Ísafold - 26.02.1890, Side 1

Ísafold - 26.02.1890, Side 1
K.emui út a rmðvikudögum og iaugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrirteg) bundin vií áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 17. Reykjavík, miðvikudaginn 26. febrúar. 1890 WF* Nr 1 og 7 af þ. á. Isafoid eru keypt á afgr.stofu blaðsins fyrir 20 aura ■hvort, ef þau eru hrein og óskemmd. eir. skuldunautar landsbankans, er tryggt hafa lán sín mcð fasteignarveði, og staðið hafa í skilum með afborgun og vcxti,geta fcngið afborgunartímann, 10 ár, lengdan um 5—10 ár, eptir fví sem um semur við bankastjórmna. Svo geta og þcir, er hafa tekið lán upp á styttri af borgunartíma, fengið lengdan afborgunar- frestinn eptir pví sem urn semur. Loks er einrug þeim, er ckki hafa sfaðið í skilum, gefinn kostur á hinni sömu lengingu, ef þeir fyrir 31. júlí þ. á. greiða allt, sem þcir eiga ógreitt samtivœmt skuldabrjefum sínum. þeir, sem ekki semja sjálfir við' bankastjórnina, verða að hafa hjer um- boðstnann, er semji fyrir þeirra hönd, og skal það tekið fram, að umboðsskjal þeirra verður að vera undirskrifað með vitundar- vottum. Skorað er á þá, sem sœta vilja þessu boði, að gefa sig fram fyrir 31. júlí þ■ á. Reykjavík 21. febr 1890. L. E. Sveinbjörnsson. Hagur landsbankans. Reikningur landsbankans fyrir árið 1889 er nú saminn og er prentaður hjer aptan í blað- inu. Er eigi ófróðlegt að kynna sjer reikn- ing þenna og bera hann saman við fyrri árs- reikninga bankans. Helztu nýjungarnar úr reikningi þessum eru þær, að stofnfje bankans er nú að öllu samantöldu orðið á aðra miljón krona, og þó á bankinn enn óteknar 70,000 kr. af seðlum sínum frá landssjóði, og eru þær því eigi enn taldar í reikningi þessum. Stofnfje bankans hefir þannig aukizt um talsvert meir en helming á því hálfu fjórða ári, er hann hefir rekið störf sín. Aðalorsökin til þessa viðgangs er eðlilega samsteypa sparisjóðs Reykjavíkur við bank- ann, en jafnframt eiga hin stórvægilegu spari- sjóðsinnlög aíðastl. ár drjúgan þátt í hækk- uninni. Bankinn hafði alls til urnráða, þegar taldir '8ru með útistandandi áfallnir vextir : 31. desbr. 1886 356,600 kr. 06 a. 31. — 1887 801,272— 97 — 31. — 1888 904,996— 50 — 31. — 1889 1,033,348— 40 — Eptirsókn eptir lánum úr bankanum virðist liafa verið miklu minni árið 1889 en undan- farin ár. Alls hafa verið lánaðar 1889 — þegar víxillán eru undanskiliu — rúm 82,000 kr.; 1888 þar á móti full 132,000 kr.; 1887 tæþ 188,000 kr.; en 1886 frekar 346,000 kr. Árið 1889 hafa borguð lán numið 30,000 kr. meira en láuað hefir verið iit, og þó hafa bæði handveðslán og lán gegn ábyrgð sveita- og bæjarfjelaga og jafnvel einnig sjálfsskuldar- ábyrgðarlán aukizt talsvert á árinu. Lækkunin stafar af fasteiguarveðslánunum. þau eru sem sje rúmum 50,000 kr. lœgri í árs- lok 1889 en í árslok 1888. Orsökin til þess- arar lækkunar mun fyrst og fremst vera góð- ærið árið sem leið, og svo það, að nokkrir lán- takendur liafa fært sig í Söfnunarsjóðinn með lán sín, til að losast við afborganir. það mun mega telja það svo sem menning- arframför bjá þjóðinni eða nokkrum hluta hennar, að víxillánin í bankanum eru að auk- ast jafnt og þjett. Af öllum banka-lánum eru víxillán nefnil. hin eðlilegustu og þægilegustu, bæði fyrir lánveitanda og lánþiggjendur. En auðvitað er, að eins og hjer til hagar með samgöngur, eru það því nær eingöngu Reyk- víkingar, sem geta notað sjer víxillán svo, að gagni komi. Til að sýna, hve víxillánin hafa aukizt, skal þess getið, að ' kr. árið 1886 keypti bankinn víxla fyrir 4150.,00 — 1887 — — — — 22210,00 — 1888 — — — 59710,13 — 1889 — — — — 72272,04 Lán út á ávísanir fara einnig stöðugt í vöxt. Slík lán eru sjerstaklega hentug meðal ann- ars fyrir presta, sem hafa uppbót úr lands- sjóði. Eins og áður er á vikið, hafa sparisjóðsinn- lögin í bankanum vaxið að rniklum mun ár- ið 1889. Hafa þannig verið lagðar inn í sparisjóðsdeildina á árinu rúmum 100,000 kr. rneira en borgað hefir verið