Ísafold - 02.04.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.04.1890, Blaðsíða 2
106 ' járnbrautir, færa niður flutningskostnað, búa til tollfrjálsar hafnir o.s. frv. Landsstjórnin á að styðja að því, að bændur fái ódýr lán; tilraunastöðvum (fyrirmyndarbúum) skal komið á fót, bún- aðarskólar styrktir, eptirlit haft með fóð- urefnum o. s. fry. Fiskimanna-ogsmáskipahafnir skal búa til, og styrkja menn til að eignast fiski- þilskip og veiðarfæri. Að tilteknum tíma liðnum skal þeginn sveitarstyrkur eigi standa neinum manni fyrir hagnýting borgaralegra rjettinda. Leynilega atkvæðagreiðslu skal upp taka við kosningar á þing og í sveitar- stjórnir. Kosningar skulu fram fara lög- ákveðinn óvirkan dag. Rífka skal kosningarrjett í sveitar- stjórnir. Atvinnu-jafnrjetti kvenna á við karl- menn skal viðurkennt. Konur skulu hafa kosningarrjett í sveitarnefndir. Dómgæzlu í sakamálum skal breytt á þá leið, að lögreglustjórastörf og dómara- störf sje aðgreind, að ákærureglunni sje fylgt í sakamálum og sókn og vörn flutt mtmnlega og í heyranda hljóði, og sak- argögn öll lögð beint fyrir þá, er dæma eiga, og loks, að kviðmenn eigi sem frek- ast dómsatkvæði í sakamálum. Dómgæzlu í einkamálum skal og um- bæta jafnframt sakamáladómgæzlunni, og eptir sömu meginreglum (þó án kviðdóm- ara), svo framarlega sem það seinkar eigi fyrir rjettarbótum í sakamáladómgæzl- unni. Söfnuðirnir skulu hafa ályktaratkvæði um veitingu brauða. Greiða skal fyrir stofnun kjörsafnaða og fyrir því að fá hinn kjörna prest við- urkenndan. Alþýðuskólum skal gjört fært að veita rífari kennslu en áður, og skal fyrst og fremst bætt við tilsögn i þjóðfjelagsfræði og náttúrufræði. Leitazt skal við að auka líkamsæfingar í alþýðuskólum og verklægni. Með ríflegri kennslukröptum skal al- þýðuskólum gjört fært að færa út kví- arnar með því að bæta við sig undirbún- ingsskólum og eptirskólum ; lýðháskólar skulu styrktir ríflegar en áður. Rjett er að hafa sameiginlega kennslu fyrir karla og konur. Leiðina frá lægri skólum til hinna æðri skal gjöra sem greiðasta. Iðnaðarskóla ber að efla og styrkja. Herkostnað ber að takmarka að mikl- um mun. Eigi skal samþykkja eða gjöra sig á- sátta með víggirðing höfuðstaðarins, hvort heldur er landmegin eða sjávarmegin. Leitazt skal við, að fá viðurkennt full- komið hlutleysi eða griðhelgi Danmerkur- rfkis. Utanríkisstjórn Danmerkur ber að haga þannig. að eigi veitist neinu ríki hið minnsta tilefni til að búast við eða gjöra ráð fyrir, að Danmörk, ef ófriður kemur upp, vilji eða geti átt þátt í honum í bandalagi við annanhvorn málsaðila. Að Norður-Sljesvík hverfi aptur undir Danmerkurríki skal reynt að fá fram- gengt á friðsamlegan hátt. T Helgi Einarsson Helgesen, cand. theol., forstöðumaður barnaskólans í Reykjavík, andaðist hjer í bænum í gærmorgun, eptir langvinnan krankleik. Hann var fæddur 15. okt. 1832, sonur Einars trjesmiðs hjer í bænum Helgason- ar, bróður Árna biskups Helgasonar í Görðum. Utskrifaðist úr Reykjavíkur- skóla 1853, með bezta vitnisburði sigldi til háskólans og stundaði þar nám nokkur missiri, en hvarf heim aptur vegna heilsu- brests og tók embættispróf við presta- skólann 1858, með 1. einkunn. þeg- ar barnaskólinn í Reykjavík var stofnað- ur 1863, gerðist hann forstöðumaður þeirrar stofnunar og var það til dauða- dags, þótt eigi gæti hann gegnt störfum þar lengur en fram á miðjan þennan vetur að nokkru leyti. Stundaði hann embætti sitt með mikilli trúmennsku og samvizkusemi, og hafði góða hæfileika til þess, einkanlega lægni og nákvæmni við tilsögn unglinga. Um tíma var hann um- sjónarmaður við latínuskólann. Hann var og einn í skólanefndinni frá 1876, er undirbjó meðal annars reglugjörð latínu- skólans frá 1877. Hann hefir samið kirkjusöguágripið aptan við Biflíusögur Balslevs og ritað nokkrar greinir í blöð og tímarit; hann var og einn af útgef- endum blaðsins „Víkverja‘!. Hann var kvæntur Magdalenu Jóhannesdóttur Zoega, systur Geirs kaupmanns Zoega og hans systkina, er áður átti Lichtenberg skipstjóra í Khöfn ; lifir hún seinni mann sinn ; ekki varð þeim barna auðið. Hann var maður vandaður og vel inn- rættur, —drengur góður, hollur og raun- góður vinur vina sinna og vandamanna. Frá útlöndum. Til 11. f. m. ná dönsk blöð, er komu með síðasta kaupskipi (Bagnheiði). Járnbrautarslys varð í Norður-Ameríku 8. mar: eimlest rak út af brautinni milli Chicago og Buffalo ; 15 manns týndu lífi, 30 meiddust mikið. Gufuskip lítið, «Jarl», fórst 