Ísafold - 22.03.1890, Blaðsíða 4

Ísafold - 22.03.1890, Blaðsíða 4
faorfa ekki’ umöxl—það er mátinn». (Úr kvæði J. O.: »Afram). Sömuleiðis gáfu fjelagsmenn samkunduhiisi sínu andlitsmynd af .T. O., falýantsmynd stóra, og mikið vel gerða, eptir Jul. Schau, sem hefir tekizt tilraunir í þeirri list svo vel, að orð er á gjórandi. Embættispróf- Guðmundur Magnússon frá Holti í Asum hefir í vetur lokið embætt- isprófi víð háskólann í læknisfræði með 1. einkunn hárri; er nú undirlæknir við St. Jó- hannesar-spítalaí Khöfn. Laura, póstskipið, kom vestan að aptnr í morgun. Fer á þriðjudaginn. — I ráði er að kæra til ráðgjafams þetta gjörræði og samningsrof: að þjóta vestur á landshorn hjeðan fyrir utan áætlun, og það með allar vörurnar, sem hingað áttu að fara og ekki lengra. Verzlunarfrjettir frá Khöfn 28. fehr. : Haustull hvít, sem kom ineð síðasta póst- skipi, seldist á 68 a., mislit 52. Saltfiskur stór á 50, 34 og 28 kr., eptir gæðum ; smá- fiskur 35, 34 og 24 kr. ; ýsa 26, 24 og 12 kr. Af æðardún óseld 1800 pd., sem haldið er í 12—10 kr. lúngmennsku fyrir Eyfirðinga, í stað Jóns heit. Sigurðssonar, tekur hinn gamli, ágæti þingmaður þeirra, Einar Asmundsson í Nesi, að sjer eptir ósk og áskorun ýmissa helztu manna í kjördæminu. Fiskafli var ágætur í Yestmannaeyjum, er póstskip fór þar um, af bezta þorski mjög feitum, er hafði gengið óveriju nærri laridi. Alþingiskosningar Í Eyjafjarðarsýslu og Suðurmúlasýslu, í stað þeirra Jóns heit. Sigurðssonar og Jóns Olafssonar, hefir lands- höfðingi fyrirskipað að fram skuli fara um miðjan júnímánuð næstkomandi, fyrir það sem eptir er kjörtímans. Ölfusárbrúin- Ekki er enn fortakandi, að brúin geti orðið smíðuð í sumar, með því járn er nú farið að falla í verði aptur. Stöpl- ana undir hana beggja vegna á að hlaða í 3umar, og er hr. Tryggvi Gunnarsson væntan- legur hingað í júm'mánuði í sumar, til þess að líta eptir verkinu. Hann er búinn að kaupa 400 smálestir (tons) af grjótlími (Cement) í stöplana og leiga skip til að flytja það til Eyrarbakka. Sömuleiðir hefir hann pantað hús í Noregi, til skýlis og gej'mslu við brúar- stæðið. Leiðarvísir ísafoldar. 402. Sje það eigi, sem segir í 401. fsp., er þá eigi sá bróðir, sem fjenaö á, en ekkert tiundar, sekur um þá ijárupphæð, sem til er telcin í 7. gr. tíundar- laganna. og skyldur til að borga til allra stjetta, ef tíundarupphæðin er svo há? Sv.: Sábróðirinn, sem við bú er, og fram átti þvi að telja bæði fyrir sjálfan sig og búlausan bróður sinn á sínum vegum, sem ekki hefir mætt á fram- talsþinginu, sektast eptir 7. gr. fyrir „rangt tíund- arframtal11 og verður sömuleiðis að standa fyrir greiðslu tíundar þeirrar, er undan var dregin, og annara lögboðinna gjalda, en á aptur aðgang að bróður sínum fyrir gjöldunum sem eiganda hins gjaldskylda fjár. Ög hafi sá bróðirinn verið í ráðum og vitorði um tíundarsvikin, er hann samsekur bróður sínum og sektast einnig eptir 7. grein. 