Ísafold - 16.04.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.04.1890, Blaðsíða 3
123 iram ueinir peningar eptir liann hjer, og furðaði það margan, því hann var haldinn peningamaður. Munir hans voru seldir á uppboði. -Bn nokkru siðar dreymir Sigriði dóttur hans, að faðir hennar kemur til hennar, og segir við hana: Peningarnir eru í gaflinum! Hann sagði ekki, í hvaóa gafli, og þvi hafði hún ekki gagn af draumnum. En draumurinn styrkti grun hennar, að iaðir sinn hefði látið peninga eptir sig og fólgið vandlega, svo sem hann átti lund til. Honum hafði einhverju sinni orðið það að orði, að utanlands, þar væri vand- geymdir peningar. Dóttir hans vakti einu sinni máls á þvi, að hann segði sjer i trúnaði, hvar hann geymdi peniuga sína. „Nei, ekki gjöri jeg það“, svaraði hann ; „þú átt vin, og þú segir hon- um, og svo á hann vin og hann segir honum“. Meira fjekk hún ekki. í hvaöa gafli voru peningarnir geymdir ? Hvar annarsstaöar en í gaflinum á kistugarmin- um hans Vigfúsar í Simbákoti, sem sagt er frá i lsafold 5. þ. m. fetta flaug J>órlaugu óðara i hug, er hún las þar skýrsluna um peningafundinn. Enda kemur aldur peninganna allvel heim við það, að svo gæti verið ; yngsti peningurinn er frá 1842. fær fórlaug og Sigriður voru samtíða eptir að Sigríður kom vestur, og sagði hún lag- systur sinni sögu þessa. Yoru þær vinkonur alla tið eptir að þær kynntust. Sigriður var kona vönduð til orðs og æðis og vel látin alla æfi. |>að var árið 1846, sem Guðm. próf. Vigfússon fluttist frá Stóra-Núpi að Borg. „K a m b s m ál i ð“, sem hjer er nefnt, er eitt- hvert hið stórkostlegasta þjófnaðarmál, er sögur fara ef hjer á landi á siðari öldum. J>að var höfð- að fyrst fyrir húsbrot og rán, framið aðfaianótt hins 9. febr. 1827 að Kambi í Flóa af Sigurði Gott- sveinssyni, Jóni Geirmundssyni, Jóni Kolbeinssyni og Hafliða bróður hans , en þar að auki urðu undir málssókninni 26 menn aðrir uppvisir eða grunaðir um þjófnað og ýmisleg önnur afbrot. J>eir fjelagar 4, er nú voru nefndir, komu að Kambi þessa nótt. Voru þeir flestir skinnklæddir og höfðu strigatuskur og dulur yfir höfðum sjer og fyrir andlitinu, til þess að gjöra sig torkenni- lega, en foringi þeirra, Sigurður Gottsveinsson, var útbúinn með löngu og oddhvössu saxi, til varnar og mótstöðu, ef á þyrfti að halda. þeir komuábæinu um miðnætti í hinu mestaóveðri og brutu upp þegar, en fólk allt. Hjörtur bóndi Jóns- son, vinnukonur hans tvær, og barn 6 vetra gam- alt, lá í fasta svefni. Síðan gengu þeir að rekkj- um, gripu heimafólk nakið og færðu niður á gólf og bundu á höndum og fötum; síðan dysjuðu þeir það allt á gólfinu undir reiðingi, sænguríötum, kvarnarstokki, kistu og öðru þvíliku, er þeir í myrkrinu fengu þrifið til. Eptir það tóku þeir að ræna, brutu upp kistu og kistil, sem peningar voru geymdir i, en ógnuðu bónda á meðan, og kváðust mundu skera hann á háls, ef hann ekki segði til peninga sinna. {>á er þeir höfðu rænt meira en 1000 rd. virði í peningum, og þar að auki ýmsum öðrum munum, sem þeir þóttust geta not- að, hurfu þeir burt, og ljetu iólkir eptir bundið og nakið, eins og áður er getið. t>ó stakk Sig- urður