Ísafold - 08.03.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.03.1890, Blaðsíða 2
78 fæðutegundum vorum, og það hefir verið, sýnt með tilraunum, að megnið af þess- um efnum sameinast líkamanum án þess að hverfa þaðan þegar aptur. En þessar tilraunir, þessi reynsla sýnir einmitt ekki, að það sje gott. til næringar, heldur hitt, hversu hættulegt það er. |>ví víkur þann- ig við, að það er fvrst og fremst mjög dýr fæða, og í annan stað þarf, til þess að nokkra vitund muni um það til nær- ingar, að neyta svo mikils af því, að þá nýtur eitrið sín og gjörir sínar verkanir. Að það hleypi hita í líkamann þýðir ekkert annað en það, að manni finnst að eins það hita sjer í svip, en í raun og veru dregur það ár hita líkamans og gjörir mann því einmitt {kulvísari en ella. Með sparnafi, er brennivínið hafi í för með sjer, er átt við það, að það haldi við þrótt manns og hug við stritvinnu en lít- ið viðurværi. f>að er sagt um sumar Indíana-kyn- kvíslir, að þær neyti í sama tilgangi og með sömu verkunum á herferðum sínum og dýraveiðum blaðanna af jurt þeirri er coca nefnist; en hin einkennilega eit- urtegund, er sú jurt hefir að geyma, gagntekur líkamann, ef hennar er neytt til langframa, alveg eins og alkohol gjör- ir, þannig, að það eyðileggur manninn bæði á sál og líkama; og það eru til fleiri eiturtegundir með líkum verkunum. f>að er einkennilegt við þær allar, að það er hættulaust að þessu leyti að neyta þeirra einusinni eða stöku sinnum;en sje það ftrekað, deyfist næmleiki líkamans fyrir þessum (örvandi) verkunum.og verður þá að auka eiturinntökuna, til þess að koma fram þessum áhrifum. f>ví er það, að undir eins og maður, sem hefir að staðaldri líkamlegt eða andlegt strit, kemst á slík- an rekspöl. þá hefir hann stigið hið fyrsta stig til að verða grómtekinn af eitursýk- ing. Náttúran leyfir eigi slfk brot gegn sínu einfaldasta lögmáli; ófullkomin næring verður eigi til lengdar bætt upp með því að æsa taugarnar. Oll þessi kenning um að alkóhól hafi sparnað í för með sjer, er því mjög svo hættuleg. Að áfengið örvi meltinguna, eða það sje nautn í því, það er ein af þeirn setn- ingum, sem eru girnilegri áheyrnar en hvað sannarþær eru, ef að er gáð. f>að er margt af því, sem vjer leggjum oss dag- lega til munns, sem nautn er að, vegna þess, að það örvar kirtla þá. er að melt- ingunni starfa. og greiðir þannig fyrir henni. þ>að er sameiginlegt auðkenni á þessum efnum, t. d. öllum kryddjurtum, að það má ekki hafa nema lítið af þeim með, og að allt af verður að breyta til með þau; það er einmitt eitt höfuðatriði í matreiðslulistinni, að hnitmiða það rjett niður. Iín áfengi er alls annars eðlis og hefir öðru vísi löguð áhrif; sá, sem þess neytir, krefst eigi tilbreytingar, heldur hins, að halda áfram með það, og hon- um fellur eigi bezt, að hafa lítið af því með, heldur þarfnast hann ávallt meira og meira af því (vegna fyrgreindra á- hrifa þess á líkamann); reynslan sýnir og, að áhrif þess á meltinguna verða fljótt skaðleg, Öll hin margnefndu góðu og nytsömu áhrif áfengisins eru þannig ýmist ímynd- uð eða táldræg, og það á við um þau öll, að það er ólíkt, hvað hægt er og vanda- alaust að framleiða slík áhrif með ýmsu öðru móti. Dagleg reynsla staðfestir og þetta rækilega: sumar verksrniffjur taka ekki aðra í vinnu en þá, sem eru algjörð- ir bindindismenn, og reynslan kennir það, jað þessar verksmiðjur hafa síður en eigi óhag af því; sum skip hafa enga áfenga drykki með sjer nema það sem þarf til áhalda á skipinu, og reynslan kennir, að það er eigendum enginn óhagur; kvenn- ýólk vinnur margopt eins erfiða vinnu og karlmenn, og kemst þó optast af án brennivíns. Loks sýnir reynslan frá mörgu um norðurheimsskautsferffum einmitt, hvað hættulegt er að ætla sjer að brúka áfengi gegn kulda og striti; það var sagt núna síðast, eptir hina frægu Grænlandsför dr. Nansens, að hefði þeir fjelagar neytt áfengis á jökulgöngu sinni, mundi sú för aldrei hafa heppnazt. f>að er því ekki of mælt, sem alkunn- ur mannvinur sagði eigi alls fyrir löngu. Honum fórust orð á þessa leið: Brennivínið lýgur! þ>að lofar að styrkja mann, en það veikir hann; það lofar að hita manni, en það gjörir hann kulvísan; það lofar gleði, en