Ísafold - 12.03.1890, Side 1

Ísafold - 12.03.1890, Side 1
K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifieg bundt a við áramót, ógild nema korain sje til útgefanda ryrir i.okt, A.f- greiðslust. í AuAturstrœti 8, XVII 21. Reykjavik, miðvikudaginn 12. marz. 1890. Vísindin og bindindisóvinirnir. ir. (Síðari kafli). Um önnur óáfengari ölföng en brenni- vín og konjak og þess háttar segir í á- •minnztum fyrirlestri, að sá sje helztur mun- urinn, að nautn þeirra hafi í för með sjer enn meiri fjársóun. þ>ar á meðal væri bjórdrykkja í Danmörku orðin að eldi í efnum verkafólks þar, svo ódýr sem hann væri. Að vísu væri næring i öli milclu fremur en í brennivíni, en það væri svo dýr fæða, að engri átt næði. -— — Annar merkur höfundur, E. Staal, segir svo um það : „Hjegiljan um næringargildi bjórs- ins hefir hjaðnað talsvert eptir það, er læknar skýrðu frá, að það væri jafnmikil næring í 20 aura virði af rúgbrauði og í bjór, sem kostar 50 kr.; og það veit al- menningur líka, að það eru fleiri ráð til að slökkva þorsta en að drekka eitur- kynjaðan vökva, eins ogbjórinn er, svosem annað áfengi“. „Ollum skýrslum lækna ber saman um það“, — segir dr. Ditlav- sen—, „að misbrúkun bjórs veiki fljótt meltinguna og þar með alla næringuna ; bjórsvelgum er hætt við þrálátri lífsýki, lifrarveiki og nýrnasjúkdómum, með ó- hollri fitu í líffærunum og kringum þau ; bjórdrykkjumaðurinn er þrútinn og belgd- ur, og sýnir það, að næring hans er í ó- reglu og veikluð orðin. |>etta stuðlar og allt að því, að löngun mannsins í aðra sterkari drykki fer vaxandi“. f>etta segja nú þeir, sem vit hafa á, um eðli og áhrif áfengra drykkja. þ>etta segja ekki bara amerískir, enskir eða norskir vísindamenn, heldur danskir, — danskir, hálærðir vísindamenn, læknisfræð- ingar og aðrir. Verður þá hærra vitnað til að sannfæra íslenzkt fyrirfólk ? Nei- nei, varla það. Ereisting er það auðvitað fyrir bindind- is-óvini, að fóðra sinar skoðanir með því, að kveða blábert nei við dómi þeirra, er vit hafa á, J>eir feta þar, þótt hámennt- aðir sjeu margir, í fótspor ómenntaðs al- múga, sem trúir á sínar kerlingabækur, hvað sem „lærðu mennirnir11 segja. fað, sem þeir gjöra: að virða að vettugi at- kvæði lærðra lækna og annara vísinda- manna um áfenga drykki, er alveg hið sama sem alþýða gjörir, þegar hún heyrir hálærða lækna kalla samveikislækningar einberan hjegóma. Hún gjörir ýmist að þræta beint fyrir það, eða láta það inn um annað eyrað og út um hitt. Alveg eins fara þeir að. J>ví andspænis efnafræð- ingum eru hálærðir guðfræðingar og laga- menn o. s. frv. sama sem ólærður almúgi. J>ar er fyrirmyndin, sem þeir hafa. En svo girnileg sem sú fyrirmynd er til eptirbreytni, þá er hitt þó drengilegra miklu og skaðminna, að kannast við sann- leikann, og segja heldur eins og er opt- ast nær : „Jeg veit, að áfengir drj>kkir eru eiturkenndir að eðli; jeg veit, að það er heimskuleg fjársóun, að neyta þeirra, þó i hófi sje ; jeg veit, að þó mjer takist að neyta þeirra í hófi, þá leiði jeg ef til vill aðra með dæmi minu til þess að hafa þá um hönd, þótt þeir hefðu annars aldrei gjört það, og þeir tælast svo, þegar þeir eru komnir upp á það, frá hófi til óhófs og loks til glötunar; jeg veit, að of- drykkja er voðalegt skaðræði fyrir hverja þjóð, alda og^óborna, og að jafnvel það sem kallað er hófleg drykkja, er átumein í efnahag almennings, ekki sízt þeirrar þjóðar, sem kaupir alla aðfenga