Ísafold - 12.03.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.03.1890, Blaðsíða 3
fyrirtækja, sera ekki gátu borið þeim bráðan arð. Jeg hef leiðzt til þessara athugasemda vegna þess, að hjer er nýdáinn bóndi, sem var glöggt dæmi þess, að rnenn geta hjer á landi grætt talsvert fje inntektalaust, að eins á handafla sínum og forsjá, og sýnt þó jafnframt höfðingsskap og hjálpsemi. Bóndinn var B j ö r n J d n s s o n í Sleð- brjótsseli í Jökulsárhlíð. Hann fæddist í Sleðbrjótsseli 11. maí 1823 og var þar allan sinn aldur nema eitt ár hálft, sem hann var Ijeður í burtu. Foreldrar hans voru fátækir. Faðir hans Jón bjó í Sleðbrjótsseli og var sonur Bjarna bónda á Straumi í Tungu, Eiríkssonar á Geirastöðum, Björnssonar, en móðir hans var Sigríður dóttir Sigfúsar prests Guðmundssonar á Asi og síðari konu hans Guðríðar Hermannsdóttur bónda í Fagradal í Breiðdal, Einarssonar, 6lafssonar, Guð- mundssonar, Hermannssonar, auðugs bónda í Eyjum ]' Breiðdal, er þar var drengur 4 vetra, er Tyrkir ræntu þar 1627. Faðir Björns varð úti 1826, en móðir hans giptist aptur og átti þórð son Jóns prests Hallgrímssonar í þingmúla og bjuggu þau í Sleðbrjótsseli til dauðadags; hún dó 1839, en hann 1848. Björn hjelt þá áfram búi fóstra síns með hálfsystkinum sínum 4 og ráðskonu hans til 1852. f>á giptist hann 7. ág. 1852 Helgu Sigurðardóttur frá Straumi, bræðrungu sinni, og reisti bú með henni í Sleðbrjotsseli 1853 um vorið. þórður stjúpi hans var allvel fjáður bóndi; en ekki veit jeg, hvernig hefir farið um arf eptir móður hans; en það sagði Björn mjer í haust, að þegar hann byrjaði búskap, hefði hann ekki sjálfur átt nema 1 á og 1 tryppi, en keypti í skuld á uppboði eptir fóstra sinn fyrir 700 kr., og með þess- um eignum og skuldum byrjaði hann búskap- inn. f>au Helga áttu 4 börn, en ekki komst nema einn þeirra upp. Hann átti eina al- systur og giptist hún fátækum manni og voru þau lengstum í vinnumennsku hjá hon- um og áttu hjá honum 8 börn, sem flest stálpuðust nokkuð, jafnvel tii 8 ára, en eigi varð nema 1 þeirra fullorðið. Auk þess tók hann 2 börn til fullkomins fósturs. Kona, hans dó 22. okt. 1874. Bjó hann þá með! ráðskonu f 5 ár, þangað til hann giptist apt- ur 17. okt. 1879 hinni eptirlifandi ekkju sinni Katrínu Einarsdóttur, er þá var ekkja. f>au áttu 1 barn og ólu upp annað vandalaust. Auk þess tóku þau annað barn til fósturs, er ekki lifði lengi hjá þeim, en hin lifa hann. Opt hafði hann þar að auki vinnuhjú með börnum, sem flestum þykir lakara að halda en slypp hjú, en Björn sagði í haust um það þessi einkennilegu orð við mig: »Jeg hef opt haft vinnuhjú með börnum og aldrei gengið betur en þá. f>að er gott að hafa það svo. Aumingja börnin eru bara til bless- unar. Jeg hef gaman af þeim, og svo geng- ur allt vel«. Honum gekk allt af vel, enda var það honum mikil hamingja, að báðar konur hans voru hinar vænstu konur og ráð- deildarsamar. Heimili hans hafði líka ætíð hið heiðarlegasta orð á sjer. Auk þess veg- lyndis, sem þegar er talið, var hann greiða- maður mikill og hjálpsamur við bágstadda og framúrskarandi gestrisinn við hvern sem var, án manngreinarálits, svo að það er mjög sjaldgæft, að hitta jafn-einlæglega gestrisinn mann; enda kom margur maður til hans, þó að hann væri ekki í þjóðbraut. Hann hafði ekki verið settur til annara mennta á yngri árum, en að læra kverið sitt og kynnast biflfunni. Biflían var honum líka alla æfi mjög kær, enda var hann mjög guð- hræddur maður. Hann hafði því eigi að fagna þeim hagsmunum, sem menntumn get- ur veitt. |>ó kunni hann að skrifa og hið nauðsynlegasta í reikningi. þ>ó