Ísafold - 26.03.1890, Side 3

Ísafold - 26.03.1890, Side 3
9Í> »Fj.konan« og Bókmenntafjelagið. Jpað er alkunnugt, hvers kyns sögum og dómum hatur manns þess, er hefir umráð yfir »Fj.konunni«, til mín og blaðs míns blæs honum í brjóst, enda hef jeg löngum fylgt þeirri reglu, að gefa þess konar engan gaum, og veit eigi betur en að almenningur meti slíkt eins og jeg, þ. e. sem marklausan róg, er bezt eigi við að fyrirlíta. En í gær í »Fj.kon.« hefir liann biiið til ósanninda-kvitt, sem fleirum kemur við en mjer, enda þótt hann sje óefað mín vegna smíðaður, og aðrir, sem hlut eiga að máli, gjaldi mín þar sjálf- sagt. það er svo látandi klausa um stjórn Bókmenntafjelagsins í Rvík, »á síðustu árum»: „Hún (stjórn Bókmenntafjelagsins) semur all- ar tillögur um fjelagsmál fyrir fram, og sendir út í pukri þjóna sina til að tryggja sjer næg atkvæði með þeim, áður en fundur er haldinn11. Af því klausa þessi, sem sagt, snertir fleiri en mig einn, nefnil. einnig þá heiðursmenn, sem eru í stjórn fjelagsdeildarinnar með mjer (amtm. E. Th. Jónassen, docent J>órh. Bjarn- arson og cand. theol. M. Hansen), og raun- ar allt fjelagið, sem reynt er að kasta rýrð á með þessu, þá lýsi jeg því yfir í nafni og umboði stjórnarinuar, að tilgreind ummæli í »Fj.kon.« eru ósannindi. í framhaldi hinnar tilfærðu ósannindaklausu segir svo : „þá er einn ósiðurinn, sem tíðkast í (jelögum hjer í Rvík, að að eins vinir og vildarmenn fje- lagsmanna fá inngöngu í þau, en þeim er öll- um frá vísað, er fjelagsmönnum að einhverju leyti ekki geðjast að, þó ókunnugt sje, hvernig þeir mundu koma fram í fjelagsmálum“. Hjer er Bókmenntafjelagið látið eiga óskilið mál við önnur fjelög í Reykjavík, og meira að segja klausu þessari hnýtt svo náið aptan við hina, að flestir munu taka það svo, að hún eigi einnig að ná til þess, og er sjálf- sagt til þess ætlazt. Sje svo, lýsi jeg hana einnig á sama hátt ósannindi. Reykjavík 26. marz 1890. Bjiirn Jónsson, p. t. forseti Rvíkurdeildar tíókm.fjel. Aðfarir póstskipsins. Svolátandi kæra var ráðgjafanum send nú með póstskipinu út af aðförum póstskipsins í petta sinn : „Póstskipið „Laura“ kom hingað til Reykjavíkur aðfaranóttt hins 19. þ. m , 5 dögum seinna en áætlað var. þegar póstskipið kom hingað, voru ýmsar nauð- synjavörur á þrotum hjer, og urðu menn því fegnir komu þess með vörur þessar, en í staðinn fyrk að skila þeim af sjer þegar i stað, lagoi það á stað hjeðan áð- ur en nokkurn varði kl. 8 að morgni þess 19. þ. m. vestur á Vestfirði til að flytja þangað nokkra norska hvalveiða- menn. Að eins brjefum og póstsending- um var skilað í land, en engu af vörum þeim, er hingað áttu að fara, heldur fór skipið með þær allar vestur, og eigi sýndi það hjer skjöl sín ; það kom eigi aptur að vestan fyr en í dag, 22. marz. Við þessar aðfarir hefir fjöldi manna hjer beðið stórtjón; fjöldi sjómanna hefir eigi komizt i verið sökum skorts á ýmsum nauðsynjum; bakaríin hafa verið í vand- ræðum með mjöl, og bæði kaupmenn, handiðnamenn og aðrir hafa beðið tjón við það, að fá eigi vörur sínar þegar er skipið var komið. Með því að vjer, sem ritum nöfn vor hjer undir, álítum, að aðfarir þessar sjeu