Ísafold - 01.03.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.03.1890, Blaðsíða 2
70 yrðu það stórmiklir mannflutningar; við það sparaðist einnig mikill túni og tilkostnaður; þar á meðal nálega allt hestahald í sjávarsveit- unum, en hestarnir eru hið mesta eitur í grasrækt þessara sveita og ytir höfuð hinum litla landbúnaði þeirra hin mesta plága. En hvernig fer um kaupafólk það, sem ætlar til norðurlands, — segja andmælendur alls þessa, ef ís liggur við land fram í júlímánuð? f>á er það einungis flutt áleiðis t. d. inn í Hval- fjörð, og svo gengur það norður; því er ekki ómögulegra að ganga norður um hásumarið, en sjómönnum suður um hávetur og í ófærð- um, enda kæmi þetta ekki opt að. f>eir, sem enn spyrja, hvort nokkuð sje hjer að flytja, þyrftu að hafa verið með dönsku strandferðaskipunum, sem þó koma að eins á örfáa staði og fara lítt að vorum þörfum, þegar farþegjum, sem keypt hafa far á 2. káetu, hefur verið troðið bótalaust ofan í lest, af því rúm hefur brostið í káet- unum. Auk þessara flutninga mundu skipinu bjóð- ast allmiklir vöruflutningar frá og að kaup- stöðunum og milli þeirra; búsettir menn í nágrenni við komustaði skipsins mundu senda með því vörur til kaupstaðar og fá með því kaupstaðarvöru sína heim til sín eða því sem næst; slíkir vöruflutningar að og frá Reykja- vík t. d. mundu ekki verða neitt smáræði. Eins mundi skipið koma í góðar þarfir, þegar nægtir eru af einni eður annarí nauðsynja- vöru í einu kauptúni, en sömu vöru brestur í öðru. En það eru fleiri vörur en þær, sem þegar eru taldar, sem fluttar mundu verða, ef slík- ar ferðir kæmust á, t. d. fiskbeita og hey. Beituflutningarnir t. d. úr Hvalfirði eru svo alþekktir, að um þá þarf engum orðum að eyða; hitt mun þykja efasamara, að hey verði flutningavara; en það er þó auðsætt, þegar þess er gætt, að heyið er sumstaðar t. d. við allan Faxaflóa sunnanverðan, miklu dýrara fóður en korn; því af þessu leiðir, að það væri mikill hagnaður fyrir margan sveita- bónda, að selja hingað hey, en kaupa korn- fóður fyrir heyverðið; jafnframt mundu þau viðskipti verða arðsöm þeim byggðum, sem eiga við stöðugan heyskort að búa. Auðvitað þyrfti að þrýsta heyinu saman með þrýsti- vjel til að minnka fyrirferð þess; en úr þossu þyrfti ekki að verða nein vandræði; því slíkar þrýstivjelar þurfa ekki að vera dýrar. Auk alls þéssa mundi fjöldi fólks ferðast með skipinu skemmri og lengri leiðir, bæði skyndiferðir til erindareksturs og skemrati- ferðir, og mundi skipið hafa miklar tekjur af fargjöldum slíkra ferðamanna. Enn er mjög margt smávegis ótalið, sem nú liggur kyrrt, en óðara mundi hrífast með af flutningastraumnum, er samgöngur yrðu greiðari; jeg tek til dæmis bækur; af því að þeim ekki verður komið til bókbindaranna nema með ærnum kostnaði, liggja þær band- lausar og skemmast ; þar með ónýtist ekki svo lítið fje árlega; en samstundis kvarta bókbindarar um atvinnuleysi; svipað er um skófatnað og skósmíði; hann, skófatn- aðurinn, ónýtist af viðhaldsleysi, en skósmið- ina brestur einatt atvinnu; og mörg eru fleiri slík dæmi, sem telja rná. En þetta er nóg til að sýna bæði það, að margt smávegis mundi koma fram á flutningasviðið,—en þetta smáa hefir sína þýðingu, því