Ísafold - 22.03.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.03.1890, Blaðsíða 1
fíetnur út á míðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (t04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifiegj bundin við áramót, ógild nema korain sje til útgefanda fyrir i.okt, Af- greiðslust. í Austurstræti 8. XVII 24. Reykjavik, laugardaginn 22. marz. 1890. Póstávisanir og skuld landssjóðs við ríkissjóð. Mál þetta var að vísu skvrt nokkurn veg- inn rækilega í blaði þessu í baust (84. og 86. tbl. f. á.), út af hinu alræmda svikamyllu- fargani hr. E. M. í Cambridge—, 3vo greini- lega, að flestum, þeim er á annað borð hirða úrn að komast í rjettan skilning á málinu, heldur en að ganga ( blindri trú á það, sem sá og sá segir, er að vorri vitund fyllilega Ijóst orðið, hvernig í því liggur, •— hafi þeim ekki verið það áður. f>eim er fyllilega ljóst orðið, að svikamyllan, sem hjer er um að fefla, það er heilinn á hr. E. M., og annað ekki. það er sú svikamylla, sem nú er hjer Um bil búin að mala í kaf allt það álit og traust, þessi þjóðkunni landi vor hafði á unnið sjer fyr á tímurn með afskiptum sínum af Wdsmálum vorum. f>að er satt bezt að segja, að svo misjafnlega innrætt sem inn- iend blöð vor eru, þá hafa þau öll auðsjáan- lega viljað forða honum við þeim óvinafagn- aði, að láta þessa hina frámunalegu mein- loku-dellu hans sjást á prenti, þrátt fyrir lújög þrálátlega áleitni frá hans hálfu. f>að er annað af hinum vesturheimsk-íslenzku dag- blöðum, »Lögberg», sem honum hefir tekizt að láta glæpast á sjer hraparlega. f>að er 'allt löðrandi í dellu þessari, mánuð eptir úiánuð, kryddað megnustu illkvittnisgetsökum og óhróðri um þá menn hjer, setu hægt er -að bendla eitthvað við málið, og þarf eigi þess að geta, að ritstjóri lsafoldar er svo sem eigi gjörður afskipta í þeim göfuginann- legu útlátum. Er að vísu margs ósennilegra til getið er, að það sje einmitt þetta krydd, sem hafi gert allan svikamyllu-aurinn að góm- sætri fæðu fyrif »Lögberg». Hitt er af tvennu til enn ósennilegra, að þeir, sem fyrir »Lög- ■bergi» ráða, sjái ekki hið herfilega tál, sem svikamyllukenningin er grundvölluð á. Að yrðast við hr. E. M. í sarna tón og ■með sams konar málalengingu og hann beitir, væri að misbjóða lesendum Jsafoldar. Hjer skal því að eins enn af nýju leitazt við að útlista í fám orðum mál það, er nefnt er í fyrirsögn greinar þessarar, vegna þeirra fáu, sem enn kynnu að hafa vanrækt að gera sjer ljósa hugmynd um það. Iívað eru þá fyrst póstávísanir landa á lúilli ? {>að eru ávísanir, sem fjárhirzlur tveggja eða fieiri landa eða ríkja skiptast á sín á milli, fyrir meðalgöngu þess liðs í landsstjórn- iúni, er nefnist póststjórn. Eins og á sjer stað um aðrar ávísanir, þá greiðir sá, sem á er vísað, hið ávísaða fje af hendi á sínum stað, til þess, sem við á að taka. þ>ær póstávísanir, sem gefnar eru út á Islandi, greiðir ríkissjóður Dana af liendi er- lendis ; þær póstávísanir, sem gefnar eru út lendis, lrvort heldur er í Danmörku, á Eng- landi, þýzkalandi eða annarstaðar, og gjald- ast eiga hjer á landi, þær greiðir landssjóður vor af hendi. Af þessu er það einsætt, að hlunnindin, sem póstávísununum fylgja, eru einmitt þau, að þær koma í staðinn fyrir peningasendingar milli einstakra manna landa á milli. Gerum ráð fyrir t. a. rn., að einhver maður hjer skuldi viðskiptamanni sínutn á Rússlandi 100 rúflur. Hvernigáhann nú aðfara að greiðaþær? Hann getur ekki fengið lijer rússneska pen- inga, og elíki er lreldur til neins að settda þangað danska peninga, því þeir ganga þar ekki í viðskiptum manna á milli. Ráðið, sem hann getur haft, er, að fara með sína inn- lendu peninga og kaupa fyrir þá póstávísun til þess manns í Rússlandi, sem hann þarf að borga 100 rúflur, og rússneski maðurinn fær svo ávísunina borgaða þar í sínu landi, í þarlendum peningum, þ. e. rúflum. En landssjóðurinn íslenzki tekur við þessurn