Ísafold - 26.03.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.03.1890, Blaðsíða 1
K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. XVII 25. ISAFOLD. Reykjavík, miðvikudaginn 26. marz. Uppsögn (skrifteg) bundin vjð áramót, ógild nema komin sje tilútgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti S. 1890. Aflabrögð og veiðarfæri. 1888. Marz 2. fiskaðist í Garðsjó og Leirusjó eptir- legufiskur; sama dag fiskaðist í Höfnum og á Miðnesi, nýgenginn fiskur. — 3. fiskaðist vel í Garðsjó og Leirusjó, á lóð, tnagur fiskur, en stór. — 5. norðaurok, sem stóð þangað til 11. marz. — 12. var veðrið minna, svo að menn á Jnn-Nesjum reru vestur, og urðu vel varir (í Kambsleiru og Melakrika). — 14. var hvass't mjög syðra; þó lögðu fáeinir menn þorskanet þann dag, og fengunæst, þegar vitjað var um, hæst 15 í hlut. ¦— 15. var lygnt innfjarða, en hvasst úti; var róið til Sviðs, og fengu menn hjer í Hafnarfirði frá 5—11 í hlut, en skamma stund gaf að sitja. f>aan dag lögðu menn syðra alrnennt þorskanet. — 16. var vestanhroði, og síðan voru ó- gæftír þangað til eptir Páska, þótt skotizt væri út við og við syðra. Apríl 3., þriðja í Páskum, byrjuðu góðar gæftir, og hjeldust þær við þá viku út. ]pa var fiskur í göngu í Garðsjó og Leirusjó, en menn úr öllum ver- stöðum innan frá Eeykjavík flykkt- ust þangað, allir með lóðir; urðu menn af lnn-nesjum, þeir, sem ekki fengu inni syðra, að róa heiman að suður í Leirusjó; vegna slíks lang- ræðis gátu fæstir róið nema annan- hvern dag. Fiskurinn stöðvaðist þar út frá við lóðirnar, og var alveg «þurr sjór» fyrir innau lóðastöppuna. — 9. byrjaði stormur og ógæftir, sem hjeldust við til þess — 16. J>á reru menn, þótt vont væri sjó- veður, og fiskaðist þá bæði á suður- og norður-Sviði, og uppi í Stranda- leir. Jpann dag reri einn af hinum helztu formönnum syðra vestur í Leirusjó með lóð, og fjekk einn í hlut. Dagana frá 9.—16. apríl gaf hvergi að róa, og var því bæði Garðsjór og Leirusjór laus við lóðir alla þá tíð, og þá fjekk fiskurinn næði til að ganga sína eðlilegu braut inn á grunnið. Hinn 17. apríl var almennt róið hjer inn fra, og syðra líka, og fiskurinn kominn alstaðar inn á grunnmið, og varð hinn bezti afli, °g hinn almennasti, því að svo stutt var að sækja. 1889. •Febr. 25. varð fyrst fiskvart í Höfnum og á Miðnesi, þó tregar í Höfnum, en líflegar á Miðnesi; næstu daga hætti að verða vart í Hafnasjó, og sóttu Hafnamenn þá norður í Stafnesdjúp; dagana frá 24. febr.—2. marz voru sífeldar stillur, og öfluðu menn þá daga í Miðnessjó. Marz 2. varð fyrst líklega vart í Garðsjó ; — 4. og 5. fiskaðist þar vel, og — 6. var fiskurinn kominn inn í Leirusjó. Eeru menn þá úr því almennt suður þangað, og sóttu meun þangað úr öllum veiðistöðvum lijer uærlendis, nær sem gaf. ¦— 14. voru fáein net lögð ; vegna þess, að stórstraumur fór í hönd, lögðu menn ekki almeunt. Bn lítið fjekkst í þau, og það sem það var, var (norðanrokið frá 9.—16. apríl) höfðu harulað mönnum frá að leggja nokkra lóð í sjó. Hins sama hefur brjefritarinn í Suðurmúla- sýslu, 21. ágúst f. á., orðið var, að hafi átt sjer stað þar. Hið síðara árið máttu heita gæftir á hverjum degi, svo að fiskurinn fekk aldrei næði til að leita inn á grunnið, enda hörf- aði hann loksins iit úr Flóanum um suniar- málaleytið. Hversu happasæl áhrif slík veiðiaðferð hafi á þar næst komandi vorvertíð og sumar, liggur í augum uppi. I vertíð þeirri, sem nú er byrjuð, er mælt, rýr færafiskur, en alls ekki þess að almenningur ætli að brúka ýsulóðir sem 20. konar fiskur, sem vant er að kalla netafisk. Vart varð á Bollasviði þessa daga, en bæði var það mis- jafn afli, að tölunni