Ísafold - 05.03.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.03.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. XVII 19. ISAFOLD. Reykjavík, miðvikudaginn 5. marz. Jppsögn (skrifieg) bimdin viö íramót, ógild r.err.a korain sje :il útgefanda íyrir I.okt. Af- greiðslust. í Ausiurstrceti S. 1890. PSS" óskemmd expl. af hinum fyrstu 10 ¦tölublöðuni af p. á. ÍSAFOLD eru keypt á afgreiðslustofu blaðsins (Austurstrœti 8) fyrir 50 aura öll, p. e. meira en fullt verð. Um samgöngur vorar og gufuskipsmálið. Bptir Je.ns Pálsson. XII. (Niðurlag). Af þessu leiðir, að þótt eitthvert strand- svæði við ísland hefði nóg eða meira en nóg innlent flutningamagn handa gufuskipi, þá er það mjög óvíst, og ómögulegt að gjöra áreiðanlega áætlun um, að hve miklu leyti ¦og hve fljótt flutningsmagnið kæmi fram og yrði skipinu að notum ; þess vegna er það mjög ísjárvert, að reiða sig á það eingöngu fyrst í stað, og miklu tryggilegra að láta skipið í byrjun hafa við annað og meira að styðjast. þessi aukaatvinna, sem skipinu er ætlað, eru vöruflutningar að landi og frá, og til þess að þessir flutningar verði arðsamir, er svo til ætlazt, að skipið verði 2—3 huudruð smálestir. Með tilliti til þessa er það hið mesta happ fyrir gufuskipsfjelagið, að eiga það víst, að annar eins liðsmaður og Zöllner er, gangi í fjelagið og leggi fram þriðjung stomfjárins, þegar vjer höfum lagt fram tvo þriðjunga þess. Engmn hefur eins mikla vöruflutninga að annast að og frá Islandi eins og hann, og þar eð umboðsverzlun sú, sem hann rekur fyrir Islendinga, hefur nú spennt greipar umhverfis land allt og er hvervetna í uppgangi, verður varla ætlað upp á aðra tryggari flutninga fyrst um sinn ; og hitt er engurn efa undirorpið, að sá maður, sem ætti þriðjung stofnfjárins, mundi láta skipið sitja fynr tíutningum og unna fjelaginu arðs. pað er sannarlega hörmulegt, að vjer, hinir fámennu og fátæku Islendingar, skulum árlega borga erlendum mönnum fje svo skiptir hundruðum þúsunda króna fyrir vöruilutninga að landi og frá, og engin van- þörf á, að vjer förum úr þessu að ná í em- hvern ofurlítinn hluta af arði þessarar stór- vöxnu atvinnu. í þessa átt er stigið ofurlítið spor með því, að ætla skipi fjelagsins að fara til útlanda nokkrar ferðir á ári. Fari skipið 4—6 Englandsferðir á ári, fermt báðar leiðir, auk 7—8 strandferða, er auðsætt að skipið hefði miklar tekjur, óhugs- andi annað en að fyrirtækið bæri sig áður en langt um liði, en yrði allvel arðsamt, er fram í sækti. En meðan þessi nýja samgönguleið væri að draga að sjer nutninga-magnið, og meðan fjelagið væri að þreifa sig fram að tilsögn reynslunnar og koma öllu sem bezt fyrir, ¦— eða í einu orði sagt, meðan fyrirtækið væri að ná hagkvæmu og föstu fyrirkomulagi og þroska, mundi alþingi sjá því farborða með f járstyrk úr landssjóði; á því er enginn efi, þar sern þingið hefur fyrirfram veitt styrk til slíks fyrirtækis, ef það kynni að verða reist á þessn fjárhagstímabili; enda er það siðferðisleg skylda þingsins, að styrkja fyrir- tæki, sem auðsælega mundi bæta úr þjóðar- innar mikla meini, samgönguleysinu, hafa heillavænleg áhrif á alla atvinnuvegi í land- inu og þar með mikilvæga þýðingu fyrir menningarvöxt og allsháttaðar framfarir þjóð- arinnar. Jeg treysti þinginu til að gjöra hvorttveggja, bæði að veita fyrirtækinu fyrst í stað svo sem 6—10 þúsund krónur árlega, og veita fjelaginu svo sem 8°/> vöxtu af stofn- fjenu fyrstu 10 árin, enda er slík vaxtaborgun smáræði, — einar 3600 kr. á ari. — Mjer finnst óviðurkvæmilegt, að gjöra þinginu þær getsakir, að það mundi neita slíku fyrirtæki um nokkurra þúsunda króna styrk fyrstu árin, og það því fremur, sem fjelagið þyrfti sjálfsagt að færa út kvíarnar innan skamms, t. d. koma upp einum eða tveimur smábát- um, til að skríða grunnleiðir og taka að sjer flutningaskjökt, eptir því sem þörf krefði. það, sem nú er tekið fram, vona jeg að nægi til að sýna, að ekki vanti skilyrði fyrir því, að fyrirtækið geti borið sig, og meira að segja hljóti að verða mjög arðsamt, þegar fram í sækir. |>að hefur nú verið minnzt á íhuguuarverð- ustu atriði þessa fyrirtækis; en það er ekki nóg að sjá hvað gjöra eigi; það þarf h'ka að framkvæma það. Allir skynberandi Islendingar sjá, að fyrir- tækið, sem gufuskipsfjelag Faxaflóa og Vest- fjarða gengst fyrir