bæði ólöglegar og hrein og bein samn- ingsrof af hendi hins sameinaða gufu- skipafjelags, þá leyfum vjer oss hjer með allravirðingarfyllst, að biðja ráðgjafann fyrir ísland að hlutast til um, að komið verði fram ábyrgð á hendur nefndu gufu- skipafjelagi til skaðabóta og sekta fyrir þessar aðfarir, eða á hendur formanni skipsins, ef það sannast, að hann, en ekki fjelagið, á að bera ábyrgðina. Reykjavík 22. marz 1890. Árni Eyþórsson (fyrir Eyþór Felixson). Árni Gíslason. Ásmundur Sveinsson. A. Frederiksen. Benidikt Samsonsson. Bergur þorleifsson. Björn Guðmundsson. Björn Leví Guðmundssou. Björn Jónsson. Eyjólfur þorkelsson. Gísli Finnsson. Helgi Jónsson. J. Bernhöft. Johs. Hansen. Jón Jónsson (kaupm.). Jón 0. þorsteinsson. Kr. O. þorgrímsson. Láius G. Lúðvigsson. hlagnús Benjamínsson. Matth. Johannessen. Mattías Mattiasson. Ólafur Sveinsson. Bjetur Jónsson. Rafn Sigurðsson. Sigfús Eymundsson. S. Guð- mundsson. Sigurður E. AVaage. Sigurður Kristj ánsson. Steingrímur Johnsen. Sturla Jónsson. Vald. Ásmundsson. þorleifur ióelsson (lyrir W. O. Breiðfjörð). þorleifur Jónsson. þorleifur J. Jónsson. þorsteinn Tómasson. Til ’ Ráðgjafans fyrir Island. Svo er mikil auðmýktin og undirgefnin sumra, jafnvel hinna meiri háttar kaupmanna hjer í bænum eða verzlunarstjóra þeirra, við hið volduga »sameinaða gufuskipafjelag«, að ómögulega gátu þeir hert upp hugann til þess að hætta nafni sínu með öðrum undir kæru þessa. Um forstöðumann Fischers- verzlunar, konsúl G. Finnbogason, bðr þó þess að geta, að hann mun hafa verið búinn að samþykkkja áður fyrir sitt levti, að skipið brygði sjer þetta vestur, enda líklega talið sjer skylt, að greiða götu hiuna norsku hval- veiðamanna, sem konsúll Svía stjórnar og Norðmanna hjer. Sjálfsagt hefir ferðin vestur verið farin eptir skipun eða með leyfi gufuskipsfjelagsstjórnar- innar, svo á skipstjóra ætti þá raunar engin ábyrgð að hvíla, enda er þess getandi, gagn- vart ummælum í aðra átt, að um það ber kunnugum saman, að skipstj. Christjansen sje sjerlega duglegur og skyldurækinn maður, og tafir skipsins á Færeyjum t. d. sjeu alls eigi því að kenna, að hann kappkosti eigi að halda áfram eins og framast er hægt. Staðfestingarsynjuil af stjórnarinnar hendi er hálfvegis spáð á lögunum um að' fá útmœldar lóðir á löggiltum kaup- túnum. Eigandi Eyrarbakkaverzlunar- innar gömlu, stórkaupmaður Lefolii, er hefir búizt við óhagræði af lögum þess- um, hefir risið upp í vetur og fengið með sjer ýmsa kunningja sína meðal kaup- manna til að senda ráðgjafanum ávarp og áskorun um, að útvega eigi staðfest- ing konungs á lögum þessum. Borið hefir það við, að stjórnin hefir sinnt mála- leitun frá óviðkomandi mönnum til and- róðurs gjörðum alþingis, eða því sem það hefir tekið upp hjá sjálfu sjer. En um þessi lög stendur svo sjerstaklega á, að þingið hefir eigi tekið þau upp hjá sjálfu sjer, heldur lagði stjórnin sjálf frumvarp til þeirra fyrir alþingi nú síðast, og þing- ið samþykkti þetta frumvarp stjórnarinn- ar án verulegra breytinga, þar á meðal alveg óbreytt það atriðið í þeim, er nú kvað eiga að gjöra að ásteytingarsteini: skyldu landeiganda til að láta af hendi