út, en að með- töldum vöxtum til ársloka 1889 eru spari- sjóðsinniögin 116,519 kr. hœrri 31. des. 1889 en þau voru 31. des. 1888, og höfðu þau þó aukizt árið 1888 um tæp 30,000 kr. það mun mega telja víst, að vaxtalækkun- in dragi talsvert úr hækkun sparisjóðsinnlag- anna eptirleiðis, þó eigi muni hafa borið mik- ið á því það sem af er þessu ári. Sparisjóðsinnlögin voru 31. des. 1889 alls kr. 498384,68; en þeir sem þau áttu, muuu hafa verið kringum 1,980 að tölu ; verður þá meðaltal innieignar hvers einstaklings um 250 kr. Sakir þess, hve bankanum hefir borizt mik- ið af peningum 1889, hefir hann aukið ríkis- skuldabrjefa-forða sinn að miklum mun, og er ríkisskuldabrjefaeignin nú orðin 161,200 kr. þetta mun þó vera nafnverð skuldabrjefanna, en eigi gangverð, sem allajafna er ofurlítið lægra en nafnverðið, þó það muni nú eigi miklu. Reikningurinn ber með sjer, að bankinn hefir árið sem leið staðið í talsverðu viðskipta- sambandi við Landmandsbankami í Kaup- mannahöfn, einn af aðalbönkunum dönsku. Yarasjóður bankans var samkvæmt reikn- ingnum nú uru áramótin orðin 62,330 kr. 40a., auk samtals 19,762 kr. 17 a., sem bankinn sumpart átti útistandandi af vöxtum til 31. des. 1889 — þannig hrein eign varasjóðs— og sumþart hafði tekið við sein fyrirfram borg- uðum vöxtum fyrir 1890, og sem einnigjí rauninni má skoða sem hluta af varasjóði, með því að bankinn er ekki skyldur að endur- borga fyrirfram borgaða vexti. Loks er vara- sjóður spaíisjóðs Reykjavíkur 22871 kr. 15 a. Bankinn mun hafa tapað fullum 3000 kr. á alls einu sparisjóðsláni árið 1889, fyrir utan margra ára véxti og kostnað við innheimtu lánsins. Hefir bankinn þannig alls frehar 100,000hr. til að grípa til, ef honum mæta einhver ó- höpp, og er þetta allsnotur upphæð, eptir ekki lengri búskapartíma, enda er það sannast að segja, að kostnaðurinn við bankahaldið (laun og annar kostnaður) hefir hingað til verið tiltölulega mjög lítill. Enn um útgerðarkostnað og' útgerðarmenn. (Niðurl.). Af framanrituðum reikningi sjest, hversu sanngjarnt það væri, að þröngva kostum út- róðrarmanna, hvort heldur með því að hækka eptirgjaldið, eða taka fleiri dauða hluti, enda er jeg ekki hræddur við að útregsbændur hinir skynsamari myndi samtök í þá átt, nema ef þeir með þeim samtökum vilja slá því föstu, að enginn sveitamaður ráði sig nema útgerðarmann; en þá tel jeg þarft verk unnið báðum hlutaðeigendum; en nauð- synlegt er þá að viðhöfð sje hin mesta sann- girni af báðum málspörtum. En vafalaust er það, að meir á sjávarbónd- inu á hættu, ef svo skyldi fara, að sveita- bændur hættu að fara að sjó um vertíðina; því þótt viðurkenna megi, að menn stöku sinnum hafi haft gott af útróðrum, er hann, «útróðurinn», engan veginn aðalbjargræðisveg- ur sveitabóndans; en það verður að telja út- veginn hjá sjávarbóndanum, og allir telja þeir vetrarvertíðina aðalbjargræðistíma sinu, og mestan hag munu þeir hafa á dauðu hlut- unum. það er annars furða, ef vitvegsbóndinn heldur, að nokkur maður trúi því dæmi, sem hann setur upp og á að sýna tjón á útgerö, þótt í hlut fáist 400 eða hátt á 3 skpd. af verkuðum saltfiski með 40 kr. verði. Telja muu mega þetta meðalhlut, og verð- ið sömuleiðis í meðallagi. Sýnt er hjer að framan það, sem hver kunnugur verður að kannast við, að ábatinn verður mestur á dauðu hlutuuum, og alkunnugt er, að margur útvegsbóndi kemst allvel af; en það gæti naumast verið, ef óhagur væri á útgerð með meðalafla. Að lokum vil jeg að dæmi «útvegsbóndans», leyfa mjer að skora á útróðramenn, — sveita- mennina —, að þeir fyrst og fremst á nvt í höndfarandi vertíð komi engum útgerðar- manui upp á það, að rjúfa gjörða samninga; en það mun mega telja, að svo sje gjört, sje að nokkru leyti breytt frá venjulegum kjör- um, hafi það ekki beinlínis verið tekið fram við menn, er þeir rjeðust. 1 öðru lagi, að athuga nákvæmlega, livort þeir að jafnaði hafa með vertíðaraílanum /

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.