Ísafold - 02.04.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.04.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. -Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skriflegl faundin við áramót. ógild nema komin sje tilútgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 27. Reykjavík, miðvikudaginn 2. april 1890. Verkatjón á vertíðum, Eins og allir vita, á mikill verkamissir sér stað á vertíðunum hjer á landi, enþó einkum á vorvertíðinni, þar sem nær þvi a.llir verkfærir og vinnandi karlmenn úr ýms- um hjeruðum landisns hafast við í veiðistöð- unum og fiestir fjarri heimilum sínum, og hafast ekkert gagnlegt að alla þá daga, sem ekki gefur á sjó, nema þá fáu daga, sem þeir þurfa að stunda aííann. í Árnessýslu, þar sem jeg er bezt kunnugur, ganga um 120 skip; þar af ganga á Stokkseyri, Eyrarbakka og f>oriákshöfn 100; á hverju skipi mun að jafnaði vera minnst 12 menn eða alls á þessum iooskipum 1200 menn; ^ertíðin byrjar fyrst í marzmánuði og stendur yfir hjer um bil 70 daga, en það má fullyrða, að ekki verða notaðir meira en 30 dagar af þessum 70 til róðra og hirðingar á afianum sökum gæftaleysis. Jeg skal því næst gera ráð fyrir, að hjer um bil 13 dagar sjeu helgidagar og eru :þá eptir 25 dagar, sem allur þessi sægur af mönnum gerir ekkert sjer eða öðrum til gagns. Að vísu eiga nokkrir af þess- um 1200 mönnum heima í veiðistöðunum; en þeir eru langfiestir tómthúsmenn og hafa. ekkert, sem þeir geta unnið sjer til gagns heima hjá sjer og ganga því iðju- lausir alveg eins og hinir; og hins vegar skal jeg benda á, að jeg hefi sleppt hjer ¦um bil 20 skipum, sem ganga í öðrum veiðistöðum sýslunnar, og þar að auki munu sjóróðradagar vera helzt til of hátt taldir. Eptir þessu ganga þá 1200 menn iðjulausir i 25 virka daga á vetrarvertíð- inni í Árnessýslu; ef talið væri, að hver maður, sem hefði vinnu, gæti unnið fyrir 1 kr. á dag um þetta leyti árs, þá er vinnumissirinn talinn til peninga 25 X 1200 kr., eða 30,000 kr. á hverjum ári, og á einum mannsaldri hjer um bil i miljón króna. Hvað stór upphæðin verður um allt landið, veit jeg ekki, en óhætt mun víst vera að setja hana á 2—300,000 kr. eða 3—4 kr. fyrir hvert mannsbarn á íslandi. Menn tala allt af um, að ísland sje fá- tækt land, og geti ekki lagt neitt i söl- urnar til nytsamra framfara; en þó hefir það efni á að fieygja í sjóinn öðru eins stór- fje og þetta er eða því um líkt. Verið getur, að örðugt yrði að sjá öllum þessum fjölda fyrir vinnu. En ekki trúi jeg því, að ekki megi eitthvað finna sjer til, ef vel er um hugsað og eptk leitað og með samtökum má koma mörgu á leiðis, sem einstökum mönnum er um 1 megn. Jarðabótavinnu ýmis konar má vel koma við jafnvel í kaupstöðum, þegar jafn vel árar eins og nú t. a. m.; það vantar ekki annað en framtak til þess og samtök. Tekið hefir og verið í mál, að viða að og höggva grjót til útfiutnings í seglfestu- stað á kaupskipum, og jafnvel einhver samtök gerð í þá átt i Reykjavík. Hamp- vinna til veiðarfæra er og raunar tómri ráðleysu eða ómennsku að kenna að lagzt hefir niður Jeg vil vona, að greinarkorn þetta geti orðið til þess, að mál þetta verði rætt ýtarlega i blöðum vorum, ef verða mætti að eitthvað gott leiddi af þvi. B. B. Kennarafundur í Khöfn. í sumar, dagana 5.