Ísafold - 23.04.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.04.1890, Blaðsíða 2
130 að sje ekki einungis raiklu aðgengilegri { síðasta frumvarpi — 4 stjórnkjörnir, og 8 þjóðkjörnir, ef amtsráðunum— heldur en eins og nú er, heldur aðgengilegri en viða annarstaðar í stjórnfrjálsura löndum, er þykja hafa góð stjórnarlög. Landsdómur (ráðgjafadótnurinn) á eptir síðasta frumvarpi að vera landsyfirrjettur- inn. í flestum eldri frumvörpum, fyr og síðar, hefir að eins verið ákveðið, að stjórnin skyldi hafa ábyrgð á stjórnar- störfum sínum yfir höfuð eða þá að eins á því, að stjórnarskránni sje fylgt, en lítið eða ekkert minnzt á dómstól þann, er dæma skyldi brot ráðgjafa eða stjórnar. Á alþingi i86q vildi Ben. Sveinsson að eins láta ráðgjafann (í Khöfn) bera ábyrgð fyrir fólksþinginu danska ; sje það því samþykkt, að komið sje fram ábyrgð á hendur ráðgjafanum, „gjörir það ráðstaf- anir þær, er með þarf“. Meira var ekki um það sagt. í frumvarpinu 1885 var fyrst farið að gjöra greiniiega ráð fyrir landsdómi. f>á átti fyrst að hafa það 6 manna dóm : 3 þingmanna úr efri deild og 3 dómenda úr æðsta dómstól landsins, en síðan alla efri deild með yfirdóminum, en sakborningur skyldi mega ryðja 5 úr dómi. og var það saraþykkt þá á þingi og því fyrirkomulagi haldið orðalaust þangað til í sumar, er efri deild kom upp með þetta, að landsyfirdómur einn dæmdi í þeim málum, er jarlinn eða neðri deild býr til á hendur ráðgjöfunum. Höf. sýnir nú frain á, að sje efri deild ein eða að meiri hluta látin skipa landsdóm, þá geti eng- inn ráðgjafi haldið sæti sínu, nema efri deild styðji hann, en þá verði líka landsdóm- urínn með honum, hvort sem neðri deild líkar betur eða ver; hún má því eiga það víst, þegar misklíðir rísa upp milli henn- ar og ráðaneytisins, að hafa þá eigi ein- ungis efri deild á móti sjer, heldur einnig landsdóminn. í Svíþjóð. Hollandi, Belgíu, Prússlandi, Ítalíu, Englandi og Ungverja- laridi er ekki nokkur þjóðkjörinn maður í ráðgjafadómnum, helaur ýmist tómir em- bættismenn eða stjórnkjörnir þingmenn o. s. frv. „Dómstóllinn á að dæma eptir lögunum, en hann á ekki að vera verk- færi í höndum meiri hiutans í neðri deild til þess, að hafa þá ráðgjafa úr völdum, sem honum mislíkar við". — petta er aðalefnið í ritgjörðinni. Hún er mikið gott yfirlit yfir það, sem nauð- synlegt er að vita til þess að geta um mál- ið dæmt með rökum, bæði yfir það, sem gerzt hefir áður í málinu að því er kem- ur til ágreiningsatriðanna, og eins yfir það, hvernig þeim atriðum er lcomið fyrir í stjórnlögum annara landa. Greiniiegri rök virðíst hefði mátt leiða að því en höf. hefir gjört, að framkvæmd- arstjórnin hljóti að verða alinnlend hjer um bil, þrátt fyrir þetta getur í 6. gr. frumvarpsins (Konungur getur látið jarl- inn — — framkvæma hið æðsta vald o. s. frv.). Ohlutdrægir lesendur hljóta að sjá og kannast við, að miðiunarmenn hafi miklu fremur bætt málið en skemmt það á síð- asta þingi. pað sannast. að stjórnarbótin rerður því sem næst, er þeir halda fram, I þegar hún fæst, hvort sem það verður fyr eða síðar, og að það mun þjóðin vel við una. En fyrir því er engan veginn sagt, að ekki sje ástæða til að reyna að fá breytt til í stöku atriðum, miður veru- legum, þegar málið verður tekið til með- ferðar næst á þingi(i8gi), og er ólag, ef um þau þarf að verða mikið stríð eða á- greiningur. Skiptapinn á Eyrarhakka. Laugar- daginn 12. þ. m. reru 7 skip á Eyrar- bakka; brim var mikið. Af þessum 7 skipum lentu hjer tvö með heilu og höldnu. Formenn á þeim voru Sigurður Gíslason og Magnús Magnússon. Formaðurinn á þriðja skipinu, er lagði á brimsundið, var Jón Jónsson frá Fit (Eyrarbakka). Áð- ur en hann var kominn inn á brimsundið, tók sig upp sjór, fast aptan við skipið, og fjell mjög inn f það, svo hjer um bil fyllti. og rjett í sama vetfangi sló öðrum sjó yfir skipið, svo sjór rann út og inn. Formaður sat undir stýri, og gat haldið skipinu í „rjettri rás“. Varð það til hjálpar, að svo kölluð hjálparól var spent í stýrið og hamlaði hún því að hrökkva upp af. — Nokkrir af skipverjum munu hafa losnað við skipið, en þó á einhvern hátt komizt að þvf aptur. Skipið fór aldrei af kjöl, og hjelt formaður því í rjettri stefnu allt þangað til hjálp kom. Ur landi sást að eins á stafna skipsins á milli stórsjóanna. Magnús