Ísafold - 09.04.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.04.1890, Blaðsíða 3
115 Strandasýslu í vetur, og þó einna mestur utanvert við Steingrímsfjörð; gengu tveir bátar um tima frá Smáhömrum í Tungu- sveit, og aflaðist á þá að sögn um 400 hákarlar að tölu, en margir höfðu verið smáir. Heilsufar fólks í þessu plássi hefir ver- ið gott; um þennan tíma enginn dáið. Isafil'ði 23. marz : „Hafísliroði kom í Djúpið 6. þ. m., og varð í nokkra daga ekki komizt á sjó vegna hans að vestan- verðu í Djúpinu. Kom þá um leið frost- kafli, 8—io° R. ísinn er nú farinn, og siðustu dagana hefir verið góður afli í Midjúpinu. Hagar góðir alstaðar, víðast hvar næg hey, og skepnuhöld góð. Tveim hvölum hafa Langeyringar náð. Hinn 1. marz hafði enn ekkert spurzt til Vonarinnar, skips Á. Asgeirssonar, er hjeðan fór 10. desbr. f. ár, og sem þeir þrír skipverjarnir frá Holger tóku sjer far með, sem komust lífs af í strandinu 26. nóvbr. HúnaTatnssýslu vestanv. 30. marz: „Nú er komið vor, og að almanakstali vetur- inn liðinn, og hefir ekki gert vart viðsig að heita má. En nú eru úr öllum áttum hafís-fréttir: mælt, að sjezt hafi (frá Tjörn á Vatnsnesi) spöng fyrir Húnaflóa í vik- unni sem leið ; nú fyrir tveimur dögum fregn um, að nokkrir jakar væru komnir inn undir Guðiaugshöfða milli Hrútafjarðar og Bitru.og Strandasýslupóstur kemur með þær frjettir, að meiri og minni hroði sje á hverjum firði fyrir utan Reykjarfjörð. Nú eru allir samt vongóðir um að fá gott vor, og eiga miklar fyrningar eptir þennan góða vetur“. Skagafirði. tímabilið 26. jan. tilig. marz: „I næstl. febrúar var veðráttan mild og góð, vindstaðan vanalega suðvestan, og næg jörð. Bráðapest hefir í vetur gert með minnsta móti vart við sig í sýslunni, og skepnuhöld eru um þetta leyti án efa í mjög góðu lagi, þar eð heyin voru í haust mikil og vel verkuð, þótt þau hafi verið fóðurljett, og veðráttan mild. þ>esservon, að hagur manna batni, nema ísinn komi °g liggi hjer. — Heilsufar gott“. Eyjafjarðarsýslu (norðanv.) iq. marz: „Veturinn hefir yfir höfuð að tala verið góður hjer, þó gert hafi hríðarskot ann- að slagið. Frostið í vetur komizt hæst !3°R. (8. þ. rn.). Nú um tíma verið utan og austan hrlðarstormar, og í morgun var komið hjer fyrir dálítið hafísjakastangl, en þó ekkert að sjá til hafsins af honum. Hákarlsafli á vetrarskip í Fljótum orðinn allgóður siðan á nýári, 11/ til 21/., lýsistunna til hlutar. Flenshorgarskólanum var sagt upp um síðustu mánaðamót, eptir að hann hafði staðið 6 mánuði, eins og vandi er til. Nemendur voru 20 í vetur; af þeim 15 nýsveinar (2 úr Eyjafjarðar, 1 úr Rang- órvalla, 1 úr Árness, og 1 Húnavatnssýslu, en binir úr Gullbringusýslu). ,_Heimavist höfðu g piltar (3, er beðizt höfðu heimavistar, komu ekki). Kostn- aður fyrir þá mun hafa orðið líkur og í fyrra : um 100 kr. fyrir hvern. Kennslugreinir voru sömu og að und- anförnu (islenzka, danska, enska, saga, landafræði, tölvísi, eðlisfræði, náttúrusaga, söngur). Leikfimi varð enn ekki kennd sakir skorts á húsnæði. í barnaskólanum voru 50 börn. Seinni part vetrar var kennd náttúrufræði (um byggingu líkama mannsins), auk hins venjulega (kristindómur, lestur, skript, rjettritun og reikningur). Burtfararpróf tók að þessu sinni eng- inn. þ>að mun síðar auglýst í „ísafold“, með hverjum kostum heimasveinar verða teknir næsta ár, og á hvaða tima umsóknarbrjef þeirra og annara, sem skólann sækja. þurfa að vera komin til skólastjórnarinnar. Yeitt hrauð. Landshöfðingi hefir 2. þ. m. veitt Heydalabrauð fyrrum prófasti síra þorsteini þórarinssyni á Berufirði, samkvæmt kosningu safnaðarins, — 1 at- kvæðis munur milli hans og kand. Magn- úsar Blönd. Jónssonar. Afmælisdagur kommgs. Óvenju fjöl- mennt afmælis-samsæti var haldið í gær- kveldi hjeríbænum í „hótel Reykjavík11: fyrst borðhald, af 117 manna, karla og kvenna, og danz á eptir. Fyrir minni konungs mælti amtm. E. Th. Jónassen, fyrir minni íslands landshöfðinginn, fyrir minni landshöfðingja síra J>órh. Bjarnar- son, og fyrir minni kvenna landshöfðing- inn. í latinuskólanum var engin minningar- hátíð, vegna þess, að stiptsyfirvöldin höfðu viljað afstýra hinni miklu drykkjuskapar- óreglu pilta, er átt hefir sjer opt og ein- att stað undanfarið í þessum konungsaf- mælisveizlum, með því að mæla svo fyrir, að ofdrykkja þeirra skyldi metin jafn- saknæm við það tækifæri sem endrarnær, og var það gjört samkvæmt ósk eða til- lögum rektors og kennaranna á fundi. En þá vildu piltar heldur vera án alls hátíðarhalds þennan dag. Er það hugg- unar- og fagnaðarefni fyrir áhugamikla bindindisóvini, hve höfðingjaefni þessi sýna sig líkleg til öruggrar framgöngu undir merkjum Bakkusar. Aflahrög'ð. Fiskur nú sagður kominn mikill í Garðsjó, og því aflavon góð þar syðra, ef gæftir fara batnandi. Af Eyrarbakka skrifað 4. þ. m.: „Gæft- ir eru óvenjulega stirðar, en sjálfsagt nógur fiskur fyrir, ef gæfi. Hlutir munu hjer i meðallagi, um 200, um */3 þorskur. Líkt er á I.optsstöðum og Stokkseyri, samt líklega heldur minna, og lítið í þ>or- lákshöfn. Aptur betra í Selvogi. ÍLand- eyjum hefir orðið vel vart, en ógæftir hamla þar stöðugt. Vestmannaeyjaskip kvað hafi hlaðið undir Landeyjasandi. Daiiin 5. þ. m. hjer í bænum Símon Bjarnason, fyrrum bóndi í Laugardælum, bróðir síra Guðmundar heit. Bjarnasonar á Borg Pappírseyðslan í lieiminum. Fyrir tiu árum taldist fróðum mönnum svo til, að eytt væri 1800 miljónum punda af pappír á ári um hinn menntaða heim. Nú er pappírseyðslan á ári að sögn komin upp í 3000 miljónir punda. Fjörutíu af hundraði af þessum ósköpum fer í dag- blöð, þ. e. 12 milj. pd. Sje það satt, að menntun mannkynsins megi marka á pappírseyðslunni, þá er ekki smávegis framfaraskrið á henni á þessum timum. Allsherjar-bindindisfundur á að verða I Kristjaníu í sumar 3.—5- sept. hyrir honum gengst nefnd manna í Norvegi, og er landlæknir Dr. L. V. Dahl formað- ur nefndarinnar. Áskorun um að sækja fundinn hefir verið send til allra bindind- isfjelaga og nafnkenndra bindindisvina um alla norðurálfu, og er I ráði að koma á allsherjar-yfirstjórn 7 manna nefndar yfir öllum bindindissamtökum um alla álfuna. Að öðru leyti er aðaltilgangur fundarins, að gjöra grein fyrir árangrin- um af þvi, sem reynt hefir verið í ýmsum löndum til þess að útrýma of- drykkju eða allri nautn áfengra drykkja, þar á meðal af Gautaborgarreglunum, sem svo eru nefndar. í sambandi við fundinn á að vera sýning bindindisrita frá ýmsum löndum, sýnishorn af bindind- ismannadrykkjum o. s. frv. í Berlín fjölgar fólk um 50,000 á ári hverju. þ>essa árs fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs þar nema 116 miljónum króna. Skuldir bæjarins nema rúmum 170 milj. króna. þ>ar af hefir 140 milj. kr verið varið til gasgerðarhúsa, til að veita vatni inn i hús og hýbýli o. s. frv ,• til fjenað- arhaga og fleiri fyrirtækja til almennings- nota. Leiðarvísir ísafoldar. 