Ísafold - 16.04.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.04.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis J kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skriffeg) bundia við áramót, ógild nema komin sje tilntgefanda fyrir i.okt, Af- greiðslust. í AnMtirstræH 8. XVII 31. Reykjavík, mióvikudaginn 16. april 1890. Pöntunarfjelag Skagfirðinga. Úr Skagafirði skrifaðig. f. m.: „Hinn 11. f. m. var haldinn pöntunarfjelagsfundur i kaupfjelagi Skagfirðinga á Sauðárkrók. Formaður fjelagsins, síra Zóf. Halldórsson, var kosinn fundarstjóri, og alþm. Ol. Briem skrifari. Allir deildarstjórar fje- lagsins, ii, voru mættir. Fundurinn var j haldinn i heyranda hljóði, og var fjöldi manna viðstaddur. Fundarstjóri lagði fram aðalreikning frá hr. L. Zöllner, við- skiptamanni fjelagsins erlendis, somuleiðis reikning yfir vörur þær, er fjelagið hafði fengið i sumar, og yfir sölu þeirra 27 hrossa, sem fjelagið hafði sent sem borg- un, og afgreiddi hann þessa reikninga til deildanna, og afhenti þá endurskoðunar- mönnum. Sömuleiðis afhenti hann þá reikninga til deildanna yfir vörur þær, sem þær höfðu fengið hver um sig í haust í oktbr móti borgun í sauðum, er þá voru sendir til L. Zöllners, að tölu 604; var þeim skipað út í Hofsós 30. sept., og á Sauðárkrók 1. okt Vöntun skýrslna innanlands í hendur formanni hafði hindrað, að hann gæti samið og afhent fjárreikningana fyr en rúmri viku eptir fundinn, en um það bil sendi hann deildarstjórum fjárreikningana og peninga .þá, er hverri deild bar. A fundinum urðu miklar umræður um það, að minnka verðmun á geldurn ám •og sauðum með jöfnum þunga frá því, er lögin ákveða, færa hann úr '/g í '/ío' en þessi uppástunga fjell að lokum. Sömu- leiðis sú. að borga hvert pund eins í sauðnum, hvort sem hann vægi mikið eða lítið, miðað við ioopd. sauð, og urðu einnig um þetta langar umræður. Regl- an við útreiknirig sauðaverðsins er nefni- lega hjá oss þessi: ,.skal verðið miðað við 100 pd. sauð, en reiknast «/„ hærra fyrir hvert pund, er sauðurinn hefir þar fram yfir, og jafnmikið dregst frá fyrir hvert pund, sem á vantar". £>að væri einkar- fróðlegt, að önnur kaupfjelög vildu einnig skýra frá, hvaða reglum þau fylgi f þessu efni. A1lir voru síðan eindregið á því, að halda þessari pöntun áfram, enda höfðu viðskiptin við hr. Zöllner yfir höfuð revnzt hagkvæm næstl. ár. Fundarstjóri lýsti sinni skoðun yfir, að fjelagið ætti annað- hvort að vaxa, helzt þannig, að það gæti sent lítinn fjárfarm sjer á skipi, og fengið vörur á hinu sama skipi, svo að eigi yrði tilfinnanlegt, þótt eitthvað dálítið skakka- fall kæmi fyrir, eins og einnig hr. Zöllner hafði bent á í brjefi til fjelagsins, er for- maður las upp, eða það ætti að deyja að öðrum kosti, ef menn gæfu sig ekki að þvf nema með um 600 fjár. Samt væri neyðarkostur, að deyða fjelagið. Eptir nokkrar umræður um þetta var það einnig samþykkt, að panta vörur, þótt eigi fengjust nema 1000 sauða loforð, og jafn- vel minna fje, ef hr. Zöllner gæti fært vörur og náð því fje dn sjerstaks kostn- affar fyrir fjelagið. — Uppástunga kom fram um, að mega panta fyrir peninga, eins og fje. Var hún rædd lengi með fjöri, en eigi náði hún samþykki fundar- ins í það sinn. — pá átti að kjósa for- mann og aðra embættismenn fyrir fjelagið fyrir næsta ár, samkv. lögum þess. Fundarstjóri tók fram, hve æskilegt væri, að sinn formaður væri hvoru megin fjarð- arins; var samþykkt, að hafa aðalfor- manninn vestanmegin, en vara-formann- inn austanmegin. pá lýsti fundarstjóri yfir þvi, að hann væri ófáanlegur til að taka á móti formanns-kosningu, af því hann hefði svo mikið annað á hendi, og eigi sízt af því, að verzlunarstörf væru svo óliks eðlis þeim störfum, er ættu að vera aðalstörf hans, að hann gœti ekki leyst þau eins vel af hendi og ella. Síðan