formaður, sem fyr er getið, var kominn inn úr sundinu fyrir stundar korni, þegar slysið varð, og þegar hann sá, hva? um var að vera, reri hann þegar út til þeirra, sem f háskanum voru staddir, og tókst honum með dæmafáu snarræði og dirfsku að ná 8 mönnum. Annað skip setti þegar fram úr- landi, en fjekk ekki náð þeim tveimur sem vöntuðu, enda munu þeir hafa verið drukknaðir áður en Magn- ús reri frá skipinu. prátt fyrlr það, þó Magnús reri allt hvað af tók að landi með hina björguðu menn, reyndist þó einn þeirra andaður. — prátt fyrir allar lífgunartilraunir, sem gjörðar voru eptir ráðum faktórs P. Nielsen og kaupm. Guðm. ísleifssonar, sáust engin merki til Hfs, enda var það álit læknis, sem kom hingað 5 ’/* kl. stund eptir að slysið varð, að maðurinn hefði verið dáinn fyrir þann tíma, að hann hefði komið á land. Mað- ur þessi var gullsmiður Eiríkur Arnbjarn- arson, ungur og efnilegur, lætur eptir sig konu og 1 barn. Hann hafði tryggt líf sitt fyrir ári síðan með 500 kr. Hinir, sem drukknuðu, hjetu Guðmundur Árna- son bóndi á Rauðnefsstöðum í Rangár vallasýslu, og Jónas lausamaður Einarsson, bróður síra Jónasar Guðmundsonar á Stað- arhrauni. Lýsi eða olíu hafði Jón með sjer þegar slysið varð, en af einhverjum orsökum, mun það ekki hafa verið notað, enda þótt formaður hefði afhent olíukútinn einum háseta sinna áður en hann lagði á sundið (tók brimróðurinn). Nokkru seinna um daginn náðist skipið lítið laskað, fyrir ötulleik Magnúsar, þess er bjargaði. Farviður mest allur fanst lítt skemmdur. Hin 4 skipin sem reru þennan dag leituðu lands í þorláks- höfn, og lentu þar öll kl. 7 um kvöldið með heilu og höldnu. Við björgun þessa sýndi optnefndur Magnús staka dirfsku og snarræði; því bæði var það, að sjór var mjög slæmur, og staður sá, sem slysið varð á, mjög hættulegur, svo nefndur „J>yrill“ á Rifsós- J>að virðist vera þarft að launa á ein. hvern hátt björgun eins og þessa, þar sem svo má að orði kveða, að líf 20 manna sje komið undir snarræði og fyrir- hy?gju formannsins. Eyrbekkingur. Aflabrögð eru rýr hjer við flóann þessa vetrarvertíð: 2—300 til hlutar í syðri veiði- stöðunum upp og niður, fjöldinn undir 200;. en fiskurinn vænn, mest allt netafiskur, nema í Garði, þar sem net verða eigi höfð, er varla nema þriðjungur aflans þorskur. A Innesjum lítill afli til þessa. Hákarlaskútur G. Zoéga & Co. komu fyrir skemmstu inn með þennan afla: Gylfi 120' tunnur lifrar, Geir 100 tnr, Mattliildur 70' tnr. Landsbankinn. Eptir tillögum banka- stjórnarinnar hefir landshöfðingi 1. þ. m. fallizt á tvær af tillögum neðri deildar al- þingis í sumar viðvíkjandi breyting á reglu- gjörð bankans 5. júní 1886: að sjálfsskuldar- ábyrgðarmenn skuli eigi þurfa að vera búsettir í Beykjavík eða þar í grennd, og að fyrir varasjóð bankans megi kaupa eigi einungis konungleg skuldabrjef, heldur einnig önnur áreiðanleg verðbrjef, er á skömmum tíma má koma í peninga. Hin atriðin í tillögum alþingis vill bankinn ekki taka til greina, frekara en þegar er gjört. Eptir reikningi bankans um tímabilið L jan.—31. marz þ. á. hefir fyrirliggjandi sjóðs- forði hans minnkað á þeim 3 mánuðum úr 219 þús. kr. niður í 178 þús. Mun það stafa mest af því, að hann hefir keypt handa varasjóði konungl. ríkisskuldabrjef fyrir 35> þús. kr. Hann hefir lánað nokkuð minna út en inn hefir borgazt af eldri lánum, nema keypt víxla fyrir 12 þús, kr. Yarasjóður- bankans sjálfs var í f. árs lok 62 þús. kr., auk 18£ þús. kr., sem voru að eins ókomnar inn í hann, en sparisjóðs-varasjóðurinn 23 þús. það verða samtals rúmar 100 þús. kr. Manntalsþinghá fyrir sig á Bessa- staðahreppur að vera upp frá þessu, með. þingstað að Bjarnastöðum, eptir úrskurði landshöfðingja 31. f. m. Brauðauppbót- Bráðabirgða-uppbótinni handa fátækum prestaköllum þ. á., 2500 kr., hefir landshöfðingi skipt þannig : Staður í Grindavík fær 300 kr., Staður í Aðalvík 600, Tjörn á Vatnsnesi 300, Miðgarður í Grímsey 400, Höfði 100, Lundarbrekka 300, Sauðlauksdalur 250, Skarðsþing 250. Til þess að reisa við 5 fallin kúgildi stað- arins og til óumflýjanlegra húsabóta á Hvammi í Slcagafjarðarprófastsdœmi, vegna hinnar miklu , niðurníðslu síðan síra Magnús Jósefsson strauk þaðan, hefir landshöfðingi eptir ein- dregnum tillögum stipts-yfirvaldanna veitt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.