Ísafold - 03.05.1890, Side 1

Ísafold - 03.05.1890, Side 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 36. Reykjavik, laugardaginn 3. maí 1890. Útlendar frjettir. Kaupmannahöfn, 22. marz 1890. Yeðrátta. Vorið í góðu meðallagi í flestum löndum í nyrðri hluta Evrópu.— Frá Norður-Ameríku sagt af hvirfilbyljum, sem geysuðu yfir Ohíódalinn og urðu að stórspellum og manntjónum. Borgarspell- in mest í Louisville í Kentucky, og þar biðu bana á annað hundrað manna, en fleiri lemstruðust. Friðarliorf og afstaða stórveldanna. „Hvert ber nú?“ spurðu blöðin, þegar Bis- marck vjek úr öndvegi. J>ví verður að eins að líkindum svarað, og líkurnar eru þær, að sá, sem æðra önd- vegið heldur á forustulandi Evrópu, Vil- hjálmur keisari annar, stilli svo til friðar, sem við má komast, og það má góðs viti heita, að ráð hans eru svo skilin í flestum löndum og yfir þeim vel iátið. Hinir fyrri rökstólanautar Bismarcks, þeir Crispi og Kalnoky, biðja menn líka trúa því og treysta, að friðarsamband stórveldanna þriggja standi óbifað sem fyr eptir tið- indin á f>ýzkalandi. J>ýðingarlaustrer það ekki heldur, að minni kulda kennir nú í frönskum blöðum til 'þjóðverja en áður (að jöfnuði), og sum búast við góðu einu af keisara þeirra. Hins má þó ekki dyljast, að meinbugir álfu vorrar eru margir og vandir við að fást, t. d. ástandið tortryggilega á Rúss- landi, hulduráð stjórnarinuar íPjetursborg og stórtíðinda-þrá Alslafavina; enn fremur ókljáðu málin á Balkanskaga og uggur um, að í bága ríði með stórþjóðunum, þar sem hver skarar eld að sinni köku í öðr- um álfum (Asíu og Afríku). Danmörk. pingi var slitið sem tilstóð i. þ. m., að fjárlögunum óræddum í lands þinginu. Var svo úr þvi bætt af hálfu þeirrar þingdeildar, að hún lætur allt á ráðherranna valdi, og leyfir þeim að taka það sem þeim þykir þörfum gegna, at því sem frumvarpið beiddist. Þetta hefir þingstjórn Dana lengst kom- izt — niður á við — síðan 1849! í*au nýmæli, sem fram gengu, þykja litlu sæta, og eru í sumum blöðum vett- ugi virð. — Svo bætt við óheimildarlögin (bráðabirgðafjárlög), að 9 millj. króna skal á næstu þremur árum (þremur á hverju ári) varið til sjóvirkis í Eyrarsundi, þar sem „Miðgrunnur11 heitir, í austur frá borg- inni. f>essa daga uppgötvað hjer hrylliegtmorð til fjár á boðbera frá verksmiðjuskrifstofu. Hann hvarf 7. janúar, en var þá myrtur af sápugerðarmanni (Gyðingi) Philipsen að nafni, sem hann kom til með peninga- heimtu. Hann ætlaði að boðberinn hefði fleiri peninga á sjer en reyndist (100 kr.) en hafði lengi ráðið með sjer verkið. Hann kom líkinu í tunnu, hellti kalkmuli ofan á, og sendi síðan vestur um haf til við- töku í Wisconsin, en hjer nöfn öll til mála- mynda. Rjett á eptir var Philipsen grun- aður um aðrar sakir, en ekkert fullsann- að. Hann leitaði sjer nú allt í einu far- borða, og ætlaði að komast til Suðurálfu á skipi frá Hamborg. Eptir honum hjelt njósnarmaður löggæzlunnar, og þar var hann höndlaður á skipinu, en ógæfa hans vildi, að það heptist nokkrar stundir á grunni við Elfarmynni. Manntal nýlega haldið hjer í borgmnþ og eptir því eru Hafnarbúar 312,000, en að E'riðriksbergi og öðrum úthverfum með- töldum 375,000. Noregur og- Svíaríki. þaðan er þess að geta, að þing Svía hefir fallizt á breyt- ingar laganna um meðalflutninga eða tolla á þeim fyrir bæði ríkin, svo að mestu leyti úr garði gerðar, sem þær komu frá sambandsstjórninni. Englaud. Torystjórnin þóttist hafa þar múk á hendi í írska málinu, er frumvarp hennar var um fjárlán úr ríkissjóði, handa írskum leiguliðum til jarðakaupa. Nú er því spáð, að hjer muni til lítils korna, því ekki að eins írar og Gladstonesliðar hafa mælt sem