426. Hreppsnefnd annars hrepps hefur eignar- rjett vfir þurrabúð viö sjó (í kauptúni). Er henni þá ekki heimilt að setja þangað þurfamann, er henni ber að sjá fyrir, þótt þurfamaður þessi eigi svo sem ekkert til ? Getur hreppsnefndin þar, setn þurrabúðin er, bannað þetta ? Sv. : Já, hún getur bannað það. 427. Sýslumaður nokkur úrskurðaði fæðingar- hrepp manns þar, sem móöir hans hafði fætt hann á ferð, án tillits til þess, hvar hún (móðirin) ætti lögheimili. Annar sýslumaður úrskurðaði fæðing- arhrepp þessa sama manns þar, sem móðir hans átti lögheimili, án tillits til þess, að hún fæddi hann á ferð. Hvor úrskurðaði rjettara ? Sv.: Hinn síðarnefndi sýslumaður hefir álitið sannað, að móðirin hafi haft fast heimili (lögheimili) þegar hún ól barnið, en hinn ekki. Af því mun ágreiningurinn stafa. 428. Ekkill, sem búið hefir norður í Skagafirði, fiutti siðastliðið vor suður á Akranes, og brá um leið búskap. Bóndi þessi hafði setið í óskiptu búi, og fóru erfingjar búsins þess því á leit næst- liðið haust, að búinu yrði skipti af skiptaráðanda. Ber nú ekkiskiptin í þessu búi undir þann skipta- ráðanda , í hvers umdæmi búið stóð stðast ? Sv. : þetta er ekkert undir því komið: hvar ekkillinn rekur búskap eða hefir rekið. 429. Annar ekkill, sem um mörg ár hefir setið í óskiptu stóru búi, brá búskap síðastliðið vor, og fór til eins af börnum sínum, án þess að skipti færu fram á búinu. Er skiptaráðanda ekki skylt að taka bú þetta til skiptameðferðar, sölcum fjar- staddra erfingja, er ekkert vita um þetta og full- komnar likur eru til, að búið með þessu lagi verði ailt að eyðslueyri ? Sv.: Rjettur ekkilsins til að sitja í ðskiptu búi baggast ekkert fyrir það, þótt hann hætti búskap (bregði búi). 430. Er bónda þessum heimilt að úthluta ýms- um munura úr búinn til sumra erfingjanna með lágu verði, en ganga alveg fram hjá sumum þeirra? Sv.: Hann hefur ótakmörkuð umráð yfir búinu, meðan hann situr í því óskiptu. 431. Getur skiptaráðandi eptir kröfu sumra erfingjanna tekið bú þetta til skiptameðferðar (ef hann hefir ekki gert það áður), þó einn erfinginn sje í Noregi, er ekki veit neitt áreiðanlega um þetta, og engin innköllun hefir verið gefin út ? Sv. : Já, hann er meira að segja skyldugur til þess, einmitt vegna hins fjarverandi erfingja, ef erfingjarnir á annað borð hafa lög til að heimta skipti (t. d. eru nú orðnir myndugir, einn eða fleiri). 432. Eru ekki afsalsbrjef, undirskrifuð með vit- undarvottum, fullgild þegar um sölu lausafjár er að ræða — þó þau sjeu ekki þinglesin, ef afhend- ing fjármunanna hefir farið fram ? Sv.: Jú, afsalsbrjef meir að segja alveg óþarft. 433. Tveir menn seldu hross á markaði 1. júní 1889, annar 3, en hinn 5. Hrossin voru þá borg- uð að nokkru leyti í peningum, en hinn partur- inn með vörum í júlí. Seljendur áttu að gevma þessi hross þangað til 9. júlí; þá áttu þau að af- hendast kaupanda. Voru bú þessir seljendur

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.