flytur .með sjer sorg; það lofar að vera vinur manns, en er hinn versti óvinur hans“. (Niðurl. næst). Fágæt sjóðstofnun. Á síðasta bæjar- stjórnarfundi hjer í Reykjavík, 6. þ. m., las formaður upp brjef, dags. ö. d., frá einurn borgara bæjarins, Sighvati Bjarnasyni banka- bókara, þar sem hann sendir bæjarstjórninni 100 kr. gjöf handa kaupstaðnum, með þess- skilyrðum: »í’jeð skal setja á vöxtu og mynda með því sjerstakan sjóð, er bæjarstjórnin, ef hún vill, getur gefið eitthvert nafn. Yexti skal árlega leggja við höfuðstól, þangað til sjóður- inn er orðinn 200,000 kr.; en þegar sjóðurinn hefir náð þeirri upphæð, skal það á valdi þáverandi bæjarstjórnar að ákveða, með sam- þykki æðsta valdsmanns landsins — hafi hann þá nokkar afskipti af bæjarmálefnuui,—hvort fjenu skuli öllu verja til einhvers stórkost- legs fyrirtækis í þarfir Reykjavíkurkaupstað- ar, eða hvort að eins skuli verja vöxtunum af tjeðum 200,0(X) ?:kr. til j að styrkja eitthvert það framfarafyrirtæki, er bænum eða bæjar- búum mætti að gagni koma. Hinni núver- andi bæjarstjórn er þó frjálst, ef hún skyldi álíta það betur fallið, að ákveða, að eigi skuli hreifa við sjóðnum eða vöxtum hans fyr en hann er orðinn t. d. 500,000 kr. l’jeð skal setja í Söfnunarsjóð landsins, og má eigi taka það þaðan nema því að eins, að annar jafntryggur og áreiðanlegur sjóður eða banki gefi að minnsta kosti lítið eitt. hærri vöxtu af fjenu en Söfnunarsjóðurinn, og að vissa sje hins vegar fyrir því, að engu verði eytt af fjenu, meðan það eigi hefir náð 200,000 kr. upphæð. Að öðru leyti setur bæjarstjórnin, sem nú er, þær tryggingar- reglur, er hún álítur við eiga, til verndar og eflingar sjóð þessum.« I niðurlagi brjefsins segir gefandinn, að> það sem meðal annars hafi hvatt sig til þannig lagaðs gjafar-fyritækis, sje sú skoðun sín, að það sem einna mest sje um vert til að efla verulegar framfarir hvort heldur er alls landsins eða ein- stakra hjeraða sje að reyna að »steypa pen- inga« fyrir landið með líku móti og hjer er gjört; »en það er von mín,« segir hann, »að einhverjir fleiri, annaðhvort hjer í bæ eða í öðrum hjeruðum landsins, kunni ef til vill — þegar einhver er riðinn á vaðið — að vekj- ast upp til að leggja eitthvað ofurlítið af mörkum við sig, til hagræðis fyrir eptirkom- andi kynslóðir, þó að hvorki þeir sjálfir eða næstu niðjar þeirra sjái nokkurn ávöxt af því, og þó mörgum kunni að virðast slíkt ó- þarfi og jafnvel sjervizkulegt.« Bæjarstjórnin var einhuga á því, að álíta gjafasjóðsstofnun þessa hvorki óþarfa nje sjervizkulega. Hún þáði gjöfina fyrir bæjar- ins hönd með »beztu þökkum.« |i Hefði emhver verið svo hugulsamur fyrir ekki lengri tíma en á t. d. dögum Jons biskups Yídalíns, —kringum 1700,—að ánafna væntanlegum höfuðstað landsins jafnstóra gjöf með sams konar skilyrðum, þá ætti nú Revkjavíkur bær annan eins sjóð og hjer er efnt til, 200,000, ef skaplega hefði um gjöfina fanð frá upphafi; því ekki þarf nema 193 ár til þess, að 100 kr. verði með rentum og renturentum, 4 af hundraði, að 200,000 kr. l’jeð tvöfaldast á 17-J ari hjer um bil; þyrfti því ekki nema 210 ár rúm til þess að gjöf þessi yrði 400,000 kr., og 228 ár til þess að hún yrði 800,000, o. s. frv. Oveitt brauð. Meðallandsþing met. 791 kr. 19 a. Auglýst 28. f. m. Aflabrögð- í Höfnum aflaði einn maður, Olafur Ketilsson frá Kotvogi, 37 í hlut 1. þ. m., af tómum þorski. Aðrir minna. Lítið reynt fyr. I Grindavík aflaðist almennt 1. viku góu, sem endaði 1. þ. m., í 4 róðrum, 70 í hlut hæst í öllum róðrum, 30 mest á dag (1. marz), helmingur af hvoru, þorski og ýsu. Selvogsmenn öfluðu 20—30 í hlut á dag mn sama leyti, af þorski. I þorlákshöfn ekki vart heima fyrir, en fiskað þaðan nokkuð þá dag- ana (föstudag og laugardag) líti í Selvogssjó. Mýrasýslu, 2. niarz 1890: „þaö er alkumnigt, að nú fyrir nokkrum árum tók laktor llior Jensen við verzlun Johans Lange í B’orgarnesi. Síðan hefir vcrzlun |iessi allt af farið batnaudi; nú und- anfarin ár heíir verð á vörum við liana opt, verið betra en það hefir verið bezt i Reykjavík. Til dæmis má nefna, að á siðastliðinni sumarkauptíð var I kr. ódýruri hver tunna, af llestum matvöru--

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.