Gottsveinsson, er verstur var og harðúðug- astur allra ránsmannanna, upp á því áður þeir fóru, að leggja eld i bæinn og brenna fólkið inni, er þar lá i böndum , en hinir löttu þess. Rann- BÓknir og þinghöld í illvirkismáli þessu fóru fram í 98 daga, og heppnaðist það að lyktum, einkum fyrir framkvæmd og dugnað undirdómarans (þórð- ar sýslumanns Sveinbjarnarsonar, er siðar varð háyfirdómari), og sækjanda (Jóns á Ármóti Jóns- sonar, föður f>orsteins sýslum. Jónssonar og þeirra bræðra) í hjeraði, að komast fyrir þjófafjelag mikið, sem um nokkur undanfarin ár liafði framið mörg illvirki og eignarán á ýmsum stöðum í Árnes- sýslu. (Ný Eélagsr. V.), Hæstirjettur dæmdi 15. júní 1829 Sigurð Gott- sveinsson til að sæta húðstroku við staur og æfi- löngum þrældómi i rasphúsi, en þá Jón Geir- mundsson, .lón Kolbeinsson og Hafliða Kolbeins- son til að sæta húðstroku við staur og æfilöngum þrældómi í festingu. Jón Kolbeinsson dó erlendis, og Sigurður var hálshöggvinn þar 1834. fyrir banatilræði við fanga- vörð. Landamerkjadómur ónýttur. Lands- yfirrjettur dæmdi í fyrra dag ógildan landamerkjadóm og vísaði heim málinu, út af landaþrætu mill Skóga og Skarða í Reykjahverfi í fúngeyjarsýslu, með því að merkjadómendur höfðu eigi tekið til greina framlagt og margþinglesið afsals- brjef frá 5. maí 1652 fyrir 30 hndr. í Skörðum, þar sem landamerkjum er svo lýst, að „fyrir sunnan Skörð ráði landa- merkjum Skógaá, sem fellur í millum Skóga og Skarða; fylgir jörðu þessari Skörðum allt samfast land, Grísatungur og allt austur að Sæluhúsinu móts við Fjallamenn11. í stað þess að fara eptir skjali þessu hafði merkjadómurinn að eins látið Skóga-á ráða merkjunum meðan hún rennur beint, en úr því sett önnur merki, sem virðast vera beinni en áin. „En til þess þannig“, segir yfirdómurinn, „að vikja frá og dæma þvert ofan í hið eina áreiðanlega skilríki fyrir landa- merkjum jarðanna, sem komið er fram af hálfu málsaðila, virðast dómendur eigi hafa haft lögmæta heiroild11. Osannað og óviðurkennt i málinu, eptir hinum fram- lögðu skjölum þess, að hinn stefndi hafi brúkað hið umþrætta land 20 vetur eða lengur, „enda gæti það og eigi hnekkt gildi afsalsbrjefsins, sbr. Jb. Llb. kap. 26 niðurl.“ Málskostnaður fyrir merkjadómi var látinn falla niður, en stefndi, Sigurpáll Árnason, dæmdur til að greiða eigendum Skarða 30 kr. upp i málskostnað fyrir yfirdómi. Ymsir lamlsyfirrjettardómar. I ands- yfirrjettur staðfesti í fyrra dag fjárnáms- gjörð fyrir 1520 kr. skaðabótum hjá O. J. Haldorsen timburmanni í Rvík til handa kaupmanni M. Tohannessen s st. fyrir þilskipið Vonina, er farizt hafði af Hald- orsens völdum kaustið 1888, en færði fjárnámsgjörðarkostnaðinn niður úr 47 kr. i 13 kr. og dæmdi Johannessen i 10 kr. málskostnað fyrir yfirdómi. S. d. sýknaði yfirdómurinn Pál Jóa- kitnsson í Árbót í fingeyjarsýslu af kröfum Marteins forsteinssonar um vinnu- mannskaup og matarverð fyrir að hafa vísað sjer úr vistinni haustið 1888, og vísaði frá lögreglurjetti kröfum Marteins út af líkamlegri árás og meiðslum — Páll hafði slegið hann í andlit til blóðnasa og skemmda —, með því að Marteini hafði eigi tekizt að