Ísafold - 05.03.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.03.1890, Blaðsíða 2
74 geti daið; því að jeg er sannfærður um, að það hefir við /í/s-nauðsyn að styðjast; en með dáðleysi og ómennsku má stinga því svefn- þorn og kviksetja það um óákveðinn tíma; og sárt er að hugsa til þess, ef þjóðin gjörir sjer aðra eins vansæmd og tjón. Verði fjáðir keppinautar vorir, t. d. kaup- menn, fyrri til að koma hjer upp gufuskipa- ferðum með skaplegu fyrirkomulagi, svo að fyrirtæki vort verði óþarft, þá fær hver hluta- maður fje sitt endurborgað með skilum. Færi nri svo, þá væri ekki til einkis barizt. Heimilis-iðnaður. þeír Mattías Mattíasson og Joh. Jensen eiga miklar þakkir skilið fyrir það, að þeir í 17. tbl. Tsafoldar þ. á. hafa boðizt til, að veita unglingum ókeypis tilsögn í heimilis- iðnaði, og fyrir það, að þeir fyrstir hafa bent á, að slíkt getur hjer hjá oss sem ann- arsstaðar orðið unglingum til gagns og gam- ans og vanið þá á iðni og reglusemi. þ>að er vonandi, að sem flestir unglingar notí sjer þetta kostaboð, og að foreldrar og vandamenn unglinga styðji sem bezt að því, að þessu verði framgengt. þegar jeg las greinina í ísafold, datt mjer í hug, að enginvanþörf væri á, að þetta málefni, sem getur orðið að svo miklum notum, væri styrkt meðdálitlum fjelagsskap, og vil jeg því skjóta því til bæjarbúa, og sjerstaklega til hand- iðnamanna, h\rort ekki væri gott, að stofnað væri dálítið fjelag þessu til framkvæmdar. þeir Mattías Mattíasson og Joh. Jensen bafa drengilega riðið á vaðið með því að bjóða til- sögn sína ókeypis; en fjelag gæti komið málefninu enn betur áleiðis þannig, að hjálpa fátækustu unglingum til námsins með því, að kaupa þeim verkfæri, og svo rrrcð því, að sjá fyrir sölu munanna, sem gjörðir eru, ef þeir eru svo úr garði gjörðir að áliti kennaranna, að þeir sjeu sæmilega frambæri- legir. þetta mætti framkvæma á þann hátt, að fjelagsmenn legðu árlega 50 aura til 1 kr. til fjelagsins, og væri því varið til að styrkja efnilegustu unglingana, og einnig til þess seinna meir, ef þyrfti að kaupa kennslu. Svo ætti fjelagið að safna saman smíðisgrip- unum og halda »bazar« einu sinni á ári eða optar ; þá mundu bæjarmenn eflaust styrkja fyrirtækið með því, að kaupa munina, en nemendurnir fengju þannig endurgjald fyrir verk sitt, og mundi það hvetja þá til iðni og kostgæfni. Ef heimilisiðnaður seinna meir ykist til muna, gæti hann eflaust orðið margri fátækri fjölskyldu til styrks og hagnaðar. |>etta málefni bið jeg menn alvarlega að huga. 26 + 16. VONIR. Soguþáttur frá Vesturlieimi, eptir Einar Hjörleifsson. Rvík 1890. 72 bls. í litlu 8 bl. broti. (Aðalútsala í bóka- verzl. Sigf. Fymundssonar). það er skáldsöguþáttur af tilhugalífi pilts og stúlku. f>au eru vinnuhjú samtíða á sveitabæ hjer, þegar saman dregur með þeim. Hún vill að þau fari til Ameríku, til þess að þau geti tekið saman sem fljótast og farið að búa þar, á betri jörð en til væri á Islandi og fengist til eignar fyrir ekki neitt, en bústofnBgróðinn fljóttekinn vestra, með 8—10 kr. kaupi á dag fyrir hann, og 80 kr. kaupi á mánuði fyrir hana,—viti menn ! En hann átti ekki meira en fyrir farinu liennar vestur, og hún ekkert nema fötin utan á sig. |>að verður úr á endanum, að hann lánar henni aleigu sína til að komast vestur, fer síðan að draga saman fyrir fargjaldi handa sjálfum sjer, tekst það á 2 árum, og heldur þá sem hraðast vestur, — vestur til Winnipég, að hitta unnustu sína; því skilmálarnir voru þeir, þegar hún fór á undan með aleigu hans, að hún »átti að elska hann á meðan, hugsa um hann vakandi og sofandi, og giptast hon- um þegar hann kæmi vestur.