að hann gæti ekki komið fram sem menntaður maður, kom hann þó fram sem kurteis maður, og dagfarið var mjög hógvært og látlaust. En nokkuð kom hann einkennilega fyrir; hann hann var svo blíður á manninn, að mörgum þótti um of, og hugðu í fyrstu að hann hlyti að vera fullur með fláraeði og hræsni. En þess háttar átti sjer þó alls ekki stað hjá honum, heldur var hann einlægur og hrein- skilinn og óvanalega vandaður í orðum; eink- um var hann hinn umtalsbezti maður. Hann var alla stund mjög jafnlyndur og glaðlyndur. Hann hafði verið fjörmaður framan af, en þó var hann aldrei neinn ákafamaður í fram- kvæmdum, en furðanlega áræðinn, ýtinn og drjúgur, og aldrei óstarfandi, nema þegar hann var hjá gestum sínum. Hann var mjög hygginn maður og forsjáll; þó fundu menn að sumu í biiskaparháttum hans, sjerstak- lega að því, að hann hafði ætíð langtum meiri nautpening en öðrum þótti hæfilegt í samanburði við töðufall jarðarinnar, en hann græddi það 4 því, að tún hans var meira en helmingi stærra og betra þegar hann fjell frá, en þegar hann byrjaði. Hann byggði upp allan bæ sinn sterklega og laglega. Öll úthýsi hafði hann og byggt, aukið bæði húsum og hlöðum, og var allt myndarlegt, sem hann Ijet vinna. Hann gekk sjálfur stöðugt að vinnu með hjúum sínum og sagði um það : »f>að er hollast að hafa það svo, og meðan jeg dugði sjálfur að vinna, gekk allt vel, þó að liðið væri ekki æfinlega sem duglegast; en síðan jeg fór að verða ó- nýtur sjálíur, þá hefir allt gengið einhvern veginn tregara , enda þótt jeg hafi verið með». þetta var nú hans reynsla, og því miður hin sorglega reynsla bænda vorra yfir höfuð, og sýnir um leið aðalorsökina til þess, að em- hættismönnum vorum gengur yfir hfuð að tiltölu lakara búskapur en bændunum. Framan af óx bú hans stórum árlega; en hin síðari ár gekk það tregara, og hin síðustu harðinda-ár kvað hann gengið hafa af sjer, enda varð hann þá fyrir miklum áföll- um, eins og margir aðrir. |>ó hafði hann lengi verið bezti bóndi í Jökulsárhlíð, og hin öflugasta stoð sveitar sinnar. Um tíma var’ hann hreppstjóri. Síðustu ár galt hann til sveitar nærri því helmingi meira en sá, sem næstur honum var að gjöldum. þannig komst hann áfram, og það þó hann byggi ekki á neinni afbragðs-jörð. Sleðbrjóts- kot er að eins 6 hndr. gömul (11,53 hndr. ný) og er erfið jörð að mörgu leyti og liggur í harðindasveit og í hinni mestu veðrahættu- sveit. En með hans forsjá gekk allt furðu vel. Hann keypti þá jörð og fleiri og hafði eignazt um 50 hndr. (ný) í jörðum, þegar hann dó Dálítinn arf hafði hann fengið við lát hálfsystkina sinna, en ekki til muna; og nokkurt fje fjekk hann með hinni síðair konu sinni. Hann hafði gefið meira en 7,000 kr. út fyrir jarðir sínar, og áttí allc af gott bú. Bú hans er enn ekki virt, en sje tekið tillit til þess, sem hann gaf fyrir jarðir sín- ar og hvað Sleðbrjótssel hefir batnað undir hans hendi, og lauslega áætlað um verð á búi hans dauðu og lifandi, hygg jeg hann hafi grætt á þessurn 36 árum, sem hann hefir búið hjer um bil 11—12,000 krónur, einkum ef litið er dalítið til kostnaðar hans við byggingar. Útgjöld hvfldu þó mikil á honum einkum hin síðustu ár, og voru þá sveitar- gjöld hans orðin yfir 100 kr. árlega. Ef gróði hans væri talinn 11,000 kr., þá hefði hann grætt að meðaltali í 36 ár um 300 kr. árlega. þetta getur inntektalaus bóndi grætt á ís- landi, og það á litlu koti í hinum hörðustu sveitum þess, hvað þá í hinum beztu sveit- um, ef jöfn væri forsjá, hamingja og dugnað- ur. En þeir verða eigi að síður fáir, sem enda æfi sína með jafn miklum árangri eins og