til, og fiskurinn rýr. En frá því um til sumarmála var nægur fiskur fyrir í Leirusjó, og sóttu allir þangað afia sinn, sem nokkurn afla fengu að mun á þessari vertíð. f>ví nær eingöngu var brúkuð lóð sem veið- arfæri, og mátti svo heita, að ekki yrði vart við fisk fyrir innan lóða- stöppuna ; og þess sáu menn óræk merki, að fiskurinn hörfaði undan henni, út, og varð því ördeyðu- vorvertíð hjer innfjarða. TJm sum- armál var orðið því nær fiskilaust hjer í Flóanum. ]pað má telja það sern nýlundu, að menn almennt brúki ýsulóð til fiskiveiða á vetrar- vertíðinni hjer við Faxaflóa. begar slíkir nýir siðir eru teknir upp, virðist það vera nauðsynlegt, að menn gefi sem nákvæm- astar gætur að því, eptir því sem auðið er, hvort þeir sjeu til gagns eða ógagns, far- sældar eða niðurdreps. 1 «ísaf.» 98. tölubl. f. á. stendur grein, rituð á Austíjörðum 8. nóv,, sem lýsir því, hvernig mönnum þar lízt á veiðiaðferð Eng- lendinga þar fyrir fjörðunum. Ef menn þar óttast og sjá fyrir, að eiu 16 skip, þótt gufu- skip sjeu, með lóðabrúkun hamli fiskigöng- unni frá að ganga að lanui, hvað skal þá segja um 300—400 sexmannaför, öll útbúin afarlöngum lóðum, á eins litlu svæði og Garðsjór og Leirusjór er, og einmitt á þeim tíma, þegar fiskurinn er að leita til grunns- ins? í 28. tbl. «Fj.kon.» f. á. er kafli úr brjefi úr Suður-Múlasýslu, dags.. 21. ágúst f. á., þar sem segir: «Fiskiveiðar jafnvel talsverðar innfjarða, sem lengi eigi hafa verið. par sem það er, þakka meun það því, að ógæftir hafa verið framan af sumrinu i\ti fyrir fjörðum, og á yztu ann-nesjum, þar sein verskálar eru. Fiskurinn því fengið næði til að ganga inn». Nú er hjer við Flóann búið að brúka ýsulóðir almennt í 2 vetrarvertíðir, árin 1888 og 1889. Og hvað virðist mi reynsla þessara tveggja ára benda á ? Fyrra árið gekk fiskurinn ekki inn fyrir lóðastöppuna fyr en eptir það, að viku ógæftir veiðarfæri. Vonandi er, að sem flestir gefi gætur að, hvernig fiskigönguniar haga sjer. Fyrir tilsjónarmönuum verður ekki nógsam- lega brýnt, að þeir gæti skyldu sinnar, og taki upp öll þau þorskanet, er þeir finna lögð fynr utan netalínuna, og ættu sem flest- ir að gefa því gaum, hvernig þau mál fara, sem af brotum gegn samþykktar-lögunum kunna að rísa. Hafnarfirði 14. marz 1890. p. Egilsson. Skólaröð i hinum lcerða skúla í Beykjavík eptir miðs- vetrarpróf 1S90. í eptirfarandi skólaröð tákna svigatöl- urnar aptan við nöfnin ölmusustyrk þann, í kr., er piltum hefir verið veittur alls á þessu skóla-ári, — nokkuð í haust, en nokkuð ekki fyr en að afloknu miðsvetr- arprófi, til þess að geta tekiðþá hæfilegt tillit til framfara piltsins, iðni og hegðun- ar það sem af er skólaárinu. Miðsvetrar- ölmusuveitingin var gerð með ráði kenn- aranna, í fyrsta sinn, samkvæmt fyrirmæl- um landshöfðingja eptir bendingu fjár- laganefndarinnar í neðri deild; áður gerði rektor einn tillögur sínar um það til stipts- yfirvaldanna, er veitingarvaldið hafa. í haust var útbýtt 3500 kr. í ölmusum, þ.e. helmingnum af ölmusuupphæðinni í fjár- lögunum það ár, og nú 3,250 kr., helm- ingnum af þ. á. fjárveitingu, sem er alls 6500 kr. Einn af þeim, sem ölmusustyrk fjekk í haust (25 kr.), fór úr skóla um miðjan vetur. Tala lærisveina í skólanum er nú 87. í fyrra um sama leyti voru þeir 86, í hitt eð fyrra 99, árið þar á undan (1887) m, og 1886 voru þeir 127. peir, sem hafa heimasveinsvist í skól- anum, eru auðkenndir með stjörnu (*). VI. bekkur. 1. Haraldur Níelsson, heit. bónda Eyjólfs- sonar á Grímsstöðum á Mýrum (200.) 2.* Sæmundur Bjarnhjeðinsson, bónda Sæmundssonar i Böðvarshólum í Húnav. (200).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.