæta þeim afarkjörum, sem nú gjörist, þegar greiða þarf peninga landa á milli. Sá agnúi, að ábyrgðarmenn lánþiggj- enda úr bankanum þurfa eptir reglugjörð hans að eiga heima í Reykjavík eða þar í grennd, mun vera að nokkru leyti burtu sniðinn í framkvæmdinni, og er því eigi þörf á art tala sjerstaklega um hann að þessu sinni. Bankastjórnin virðist yfir höfuð vera komin á betri rekspöl en áður, og er ástæða til að gjöra sjer von um, að þeim rekspöl haldi áfram, þannig, að aðrir verulegir annmarkar, sem unnt er við að gjöra, fari smámsaman sömu leið og þeir, sem þegar eru úr sögunni. Enn um útgerðarkostnað og útróðramenn. Jeg er fyllilega samþykkur útvegsbónda þeim, sem ritar í ísafold 18. jan. þ. á. um «útgjörðarkostnað og útróðramenn», að því leyti, sem hann ráðleggur útvegsbændum að minnka útgerð, fækka skipum, en vanda hana því betur að formönnum, skipum og veiðar- færum; það er enginn efi á því, að þetta mundi happasælla, ekki einungis fyrir útvegs- bændur, heldur líka fyrir sveitabændur, þá sem útróðra stunda; því eins og útvegsbóndi þessi vil sýna fram á, að útgjörðamennirnir— sjávarbændur — hafi helberan skaða af út- gjörðinni og undirhaldi sjómanna, enda þótt allgóður afli sje, eins mun allur fjöldi sveita- manna, sem úfcróðra stunda, geta sýnt með reikningi, að þeh* hafi tap á útróðrunum í ó- völdum skiprúmum, sem mörg vilja verða, meðan sjávarmaðarinn hugsar mest um skipa- fjöldann, og hver er tekinn fyrir formann, sem kost gefur á sjer til þess, með mjög litlu tillifci til hæfilegleikanna. Sömuleiðis er jeg sannfærður um, að bæði útvegsbændum og útróðramönnum mundi miklu happameira, að sem flestir eða helzt allir útróðramenn væri iitgjörðarmenn útvegs- bóndans. Af því mundi margt gott leiða. Fyrst og fremst hyrfi við það öll öfund og tortryggni, sem af hinu laginu mun opt hafa leitt; eins og sjest af áminnstri grein útvegs- bóndans, er það ekki svo lítið, sem hann og máske fieiri útvegsbændur telja að þeir gefi útróðramanninum; útróðramanninum mun aptur á móti opt þykja nóg um, þegar út- gjörðarmaður hirðir frá hehning til J af afl- anum þégar á land er komið, stundum fyrir ljeleg veiðarfæri, lítt notandi skip, og for- mann þann, sem ekki tekur hásetunum Iratn að neinu, og svo taka fullkomlega borgun fyr- ir allt, sem þeir láta af hendi rakna. Utróðra- menn munu ekki vilja kannast við, að þeim sjeu gefnar margar krónur; ogþótt jeg ekki vilji við hafa eins hörð orð og útvegsbóndinn í Isafold um skilsemi á eptirgjaldinu frá sveita- mönnum, þá get jeg ekki látið vera að benda á, að allopt mun útróðramaðurinn ekki hafa fullvissu fyrir, að fá hlutinn með skilum frá útgerðarmanninum, ekki sízt þar sem sú regla er, að hann hefur allan afla'nn óskiptan undir höndum og lætur hásetana hafa einhverja upphæð, með milliskript í viðskiptareikninguin hjá kaupmönnum. I öðru lagi mundi af þessu leiða betri fisk- verkun. þegar útgjörðarmaðurinn ætti allan aflann, ættihann að hafa meiri hagsmunahvat- ir til þess, að vanda sem bezt verkun hans, enda ætti hann þá hægra með að hafa eptirlit með því t. d. að fiskurinn væri vel undir- búinn í saltið, sem er fyrsta og ekki minnsta, skilyrði fyrir því, að hann verði góð vara. 1 þriðja lagi leiddi af þessu það, sem æski- legt væri: að allir bæru ekki jafnt frá borði; það er hróplegt rauglæti, þegar ónytjungur, latur og hirðulaus, tekur jafnan hlut við bezta gagnsmann, sem máske tekur formann- inum fram að mörgu; með útgjörðarlaginu yrði mönnum miklu fremur borgað eptir hæfi- legleikum. Loksins mundi það víst, að einmitt við þetta fækkaði skipurn og formönnum, en hvorttveggja yrði þá ásamt veiðarfærum því betur vandað; er ekki hægt tölum að telja, hversu mikil hagsmuna von að því væri. Útvegsbóndinn telur rjettast, að kaup út- gjör'Wmannanna sje miðað við afla- upphæð- ina, enda sýnist það í fljótu áliti heppilegast. En ekki er jeg samþykkur honum í því; rjettara álít jeg að það sje fast ákveðið. það vita allir, að sannur arður aflans er minnst komið undir hlutarhæðinni — fiski- tölunni —, en meir undir ýmsu öðru: væn- leika fiskjarins, — af netafiski þarf ekki nema 96—100 í skpd., af rýrum fiski 150 og á innnesjum opt um 200; eptir því eru aðrar afurðir af honum, höfuð, hrogn, lifur og sundmagi — mismunandi tilkostnaði að afla hans, og þó allra mest undir verði hans, sem stundum munar allt að helming. Um ekkert af þessu er hægt að vita fyrir fram, heldur en