Ísafold - 23.04.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.04.1890, Blaðsíða 1
'itemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsöpn (skrifleg) bundin vii áramót, ógild nema komin sje íil ntgefanda fyrir r.okt. Af- greiðslust. i Austuratrceti S. XVII 33. Reykjavík, miðvikudaginn 23. apríl 1890. Um stjórnarskrármál íslands. -:o:— ITm stjórnarskrármálíslamls, eptir Pál Briem. Sjerprentun úr Andvara XVI. (1890). 45 bls. — £»essi ritgjörð geturorð- ið bagaleg fyrir hina alræmdu „þjóðmála- skúma", sem lifa á því, að hagnýta sjer fáfræði alþýðu og skort á hleypidóma- lausri íhugun um landsins mikilvægasta þingmál nú á tímum, stjórnarskrármálið. J?ar eru öll hin helztu atriði málsins, er •einhver ágreiningur hefir orðið um á síð- tistu þingum, tekin til vandlegrar skoðun- ar og ihugunar, með glöggum saman- burði fyrst og fremst við eldri ákvarð- anir um það efni, ýmist í stjórnarskránni sjálfri (frá 1874) eða í hinum mörgu stjórn- arskrárfrumvörpum, er alþingi (og J?jóð- fundurinn 1851) hafa haft til meðferðar á ýmsum tímum, og i annan stað með sam- anburði við samkynja stjórnarskrárákvæði í öðrum löndum. Mun engum, sem læt- ur sannleikann ráða, en ekki misjaínlega undir kominn geðþótta sinn, geta dulizt, að stjórnarskrárfrumvarp það, er miðlun- armenn hjeldu fram á síðasta þingi, er að öllu samanlögðu hið bezta, sem nokkurn tíma hefir fram komið hjer, að það hefir mikla kosti fram yfir bæði hin eldri frumvörp síðan 1881 og stjórnar- skrána sjálfa, og að það sem því kann að vera ábótavant, er eigi stórvægilegra á þeim alla tíð síðan stjórnarskráinn gekk í gildi. og gjöra það hvorki meira nje minna fyrir það, þótt þau verði nefnd i hinni nýju stjórnarskrá, eins og þeirri gömlu. Fyrirkomidag hinnar œðstu stjórnar landsins, undir konungi, vildu íslendingar fyrir 40 árum. á Jpjóðfundinum, hafa þann- ig, að konungur setti hjer ráðaneyti, og skipaði jafnframt erindreka til þess, að fiytja þau mál, er koma þyrftu til kon- ungsúrskurðar. Árið 1867, er málið komst fyrir alvöru á dagskrá aptur, vildi þingið aptur hafa ráðgjafa fyrir landið við hlið konungs, og hjer landstjórn, eins eða fleiri manna; sömuleiðis 1869, en þá til vara landstjóra með ábyrgð fyrir al- þingi, í stað landstjórnar; 1871 sleppir það ráðgjafanum, og tekur upp erindreka- fyrirkomulagið frá Jpjóðfundarfrumvarp- inu (1851), þó með landstjóra hjer, er hafi alla ábyrgð á stjórninni, en til vara sting- ur það upp á, að konungur skipi mann hjer á landi, er hafi hina æðstu stjórn á hendi, og ráðgjafa, er hafi lagaábyrgð fyrir alþingi. £>ar kemur jarls-hugmynd- in fyrst fram, og henni er svo haldið 1873, nema þá er kveðið skýrara að orði; og árið 1885 er hún tekin upp aptur á alþingi, eptir tillögu J>ingvallafundar þá, og hefir verið haldið síðan. Stjórnin komst talsvert nærri þessari stefnu, jarls-hugmyndinni, 1867, er hún en svo, að beztu yonir eru um, að það ^^ ^ ^ ^ ^ landsstjóri með muni geta lagazt í meðferðinni þegar á næsta þingi; það er ekki þess eðlis, að um það þurfi að verða mikill ágreining- ur milli þeirra flokka á þinginu, er áður ihafa staðið öndverðir i máli þessu. Stöðulugin frá 2. jan. 1871 þykir minni- hlutamönnum hinn mesti voði að nefnd sjeu í stjórnarskrá landsins; þar með „seljum vjer rjett vorn til sjálfsforræðis". Nú er vitnað í þau í stjórnarskránni, sem nú er í gildi, og ættum vjer þá að hafa þegar margselt þennan rjett, með því að taka á móti henni og hagnýta hana orða- daust. í augum stjórnarinnar eru stöðu- Jögin alveg jafngild, hvort sem þeirra er minnzt í stjórnarskrá íslands eður eigi; hún álítur, að konungur og ríkisþingið hafi sem rjettmætt löggjafarvald alríkis- ins lögtekið þar, hverja stöðu ísland skuli hafa í ríkinu. Sje hins vegar haldið fram skoðun Jóns Sigurðssonar, að stöðulögin sjeu að eins yfirlýsingarlög, sem gildi fyrst og fremstfyrir Dani, en því að eins fyrir íslendinga, að þeir samþykki þau annaðhvort þegjandi eða með berum •orðum, eða