pen- um, sem komu á pósthúsið hjer, og ríkis- sjóður Dana greiðir sem milliliður ríkissjóði Rússa þær 100 rúflur, sem hann hefir goldið til Rússans, er skuldina átti hjá mannin- um hjer á íslandi. Ríkissjóður Dana og landssjóður Islands hafa nú langt um meiri og fleiri viðskipti heldur en póstávísanirnar; en þeim viðskipt- um lrefir samt verið svo farið lringað til, að ríkissjóður lrefir árlega lagt út fyrir landssjóð nreira fje heldur en landssjóður fyrir ríkissjóð. Landssjóður hefir því í árslolr venjulega verið í skuld við ríkissjóð á síðustu 10 árunr, allt af meira og nrinna — hæst konrst skuldin í árslok 1888, sem sje upp í 330 þús. kr. Við- skiptum lairdssjóðs við ríkissjóð er eins varið og viðskiptunr bónda við kaupmamr. Ríkis- sjóður veit, að viðskiptin halda áfram, inn- leggið er stundunr nreira, stutrdum minna, skuldin við áramót því stundunr nrinni, stund- um meiri; en lánardrottinn fæst eigi um það; lrann veit, að skuldunautur er horguuarnrað- ur fyrir skuldinni. Landssjóður—skuldunaut- urinn — á í viðlagasjóði meira en 1 miljón króna, reyndar mest í verðbrjefunr, en þó nál. 208 þús. kr. í konunglegu innskriptar- skírteini, sem lrægt er að snara út upp í skuldina, lrve nær sem vill, og ef þess þykir nokkur þörf. En er þá ekki þessi skuld seðlum bankans að kenna? Ekki var bankinn kominn 1882, og þá var sanrt skuldin við ríldssjóð 50 þús. kr. Ekki var hann kominn á stofn 1885, og þá var skuldin samt komin upp í 140 þús. kr. það liggur í augum uppi, að landssjóður getur ekki 1 eyris tjón beðið af því, þótt hann taki seðla gilda í póstávísanir, eins og önnur gjöld sín ; hann notar sömu seðlana, sem lrann tekur við af pósthúsinu, til að gjalda t. d. embættismönnum lauir sín, o. fl. o. fl., er lrann þarf að greiða af hendi innanlands. Hver seðill, sem landssjóður (jarðabókarsjóð- ur) telcur við, hvort senr hann kemur írá sýslumanni eða póstlrúsinu, er honum því al- veg jafngóður og gull í öllurn innanlands við- skiptunr. En hann getur sanrt ekki sent rík- issjóði íslenzkan seðil upp r skuld sína,—mun verða svarað af einlrverjunr. það er alveg rjett; það getur lrann ekki. Ríkissjóðúr Dana getur lreldur eigi sent ríkissjóði Breta danska seðla upp í slruldaskipti þeirra á nrilli, og það þótt dönsku seðlarnir sjeu iunleysanlegir. það er senr sje almenn regla, að gullið er verðmiðill í viðskiptum landa á milli. Ekki gátu Frakkar goldið þjóðverjum 5000 nriljón- irnar 1871 r frönskum seðlunr ; þeir urðu að borga í gulli. Hvað var nú í sjóði lrjá landssjóði 1888 ? Ætli hann Irefði ekki getað goldið áminnzta skuld sína ríkissjóði, ef nauðsyn hefði krafið ? Landsreikningurinn fyrir 1888 segir, að í þess árs lok hafi landssjóður átt í sjóði nál. 300 þús. kr. En hvers vegna voru þá ríkissjóði eigi sendar þá þegar þessar 300 þús. kr. upp í skuldina ?, nrunu nrenn spyrja. J>ví er auðsvarað. Vegna þess, að gjaldheimtumenn laudsins eru ekki búnir að skila landssjóði öllum tekj- um hans fyr en langt er liðið fram yfir ný- ár, og ársreikningurinn verður því eigi sam- inu fyr en 3 mánuðir eru liðnir af nýja ár- inu, þá er sjóðsforðinn í rauninni minni við nýjárið, en reikningurinn segir — reikningur- inn, senr miðaður er við ástandið 2—3 nrán- uðum eptir nýjár. Hann var því 31. des. 1888 að eins nál. 200,000 kr., þótt lrann væri orðinn það sem reikningurinn segir: 300,000 kr., þegar Irann (reikningurinn) var saminn. I annan stað er þess að gæta, að af því að árstekjur landssjóðs koma svo dræmt inn fil landfógetans framan af árinu, en útborg- auir úr landssjóði koma eigi síður á fyrra Jrlut ársins en hinn síðara, þá leiðir þar af, að landssjóður verður jafnan að hafa fyrirliggj- andi í sjóði frá f. á. talsvert mikið fje. Eins og fyr var getið, var hinn rjetti sjóðs- forði 31. des. 1888 unr 200 þús. kr. Gjörum nú ráð fyrir, að landssjóður hefði getað látið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.