« I mannþvögunni í innflytjendahúsinu í Winnipeg kemur hann auga á kvennmann, sem honum sýnist furðulík Helgu sinni, en fannst þó ómögulegt að gæti verið hún. »Lag- leg hafði Helga verið, en eins lagleg og þessi stúlka hafði hún þó sannast að segja naum- ast verið«—, »þessi undurfallega stúlka í hvíta kjólnum með rauðu borðalykkjunum og með hvíta hattinn með rauðu fjöðrinni«. Hún talaði allt af ensku, þessi stúlka— ekkert annað en ensku. Hann heyrir og, að hún er nefnd ensku nafni (Nellie). Loks gengur hann þó úr skugga um, að þetta sje Helga og engin önnur, —á hnykk, sem hún gerir með höfðinu. »Helga, kondu sæl!« kallar hann ósjálfrátt upp, hátt og hvellt. Hún hrökkur við, lítur framan í hann, roðnar og —rýkur út ! Hann á eptir, nær henni loks og tekur hana tali. Ekki þótti honum hún taka sjer eins alúðlega og hann hafði gjört sjer »vonir« um. f>au gengu saman eptir stjettinni dálitla stund, og var lítill hjóna- svipur með þeim: »hann langur, herðalotinn, allur kræklóttur, og bar sig hörmulega; ís- lenzkt vaðmálskaskeiti á höfðinu, trefill um hálsinn í kappmellu, vaðmálstreyjan og vað- málsbuxurnar sniðlausar, og íslenzkir leður- urskór á fótunum. Hún lágvaxin, þjettvaxin, snoturleg, klædd hvítum sumarfötum eptir síðustu tízkublöðum, með snjóhvíta, langkögr- aða sólhlíf yfir höfðinu«. »f>ú ætlar þó ekki að —að— að svíkja mig, Helga?« sagði Ólafur loksins. »Jeg sleppi þjer ekki«. Og svo staðnæmist hann frammi fyrir henni og tekur í handlegginn á henni. f>á vildi svo slysalega til, að enskur maður, sem hún þekkti, stóð á gangstjettinni hinumegin á strætinu og horfði á þau glottandi! f>á var það einmitt fram komið, sem hún óttaðist mest. »Jeg hef andstyggð á þjer, durgurinn þinn«, segir hún við Olaf, úrvinda af hryggð og reiði; »og ef þú ekki sleppir á auga-lifandi-bili, þá kalla jeg á pólitíið og læt setja þig inn«. Svo sleit hún sig af honum og hljóp á burt. Hann stendur eptir agndofa, ráfar síðan í leiðslu vestur fyrir borgina og út á græna velli, fleygði sjer niður þar og grjet, grjet eins og barn.—Svo lýkur sögunni. Ekki mun gamla fólkinu þykja sagan fara vel, — því unga kann ske ekki heldur—, og ekki erhún sjerlega efnismikil. En góður skáld- skapur er minnst undir því komiun. f>essi litli þáttur er samt með því laglegra, sem vjer eigum til af skáldskaparritum ; þann dóm á hann, og vel það. Hann hefir tekizt mæta- vel sumstaðar, og hvergi raunar öðruvísi en fremur vel. Aðdragandinn að tilhugalífi þeirra Ólafs og Helgu er fundvíslega athugaður,— er eins og opt gerist í lífinu, en sjaldnar miklu í tilbúnum sögum ; er það því mikið hrós einmitt um — »tilbúna sögu», Enginn klaufi fer heldur jafnvel og þar er gert með höfuð-atriðið í