403. Jeg er fátækur fjölskyldumaöur og á heima í þorpi, þar sem um 80 búendur eru; sjúk- lingur er á heimili mínu og þarf jeg að sækja lækni til hans. Hann kemur; jeg borga ferð hans fram og aptur. En meðan læknirinn stendur við í þorpinu, njóta margir miklu meira liðsinnis af honum en jeg. þó á jeg að borga allan ferðakostnað hans. Er það rjett? Sv : Já, það er löglegt. 404. Er jeg skyldur að taka við fjárhaldi ó- myndugra barna, ef sýslumaður skipar mjer það, án samþykkis míns? Sv.: Já, nema spj'rjandi hati þrenn umsvifa- mikil fjárforráð ömyndugra áður (DL 3—17—3) eða aðrar sjerstaklegar, löglegar afsakanir. 405. (let jeg ekki sagt af mjer fjárhaldinu, ef hin ómyndugu börn.hafa eignazt stjúpföður, sem fús er til að takast það á hendur? Sv.: Nei. Stjúpfaðir má meira að segja okki vera fjárhaldsmaður stjújibarna sinna, nema með náfrænda þeirra ráði eða yfirvalds samþykki. (DL 3 — 17—9). 40fi. Jeg hefi keypt jörð. Ber mjer ekki að láta ábúanda jarðarinnar fá byggingarbrjef sam- kvæmt 2. gr. ábúðar- og úttektar laga frá 12. jan. 1884. Er jeg nokkuð háður þeirri byggingu, er leiguliði hefir áður haft (áður en áminnzt lög komu í gildi)? Eða er ekki munur á, hvort fyrri byggingin er skrifleg eða munnleg? Sv.: Byggingarbrjef á leiguliði að fá, en heimild- arlaust er að breyta byggingarskilmálum þeim, er hann hefir áöur haft, án hans samþykkis, hvort sem þeir hafa veriö munnlegir eða skriflegir. 407. A. hefir haldið hjú milli 50 og fiO ár, og í erfðaskrá sinni gj.ört þá ráðstöfun, að það skuli njóta sómasamlegrar forsorgunar af efnum sínum til dauðadags, og erfingjarnir undirgengizt þetta á skiptafnndi, þannig, að hjúið skuli aldrei þurfa að koma til sveitar, og skuli erfingjarnir, 5 að tölu, taka þar í hlutdeild í hlutfalli rjettu við arfsupphæðir þeirra i búinu. Nú deyr einn þeirra, annar verður öreigi, hinir þrír eru við nokkur efni. Geta þessir þrír neitað að veita framfæri hinu gamla hjúi að sínum hluta? Sv.: Nei, það geta þeir alls eigi, og jafnvel líklegra, eptir málavöxtum, aö þeir yrðu skyldaðir til að annast ómagann aö öllu leyti; — annars sveitin að þeirra 2 hluta, er dottnir eru úr sögunni. AUGLÝSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða selning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. rit í hönd. Stjórnarnefnd Grdnu/jelagsins á Akureyri kunngjörir, að henni hefir verið tilkynnt, að þessi hlutabrjef tjeðs fjelags sje glötuð: Nr. 589, 1131, 1519, 1009, 1327. Fyrir því innkallar tjeð stjórnar-nefnd samkv. 6. gr. í lögum fjelagsins hvern þann, er hafa kynni í höndum greind hlutabrjef, til þess að gefa sig fram við hana áður en 6 mánuðir sjeu liðnir frá síðustu birtingu þess- arar auglýsingar, því hafi enginn sagt til sín fyrir þann tíma, fá eigendur hinna glötuðu brjefa ný brjef, og geta engir aðrir síðan gjört fjárkröfu á hendur fjelaginu út af hlutabrjef- um með ofangreindum tölum. 