drykki að frá öðrum þjóðum dýrum dómum, þó bláfátæk sje. |>etta veit jeg allt saman. En jeg finn enga lcnýjandi hvöt hjá mjer til að láta það á móti mjer, að hætta minni hóflegu nautn. Grjöri þeir þaðhin- ir, föðurlandsvinirnir miklu, sem þykjast vera. Jeg hef aldrei ætlað mjer að fá hrós fyrir föðurlandsást. Jeg drekk fyrir mína peninga ; aðra varðar ekki um það, og mig ekki um hvað þeir gjöra. J>að er bezt, að hver sjái um sig. Jeg hef enga lyst á að taka mig út úr og geta ekki „verið með mönnum“, láta kalla mig „sjervitring“, og þar fram eptir götun- um “. f>etta er hreinskilnislega talað, — talað frá hjartarótum heiðarlegra oddborgara, eins og þeir gjörast flestir, bæði hjer og annarstaðar. J>að er virðingarvert, að segja eins og er. J>að er mesti munur á þvi eða að vera að reyna að fóðra bresti sína Jog ávirðingar, hvortheldur eru smáar eða stórar, með vísvitandi ósannindum eða falskenningum. í>að er meira að segja, að þó að ein- hver maður sje þannig gerður, að honum þyki ekki og hafi aldrei þótt áfengir drykkir góðir, h'onum verði jafnvel illt af þeim, meira eða minna, hvenær sem hann dreypir í þá vörunum, en vilji þó heldur nærri því láta líf, æru, og góz, en að hætta að hafa þá um hönd,—vegna tízk- unnar, þessa alræmdu harðstjóra harð- stjóranna, sem meðal annars pínir kín- verska kvennfólkið til að kreista saman á sjer fæturna um helming, og annara þjóða kvennfólk til að afmynda líkama sinn á ýmsan annan hátt, vegna búningsins,— þá kippa þeir, sem heiminn þekkja, hvort heldur eru bindindismenn eða aðrir, sjer ekkert upp við það. Tízkan svínbeygir margan. En fari þessi hinn sami tízk- unnar ánauðugur þræll, sem kvelur ofan í sig áfengum drykkjum að eins til að hlýðnast henni, fari hann svo að halda hrókaræður um það, hvað þessir dr^^kkir sjeu hressandi og hollir og nytsamir, í hófi brúkaðir náttúrlega—, þá er vorkunn, þótt þeir, sein til heyra, geti eigi hlátri bundizt. J>að er leit á hlægilegri vesaling en slíkri skepnu. Sumir bindindisóvitiir,—hófsemdarmenn náttúriega—, hlakka mjög yfir því, þegar skrykkjótt gengur fyrir mönnum að halda sjer í bindindi eða þeir vilja verða stop- ulir í bindindisfjelögum. |>eir fagna slík- um frávilltum sauð betur en qq rjettiát- um. J>eir snara þá opt út þeirri gáfu- legu röksemd, að slíkt og þvíiíkt sýni bezt, hvað vitlaust sje að vera að þessu bindindisbraski. Einum slíkum gáfuvarg var svarað einu sinni á þá leið, að eptir sömu hugsunarreglu væri lítið vit í að vera að burðast með hegningarlög og dómara til að hegna þjófum, þar sem það er kunnugra en frá þurfi að segja, að tugum og hundr- uðum og þúsundum saman brjóta menn hið lögskipaða bindindi fyrir ófrómleik. Eptir sömu hugsunarreglum mætti og kaila það tómt vitleysubrask, að vera að halda uppi kristinni trú í heiminum ; því ekki eru þeir færri að tiltölu, sem hennar bindind- isheit rjúfa — bindindisheit fyrir ókristi- legar syndir og lesti—. Meinlausastir eru þeir bindindisóvinir kallaðir, sem lofa bindindi i orði, í al- mennum orðatiltækjum, ekki sízt guðræki- legum, t. d. í stólsræðum, og hvetja menn til að ganga í það, en eru jafnan ein- hvern veginn forfallaðir, ef stungið er upp á, að þeir gangi þá sjálfir á undan með góðu eptirdæmi. J>eir hafa þá „konu sjer festa“, „akur keyptan“, eða eitthvað því um líkt, eins og þar stendur. f>að er satt: peir flytja eigi þá falskenningu,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.