Ísafold - 19.03.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.03.1890, Blaðsíða 2
90 — var þá í Miklagarði — en fjekk heim- komuleyfi 1857. Hann samdi við Bismarck 1879, er sambandið var gert við þýzkaland, Italía. Hjeðan er að segja lát Amadeos hertoga af Aosta, bróður Umbertós konungs. Hann var konungur á Spáni frá árslokum 1870 til 11. febr. 1873, og átti þar ávallt í ströngu að stríða. Hann var hugljúfi landa sinna, þrekmaður og vel viti borinn, sem þeir feðgar allir; dó af lunguabólgu 45 ára gamall. Rússland og Bolgaraland. Bússar hafa sífelt góðan augastað á Bolgörum, hinum fyrri skjólstæðingum sínum. En hjer hafa opt þeir atburðir orðið, sem Bolgarar eiga bágt með að gleyma, t. d. samsærið sem gerði euda á ríki prinsíns af Battenberg, og nú fyrir skömmu komst upp um nýtt samsæri, þar sem hið sama var haft fyrir stafni gegn Ferdinandi fursta og ráðherrum hans. 011 bönd borin að Bússum og Slafavinum. Ymsir af forustumönnum í fangelsi, en stjórnin í Pjetursborg heimtar þá út, ef þeir eru rúss- neskir þegnar. Hún hefir líka krafizt fyrir skömmu skuldar af Bolgörum fyrir landvörzl- una hjerna á árunum. Hún var sem greið- ast goldin með ll^ miljón króna. Látins má geta Badezkis herhöfðingja, sem varði svo harðfengilega Sjipkaskarðið í stríð- inu 1877—78. Ameríka I norðurparti Minnesota býr kynflokkur Indíamanna, sem Chippway-Indí- anar heita. Landið kostagott, og því hefir sambandsstjórnin keypt af þeim land á 250 ferh. mílur. 1880 voru þeir nokkuð yfir 6 þús- undir, en hafa verið taldir mjög einkennilegir og eptirtektarverðir fyrir þjóðkynjafræðingana. f>eir fá stórmikið fje fyrir landið, og þar að auki þegnrjettindi, og þeim er lofað að halda mestu af landstjórnarháttum sínum, en hitt ósýnt hve lengi þeir nú halda einkunnum kynflokks síns. í aborginni við vatnið salta» hafa Mormón- ar farið drjúgum halloka fyrir hinum í kosn- ingunum til borgarráðsins. þetta með fleiru tákn vaxanda mótgangs. Mið-Ameríka- Hjer hafa öll ríkin ráðið með sjer bandalag eptir sniði ríkjanna fyrir norðan frá 15. sept. þ. á. Miðað fyrst um sinn við 10 ár, en skal standa um aldir, ef öll samþykkja ár 1900. Brasilía. I fögru máli Harrisons forseta hefir þjóðveldið nýja tekið við viðurkenningu bandaríkjanna norður frá. Hjer eru lög sett um fullkomið trúarfrelsi og aðskilnað kirkju og ríkis. Afríka- í Zansibar hafa orðið soldána- skipti, og bróðir hins látna, Seyd Ali að nafni, hefir tekið við völdum. Hann er sagður vin- veittur Englendingum. Kvisað um banabrögð, er hinn var dáinn, en með þeim bræðrum mikið missætti á fyrri árum. Emin pasja nú fullbata, og haft orð á, að þjóðverjar bjóði honum umboð fyrir vestan, eða á landi uppi, á því svæð , sem þeir kjósa að koma innan takmarka síns ráðasviðs. 1. marz. Endurkosningar byrjaðar á þýzka- landi. Sósíalistum fjölgað um 3. Fundurinn um verkmannamálið byrjar 15. þ. m. Frá Afríku borið, að Peters doktor bæði sje á lífi, og hafi hjálpað kristnum svertingja- konungi til sigurs á Arabahöíðingjum í Uganda, eða við stórvatnið Victoria-Nyanza. Bágt að vita hvað satt reynist. t Bogi P. Pjetursson. 1 fyrstu ég villtist, og stóð svo um stund, því stórmenni varstú og þéttur í lund, en kærleikans skarpleik mig skorti. þú varst eins og fjall, meðan sólina’ ei sér, þú sýndist mér stór, en hið fegursta í þér, það huldi mér húm eða sorti. En rétt eins og vorsólin fegrar þá fold, sem fyr sýnist daufleg, tóm hrjóstur og mold, en svo brosa grænhagar góðir: eins breyttist þitt útlit, þín athöfn og mál, en einkum þitt hjarta, þitt lunderni og sál, og þú varðst minn blíðasti bróðir. Og fyr en ég vissi var vináttan fest; ó, vinur minn kæri, það harma óg mest, að fann ég ei fyrri þitt hjarta, því burtu mér vísuðu forlög svo fljótt. Vor fegursta stund er opt rétt undir nótt, er kvöldsólin kveður hin bjarta. Og svo var það kvöld, þá er kvöddumst við hinnst — það kvöld, er ég síðan hef optlega minnzt — þú mæltir oss mót þar á grundu með hollvinum okkar, sem heitir á Strönd. Sú heilaga fegurð um Bangáar lönd, sem hreif oss þá hjartnæmu stundu ! Mig minnir jeg segði: »Oss nálægist nótt, og nú fer ég burt, því ég hef ekki þrótt að vinna sem vildi til bóta. En, bróðir, mig gleður, að Guð á í þér þann garp, sem er sterkari og færari mér ; hann láti hér lengi þín njóta!