sögunni : er- þau hjónaefnin hittasc í innflytjendahúsinu t Winnipeg, einkanlega það, er Olafur er að velta því fyrir sjer á allar lundir og brjóta um það heilann, hvort þetta, þessi glæsilega- stúlka sje nú Helga eða ekki. Og svo við- ureign þeirra á eptir, sem er að eins sögð- lauslega hjer að framan ; henni er lýst miklu ýtarlegar í kverinu , og þó engu ofaukið. f>að er yfir höfuð engin orðamælgi í bæklingn- um : sagt það sem þarf að segja til þess að persónurnar báðar verði lesandanum full- komlega skiljanlega og auðkennilegar, og meira ekki. Ekkert atriði í fari þeirra verður ólíkindalegt; meðalgreindur lesandi eða hugsunarsamur kannast við hvað eina, enda er eigi margbrotnu til að dreifa. Hneyksla kann það suma lesendur hjer, sem höf. segir um íslenzka kvennbúninginn, um »þessi svörtu, voðfelldu, víðu og þungu pils —-------sem öld fram af öld hafa verið- að streitast við að toga mjaðmirnar á íslenzka kvennfólkinuniðurávið». En það erekkitiltöku- mál, þótt hann komi þannig fyrir sjónir innan um næfurþunna, vel sniðna og laufljetta ljer- eptsbúninga í brennandi sumarhita. Sömuleiðis væri rangt að brigzla höf. um Vesturheims- gyllingar, þótt hann komist þannig að orði : »Afram, áfram til undralandsins, fyrirheitna landsins,-----landsins þar sem auðurinn og ánægjan og gæfan og frelsið og virðingin bíða manns, og hlaupa svo upp í fangið á manni óðara en mann ber að garði»; niðurlag þess- ar setningar ber það greinilega með sjer, að höf. er að gera heilluðum innflytjenda- heimskingjum upp hugsanir og orð. f>að sem hann bætir þar við: að embættismennirnir heima hafi sagt, að þettaland væri helvíti, er kannske fremur »vesturfarapjesa»-gallbeiskju- dreggjar í sjálfs hans brjósti; en hann flýtir sjer að sykra þær með þeirri viðbót, aðvest- urflutninga-agentarnir hafi aptur sagt, að Vesturheimur væri paradís. þetta rit höf. er óneitanlega gleðilegur framfaravottur. Hafi hann sæll sent það vestan um haf, og láti fleira á eptir fara ekki lakari. það væri rangt, að láta slíkar- send- ingar gjalda annara, af hinu taginu — því tagi, sem hvorki er þjóð vorri nje bókmennt- um til sjerlegs gagns eða sóma. BARNASÖGUR. Höfundur: Torfhildur por- steinsdóttir Holm. Reykjavík 1890. 48 bls. í smáu 8 bl. broti. f>að eru 11 frumsamdar smásögur handa. börnum, siðferðislegar dæmisögur, sumar furðu- áhrifamiklar, ofur-einfaldar samt, eins og þarf að vera, en þó með siðalærdómsklausum inn- an um, sem eru heldur þungar og alvarlegar fyrir börn. »Eg set það ekki fyrir mig», segir höf. í eptirmála sínum, »þótt sumt í kveri þessu verði börnunum eins og hulinn fjár- sjóður, hann mun opnast á sínum tíma»; má vera, að hún hafi þar rjett fyrir sjer. Henni gengur hið sama til með bækling þenna og önnur rit sín: »að glæða hugmyndina um nauðsyn siðferðislegs lífernis, og um ábyi'gð þá, sem hvílir á herðum hvers einstaklings gagnvart guði og mannfjelaginu». Samt eru. sögurnar að miklu leyti þannig lagaðar, að börn hafa ánægju af að lesa þær; sjerstak- lega má nefna sögurnar: »Farðu vel með skepn- urnar», »Tóma hreiðrið» o. fl. Málið er dável vandað og tilgerðarlaust.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.