—8. ágúst, á að halda kennarafund í Kaupmannahöfn, þar sem ætlazt er til að kennarar (karlar og konur) og umsjónarmenn skóla frá hinum norrænu ríkjum öllum þremur og frá Finnlandi komi saman og ræði mál þau, er að kennslu lúta og skólahaldi, kynnist hver öðrum o. s. frv. Slíkir fundir hafa verið haldnir fimm sinnum áður, á ýmsum stöðum í höfuð- borgum norðurlanda, með nokkurra ára millibili, síðast árið 1885 í Kristjaníu; þá var þessi fundur, hinn sjötti, ráðgerður þetta ár, og f Khöfn. Stendur nú fyrir þessu fundarhaldi fjölskipuð nefnd ýmissa merkismanna, 21 alls, og er formaður hennar H. N. Hansen, etazráð og borg- meistari í Khöfn. I boðsbrjefi sínu 24. febr. skorar nefndin á alla þá, er ætla sjer að koma á fund- inn, að láta gjaldkera nefndarinnar, Bröchner-Larsen skólaumsjónarmann í Khöfn, vita af því fyrir 1 júlí, og greiða tillag sitt til fundarhalds-kostnaðarins, 5 kr. á mann. Venjulegt hefir verið, að fundarmenn fengju linun i fargjaldi á járnbrautum og gufuskipum, enda kveðst forstöðunefndin í Kaupmannahöfn muni gjöra það sem gjöra þarf til þess að koma því í kring. Naumast mun þó gjörandi ráð fyrir, að henni hugkvæmist að fara þess á leit, hvað ísland' snertir, við hið sameinaða gufuskijiafjelag. Er það og vorkunn, þar sem íslendingar hafa alls eigi sinnt þess- um fundum áður, sem ekki skyldi verið hafa. ]?ví mjög mikið gagn mundu menn hjer á landi geta haft af því, að koma þar. Stjórn kennarafjelagsins hjer hefir nú reynt til að bæta hjer úr skák með því að sækja um linun í fargjaldi hjeðan á fund þennan i sumar. Svar kemur sjálfsagt með næstu póstskipsferð, — í tæka tíð fyrir þá, að vonandi er, sem kynnu að hafa hug á að sækja fundinn. Einn eða tveir kennarar hjer syðra munu þegar ráðnir í fara. feir ættu að verða miklu fleiri. Hefði enn verið til fjárveitingin til ótil- tekinna „verklegra og vísindalegra fyrir- tækja", sem tíðkaðist til skamms tima í fjárlögunum, þá hefði annað eins fyrir- tæki og þetta verið sjálfkjörið til þess að njóta liðs af henni. Einangrunin frá menntunarstraumi heimsins er illt og hættulegt mein fyrir vora litlu þjóð. Oss ríður á að hafa vak- andi auga og áhuga á því, að reyna að verða öðrum þjóðum samferða í því, sem til framfara horfir, andlegra og likam- legra, eptir því sem efni og ástæður leyfa. í nytsamlegri alþýðukennslu og alþýðu- skólahaldi erum vjer nú mjög á eptir öðrum menntuðum þjóðum flestum, og þurfum stórmikið af þeim að læra, en til þess er samvinna við kennaralýð í öðrum löndum ómetanlegur stuðningur. Ðg hvað snertir skólamenntun þá og skólalíf, sem vjer höfum, þá er því doði og hrörn- un vís, ef því er eigi haldið í fjörvæn- legum tengslum við skólamenntun og skólalíf i öðrum menntuðum löndum. fess vegna væri það harla mikilsvert, að menn hjeðan af landi tækju þátt í þessum fundi. f>essi lönd. sem hann halda, standa oss langnæst, og það eru þær einu þjóðir, sem vjer getum almennt haft verulegt samneyti við, vegna tungunnar. Vjer gætum líka svo mikið af þeim lært í slíkum efnum, að vel mundi oss duga fyrst um sinn og fram yfir það. Áformaðar rjettarbætur vinstrimanna i Danmörku. yfirstjórn vinstrímannasambandsíns i Danmörku samdi í vetur boðskrá um rjettarbætur þær, er þeir vilja halda fram og berjast fyrir. Hjer eru nokkur helztu atriðin : Fje því, er rikissjóður hefir handbært, skal, með allri skynsamlegri hagsýni og sparnaði, varið því til efiingar. er atvinnu- brögðum þjóðarinnar máað liði verða, eða til þess, að bæta hagi hinna bágstaddari stjetta meðal þjóðarinnar — og ekki til arðlausra fyrirtækja, sizt til hervirkja. Enga nýja verndartolla má upp taka, Tollvernd þeirri, sem nú er í lögum, skal leitazt við að koma öðruvísi fyrir og minnka hana smátt og smátt, þó með allri nærgætni, sjer í lagi við minni háttar iðnaðarmenn. Ef afnám tollverndar gerir verkmönnum baga, skal leitazt við að ráða bót á því með stjórnarráðstöfunum. Skipagjöld skulu úr lögum numin, hafn- argjöld og þóknun til konsúla skal færð niður. Greiða ber leið fyrir dönskum lands- nytjum á heimsmarkaðinn með því að auka

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.