Ísafold - 19.03.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.03.1890, Blaðsíða 1
 Kenmi út á ruiftvikudfiijum og laugardögum. Verð árgangsins dorarka) 4 kt.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir rniðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin vif áramót, ógild nema komin sjt til útgefanda l'yrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti S. XVII 23 Reykjavik, miðvikudaginn 19. marz. 1890 Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 28. febr. 1890. Veðrátta og heilsufar. í meginhluta álfu vorrar, hið syðra, vestur og norður frá, hefir veturinu verið til þessa hinn ákjósanleg- asti, en nú tekur að kólna, og sama barst í gær og í dag frá enum syðri löndum. Bptir írjettutmm frá Norðurameríku hefir hjer átt öðru að skipta, bæði um frost, snjókynstur og storma á mörgum stöðum. Landafarsóttin er nú í rjenan eða því nær horfin í flestum löndum vorrar álfu, en ttr mannskæði hennar mikið gjört í Vesturheims- blöðum, en einna mest í Mexíkó. DanmÖrk- Við kosningarnar (21. jan.) brugðust hægrimönnum þar illa sigurvonir, er undan þeim var steypt á þrem stöðum í höfuðbor'nnni, víginu þeirra trausta, sem þeir kölluðu hana orðna 1887. Sósíalistinn Hör- dum náði aptur því þingsæti, sem hann þá inissti. Fyrir utan Höfn náðu hvorir um sig að halda afla sínum. Vinstra rnegin fjölgaði Bergsliðum um 6; eru nú 16. Hjer nóg olbog- skotin bæði á þinginu og í blöðunum. Miðlun- armönnum þykir nú Berg «hrósa sjer helduw, sem sagt er um fífl Gísla Súrssonar í vagnin- um. Af þingi bezt sem fæst að segja. Allt víkur hjer að hinu sama um samkomulagsleysi með stjórnirini og fólksdeildinni. Á þessurn dögum útfararræður fluttar yfir nýmælum stjórnarinu- ar um skatt á öli og brenmvíni, sem lands- þingið fjellst á. Af látnum mönuum skal nefna Nicolai Ahl- mann, þjóðrækinn forvígismann danskra manna í Norður-Sljesvík á Berlínarþinginu, meðan hans mátti við njóta. Hann dó 12. kominn yfir áttrætt. Bnu fremur: Carl Bloch, prófessor, hinn nafnkunna pentlistar- snilling Dana, dáinn 22. þ. m. Eitt af helztu suildarverkum hans er «frelsun Prómeþeifs». Hann varð að eins 56 ára að aldri. Norvegur og Sviaríki. pingin byrjuð, en frá þeim enn fatt að segja. Meðal boð- aðra nýmæla sænsku stjórnarinnar er eitt um viðurlínstrygging verkmanna, sem slysast eða örkumlast við vinnu hjá verkmeisturum sínum. Vandamál beggja þinga verður þar hið mesta, er ræða skal um breytinguna á tolllögunum, er bæði ríkin varða sjer í lagi. Bjárhagsáætlun Norðmanna gjörir ráð fyrir tekjum þ. á. á 48,150,000 króna, útgjöldum á 47,500,000. — Til forseta stórþingsins kosinn einu af hinum >ihreinu» vinstrimönnum, póst- meistarinn Sivert Nielsen, en óðalsþingsins Schweigaard, einn af hægrimannaliði. þeir Fr. Nansen og Nordenskiöld fríherra hafa nú hvor um sig ný mikilræði fyrir stafni. Nansen ætlar í norðurskautsleit upp frá Bjer- ingssundinu, en Nordenskiöld hyggur til sigl- ingar að suðurheimsskautinu frá Nýja- Hol- landi. Landfræðafjelagið í nýlenduríkinu Vic- toria hefir boðizfc til að kosta þá ferð að hálfu. England. Dómurinn í Parnellsmálinu nú kominn til þingsins og alþýðu kunnur. Par- nell sjálfur hreinn og flekklaus, og nálega allir hinna sýknir af höfuðsökum, þó sumir for- ustumenn «Landfjelagsins» hafi fiækzt inn í mök — fjárþágur — við leyndarfjelögin í Ame- ríku. Niðurlag dómsins virðist deyfa heldur þær eggjar, sem vinir «Times» og stjórnarinnar kalla hafa bitið á þingmönnmn íra, er dómend- ur segja, að þeir hafi eigi fundið sjer skylt að meta, hvað til afbötunar mætti færa eptir «tíma og kringumstæðum». Af þingi skal sagt, þegar meira ber til nýj- unga, en þingsetan nýja byrjaði 11. þ. m. Nýlenduríki Endlendinga í Ástralíu eiga nú þingmót með sér í Melbourne um samband með sjer eða um samríkisþing og varnir, og svo frv. Sjálfsagt talið, að þetta komist á, þótt langt kunni í land að eiga. — pau lönd sem þegnlega eru háð Bretadrottningu —fyrir utan heimaríkið-segja menn nú byggi 300 miljónir manna. þótt Porúgalsmönnum svíði málalokin í Afríku, eru meiri líkur til, að við svo búið hljóti að sitja, en að málið komist í gerð. Sumir af Viggaliði hafa veitt stjórninni átöl- ur fyrir harðræðisaðferðina gagnvart Portú- gal, en hjer tók Gladstone öðruvísi á því máli og kallaði vant öðru að beita, svo sem á hefði staðið þar syðra. Eigi langt frá Newport í Wales kom sú goskveikja í kolanámu 6. þ. m., sem varð 200 manna að bana. 14 f. m. brann að mestum hluta háskól- inn í Toronto í Canada, bókasafn hans (33,000 bindi) og nnnur söfn. Hjer voru veggir til hátíðar búnir með tjöldum, fánum og græn- gresi, en eiun þjónanna missti burðarfat úr höndum sjer með steinolíulömpum. Skaðin metinn á 5 miljónir króna. Dáins (16. jan.) er að geta Napiers lá- varðar, sem vann sjer til frægðar í orrustum Englendinga á Indlandi á uppreistarárunum, og síðast við Magdala í Abessyníu (1868), er hann sigraðist á her Theodorns konungs. Hann varð 79 ára að aldri. f>ýzkaland. Sósíalistalögin nýju apturreka, þingslit (25. jan.), nýjar kosningar (21. þ. m.)