margt smátt gjörir eitt stórt,—og að ferðir hins fyrirhug- aða skips hefði mikilvæg áhrif á atvinnu iðnaðarmanna. J>að er því vonandi, að hand- iðnamennirnir láti ekki sitt eptir liggja, að styrkja þetta fyrirtæki. Enn fremur er bersýnilegt, að ýmislegar vörur, sem nú eru ekki til, verða fram leidd- ar og fluttar til markaðar, þegar skaplegar samgöngur komast á, og það vörur, sem hafa mikilvægt peningagildi og eru töluverð viðbót við flutningamagn það, sem nú er fyrir hendi. Jeg skal tilfæra að eins eitt dæmi, sem sýn- ir, að hjer er ekki út í bláinn mælt. Vjer kaupum frá útlöndum árlega kartöflur svo hundruðum og stundum þúsundum tunna skiptir. Allar þessar kartöflur og miklu meira má framleiða einungis í byggðunum við Faxaflóa, og það mundi án efa verða gjört, ef menn ættu kost á hagkvæmum flutn- ingum á vöru þessari, því allmargir menn eru hjer atvinnulausir, þegar ekki er á sjó verið, en hin óræktaða jörð hrópar á rækt, og hafið varpar hrönnum af áburði á land, og býður með drynjandi rómi: gjörið svo vel og hagnýtið yður þennan auð. Loks vil jeg benda á þá flutninga, sem framkæma þyrfti, ef ullarverksmiðja yrði reist á hentugum stað fyrir land allt, því mjer finnst óhugsandi, að mjög iangt verði þeirrar stofn- unar að bíða. þetta álit jeg nægja til svars þeim, áem spyrja: hvað á skipið að flytja ? og sjá ekki að neitt sje hjer að flytja. Hitt er auðsætt, að flutningamagn það, sem til er, mundi eigi allt í einu leita skipið uppi og verða því að notum, heldur smátt og s'nátt, og má ganga að því vísu, að flutn- íngastraumarnir mundu þurfa langan tíma til þess, að leggja sig til hlítar í hinn nýja farveg; veldur því bæði fastheldni manna við fornar venjur og óvenjur, og hræðslan við sjerhvað það, sem hefir hreina peninga út- borgun í för með sjer, þótt það í raun og veru sje margfalt ódýrra en hitt, sem ekki kostar beinharðar krónur. þessi hræðsla mundi fæla fjölda manna frá að nota skipið til ferðalaga og flutninga, meðan almenningi er eigi nægilega Ijóst, hvers virði tími og vinnuafl er, og meðan hjer helzt löngu iirelt vöruskiptaverzlun, sem forðast eins og heitan eldinn að borga íslenzkar vörur með peningum og útilokar þannig peninga sem mest má verða úr viðskiptunum ; því meðan apturgangaþessi frá einokunartímunum gengur hjer Ijósum log- unum, mun almenningur fara á mis við hina öflugastu hvöt til að framleiða verðmætar vörur og mundi spara og því að jafnaði bresta skotsilfur. (Niðurl. næst). Jí t Verzlunarmannaskóli. Nokkrir meðal hinna yngri verzlunarmanna í Reykjavík, innlendir og útlendir, eru að undirbúa það lofsverða nauðsynjafyrirtæki, að koma á fót hjer í bænum kvöldskóla fyrir verzlunarmenn, þar sem veitt sje á hverju rúmhelgu kvöldi (nema laugard.) kl. 8—10 frá 1. okt. til 1. apríl ókeypis eða ódýr kennsla í íslenzku, dönsku, ensku, reikningi, verzlunarsögu og landafræði, efnafræði og eðlisfræði, víxillögum, samningum o. fl. jpetta á að gjörast með fjelagsskap, — árstillag 6 kr. Próf skal halda á hverju vori, með próf- dómendum, og skulu þeir lærisveinar, sem undir prófið ganga og fullnægja kröfum próf- dómeudanna, eiga heimting á meðmælingar- brjefi frá skólanum. f>að má ganga að því vísu, að þennan