1 umboði stjórnarnefndar Gránufjelagsins 28. febr. 1890. Davið Guðmunclsson. T:i 3 bókaskáPar vandað- II öUlll jrj þar af ejnn »massiv« mahóní allur, póleraður; annar mál- aður, nýr, 3 al. á favern veg. Til sýnis hjá mjer frá kl. 5—7 e. m. í dag, og ef til vill tímanlega á morgun. Jón Ólafsson (Bankastr. 12). í ölverzlunina 1 Aðalstræti nr.%9 komu nú með póstkipinu nýjar birgðir af vínum ýmis konar: Ný tegund af Wkisky^ mjög góðu og ódýru, Cognac, Sherry, Portvin, 0. Jt. o. fl. Munchener- og Niirnbergeröl, sem áður kost- aði 18 aura flaskan, er nú sett niður í 14 a. Miklar birgðir af vindlum, tóbaki og cigarettum. Reyktóbak (Moss-Rose og tvær stjörnur) fæst enn þá tolllaust í verzlun Sturiu Jóns- sonar. Fataefni er nýkomið með Lauru í verzlan Sturlu Jónssonar. Kartöflur, epli, appelsínur, laukur, sardínur, ostrur, humar, ostur, the, smjör, svampar og ýmislegt annað fæst í verzlan Sturlu Jónssonar. Islenzk írímerki, og rónir sjóvetlingar eru keyptir í verzlan Sturlu Jónssonar. Samkvæmt alþingisályktun 1887 og ráð- herrabrjefi dags. 9. janúar 1888 (Stjórnartíð- indi 1888 B. bls. 21.) auglýsist hjermeð, að neðannefndar þjóðjarðir í Arnarstapa og Skóg- arstrandar- umboði: 1. Dalur í Miklaholtshreppi, 2. Gaul í Staðarsveit, 3. Bláfeldur neðri í sömu sveit, 4. Lýsuhóll í sömu sveit, 5. Stóru-Hnausar í Breiðuvík, 6. Hólahólar sama staðar, 7. 1 lfmannsfell í Helgafells-sveit. er um tíma hafa verið í eyði, fást til ábúðar frá næstkomandi fardögum næstu 5 ár, land- skuldarlaust, gegn því að ábúandinn svari venjulegum smjörleigum eptir þau kúgildi, er jörðunum eru látin fylgja, og vinni að jarða- bótum og húsabótum eptir því sem um semur. þeir, sem kunna að æskja ábúðar á einhverri þessara jarða, snúi sjer í því efni til umboðs- manns Jóns Jónssonar á Brimilsvöllum. Amtm. í Suður- og Vestur-Amti, Reykjavík h. 22. marz 1890. E. Th. Jónassen. BEÚKUD ÍSLENZK FB.ÍMERKI kaupi jeg fyrir hátt verð. Borgun fyrir móttekin frimerki sendist þegar með næsta pósti á eptir. Carl Mönster. Kjöbenhavn. HESTAR, sem koma á Ijandakotstún, verða eptirleiðis settir inn, og þeim ekki sleppt nema útleystir sjeu. B. Kristjánsson. Enskunámsbók Geirs Zoéga er »hin hentugasta fyrir þá, sem stunda enskunám tilsagvarlausU, segir W. G. S. P(aterson) í Isa- fold XVI. 81. Verð 2 kr. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. u—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 5—6 Veðurathuganir í Reykjavlk, eptir Dr. J. Jónassen. ! marz Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millimet.) Veðurátt. á nóttu um hád. fm. | em. fm. em. Mvd.19. -7-IO + 2 756.9 756.7 A h b Ahv d Fd. 20. -r* I + 5 736.6 746.8 A h b Sahvd Fsd. 21. + 3 + 3 749.3 744-* Sa h d A h d Ld. 22. + 4 74i 7 I Sa h d Hinn 19. var hjer austan landnyrðingur, nokkuð hvass að morgní; hvessti enn meira á austan síðari part dags; gekk svo meir til landsuðurs með regni og hefir verið á þeirrí átt síðan. Mestallur snjór nú horfinn aptur. 1 morgun (22.) landsynningur dimmur, regn. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.