Ísafold - 15.03.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.03.1890, Blaðsíða 2
8« hafa staðið til sumartnála, enda hafa nu all- ar skepnur staðið víðast við fulla gjöf síðan um jól, og sumstaðar síðan eptir veturnætur. Isafjarðarsýslu 2. marz: Tíðin hefir verið rosasöm og óstillt til þessa. Fyrsta sunnudag í góu var hjer eitt hið mesta rok af suðvestri.sem komið getur; leysti þá fjarska- mikið af útsynningsfannkynginu, sem komið var hjer í íjörðunum, svo nú er kominn víð- ast nægur hagi, enda munu sumir hafa verið orðnir hræddir við heyþurð, ef sama hagleysi hefði haldizt. þ>eir 6 dagar, sem af Góu eru, hefir verið logn og blíða, með mest 6 stiga frosti að morgninum á C. Skepnuhöld munu vera vfðast hjer allgóð, og lieilsufar fólks yfir höfuð, þó á stöku bæ hafi verið svo lítið krankfellt, sem bæði getur átt rót sína í mið- ur góðu lopti í húsakynnum og illa hirtu neyzluvatni, sem hvorttveggja er þó lífsspurs- má) að vanda, en því miður er vanrækt af mörgum. Aft.i er nú sem stendur fremur lítill, og hefir verið bæði misjafn og óverulegur opt í vetur. Nú er sem menn sjeu vaknaðir og vilji sem fyrst takmarka eða aftaka kúfisks- beituna, því flestum skynberandi mönnum mun vera farið að blöskra kostnaður sá og þrældómur, sem á kúfiskstökunni hvílir. þar sem t. d. tveir bátar ganga frá sama útgjörð- armanni, telst svo til, að annar báturinn megi einlægt vera við kúfisk. En þeir, sem gera út einn bát, tapa við hann helming tímans og það ætíð beztu dögunum, því það má róa í því, sem ekki verður náð kiifiski. En þræl- dómurinn við að ná honum mikill. f>að er altítt hjer. einkum að vetrinum, að menn veikjast við kfifiskstöku, og sumir slasast; það munu annars flestir mæla með að aftaka alla skelfisksbeitu, nema hinir einsýnu beitu- eigendur, og munu þó sumir vera með af- tekningunni, nefnil. þeir, sem líta eins mikið á almenningsheill og sinn hagnað. En þeir eru jafnan færri, sem svo er varið. Isafirðí 2. marz : Afli allgóður, þegar gefur. einkum í Bolungarvík og Aðalvík..— Góðir hagar nú komnir alstaðar.— Hvalabát- arnir frá Langeyri komu 17. febr.; voru 5 sólarhringa á leiðinni frá Haugasundi; en nú eru engir hvalir í Djúpinu, og þeir hafa eng- an hval fengið enn. Amlie gamli á nú einn bæði skipin og stöðvarnar á Langeyri.—Ellef- sen er væntanlegur til Flateyrar í miðjum marz, en Dýrafjarðar-bátarnir í miðjum apríl. — Hafis hefir sézt út af Kögri seint í febr.— — Kaupfjelagið ætlar þetta ár að hafa minna um sig ; vestursýslan og Sljettu- og Grunna- víkurhreppar taka ekki þátt í því. Verðlag hjá fjelagiuu var síðasta ár : A innlendu vörunum sama og hjer í kaup- staðnum, rúgur (220 pd.) 14,50, b.bygg (126 pd.) 12,91i, hálfgrjón (220 pd.) 24,20, do. (126 pd.) 17,75, kandis 34 a., kaffi 94 a., ex- port 35 a., hvítas. 30 a., rulla 1,70, rjól 1,15, salt 3,15, kol 3,40. Strandasýslu (sunnanv.) 