5. marz á leið frá Borgundarhólmi til Khafnar, í aftaka- stormi um nótt. Var drekkhlaðið, af lifandi peningi og öðrum vörum. Skipverjar (11) og farþegar (14 eða fleiri) fórust allir. Rússakeisari á nýlega að hafa fengið hótun- arbrjef um að hann skyldi hafa sams konar forlög bráðlega eins og Pjetur keisari þriðji, Páll fyrsti og Alexander annar, ef eigi væri breytt alveg til um stjórnarháttu á Rússlandi. þessir þrír keisarar, sem nefndir eru, voru allir myrtir. Hjúskapur fullráðinn að sögn með þeim Nikulás keisaraefni á Rússlandi og Margrjeti keisaradóttur, systur Vilhjálms þýzkalands- keisara. Stórþingið norska hefir samþykkt með öllum þorra atkvæða ávarp til konungs þess efnis, að rísi ágreiningur milfi Noregs og annara ríkja. þá skuli leggja það mál í gerð. Aflabrögð rýr enn í syðri veiðistöðun- um hjer við flóann, íáir meira en 60—70 í hlut, fjöldinn lítið sem ekkert; bæði lítið> um fisk og gæftir mjög slæmar. Hjer úr bænum var róið af fáeinum skipum laugardag 29. þ. m., og fjekk einn 36 í hhit, á dýpstu miðum,mest ýsu. í fyrra dag var róið, og fengu fáeinir 20—30 í hlut, á dýpstu mið- um, smælki. Sigling. Kaupskipið Bagnheiður, skipstj. Bönnelykke, kom hingað 30. f. m. — daginn áður í Hafnarfjörð —, eptir 13 daga ferð frá Khöfn, með ýmsar vörur til verzlunar J. O. V. Jónssonar heitins. I gær kom norskt timburskip, Island, frá Mandal, með farm til verzlunar Christiansens. timburkaupmanns. Veðrátta stórviðrasöm mjög, en frostlaust og einstaklega vorlegt yfir höfuð. MEIRI„FJ.K0NU“-RÓGUR. Eins ogsiður er óhlutvandra sögumanna, reynir „Fj.kon.“ að slá út í aðra sálma og klóra með bjegóma-vífilengjum ofan yfir ósannindin, sem hún flutti nm daginn um Bókmenntafjelagið, en verður í rauninni að> kyngja þeim niður ; þar er ekkert undanfæri. Fyrir illkvittnissögunni um, að „stjórn Bók- menntafjelagsins semji allar tillögur um fjelags- mál fyrir fram og sendi út í pukri þjóna sína til að tryggja sjer næg atkvæði með þeim, áður en, fundur er haldinn", getur hið göíuga málgagn nú ekki borið annað en það, að „stjórnin hafi lagt fram á fundum tillögur, er hún hefir samið> fyrir fram“, stundum prentaðar. Með því, að stjórnin hafi stundum eða einhvern tíma samið tillögur um fjelagsmál fyrir fram, á að vera rjett- lættur sá áburður, að hún semji allar tillögur sínar um fjelagsmál fyrir fram (hafi það fyrir stöð- ugan vana) og sendi svo út í pukri [>jóna sína til að safna atkvæðum fyrir þeim ! Slíka óhlutvendni í orðum leyfa sjer ekki aðrir en þeir, sem búnir eru að bíta höfuðið af allri skömm í slikum efnum. Að bornar sjeu upp í Bókmenntafjelaginu fyrir fram samdar tillögur, hvort heldur eru frá stjórn- inni eða öðrum, er ekkert tiltökumál. það er al- siða f öllum fjelögum og á öilum þingum, sje þess. nokkur þörf og hægt sje að koma því við. Á alþingi og öðrum löggjafarþingum er það> aðalreglan. það er ekki nema til bóta, til þess að hlutaðeigendur hafi því betri tími til að átta sig á tillögunum. í Bókmenntafjelaginu er það örsjaldan gert, því að þar koma sjafdnast þau vandamái fyrir, að þess sje nokkur þörf. Laga- hreytingatillögur er samt lagaskylda að semja fyrir fram og láta fylgja fundarboði hálfum ’mán- uði fyrir fund, og væri því skrítið að telja það á- mælisvert. Að öðru leyti hefir einu sinni verið tilbúin og prentuð fyrir fram tillaga til fundará- Jyktunar i tíð þeirrar stjórnar, sem nú er hjer í deildinni, í vandasömu máli, heimflutningsmálinu, til Ijettis fyrir fjelagsmenn, er fengu hana allir hjer í bænum með fundarboðinu, án alls pukurs og án allrar atkvæðasmölunar af stjórnarinnar hendi eða með hennar vilja og vitund. jNáttúr- lega var sú tillaga samin eða samþykkt af stjórn- inni í heild sinni, en ongan veginn af forseta ein- um. Ein8 og vitanlegt var, hefir „Fj.kon.“ búið til áminnztan áburð á fjelagsstjórnina — að hún semji allar tillögur fyrir fram og sendi út í pukri pjóna sína o. s. frv. — eingöngu í því skyni, að svala sjer á forseta einum, en orðið það á, að nefna stjórnina i heild sinni, og hugsað ekki eptir því þá í svipinn, að það eru menn — eða maður — í stjórninni, sem eigandi -gagnsins vill heldur koma sjer vel við en ekki. Nú hefir hann áttað sig á þessu, og fer að bögglast við að undanþiggja hina. En það er um seinan. þess þarf ekki að geta, að dylgjur þær, er hann skýtur nú inn í klausu sína um, að stjórnin hafí látið smala atkvæðum fyrir sig, þegar hún hafi

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.