Ísafold - 08.03.1890, Page 1

Ísafold - 08.03.1890, Page 1
Kemur út á raiðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis S kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skriHeg) bundin við áramót, ógild nema komin sje tilútgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 20. Reykjavík, laugardaginn 8. marz. 1890. Vísindin og bindindisóvinirnir. i. f>að er ekki langt síðan að vikið var á það hjer í blaðinu, að það væri þekk- ingarskorturinn, fákunnáttu - hleypidóm- arnir, sem óvinum bindindisins er mestur styrkurinn að í andróðri sínum eða ýmu- gust gegn bindindishreifingunni. J»essari fávizku er því afar-nauðsynlegt að útrýma. J>að þarf að ganga alveg milli bols og höfuðs á þeim nauða-fáfræð- ingslega hleypidóm, að áfengir drykkir gjöri nokkurri skepnu, mönnum eða dýr- um, nokkurn tíma nokkurt gagn, öðru- vísi en sem læknisl}>f,—ákveðinn skammt- ur við ákveðnumj sjúkdóm, eins og hvert annað lyf, hvort heldur eru eiturkynjað uða ekki. þ>egar sá sannleikur er kominn inn í meðvitund almennings, að allt hjal bindind- isóvina um nytsemi áfengra drykkja, ef þeirra sje neytt í hófi, er einber hjegómi, 'tómur heilaspuni, úrelt fávizku-kredda, þá fer að kárna um varnarvirkin þeirra. |>4 stendur hinn hámenntaðisti bindindis- óvinur, sem prjedikar um nytsemi hóflegr- ar vínnautnar, frammi fyrir hinum ó- menntaðasta almúgamanni annaðhvort -eins og steinblint nátttröll, eða eins og auðvirðilegur hræsnari. er beitir ósann- indum rnóti betri vitund til þess að verja með eða fegra ósið, sem hann einu sinni hefir tekið tryggð við og vill eigi segja skilið við af hinum og þessum hjegóm- legum hvötum, þar á meðal eigi sízt hræðslu við ýmugust líkt sinnaðra lags- manna sinna eða yfirmanna. Ofdrykkjumennirnir, þ. e. þeir sem eru þegar orðnir óhófsmenn úr hófsmönnum, —þeirgeta ekki gjört hættulega mótspyrnu gegn bindindishreifingunni. þeirn mælir enginn bót nú orðið, hvorki hófsmenn nje bindindismenn. þaðeru hófsmennirnir, sem hættan stafar af. f*að er þeirra dæmi, sem villir menn af götu bindindis- ins út á hófsleiðina fyrst og þar með óð- ara en varir yfir hið örmjóa þrep, sem er á milli hófs og óhófs; og það eru þeirra falskenningar, sem halda við hjátrúnni um nytsemi áfengra drykkja i sjálfu sjer, — i hófi, sem kallað er. J>ess hefir verið áður getið í blaði þessu optar en einu sinni, að hin öfluga bind- indishreifing, sem nú á nýjan leik geng- ur yfir hirn menntaða heim, er fyrir nokkru komin svo langt, að hún er komin til Danmerkur og búin að festa þar tals- verðar rætur. þ>ví var spáð, þegar hreifing þessi kom hingað, fyrir 5—6 árum, frá Noregi og Englandi, að ekki mundi hún hljóta mikið gengi meðal hinna æðri stjetta í landinu, fyr en ef hún kæmist til Dan- merkur. þ>ær taka ekki upp nýbrigði í háttum nema eitthvað sje „fínt“ við það, og „fínt“ er ekki margt i þeirra augum nema það komi þaðan, frá .þjóðinni við Eyrarsund. þessi spá hefir rætzt. f>að er fullkunnugt, að mótspyrna gegn bindindishreifingunni hjer eða tregða við að sinna henni kemur ianghelzt fram hjá þessum heldri stjettum, og er hin fjöl- menna prestastjett þar á meðal, þótt ekki sje fagurt afspurnar. Að vísu hefir þessi mótspyrna ekki hátt um sig, eins og náttúrlegt er; því málstaðurinn er svo vaxinn, að birta og hámæli eru honum miður holl; en hún verkar í kyrþey fyrir þvi, og verkar talsvert, bæði beinlínis og óbeinlínis.j En nú er