um aflaupphæðina. Við ber það líka, að formenn og háseta greinir á um töluna í lokiti, þó ótrúlegt megi þykja. Auðvitað væri allra rjettást, að útgerðar- maðurinn hefði í laun einhverja ákveðna tölu af hundraði hverju af hreinum ágóða útgerðarinnar, en á móti því mælir því miður hin alþekkta tortryggni vor Islendinga. Jeg get ekki betur sjeð en að fastákveðið kaup- gjald geti verið sanugjarnt, og rjettast, vilji hlutaðeigendur nokkuð fyrir hafa. Tilkostnaður og afrakstur gengur að rniklu leyti í krónutali gegnum verzlunarbækur kaupmanna hjá allflestum bændum. Annar tilkostnaður, svo sem vinna o. fl., sem heim- ílin leggja til, er optast hinn sami, sömu- leiðis það sem beinlínis er brúkað til þeirra af honum. Bændur ættu því að geta sjeð, hvaða ágóða þeir hefðu haft af hverjum hlut að meðaltali um 5—10 ár, og eptir því á- kveða kaupgjald útgerðarmanna. Að minnsta kosti er þetta mjög hægt fyrir sveitabónd- ann, sem venjulegast hefir ekki nema 1—2 menn við sjó, og hlýtur að vita nákvæmlega, hverju hann kostar til, og hvaða afla hann fær. Víst er um það, að í mörgum árum yrði ýmist ágóði eða tap á aðra hvora hlið- ina, eptir mismunaudi aflaupphæð; en væri til föst venja, sem fylgt væri, mundi allt jafnast með árafjöldanum; að minnsta kosti mundi ekki meiri hætta við að ákveða þetta fast, en bæði vinnuhjúa og kaupafólks verka- laun. Jeg kalla það gleðilegt »tákn tímans«, að /þessi venja—að útróðrarmenn sjeu útgjörðar- menn—er mjög á þessum árum að fara í vöxt, og að báðir hlutaðeigendur sýnast al- mennt vel við una; auðvitað eru enn sein komið er opt ýmsar misfellur á þessu, svo sem að titvegsmenn lofa . allt of háu kaup- gjaldi á stundum, sem þá vill verða í mol- um með greiðslu á, þegar miður gengur, og þótt jeg telji víst, að þessi venja viðhaldist og aukist, tel jeg að ekki megi af útróðrar- manna hálfu vera ósvarað ymsum miður á- reiðanlegum sögnum um útgjörðarkostnað o. fl. í áminnztri grein útvegsbóndans. , það mun undantekniug, ef það á" sjer nokkurs staðar stað, að sjómenn hafi kaffi. með öllu tilheyrandi og harðæti það sem þeir brúka um vetrarvertíðina, allt endurgjalds- laust, nema þeir, sem formenn eru, en við þá—sjeu þeir annars hæfir í þá stöðu— mun mörgum iitvegsbónda þykja seint of- gjört; að vísu þekki jeg mörg heimili í Njarð- 'víkum, á Strönd og Alptanesi, þar sem sjó- mönnum er veitt allt þetta—þó óvíða fiskæti —án reiknings; en jeg veit ekki betur en að í þessuin veiðistöðum hafi verið og sje enn ahnenn venja, að útgerðarmaðurinn taki sem endurgjald fyrir þetta öll hrogn úr hlutum sjómanna. Get jeg af eigin reynslu um 20 —30 ár borið um, að þetta er góð borgun; það er ekki dæmalaust, að úr einum hlut fæst tunna-af söltuðuin hrognmn, opt \ tunna, auðvitað stundum minna; gjöri jeg meðal- afla \ tunnu, verð á tunnu er venjulegast frá 12—20 kr., meðaltal 16 kr., þó'tt dregið sje frá þeirri upphæð fyrir salt hjer um bil \ tunna á kr. 2,40 og ílátið kr. 2,00 = 4,50, þá verða eptir kr. 11,50 í hreinar tekjur, af í- tunnu kr. 5,75. þetta fær útgerðar- maðurinn fyrir kaffi með öllu tilheyrandi. Er það frá 6 sjómönnum 4 kr. 50 aurar, meira en útvegsbóndinn telur að kaffið með öllu tilheyrandi kosti handa jafnmörgum mönnum, og reiknar hann þó að minnsta kosti export- kaffið nógu mikið; verð jeg því að álíta, að þessir 6 útróðrarmenn gefi útgjörðarmannin- um þessar 4 kr. 50 a., enda heyrðist það eitfc með öðru sem á ástæða á móti 5. gr. í í fiskiveiðasamþykktinni frá 9. júní 1885, sem skipaði að bera öll þorsk-hrogn niður á grunnmiðum, að hún bakaði útgerðarmönn- unum óbærilegt eignartjón, einmitt af þess- um ástæðum ; en nú er það tjón bætt ineð samþykktinni frá 11. janúar 1888. Hvað vökvun sú, sem sjórnönnum er veitt af útgjörðarmönnunum á sumum heimilum, getur að rjettu lagi kostað, gefc jeg ekki borið um; jeg hef hana aldrei sjálfur veitt nje þáð; en ekki hef jeg orðið þess var, að þeir sjó- menn, sem hana hafa fengið, hafi þurft eða haft minni útgerð en þeir, sem án hennar hafa verið; held jeg hún hafi lítið næringar- gildi fyrir þiggjandann, en. má ske nokkur kostnaður fyrir veitandann; mundi því rjett- ast að sleppa henni; sjómenn geta lifað góðu lífi fyrir því, Aptur á móti get jeg vel borið um, hvað kaffihitun, soðning og þjónusta kostar um vetrarvertíðina, hjá þeim mönnum, sem róa á hinum svo nefndu »anleggjum«. þar leggja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.