verzlunarlóð gegn endurgjaldi, er lögreglu- stjóri tiltekur ásamt tveimur óvilhöllum mönnum. Flestir mundi hafa búizt við„ að stjórnin mundi ekki einu sinni hafa litið á áminnzt andmæli að svo vöxnu máli. En þá kastar tólfunum, ef niður- staðan skyldi verða hrein og bein stað- festingarsynjun, — ef stjórnin fyrirtæri þannig sínum eigin króa. Fyrning skuldar- Landsyfirrjettur dæmdi í fyrra dag í máli út af skuld, 9265 kr. 20 a., er Alex. Mc Glashan & Son í Granton kröfðust í dátiar- og fjelagsbúi frú Jóhönnu Bjarnason og manns hennar heit. Hákonar kaupmanns Bjarnasonar frá Bíldu- dal, fyrir vörur, er kaupmenn þessir höfðu lánað verzluninni «Jóhanna Bjarnason & Co» í Reykjavík árin 1884 og 1885, sem sonur hennar, Brynjólfur H. Bjarnason, var for- stjóri fyrir, og hafi frú Jóhanna að minnsta kosti borið ábyrgð á skuldaskiptum verzlun- arinnar við menn út í frá, þar sem verzlun- in var rekin upp á borgarabrjef hennar sjálfr- ar til verzlunar. Skuld þessari hafði að vísu verið lýst í búið í tæka tíð, sumarið 1887, af umboðs- manni þeirra Glashan & Son hjer, en með' því umboðsskjal hans var að eins skilað til skuldheimtu á hendur Brynjólfi H. Bjarna- syni, úrskurðaði skiptarjetturinn í búinu, að' álíta bæri, að krafan hefði alls eigi fram kom- ið á hendur búinu frá þeim Alex. Mc Glashan <C' Son. Nokkru síðar var liafin lögsókn gegn ekkjunni til að fá hana skyldaða til að greiða skuldina alla, eða að þeim hluta (f), sem á hana hefði fallið, ef skuldin hefði verið greidd úr búi hennar óskiptu; en hún var sýknuð fyrir báðum rjettum, vegna þess, eins og segir í yfirrjettardómnum, að skuldinni hefir «eigi verið löglega lýst í búi hennar og manns hennar, eptir innköllun þeirri til skuld- heimtumanna, er þar var útgefin og áður var á minnzt, — þar sem áfrýjandauum eigi tókst að sanna heimild sína tii að beina kröfunni á hendur búinu». oiögleg lyísala- Landsyfirrjettur dæmdi í fyrra dag verzlunarstjóra einn á Akureyri, Eggert Laxdal, í 4 kr. sekt og málskostnað allan fyrír það, að hann hafði 1 fyrra aug- lýst til sölu í blaði og selt «Opodeldoe», «Roboransdropa» og «Kjöngsplástur», — «en þessar vörur heyra eiginlega lyfjabúðum til — og hefir hinn kærði því gerzt brotlegur gegn fyrirmælum í tilskip. 4. des. 1672, sjá sjer- staklega 11., 29. og 30. gr., sbr., instrux fyrir landlækni 25 febr. 1824, 18. gr., og instrux fyrir hjeraðslækna 25. febr. 1824, 17. gr». Hann hafði einnig auglýst til sölu »Sundhedssalt», «Brama-lífs-elixir» og «Soda- dupt (hreinsað) og sýru», en í málinu fannst eigi viðurkenning fyrir því, að hann hefði selt það, og því var hann eigi dæmdur fyr- ir það. Líf og lífsvon sjómanna. Handa síra O. V. Gíslasyni á Stað í Grindavík hafa ís- lenzkir kaupmenn í Kaupmannahöfn skotið saman í vetur 14—1500 kr., »sumpart sem viðurkenningu fyrir starfsemi hans í öllu því, er miðar til umbóta og eflingar sjávarútvegi á Islandi, og sumpart til þess, að hann geti haldið þessu starfi áfram». 200 kr. gáfu þeir livor um sig, A. Asgeirsson, J. P. T. Bryde og W. Fischers verzlun. Forgöngumenn þessa lofsverða fyrirtækis munu þeir hafa verið H.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.