fje- lagsskap muni eigi einungis öll verzlunar- stjettin fús að fylla og að styrkja fyrirtækið eptir efnum og ástæðum, heldur og ýmsir aðrir góðir menn og hyggnir; því það eru hyggindi, sem í hag koma síðar meir, bæði bæjarfjelaginu og þjóðfjelaginu, að góð þekk- ing og menntun verði sem almennust meðal verzlunarstjettar vorrar. það er sómi og á- bati að hverjum nýtum borgara, ekki sízt meðal jafn-mikilsverðrar stjettar og verzlun- arstjettin er í hverju landi; en eitt hið. helzta skilyrði fyrir því, að geta orðið nýtur borgari, er, að njóta góðrar fræðslu á upp- vaxtarárunum, auk þess sem það hefir ágæt áhrif á siðferði og lyndiseinkunn æskulýðsins,. að venjast við nytsamlega iðju í tómstund- um sínum, í stað svalls og iðjuleysis. Mál þetta mun þegar hafa fengið mjög góðar undirtektir hjá þeim, sem það hefir verið borið undir, og mun í ráði, að halda almennan fund um það í næstu viku. Skaptafellssýslu miðri 10. febr. : Veðr- átta hefir verið mjög óstöðug, optast útsunn- an og frostalítið, það sem af árinu er. Víða. hefir verið hagskarpt, enda hafa hagar varla notazt vegna stórkostlegra umhleypinga. Nú heyrist samt hvergi kviðið heyskorti, og skepnur eru í góðu standí. Heilsufar manna gott. í des. síðastl. varð stúlka bráðlcvödd í Borgarhöfn í Suðursveit og seint í janúar varð kona bráðkvödd á Mýrum, Kristín Jónsdóttir í Hólmi. Nýlega varð og maður bráðkvaddur í Nesjum. Fyrsta vetrardag síðastl. hjeldu Nesja- menn heiðursbóndanum Guðmundi Eiríks- syni á Ilofí'elli fagnaðarveizlu á heimili hans, í minningu þess, að hann var þá búinn að búa þar f S0 ár. Síra Jón prófastur í Bjarna- nesi stóð helzt fyrir því, og svo þorgrímur hjeraðslæknir. Síra Jón prófastur orti kvæði. Vöruvcrð á Papós síðastliðið ár var þetta : hvít ull 70 a., mislit 50 a., tólg 20 a., banka- bygg 22 kr., baunir 22 kr., rúgur 13 kr. 200 pundin, kaffi 1 kr. 10 a., kandís 36 a., melis 32 a., exþort 45 a., sfkóría eins, br.vín 75 a., rúsínur 40 a., fíkjur 30 a., hellulitur 75 a., álún 60 a., steinolía 22 a. pt.; salt 35 a., tjara 2,50 a., steinkol 30 a. kút.; sútað skinn 2,50 a. pd., nótgarn 1,75 a. pd., 1 pd. indi- gó (farfa) 12 kr. 80 a., 4 þuml. naglar 35 a. (100), 2 " naglar 15 a., hestskónaglafjaðrir 75 a. (100). Nú er sagt að sje orðið kaffi-, sykur- og brennivínslaust bæði á Papós og Djúpavogi, svo að við Skaptfellingar megum sækja þess háttar austur á Seyðisfjörð — ef það fæst þar —, því ekki er að vita að það sje til í smáverzluninni á F.skifirði. Hjer hefir verið nokkuð tíörætt um, hvað Sigurður Pjetursson, pósturinn milli Prests- bakka og Odda, þykir seinn í ferðuni. 1 des- emberferðinni varð pósturinn, er gengur milli Prestsbakka og Bjarnaness, að bíða eptir honum 6 daga, og þess vegna varð austan- póstur að bíða í Bjarnanesi 6 daga, og þess vegna hefir Rvíkurpósturinn líklegast orðið- að bíða í Odda eins lengi eða lengur. Nú varð pósturinn, sem fer milli Prestsbakka og Bjarnaness, að bíða eptir honum 4 daga aðra póstferðina og 4 daga fyrstu ferðina, og þar af hetir komið, að hinir póstarnir hafa orðið að bíða svo lengi. Prestkosningar. í Staðastaðarprestakalli var haldinn að Görðum í Staðarsveit 1. þ. m.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.