sanna það, gegn skýlausri neitun Páls, að hann hafi verið vistráðið hjú hans krossmessuárið 1888—8q. S. d. var Guðrún Guðmundsdóttir úr Vestmanneyjum dæmd i 2 + 5 daga fang- elsi við vatn og brauð og málskostnað fyrir þjófnað. Hjeraðsdómur staðfestur. Loks var Nikulás Guðmundsson úr Húnavatnssýslu dæmdur í yfirrjetti s. d. f 20 kr. sekt í landssjóð eða til vara 6 daga einfalt fangelsi, ásamt málskostnaði og skaðabótum (10 kr.) fyrir heimildar- lausa töku og brúkun á hryssu, sem. annar maður átti. Tvívegis hafði maður þessi verið dæmdur áður fyrir þjófnað, og" einu sinni fyrir þjófnað og heimildarlausa töku og brúkun á annara hrossum. Vægðin í þessum dómi stafar af því, aö álitið var, að hann hefði eigi verið full- komlega með sjálfum sjer, þegar hann framdi brotið (40. gr. hegningarlaganna). Staðfestur hjeraðsdómurinn. Fiskisamþykktarbrot er það óbeinlínis og það mikið viðsjárvert, sem Jón bóndi í Deild á Álptanesi hafði í frammi í fyrra dag við einn formann hjer af Sel- tjarnarnesi, Friðrik Olafson í Bakkakoti. Samþykktin eða samþykktirnar (frá 9.. júni 1885 og 11. janúar 1888) ná ekki til þeirra, er sækja róðra af Seltjarnarnesi eða úr Rvík, og er þeim þvf fullheimilt að leggja net fyrir utan hina tilteknu merkjalínu, enda hafði Friðrik gjört það, á svonefndri Sandaslóð. Eigi að síður rýkur Jón þessi til, undir eins og hann sjer dufl Friðriks, og fer að draga upp net hans, með 30 í hlut af fiski, og ætl- ar með það á land allt satnan. En af því Friðrik var nærri staddur með sina menn, þá fekk hann aptrað þvi, að Jón kæmi fram áformi sinu. í annan stað er Jón alls eigi skipaður tilsjónarmaður, og" hafði því ekkert vald til þess að taka net upp fyrir öðrum, pótt þau hefðu verið ó- löglega lögð, sem ekki var. Hjer var því tvöföld lögleysan af hans hendi: fyrst að ætla að beita samþykktarreglunum við mann, sem er þeim alls eigi háður, og annað það, að taka sjer valdsmanns- dæmi, sem hann hafði alls eigi. þ>að er að eins, ef net eru látin liggja í sjó í straumana, þegar þau eiga að vera í landi, sem hverjum er það heimilt að taka netin og flytja í land. Annars mega það ekki nema hinir skipuðu tilsjónar- menn. Saniþvkktirnar eru nú búnar að vera 1 gildi í nokkur ár, og mætti því ætlast til, að almenningi væri orðið nokkurn veginn tamt að beita þeim eða haga sjer eptir þeim, þar sem auk þess er þrásæki- lega verið að áminna um það og skýra hvert vafa-atriði eða misskilning, er upp kemur út af þeim. En samt getur jafn- greindur og gætinn maður og Jón í Deild er, að kunnugra manna dómi, flaskað á öðru eins og' þessu, jafnský- laust sem það þó er og að hreinu að ganga.. Slíkt ættu menn eigi að láta um sig spyrjast. J>ess konar getur leitt af sjer megna stjórnleysisóreglu, auk skaða þess, er hlutaðeigendur geta orðið fytir, eins og Friðrik tjáir sig hafa beðið, þótt Jón kæmi eigi fram áformi sínu: hann varð að taka sig upp frá færi við bezta afla, til þess að verja eign sina og rjettindi, en fiskur horfinn, þegar hann kom á sömu. leit aptur. Drukknan. Frjetzt hefir, að skipi hafi borizt á í brimi á Eyrarbakka laugar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.