harðlegast á móti frumvarpinu, og sagt hjer meir sjeð fyrir ábata land- eigandanna en fyrir högum hinna, heldur hafa sumir í liði stjórnarinnar sjálfrar gerzt því fráhverfir. Bæði í þessu máliogfyrir yfirlýsingar þingdeildanna í Parnellsmál- inu hefir hínn viðsjáli garpur í liði Tory- manna, Randolph Churchill lávarður, gert ráðherrunum harðvítugar atreiðir. Nýir menn af Gladstones liði kosnir i auð þingsæti. Hann segist vera öruggur um sigurinn, þegar til almennra kosninga kemur. Verkaföllunum geigvænlegu ljetti af, er námafólkið fjekk kaupið bætt með 10 af hundraði. Svo er borið, að Tunes hafi haft 944,000 kr. minna upp úr sínu krapsi en árið á undan. Parnell óheillaþúfan! }»ýzkalaml. Bismarck er nú seztur að í næði á hallargarði sínum Friederichsruhe í Lauenborg), ekki langt frá Hamborg. Um burtför hans frá Berlín, virktakveðj- ur þeirra keisara að skilnaði, lotningar- fögnuð borgarlýðsins, er hann ók frá keisarahöllinni, eða síðar að járnbrautar- stöðinni, um viðtökurnar á áfangastöðum og við heimkomuna, afmælishald (75 ára) hans i. þ. m. og fl. — um allt þetta svo rikt og rækilega talað í þýzkum blöðum, að hjer yrði of langt að herma. A af- mælisdaginn bárust honum 6000 brjefa- kveðjur og hraðskeyta, ásamt gjafasend- ingum hundruðum saman. Auðvitað er, að þeim Vilhjálmi keisara hefir orðið að bera á milli, og er margt um sagt; en óhætt að segja, að Bismarck hefir ekki getað fallizt á ráðríkiskröfur keisarans. Að keisarinn hafi sízt gert að gamni sínu, er hann ljet skörunginn víkja úr vandasessinum, má ráða af hraðskeyti hans til stórhertogans í Weimar: „þ>etta eru mjer raunadagar og harma. Jeg kenni sömu sorgar og trega, sem jeg hefði misst afa minn í annað sinn. En jeg verð að taka við því, sem drott- inn hefir mjer hlutað — og þó lífið yrði í veði. Jeg hlýt að hafa forustuvörð á á skeið ríkisins. Stefnan sú gamla ! Og nú skal svo skríða, sem skriðvjelin orkar!“ Geta má um nýtt boðsbrjef keisarans um fyrirliða hersins, því það hefur mælzt hið bezta fyrir um allt þýzkaland. Hann lýsir því þar yfir, að menntun og hjarta- göfgi skuli engu síður en ættgöfgi ráða framvegis skipun embætta í hernum, legg- ur fyrirliðum sínum ýms heilræði, og minnir þá sjerilagi á hóf í allri viðhöfn og lífernisháttum, þó efnaðir sjeu, og fl. þess háttar. Marschall fríherra heitir sá maður (úr sambandsráðinu), sem tekið hefir við em- bætti Herberts Bismarcks i stjórn utan- ríkismálanna. Vinnumálafundinum í Berlín var lokið 29. marz. J>ar voru að vísu ráð að eins saman borin, um það, sem hollast mundi til greina að taka i svo mikilvægu mál- efni; en góður vísir kominn í ljós, er samþjóðlegur áhugi er á því vakinn. Af svo mörgu, sem til umbóta var fram tekið, skal nefna: Unglingar (innan 14 ára og 12 á suðurlöndum) og kvennfólk undan námavinnu skilið. í námum skal alls leita til að burtrýma allri hættu og skaðvæni fyrir líf og heilsu. Áreiðanlegir menn settir (af ríkjunum) til umsjónar. Enn fremur ákveðið, hvað tiltækilegast muni um viðurlífistrygging verkafólks eptir sýki eða heilsubrest; um hvildardaga og helgidagavinnu; um næturvinnu, einkum fyrir unglinga og kvennfólk; um iðna- vinnu kvenna eptir barnburð (4 vikur) o. fl. þess háttar. í ályktargreinum er gert ráð fyrir, að löndin, sem sendu fulltrúa sína til fundar- ins, taki til rannsókna um málin, og að skýrslur fari svo þeirra á milli, en um þau og það sem gerist eigi búizt við sams konar fundi framvegis, sem hjer var haldinn. Forseti fundarins var Berlepsch, ráð- herra verzlunarmálanna, og fjekk hann einrómað lof af öllum, sem fundinn sótti. 1 veizlunni, sem hann hjelt fundarmönn-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.