og vill fá framgeugc, er afar-þjrðingarmikið framfaraíyrirtæki, sem mundi hafa ómetanlega mikil og heillavænleg áhrif á búnaðinn, verzianir og alla aðra at- vinnuvegi og á vort mikilvægasta velferðarmál, samgöngumálið. Og nálega hvert mannsbarn, sem á fyrir- tækið minnist, óskar þess innilega, að því verði framgengt. En þetta er ekki nóg; eintómar óskir duga ekki ; viljinn verður að koma í ljós í verkinu. peir, sem þess vegna vilja fá fyrir- tækinu framgengt, taki nú á sig dáð og drengskap til að duga því. það eru ein 800 hlutabrjef á 100 kr. hvert, sem menn þurfa að hafa dug og framkvæmd til að kaupa; þá er fyrirtækið þegar komið á fót. þetta er sannarlega ekkert stórvirki; sýni menn sam- tök og áhuga, mun hinum mörgu höndum reynast verkið ljett. Vjer erum niðjar þeirra manna, sem fyrir nokkrum öldum voru mestu siglingamenn í heimi, sem könnuðu Ginnungagap (Baffinsflóa) og funduVínland. Er nú hugsanlegt, að vjer sjeum orðnir þeir ættlerar, að vjer hvorki vilj- um nje þorum að eignast eina gufuskipsfleytu? Eeynslan verður á þessu ári að leysa úr þessari epurningu; það verður að koma í ljós, hvort ísland á eða á ekki í eigu sinni 800 syni og dætur, sem vilji, tími og þori að leggja fram (að mestu leyti í vátryggða eign) 100 kr. hver til eflingar einu hinu mesta velferðarmáli landsins, og til nokkurrar úrbótar á þjóðarinnar mesta rneini. það er lífsnauðsyn að bæta þetta mein, samgönguleysismeinið; það er hfsnauðsyn að gjöra eitthvað það, sem sýni alþýðu manna áþreifanlega, að hjer á landi sje verulegra framfara von, og annað er sem stendur ekki betur fallið til þess en gufuskipsfyrirtæki það, sem hjer ræðir um. Verði því framgengt, mun brátt draga úr þeim óþola, óánægju og vonleysi, sem nú svellur í huga almeunings, og sem gosið getur upp og brotizt fram sem voðalegur útflutningsstraumur, nær seci á skýjar, sje ekki gert við í :íma. En geti gufuskipsfyritækinu ekki orðið framgengt, þá verður það eins og hvert annað gott fyrir- tæki, sem traðkað er, einungis til þess að glæða þolleysis- og vonleysis-ólgu þessa og styrkja menn í þeirri ímyndun, að hjer sje engrar viðreisnar von. En jeg vona, að Island sje ekki orðið svo snautt af börnum, sem eitthvað vilji af mork- um leggja því til viðreisnar, að ekki íáist nógu margir menn til að sinna öðru eins fyrirtæki og því, sem hjer ræðir um. Og í þessari von leyfi jeg mjer í nafni gufuskips- stjórnarinnar, að skora á alla og einstaka íslendinga, sem unna þjóð sinni og landi, að styðja fyrirtæki vort með því að ganga í fjelagið. Norðlendingar og Austfirðingar! Styðjið að þessu máli; skipinu er ætlað að auka og efla j samgöngur milli vor og yðar, og riytja til yðar j vörur frá útlöndum, þegar því er að skipta. [ Yður mundi og koma það vel, a} eiga liðs- vön að sunnan og vestan, þegar að því kæmi fyrir yður að eignas; _,afuskip við norðurströnd landsins. Arnesingar, Eangvellingar og Skaptfelling- ar! Styðjið oss einnig að þessu máli; skipið mundi stytta og ljetta yður skreiðarflutuinga yðar af Suðurnesjum ; yður gæti og komið það, að fá skipið stöku sinnum til þorláks- hafnar og að Vík í Mj'rdal. Og þjer íslendingar búsettir á vesturströnd íslands! Ekki einungis island, heldur og nágrannaþjóðir vorar fá nú að sjá, hvort þjer hafið manndóm til að duga þessu yðar eigin velferðarmáli. Vegurinn til að styðja málið er afmarkaður; hann er sá, að ganga almennt í gufuskipsfjelagið. Gætið að, hversu fyrirtæki þetta hefir blessunarrík áhrif á all- an yðar hag, ef því verður framgengt, Styðj- ið það því með þreki og látið eigi lenda við orð og óskir; hjer dugar ekkert annað en sú framkvæmd, að taka hluti í fjelaginu. Fyrir Eeykjavík er fyrirtækið ákafiega mik- ílsvert; yöxtur og viðgangur bæjarins er kom- mn undir betri samgöngum við sveitiruar; af Eeykvíkingum er því til mikils ætlazt, enda eru þar fleiri menn saman komnir, sein sjá það og skilja, hversu áríðandi fyrirtæki þetta er, eu nokkurstaðar annarstaðar á land- inu. lslendingar! Verum nú samtaka að þessu máli, og gætum þess, að hver sem dregur sig í hlje og hugsar sem svo : »það munar minnstu, þó jeggangi uudan; það verða nóg- ir til að taka hluti í gufuskipsfjelaginu fyrir því«,— hann veitir fyrirtækinu banatilrseði. Að vísu trúi jeg því ekki, að þetU mál

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.