málið sem sagt ofarlega á dagskrá i Danmörku, og hver veit nema þá nálgist sú stund, að bindindisfjelögin verði almennt í augum íslenzks fyrirfólks annað eða meira en kann ske, ef vel læt- ur, að eins nógu góð til að gripa til og láta þau bjarga náungum þess frá að drukkna alveg í brennivíni, —hjálpa þeim til að hanga í embætti eða því um líkt? Hver veit nema þá nálgist sá tími, að það viðurkenni almennt, eins og sumt af því gjörir nú þegar — því optast eru til heiðarlegar undantekningar •—, að vel skipuð bindindisfjelög sjeu mjög góð- ar og nytsamar framfarastofnanir, sem hver nýtur borgari i þjóðfjelaginu, jafnt æðri sem lægri stjettar, ætti að telja sjer skylt að styðja af alúð í orði og verki ? þ>að er því fróðlegt að veita eptirtekt bindindishreifingunni í Danmörku, og getur verið gagnlegt að hagnýta sjer um- ræður þær, sem þar verða um málið, í ræðum og ritum. í hagfræðisfjelaginu danska (National- ökonomisk Forening) var haldinn ágæt- ur fyrirlestur í vetur (21. nóv.) um skað- leg áhrif drykkjuskaparins á heilsu manna og lífskjör, og síðan hafðar umræður um málið á eptir, er ýmsir merkismenn tóku þátt i, hálærðir læknar og aðrir. P'yrirlesturinn flutti danskur hjeraðs- læknir (í Eyngby), dr. med. J. G. Ditlev- sen, maður, sem er í miklu áliti. þ>að er ekki hætt við, að slíkur maður fari með annað en það, sem er áreiðanlega sann- að á vísindalegan hátt, allra sízt frammi fyrir fjölmennum þingheimi visindamanna og annara, sem mundu óðara mótmæla því sem hann færi rangt með. Enda fór fjarri því, að nokkur vísindamaður, nokkur maður, sem skyn bar ás bæri á móti þeim vís- indalegu skoðunum á eðli og verkunum á- fengra drykkja, er hann hjelt fram og gjörði grein fyrir, heldur staðfestu aðrir læknar það á fundinum, allir merkir menn, rithöfundar og doktórar í læknisíræði. Alls einn maður á fundinum vildi rengja það, —sósialistinn Mundberg, ómenntaður maður, sem ekkert vissi hvað hann fór með, heldur tönglaði upp hinn gamla fá- fræðishleypidóm, að áfengir drykkir væru gagnlegir í hófi o. s. frv.,—alveg eins og heyra má enn af munni viðlíka fáfræðl- inga hjer vor á meðal, opt fram sett með ógurlegum sjálfbyrgingsskap og rembingi, ekki sízt ef maðurinn er af menntaða flokknum, sem kallað er. Fyrirlesturinn og umræðurnar eru prent- aðar meðal annars í hinu ágæta tímariti hagfræðingafjelagsins, „Nationalökono- misk Tidskrift“. Hvað segir nú þessi dr. med. Ditlev- sen og embættisbræður hans ? Hann segir fyrst og fremst fortaks- laust, og gjörir mjög skilmerkilega grein fyrir því, að alls konar áfengi ýalkohol), sje eitur, og hafi þær verkanir, sem aðr- ar eiturtegundir hafa, meiri og minni eptir því hvað mikið er af því. f>ar næst talar hann fyrst sjerstaklega um brenni- vin, og getur þess, sem kunnugt er, að margir neyti þess daglega í hófi, án þess að þeim virðist verða neitt meint við, og því standi margur maóur fastara á því en fótunum, að brennivín hafi ýmsa kosti, er gjöri hóflega nautn þess æskilega. þ>eir segi, að það sje næring í því, það hleypi hita í líkamann, það sje sparnaður að þvi, og það gjöri fæðuna auðmeltari. En allt er þetta tóm ímyndun og hje- gómi eða misskilningur, að hann segir. Að ncenng sje i brennivíninu virðist að vísu vafalaust að því leyti til— segir hann—, að í því er kolefni, vatnsefni og súrefni, eins og í ýmsum hinum helztu

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.