Ísafold - 26.02.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.02.1890, Blaðsíða 3
möQnum, en hefir engan dregið til dauða á þessu tímabili. Barðastrandarsýslu (vestanv.) 18. jan. Síðan jeg skrifaði 12. f. m. hefir allt af hald- ist hin sama óstillinga- og rosa-veðrdtta með sífelldum stormum og úrfellum á landi, en brimum til sjávar; en ávallt hefir verið mjög frostvægt, og opt nokkur hiti; hæst frost 28. f. m., og þó að eins 7—9° R. Fram að sól- stöðum skiptist allt af á snjór og regn, og tók Því þann snjó, sem fjell fram að þeim tíma, jafnóðum upp aptur, svo hagar hjeldust næg- ir fram undir jól, enda þótt gefið væri miklu fyr eða litlu eptir veturnætur á ljettingsjörð- um, meðfram sökum hrakviðranna. Um jól og jól fram af því dreif snjó á jörðu, og um það levti gjörði blota alveg haglaust fyrir allar skepnur svo að segja alstaðar, og hefir það haldizt síðan. Nú sem stendur er fjal- fella yfir allt, mikill snjór á jörðu, og marg- sambræddur af sífelldum blotum. Mest snjó- aði 13. þ. m.; var norðandrífa allan þann dag, svo djúp lausamjöll lá ofan á gamla snjó- inn daginn eptir (15.), og var þá illfært um jörðina. Aptur hefir nýr bloti sett þann snjó allan í hellu, svo nú er dágóð færð, þó broti sumstaóar. Uonandi er, að menn standi allflestir nokk- uð með hey, þótt allharður vetur yrði, því heyforði var hjá öllum almenningi í haust í bezta lagi bæði að vöxtum og gæðum, eptir hin tvö ágætu sumur að undanförnu, því fyrningar voru víðast nokkrar frá fyrra ári, en heyskapur í betra lagi næstliðið sumar, og nýting ágæt. Verst verða bændur á útigangs- jörðum staddir, sem við er að buast, hald- ist lík tíð til lengdar, því að þeir geta eig verið búnir við rnikilli heygjöf. A sjávar- jörðum hefir frostvægðin viljað til allt að þessu, en kæmu uú mikil frost ofan á þenn- an klaka, mundi fjenaði á slíkum jörðum verða mjög hætt; því eigi er teljandi hey til að gefa fullorðnu fje á sumum þeirra; svo að takUfyrir fjörubeitina, er allt í voða. STcepnuhöld eru yfir höfuð í betra lagi. þ>ó hefir bráðapest töluvert gjört vart við sig á uokkrum bæjum (á Rauðas.) framan af vetr- inum, og tóa lá einnig um tíma á fje ann- arstaðar. h’,n nú mun fyrir nokkru sjeð fyr- ir henni. Kúadauði var talsverður á Barða- strönd í haust ; drápust þar víst 5—6, eptir kálfburð, eða sumar af því, að þær gátu eigi fætt. Bngar kvartanir heyrast enn um bjargar leysi, enda eigi komið mjög langt á vetur. Matvara hefir allt að þessu fengizt í Geirs- eyrarverzlun: mjöl og grjón, lítið eitt, og að eins fyrir peninga. Heilsufar yfir höfuð gott. Skagafirði, 26. jan.: Síðasta hluta fyrra mánaðar og það, sem af er þessum mánuði hefir veðráttan verið all-góð, þegar litið er til árstímans. Sem stendur er töluverður snjór í firðinnm, en þó nokkur jörð fyrir hross og sauði. A gamlárskvöld hljóp skot úr byssu í hægra upphandlegg á kaupmanni L. Popp á Sauð- árkrók, en lenti í vöðvanum, og var skorið þaðan, svo von er um bata. Beinið sakaði ekki. J>etta er eitt af mörgum dæm- um þess, hvílíkan skaða ógætileg meðferð með byssum getur gert. Beztu fallbyssur draga nú orðið meira en hálfa þingmannaleið ! |>að er ekki langt á að minnast, að það þótti mikið, að fallbyssa drægi mílu vegar, 12000 álnir, eða eins og frá Reykjavík upp á Kjalarnes. Nú draga þær meira en 21 mílu, meira en 30,000 álnir, sömu vegalengd og frá Reykja- vík upp á Akranes. Franskur yfirliði, er Canet heitir, hefir látið búa til fyrir stjórnina í Japan brynjaða skotturna á strandvarnarskip, með fallbyss- um, sem skjóta má úr 90 fjórðunga (900 punda) sprengikúlum 20 kílómetra eða 31,875 álnir. Með slíkri fallbyssu gæti herskip, sem lægi á Krossvík við Akranesskaga, skotið á Reykjavíkurbæ. Kaupstaðnum á Akranes- skaga mætti eyða með skotum ofan af Alptanesi á Mýrum, lsafjarðarkaupstað undan Bjarnanúpi á Snæfjallaströnd, Stykkishólm utan frá Stagley, Yestmannaeyja-kaupstað frá Bergþórshvoli í Landeyjum ; skjótast mætti á milli kastala uppi á Esjunni og Skarðs- heiði, o. s. frv. Gufuskipafjelagið danska, hið sam- einaða, hleypti af stokkunum 100. skipinu sínu 11. desbr. f. á., og var þá 23. afmælis- dagur fjelagsins. jþað var sem sje stofnað 11. desbr. 