var kosinn aðal-formaður kand. phil. Jón Jakobsson á Víðimýri (vestan vatna), og skólastjóri Hermann Jónasson formaður austan fjarðar. Meðstjórnar- menn voru kosnir Vigfús hreppstjóri Guðmundsson á Sauðárkrók (eða Jón sýslunefndarm. í Brennigerði) og Konráð hreppstjóri Jónsson í Bæ (hjá Hofsós). Yfirskoðunarmenn reikninganna næsta ár, voru kosnir alþm. Olafur Briem og sjera Z. Halldórsson. Sumarpöntunin mun að eins hafa verið nálægt 1250 kr., kostnaður erlendis þar í talinn. Haustpöntunin mun hafa verið bæði á Sauðárkrók og Hofsós um 8000 kr. virði. Kostnaður allur erlendis er þar í talinn. Jeg sagði áður, að fjelagið hefði sent út 604 kindur, flest sauði. vetur- gamla og eldri. Engin kind var tekin ljettari en go pd., samkv. lögum vorum, og þyngsti sauðurinn var 146 pd. á fæti. pað var fullorðinn sauður frá Skíðastöð- um í Reykjasókn. Meðalþyngd sauðanna var nál. 110 3/4 pd. Sumir höfðu látið sína ljettustu sauði, af hræðslu fyrir einhverj- um óförum, svo þeir ættu minna í hættu. Meðalverðið, áður en innanlandskostnaður er dreginn frá (0: kaup vigtarmanna í deildunum og útskipun) hafa menn sjeð í blöðunum. En einnig er fróðlegt að sjá, hvaða verð varð á sauðunum eptir mis- munandi þyngd, eptir lögum fjelagsins. Fyrir sauð, sem viktaði á fæti 90 pd., fekkst 13 kr. 83 a. 139 pd. fekkst 2^ — 22 - 146 — — 24 —44 - pegar þetta verð er borið saman við verð sauðanna hjá Dalamönnurc í ísaf. q þ. á., sjest, að þeir gjöra meiri verð- mun en vjer. Má án efa eigi vera minni verðmunur á vænu og Ijelegu fje. en hjer er gerður. Um þá kosti, sem jeg álít pöntunar- fjelög hafa, þarf jeg eigi að tala, en vísa í því efni til hinnar ágætu ritgerðar eptir forstjóra pöntunarfjelags Dalamanna í ísa- fold þ. á., sem jeg er í öllu samdóma. 1 fyrstu lofuðu menn fleiri sauðum l fjelagið í fyrra, en þegar sauðaverðið hljóp óvænt upp i haust, þannig, að gefn- ar voru 13—20 kr. fyrir sauði vetur- gamla og eldri í sýslunni, fyrir óvanalega samkeppni erlendra fjárkaupmanna, urðu margir svo hræddir um, að þeir fengju minna, ef þeir ljetu þá í fjelagið. að þeir hættu við að láta þá í fjelagið, en seldu þá hjer. En sem betur fór, reyndist þessi hræðsla óþörf. Svo var sú saga sögð hingað í haust í nóv. snemma, að fleiri hundruð sauðir heföu drepizt á leið- inni út, sökum óveðurs, á skipi því, er fór með pöntunarfjeð. Var hún sögð sem sönn, og trúðu menn henni, unz brjef kom með full skil frá Zöllner um jólin. Reyndist þá sagan alveg ósönn. Ætlun mín er, að pöntun hefði dáið hjer, ef margt af þessu fáa fje hefði farizt á leiðinni út. Annað atvik kom fyrir við útskipun á fjenu á Sauðárkrók í haust 1. okt., sem vakti athygli og ógeð margra. þegar útskipun var nær lokið, var komið með 10 dauðar kindur á land úr skipinu, þar á meðal eina lærbrotna og stungna á háls, og allar meira og minna marðar og blóðhlaupnar. Fjelagið átti 7. Stýri- maður kenndi því um, a^ fjeð hefði farið of hart ofan stigann í lestina. Sama bar kapteinninn, og tók því fjarri, að taka þátt i skaðanum, er sýslumaður tór fram á. — Vonandi er, að slíkt komi eigi optar fyrir, síður vegna skaðans i þetta sinn, heldur en vegna þess hugarfars, sem það virðist bera órækan vott um. Með afskipti hr. Zöllners og reikninga hans hafa menn ástæðu til að vera á- nægðir. Vöruverð hingað er svipað og í öðrum fjelögum, þó heidur hærra en Arnesinga, án efa af því, að hjer var svo lítið pantað". 95 — — 14 — 79 - 100 — — 15 — 75 * 105 — — 16 — 70 - 110 — — 17 — 66 - 120 — — 19 - 57 - 130 — — 21 — 50 - Erm um útgjörðarkostnað og út- róðramenn. í 16. og 17. tbl. ísafoldar þ. á. hefir „sveitamaður, vanur sjávarútgerð" gjört nokkrar athugasemdir við greinir þær, er jeg ritaði um útgjörðarkostnað og útróðrarmenn, en þó við sjeum samdóma

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.