« Og nú ert þú liðinn og lagður í mold, og landauðn er orðin hin glóandi fold, og sólin um hádegi horfin. Já, þannig er lukkan og þannig vor kjör, og þannig sker dauðinn hið tápmesta fjör, sem hnífurinn sjö sinnum sorfinn. Hvað mig snertir, græt jeg ei líðandi líf, en lífið í gegn finn óg alls enga hlíf fyrir sorgum og saknaðartárum, utan eitt, sem ég tel, og óg tek nú fram enn: það er trúin, sem frelsar oss vesala menn á hverfleikans brestandi bárum. Og góða nótt þá — um stutta stund. þeir sterkari margsinnis hníga á grund á undan þeim mannskaparminni. Ligg þú sem þéttast að þeirra hlið, sem þrekmenni voru að fornaldar sið og hreinir í huga og sinni ! jpinn skörungsskap geymi nú bær þinn og byggð; í blessaðri n.inning sé dáð þín og tryggð, og neiðri þig liryggvir og glaðir ! þín andlátsfregn hefir ótal grætt; — en öll er ei dáin hún Boga-ætt, og einn lifir — allra vor faðir ! Matth. Jochumsson. Ut af Enskunámsbókarritdómi. I 10. tbl. »þjóðólfs« er ritdómur um Ensku- námsbók mína eftir cand. mag. Jón Stefáns- son. það gleður mig, að hún skuli fá svo góðan dóm hjá manni, sem hefur jafnvel vit á að dæma um þess konar hluti og Jón Stefáns- son, sem, eins og kunnugt er, hefur stundað ensku í mörg ár við Kaupmannahafnarhá- skóla og tekið próf í henni með miklu lofi. En hann gerir ýmsar athugasemdir um íram- burðinn í bók minni, sem jeg get ekki verið honum alveg samdóma um, og ætla jeg því með fáum orðum að láta í ljósi mína skoðun á því, sem okkur greinir á um. J. St. segir, »að i-ið í eib’l (þ. e. i-hljóðið í ahlé) sje svo veimiltítulegt, að það sje borið ofurliði«; en eptir því sem jeg hef bezt getað heyrt, er mjög b'till munur á ei-hljóðinu f able og ei í íslenzkum orðurn, enda er þetta hljóð táknað svo af mörgum nýrri hljóðfræð- ingum, t. d. Sweet, Elementarbuch der ge- sprochenen Englisch, Oxford 1885. Vietor, Elemente der Phonetik, Heilbronn 1887. Joh. Storm, Engelsk Filologi, Kristiania 1879, tvöfaldar e-ið (eei) til að sýna að meira beri á því, en það er óþarfa nákvæmni í alþýð- legri kennslubók eins og mín er; auk þess. hygg jeg, að e-ið sje lengra í hinum ísl. tví- hljóð ei, heldur en i-ið, því eptir eðli máls vors mun ætíð bera meira á fyrri hluta allra tvíhljóða. Hins vegar er ekki rjett, sem J. St. segir, að ei í enska orðinu their eigi að tákna með sama hljóðteikni og u í able ; því Englend- ingar hafa aldrei ei-hljóð á undan r, þannig er a í care borið fram é en ekki ei (sjá Murray’s orðabók —hið afarmikla ritverk, er flestir hinir mestu málfræðingar á Englandi og víðar, hundruðum saman, hafa unnið að svo tugum ára skiptir, og er enn ekki komin lengra en í stafinn c). J. St. þykir miður heppilegt, að tákna með útlendu hljóðteikni hljóð það, sem sh hefur í en3ku, og vill heldur tákna það með sj, af því að þessir stafir hafi gildi fyrir ís- ‘ lenzku auga, en sh ékkert hljóðgildi. En ! það er ekki nóg, að sj. hafi hljóðgildi í ís- ■ lenzku, þessir stafir verða að hafa sama eða j því nær hið sama hljóðgildi sem sh í ensku, jef það hljóð á að verða táknað með þeim; en að það sje ekki, má t. d. sjá af orðinu shrub, sem ætti að bera fram sjrob, ef sj táknar sh-hljóðið, en hvernig er hægt að fram bera sj á undan r? ■Jeg álít það yfir höfuð heppilegast að tákna þau hljóð í útlendum málum, sem vjer ekki höfum í voru máli, með sjerstökum hljóð- teiknum og skýra þýðingu þessara teikna, eins og jeg hef leitazt við að gera á bls. 1—3. Að tákna hið áherzlulausa e í violet og exclaim með i (= i í mitt) er ekki tekið eptir Plate, því jeg hef að engu leyti farið eftir honum, hvað framburð snertir, heldur hef jeg gert það af því, að e í hinni áherzlu- lausu endingu et og í cx framan við orð er miklu líkara stuttu íslenzku i-hljóði en e f menn. I Murray’s orðabók er þetta hljóð táknað með sama staf og e í added, sem vafalaust á fremur að bera fram iidid en iidéd. I'icior, Elem. d. Phon., bls. 49, ber fram endinguna -et í prophet eins og -it í profit. I áherzlulausum endingum á ekki að bera y fram í, heldur i, og því ber jeg endinguna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.