1867, með 22 skipum og 2,395,000 króna höfuðstól. Nú hefir það 100 gufuskip í förum og höfuðstóllinn er 16 milj. kr. Skip þess sigla að staðaldri uppi 70 hafnir innanríkis og 90 erlendis, um nær alla Norðurálfu. Arið 1874 tók það að sjer ferðir og flutn- inga um Eyrarsund, og bætti þá við sig 12 skipum. Arið 1880 hófu skip fjelagsins stöðugar ferðir milli rússneskra hafna við Eystrarsalt og Lundúna, Hull og Antwerpen. Níu skip eignaðist fjelagið eða ljet smíða árið sem leið (1889). Vöxt skipaflota fjelagsins og viðgang má sjá nokkuð á þessu yfirliti : Ar skipatala smálestir hesta-afl 1867 22 4919 1695 1877 50 12645 3970 1887 84 33834 8777 1889 100 44403 10938 þrátt fyrir þenna skipastól hefir fjelagið opt orðið að leigja sjer skip að auki, til að gegna flutningum þeim, er boðizt hafa ; einu sinni hafði það 7 leiguskip langan tíma. Fjögur skip hefir fjelagið misst alls frá því það var stofnað : Dania (1877), Phönix (1881), Arcturus (1887) og Vffo (1888). Leiðarvísir ísafoldar. 353. Getur hreppsnel'nd löglega selt 1 rúm og klæðnað, þótt maðurinn sje i dálítilli hreppsskuld, og eigi 1 eða 2 börn á sveitinni? Sv.: pað er ólöglegt að „taka fjárnámi af skuldunaut rúm og sængurföt, er nauðsynleg eru honum, konu "lians cgbörnum, er hjá honum eru“, eða „lín eða iveruföt, er þau mega eigi án vera“, sjá lög um aðför 4. nóv. 1887. 354. Hvað lengi mega ógiptar persónur búa saman og geta börn, svo sambúð þeirra verði tal- in hneykslanleg, og hver er skylda prestanna, þeg- ar svo á stendur ? Sv,: það þarf enginn tími að liða til þess, að sambúðin verði talin hneykslanleg, þegar svo er komið, sem spyrjandi skýrir frá; og skylda prest- anna er að áminna slikar persónur, og kæra þau fyrir veraldlegu yfirvaldi, ef áminning hrífur eigi. 355. Eru það ekki meiðyrði, saknœm að lögum, ef skrifað er í privat-brjefi til manns þau ósönn ummæli, sem mundu, ef sönn væru, gera hann glæpamann eptir hegningarlögunum. Sv.: Jú. 35fi Er það löglegt, að hreppsnefndarmaður setji annan mann til að mæta á hreppsnefndar- fundum fyrir sig, ef hann (þ.e. hreppsnefndarmað- urinn) er hindraður frá að mæta sjálfur vegna sjúkdóms eða annríkis ? Sv. Nei, það er lögleysa. 357. Eru laxveiðendur skyldir til að hafa eins marga menn til að taka upp net sin (ef margar lagnir eru), eins og netin eru mörg, svo að ö!l net sjeu tekin upp á hverju laugardagskveldi kl- 9, ef þeir (laxveiðendur) ekkeit net taka upp fyr en kl. 9 ? Sv.: þeir verða að vera búnir að taka upp netin kl. 9, og verða því að bvrja nógn snemma til þess. þvi fvr, því færri menn sem þeir hafa. 358. Er ekki rjett, að borga ljóstoll eptir verð- lagsskrár verði á tólg, ef hlutaðeigandi vill eða getur ekki greitt hann í peningum. Sv.: Jú. 359. Má ekki reka mál, sem rísa út af broti á skuldbindingu Good-Templara, eins og hver önn- ur lögreglumál, eða getur hlutaðeigandi yfirvald neitað að taka þau til meðferðar? Sv.: Slik brot verður að fara með sem einka- mál, ef dómstóla er leitað með þau. 360. Er ekki forsvaranlegt, að fá mann í stað- inn sinn, ef maður vill rifta vistinni? Sv.: Nei, ekki getur það orðið öðru vísi en með samþykki húsbóndans. 361. Nær fiskiveiðisamþykktin frá 9. júní 1885, fvrir Rosmhvalanesshrepp innan Skaga, Vatns- leysustrandar, Garða og Bessastaða hreppa, ásamt þeirri frá 11. jan. 1888, til annara en þeirra, er róðra stunda í þessum sveitum (hafa þar uppsátur) eða þar lenda í fiskiróðrum öðru vísi en í lífs- nauðsyn ? Sv.: Nei. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þ.ikkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. \ít í hönd. Proclama. Samkvœmt opmi brjefi 4. jan. 1861 og lögtnn 12. apríl 1878 er hjer með skoraff d þá, er til skulda telja í dánarbúi por- leifs Jóhannssonar, er drukknaði í nóv. f. á., að geýa sig jram og sanna kröfur sínar fymr undirrituðum skiptaráðanda innan 12 mánaða frá síðustu birtingu pessarar auglýsingar. Svo er og skorað á erfingja hins látna, að gefa sig fram og fœra sönnur á erfða- rjett sinn. Bæjarfógetinn á ísafirði, 10. janúar 1890. Skúli Thoroddsen. Proclama. Samkvœmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er skorað á pá, sem telja til skulda í dánarbúi Magnúsar Árnasonar, er drukknaði í nóv. f. á., að lýsa skuldum sínum fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá sið- ustu birtingu pessarar auglýsingar. Svo er og skorað á erfingja hins látna, að gefa sig fram og færa sönnur á erfða- rjett sinn. Bæjarfógetinn á ísafirði, 10. janúar 1890. Skúli Thoroddsen. TVEIR VINNUMENN óskast i góða vist í sveit. Helgi kaupm. Jónsson, Rvík, og ritstj. ísaf. vísa á semjanda. Skrifstofa fyrir almenning 10 Kirkjustræti 10 opin hvern rúmhelgan dag kl 4—5 e. h. Almenningsuppboð verður haldið í Glasgow mánudaginn 3. marz næstk.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.