— það eru nöfn viðburðanna síðustu á þýzkalandi, en þýðingarmeiri en að undanförnu, einkum kosningarnar. Af þeim sjest sjer í lagi, hver öfl eru hjer í hreyfingu, öfi, sem hljóta að hrinda áfram til mikilvægra nýjunga. Kosn- ingunum er ekki enn lokið, er endurkjósa verður í meir 'en 140 kjördæmum, en þegar hafa 20 sósíalistar eða fleiri náð kosningu. A undan skipuðu þeir að eins 12 þingsæti. þeir sem versta útreið hafa fengið eru bandaflokkar stjórnarinnar og sjálfsagðir fylgisliðar Bis- marcks. En vandfýsinn um flokkafylgi hefir Bismarck aldrei verið, og blað hans (Nordd. allgem. Zeit.) lætur þegar í veðri vaka, að stjórnin geti nú sniiið sjer að miðfylkinguuni — kaþólska flokknum — íhaldsmönnum og fl. sæmilegum flokkum. þinglið sósíalista óttast hann varla, en móti kenningum þeirra hefir Vilhjálmur keisari—eða þeir Bismarck báðir(?) — haft ráð undir rifjum, og þar eru tíðindin nýnæmilegust frá pýzkalandi, að keisarina tekur nú sjálfur í taumana. 4. þ, m. boðaði hann nýmælafrumvörp, sem samin eru með aðstoð rlkisráðsins prússneska, um allt það, sem varðar hagi og atvinnukosti verk- mannalýðsins. Meðal fjölmargra atriða má nefna, að gerðardómum er ætlað að setja öllum ágreiningi milli vinnulýðs og vinnu- veitenda. En hjer er sögunni ekki lokið. Keisat-inn hefir jafnframt látið eriudreka sína í iðnað- arríkjum álfu vorrar bjóða til fundar í Berh'n í næsta mánuði að ræða um vinnulýðsmálið. Svo varðar ráð keisarans mesta vandamál aldarinnar. Heima hjá sjer vill hann færa það til fullnaðar, sem þeir afi hans og Bis- marck byrjuðu á verkmönnunum til hagsbóta. það er þetta, sem menn síðan hafa kallað ríkissósíalismus. Keisarinn vill ná sem beztri trygging fyrir atvinnukjörum verkalýðsins, en um leið fyrir friði með stjettunum og fyr- ir persónufrelsinu sem framast má verða — en yfir ölln skaí blika œgiskjöldur ríkisins. »Hann tekur m'i málið úr höndum sósíalistat segja margir, en þeir vilja líka skapa nýtt ríki, þar sem það frelsi verður að hverfa, sem menn hafa enn mestar mætur a. »þeirra þegnlífit, segja frelsisvinir, »fullkomn'ast þá, er veröldin er orðin að allsherjar varðhalds- vinnuskála« Frakkland- Hjer fer allt skaplega, og á þinginu slær sjaldnar í rimmur en fyr, þótí Boulangersliðar gerist stundum svæsnir. Fyr- ir þá ódælsku er nú þeirri loku skotið með nýrri þingskapagrein, að sá sem óhlýðnast forseta skuli verða úti frá 30 þingfundum. Louis Philippe, hertogi af Orleans, heitir elzti sonur greifans af París, og komst á lögaldur fyrir skömmu. 7. f. m. kom hann allt í einu til Parísar og beiddist inngöngu í her Frakklands. Vel vitandi, að hann fór hjer forboðna leið, hafði nann sjer til afsök- unar fyrir dómi ættlandsást sína, því annað hefði sjer ekki til gengið en löngunin að þjóna Frakklandi og bera í her þess einfalds hermanns vopn og búning. Nærri mé geta, hver titringur kom í lið konungssinna, en ekki trútt um, að fleirum fyndist mikið um nungmennið hugrakka«. Um þær mundir var greifinn fyrir vestan haf — í Havanna — en stjórnin tók svo á málinu, að hjer hefði allt verið með ráði og setningi gert, þjóðveld- inu til vandræða. Prinzinn dæmdur í tveggja ára varðhald og situr nú í Clairvaux, sæmi- lega haldinn, og kann að fá lausn fyr en dómurinn gerði ráð fyrir. Austurriki og Ungverjaland. það hjeðan markverðust tíðindi, að saman hefir gengið með þingmöunum Sjeka og þjóðverja frá Böhmen, að því þjóðerniskröfur hvorra um sig snertir í landsstjórnarmálum, og þar sem til dóma, skóla o. s. frv. kemur. Beyndar andæpa blöð Ungsjeka gerðinni, en þá brest- ur megin að svo stöddu, og stundarfriður er betri en enginn. Látinn er Andrassy greifi, kanselleri Jó- sefs keisara eptir Beust. Dæmdur til lífláts fyrir frammistöðuna í uppreisninni 1848—49

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.