þá byggi á þeim mótmæla- laust, þá gjörir tilvitnun í þau í stjórnar- skránni hvorki að auka nje minnka gildi ,þeirra hvað Dani snertir, en um íslend- inga er það að segja, að þeir hafabyggt stjórnarráði sjer við hlið, en konungur hefði ráðgjafa fyrir ísland í Khöfn, og skyldi hann einn bera alla ábyrgðina fyrir al- þingi. Nú, 1889. er einnig gjört ráð fyr- ir ráðgjafa í Khöfn með ábyrgð fyrir al- þingi, en þar er enn fremur ætlazt til, að hinir innlendu ráðgjafar landsstjórans (jarls- ins) skuli einnig bera ábyrgð fyrir alþingi. f>etta er aðalmunurinn á frumvarpi stjórn- arinnar 1867 og frumvarpi alþingis 1889, að því er snertir hina æðstu stjórn lands- ins. Virðist ekki vera neitt voðalegt djúp staðfest þar á milli. Árið 1869 kom stjórnin aptur með það, að hafa að eins ráðgjafa í Khöfn, en á- byrgðarlausan landsstjóra hjer og með engu stjórnarráði. Jpetta, sem lakast var og ófullkomnast af öllu þvf, er stungið hafði verið upp á, hjelt stjórnin fast við 1871, og smellti því loks inn í stjórnarskrána 1874. Löggjafarvaldið ætlaðist bæði Jpjóðfund- urinn 1851 og alþingi alla tíð fram að 1873 til að væri eingöngu hjá konungi og alþingi. En þá, 1873, var farið fram á í frumvarpi þingsins, að konungur eða jarl gæti jöfnum höndum staðfest lög frá alþingi, og var það tekið upp aptur 1885, og haldið næstu þingin þar á eptir, en breytt 1889, þannig, að nákvæmlega var til tekið, hvernig lagastaðfestingarvaldinu skyldi komið fyrir eða skipt milli kon- ungs og jarls. Fyrirmæli frumvarpsins 1885 um lagastaðfestingarvald konungs eða landsstjóra (jarls) áttu auðvitað að skiljast þannig, að landsstjóri skyldi að eins geta staðfest þau lög, er konungur hefði gefið honum sjerstaka heimild til að stað- festa. En þá var hætt við, að konungi eða ráðgjafa hans mundi þykja forsjállegast að sleppa sem minnstu af staðfestingar- valdinu í hendur landsstjóra, heldur á- skilja sjer að staðfesta nálega öll lög. Til þess að forða því er í frumvarpinu frá 1889 mælt svo fyrir, að lagafrumvörp frá alþingi skuli þegar lögð fyrir jarlinn til staðfestingar. Hann hefir vald til að staðfesta í nafni konungs, vald til að neita staðfestingar, og vald til að geyma sjer rjett til að leita vilja konungs í því efni. En hvað hann gjörir af þessu verður hann að vera búinn að ráða við sig áður mán- uður er liðinn, og hann verður að gjöra þá ályktun með ráði og samþykki sinna innlendu ráðgjafa, sem trauðlega mundu fara að skjóta málinu til konungs nema mjög vandasamt sje eða það snerti hag annara þjóða. Nú staðfestir jarl lög, er konungi þykja óstaðfestandi, og má þá konungur apturkalla þau á 12 mánaða fresti. — Jpetta ónýtingarvald, sem er haft í stjórnlögum Kanadamanna og þar þykir ekki hafa að neinum baga komið, eru langt um minni líkur til að yrði vanbrúkað hjer, heldur en lagasynj- unarvaldið, sem nú höfum vjer í lögum, og er því af tvennu til ákjósanlegra; annaðhvort er hvort sem er óhjákvæmi- legt. Um bráðabirgðalög yfir höfuð er skýrt ákveðið í síðasta frumvarpi (1889), að þau skuli falla úr gildi nema næsta al- þingi á eptir samþykki þau, og jafnframt er bannað að gefa út bráðabirgðarfjárlög fyrir það fjárhagstímabil, er fjárlög eru samþykkt fyrir af alþingi. Er þetta hvorttveggja mikil framför frá frumvarp- inu 1885, og mikil framför frá því, sem nú er. Framkvæmdarvaldinu er þeim mun bet- ur fyrir komið í frumvörpunum frá síðustu þingum heldur en nú er eða áður var jafnvel farið fram á (nema (873), að um- boðsmaður konungs hjer á landi (jarl) á að hafa það á hendi nær í öllum málum, en ekki konungur sjálfur, nema hann sje hjer staddur. Framkvæmdarvaldið verður því eptir þessu síðasta frumvarpi alinn- lent að kalla má. p-að heimilar jarlinum að framkvæma hirs þýðingarmestu fram- kvæmdarstörf, og bætir svo við, að „ráð- gjafar hans hafi á hendi stjórnarstörfi* innanlands og beri ábyrgð á þeim'1. Skipun efri deildar sýnir höf. fram í,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.