9. marz : Tíð- arfar var jafnan óstillt og rosasamt fram undir miðjan febr. þá stillti til og hefir veðrátta jafnan verið einstaklega góð og hag- stæð síðan. Frá 19. febr. til 4. marz var allt af frostlaust, suma dagana góð hláka. Tók þá svo upp, að nú má heita snjólaust hjer neðra og mjög svellalítið. Er þvi kom- inn góður hagi. Nú í 5 daga hefir verið frost og hreinviðri; aldrei meira frost í vetur en í ^ærdag og í dag : 15° á B. f>ó hagi sje góður, mun fje (ám og lömb- um) alstaðar hjer vera gefið mikið enn, enda er svo fyrir þakkandi, að talsverður áhugi er vaknaður á því, að fara vel með skepnur. Flestir eru farnir að sjá, að það borgar sig vel. því miður mun hjer sem víða annar- staðar, hörgull á góðum fjármönnum. þeir eru næsta fáir, sem kunna vel að hirða fje. En vonandi er, að með vaxandi áhuga á, að að fóðra og hirða vel skepnur, fjölgi góðum fjármönnum. Bhnaðarfjelag er hjer í Bæjarhreppi nýlega stofnað. Seint í f. m. Ijet fjelagið tvo menn skoða hjá fjelagsmönnum heybirgðir, fjenað- arhirðingu o. fl. þyngsta lamb (hrátur), sem þeir fundu, vóg 108 pd. f>ess skal getið, að lamb þetta þykir mjög vænt, en þó munu hjer víðar vera lambhrútar, sem vega allt að 100 pd. og jafnvel freklega það. Skagafirði 2. marz : »Veðrátta allt af mjög góð.— Nú á að fara að hugsa til húsa- byggingar á Hólum, og er í ráði að kaupa hús í Hrísey, er stendur til boða með góðnm kjórum.— Sundkennsla á fram að fara hjer í sýslu að sumri á 2 stöðum ; var í fyrra að eins á einum.—Afráðið að brúa Hofsá að sumri, og gaf kaupm. Popp 100 kr. til þess íyrir- tækis ; er það 5. brúin, sem Skagfirðingar leggja, auk brúarinnar á Valagilsá, sem eyði- lagðist fyrir nokkrum árum.— Hreift hefir því verið, að flytja kvennaskólann á Ytri-Ey til Sauðárkróks. Húsbyggingarlán handa prestakalli- Landshöfðingi hefir 11. f. m. veitt samþykki til, að presturinn að Odda á Bangárvöllum, síra Skúli Skúlason, megi taka 6000 kr. em- bættislán upp á prestakallið til þess að byggja íbúðarhús á prestssetrinu, »traust og vandað timburhús, 18 álna langt og 13 álna breitt, með járnþaki og járnvarið móti regn- áttum», og með því skilyrði, að presturinn haldi timburhúsinu við og kaupi fyrir þvi eldsvoðaábyrgð, og að hann eða dánarbú hans skili því í fullgildu standi eða með fullu álagi. Lánið afborgist á 25 árum. (Stj.tíð.) Makaskipti á kirkjujörð. Með kon- ungsúrskurði 14. jan. þ. á. samþykkt maka- skípti á »eign Saurbæjarkirkju á Bauðasandi; jörðinni Fífustöðnm með hjáleigunni Holti í Dalahreppi í Barðastrandarsýslu fyrir jarð- irnar Krók og Gröf á Bauðasandi». Aðalpóstvegir. Landshöfðingi hefir 8. þ. m. samkvæmt 6. gr. vegalaga 10.nóv.l887, ákveðið, hvar aðalpóstvegir skuli liggja fyrst um sinn um suðuramtið og vesturamtið, að fengnum áður tillögum sýslunefnda og amts- ráða þar að lútandi. Eru póstvegir þessir raktir nákvæmlega í Stjórnartíð. nr. 5 þ. á. Sparisjóðshlunnindi. Sparisjóðir Svarf- dælinga og Siglfirðinga hafa fengið hjá lands- höfðingja endurveitt hlunnindi sín samkvæmt tilsk. 5. jan. 1874, til ársloka 1895 og til 10. okt. 1899. Miltisbruni hefir drepið nýlega 7 hross, 1 kú og 1 naut á einum bæ í Laugardal i Arnessýslu, Eyvindartungu. fEins og altítt er orðið, mun drepsótt þessi stafa af útlendri húð, er bleytt hefir verið í lygnu vatui, sem skepnur drekka úr, og er hraparleg ógætni manna í þeirri grein, þótt allt af sje verið að vara þá við því. Vegagjörð á jporsafjarðarheiði- Hinn f'orni vegur yfir heiði þessa, norður i. Langadal, lá fram Ivollabúðadal og vestanvert upp. úr botni hans yfir djúpt