Björn sál. og hafa þó staðið jafn heiðar- lega í stöðu sinni eins og hann gjörði sem maður og fjelagsmaður. — Hann dó 4. des. f. á. úr lungnabólgu, 66 ára gamall. Kirkjubæ 2. jan. 1890. B. J. 2000-ára-afmælis-sjóður íslands. Húíu 8. (). m lögóu 5 menn hjer í Rvik i Söfn- unarsjóflinn 4 kr. í peningum, með þeim kjörum, að vextir og höfuöstóll skyldi útborgast árið 2874, á 2000-ára-almæli íslands. Standi þessar 4 kr. á vöxtum þessi 984 ár með að eins 1 °/0, þá verður upphæðin orðin samt með vöxtum 89,730 kr. Sjeu vextirnir liafðir 2°/0, verður uppbæðin orðin 1160 miljónir, en það verða rúmar 16.500 kr. í hlut handa hverju mannsbarni á íslandi, með þeirri fólkstölu. er uú er, 70 þúsundum. Sjeu vextirnir hafðir 3°/0, verður afmælissjóður- inn 17 biljónir 240 þús. miljónir. það verða 246 miþ. handa hverju mannsbarni á Islandi; þá gæti hver maður á landinu haft i árstekjur 4900 kr., þó hann Ijeti sinn hlut standa á vöxtum með að eins 2°/0. Húskofi til að geyma i þessar 17 biljónir 240 þús. milj. í gulli í tómum 20-króna-peningum þarf að vera 400 áln. á lengd, 300 áln. á breidd og 20 áln. á hæð. Póstskipið Laura ber 700 smálestir, og ætti hún að flytja upphæðina í gulli frá Reykjavík til Eng- lands, og t. a. m. færi 30 ferðir á ári, þyrfti hún til þess rúm 411 ár. En stæðu nú þessar 4 kr. á vöxtum allan tím- ann með 4°/0, þá verður upphæðin orðin á 2000- ára-afmæli íslands 288 þústmd og eitt hunrlrað biljónir. Sú tala lítur svona út: 288,100,000,000,000,000. Með þessu fje mætti hylja allt ísland og alla firði í kring um það með 20-króna-gullpeningum, röðuðum hverjum við annan, og yrði þó nokkuð afgangs. þó að landsbúar á íslandi væru þá orðnir 1 miljón, á 2000-ára-afmæli landsins, gæti hvert mannsbarn á landinu samt fengið i hátíðargjöf a£ sjóði þessum 288,100 milj. kr. En það er svo mikið fje, þetta sem hver fengi í sinu hlut., að meðal-mannsæfi entist eigi til að telja 20. partinn af því, þó að það væri í eintómum 20-króna gull- peningum, og maðurinn teldi 720,000 kr. á dag,. 60,000 á klukkustundinm. Væri áminnztum afmæliss]oði skipt upp á milli allra jarðarbúa, og sje ætlað á, að þeir verði orðnir 2000 miljónir árið 2874, þá fengi hver i hlut 144 milj. kr., og gengju 9 mánuðir til að telja hvern hlut í 20-króna-peningum, með því áfram- haldi, er fyr segir. Gufuskipafjelagið danska á 100 gufuskip, eins og frá var skýrt nýlega í ísafold. Væri sá floti allur fenginn til að flytja afmælissjóðinn til Eng- lands, og færi 30 ferðir á ári, yrði þeim flutningi samt ekki lokið á skemmri tíma en 100,000 árum. Sjóðstofnun þessi er, eins og gefur að skilja, gerð fremur i gamni en alvöru. Hvorki sjóðstofn- endurnir nje aðrir munu láta sjer til hugar koma, að sjóðurinn verði orðinn 288,100 biljónir kr. á 200-ára-afmæli íslands,—ekki vegna þess, að fram- angreindur reikningur muni eigi vera fyllilega rjettur, og þvi þurfi eigi annað en að frumstofn- inn, 4 krónurnar, sje reglulega ávaxtaðar, með að eins 4°/0, ásamt rentum og renturentum, — heldur af því, að það sem fyrir getur komið á jafnlöngu tímabili til tálmunar þrifum og viðgangi sjóðsins, er svo ótal-margt og mikið, að sje nokkur hlutur vonar-gripur, þá er það vonin í þessum feikna- mikla sjóði eptir 994 ár. £n glöggt og áþreifanlegt dæmi er þetta því til skýringar, hve leykilega fje getur aukizt á löng- um tíma með einföldum vöxtum og vaxtavöxt- um. Menntunarfjelag verzlunarmanna í Reykjavík. Svo uefnist nýtt fjelag, er stofnað var í gærkveldi, á fjölmennuui fundi í »hótel Reykjavíkn, með þeirri fyrirætlun

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.