gljúfra-gil, sem kallað er- Isfirðiugagil. og hefir jaínan verið talið hinn versti farartálmi á þessari leið og stundum ófært yfirferðar. Síðan lá vegurinn upp yfir Tröllaháls fram i Fremri-Fjalldal, og eptir honum og upp úr botni hans norður heiði á Fjölskylduholt. þar eru sýsluskil Barðastrandar- og Isafjarðarsfslna.. þaðat: norður á Kjöl að Bröttubrekku, og loks of- an á Högnafjall og Heiðarbrekku. ímyndi maður sjer beina línu dregna dalbrúna á milli, Kollabúða- dals og Langadals, sjest |>að glöggt, að vegur Iiessi liggur í mikinn bug til austurs, einkum um Bröttubrekku, sem er norðarlega á heiðinni. þá er nú að skoða vegagjörð á fjallvegi þess- um, og er bezt fljótt yfir (>á. sögu að fara. I Vegagjörð á heiði þessari snemma á þessari öld var, eins og þá var títt, ekki önnur en að kasta steinum úr götu og hlaða vörður, sem hrundn fám árum síðar, svo allt komst i sömu vegleysu aptur. þá var Kollabúðafundur haldinn mörg vor af þriggja sýslna búum nórðan til í Vesturumdæm- inu. Kom þar til urnræðu um vegleysu á þorska- fjarðarheiði. og sýndist öllum nauðsynlegt, að- koma upp sæluhúsi á miðri heiði, mönnum til bjargar á vetrum á þessum fjölfarna og hættu- lega fjallvegi, og átti Kristján heitinn í Keykjar- firði lof skilið fyrir að gjörast hvatamaður þess. Var húsið reist á sýslumótum, nálægt Fjölskyldu- holti. þó sæluhús þetta væri illa byggður og ó- nógur kofi, með slæmu fyrirkomulagi, varð hann þó mönnum til bjargar mörgum sinnum i vetrar- byljum og ófærðum, meðan hann gat hangið uppi;. en nú er hann fyrir mörgum árum gjörsamlega niður fallinn. Bptir að þingið var búið að fá fjárforráð í hend- ur, var þorskafjarðarheiði tekin fyrir til aðgjörð- ar og vinnan boðin upp af sýslumanni. Daníel heitinn Hjaltason i Hlíð varð svo hlutskarpur, að, fá hana; hann var lika bláfátækur maður og þurfti eins og aðrir á peningum að halda. Hann mun hafa haft málsmetandi menn í ráðum með sjer, hvar íeggja ætti veginn upp frá þorskafirði á heiðina. Sýndist þeim óhafaudi vegur vetrardag upp úr Kollabúðadal, sem er djúpur og brattar hlíðarnar, er fyllast miklum og stundum ófærum hengifönnum, einkum eystri hlíðin, og þar að auki illfær gljúfragil í botni hans. Var þvi álitið, að heiðarvegurinn væri bezt að lægi frá Múlakoti, sem er stutt bæjarleið frá Kollabúðum, norðan fram við þorskafjörð innan til, og þaðan fram hinn lága og torfæmlausa þorgeirsdal. <’g þar byrjaði Daníel heitinn á þessari vegagjörð sinni Hann mun mcð nokkrum mönnum hafa fengizt við hana tvö sumur, og kostaði það landssjóð mörg hundruð krónur, og eptir 2 eða 3 ár mun, enginn ferðamaður hafa freistazt til að fara hans nýja veg, enda þó hann færi úam þorgeirsdal fram á heiðina. þá kemur nú Jón gamli póstur Magnússon tif sögunnar. Og þá kastar líka tólfunum. Jafnvel þótt hann væri kunnugur þorskafjarðarheiði, — því nokkrum sinnum hafði hann yfir hana farið— tekur hann þó tvo menn með sjer, þá helztu, sem fáanlegir voiu, Pjetur heitinn hreppstjóra á Hrís- hól—„skýzt þó skýrir sje«“—og Bjarna bónda á Keykhólum. En óheppnin var, að báðir voru þeir ókunnugri heiðinni en hann sjálfur. þessa hafði hann með sjer til að meta, hvar haganleg-.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.