Ísafold - 07.05.1890, Síða 1

Ísafold - 07.05.1890, Síða 1
Kemur út á mtðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild neraa komin sje til útgefanda fyrir r.okt. Af- greiðslust. í Amturstræti 8. XVII 37. i Reykjavik, miðvikudaginn 7. maí 1890. i Landsdómurinn. f>að má heita nýtilkomið, að farið er að hugsa um sjerstaklega skipaðan dóm- stól til þess að meðhöndla mál á hendur þeim, er ábyrgð hafa á íslenzkum stjórn- arstörfum. Stjórnarbót fyrir landið hefir íiú verið á dagskrá að öðruhvoru í hjer um bil 40 ár, og hefir margt borið á góma allan þann tíma, um margt verið hugsað því viðvíkjandi, margvíslegar til- lögur komið fram og mikið verið um þær rætt og ritað; en á landsdóm verður varla sagt að minnzt hafi verið meira en svo þangað til nú fyrir 4—5 árum, á al- þingi 1885, Jón Sigurðsson ræddi og ritaði um málið í heilan mannsaldur, en rnun lítið sem ekkert hafa minnzt á iands- dóm. Benid. Sveinsson kemur með á- 'kveðna tillögu um landsdóm á alþingi 4867: vill hafa hann skipaðan 6 mönnum, 3 úr æðsta dómi landsins og 3 úr efri þingdeildinni, en sú tillaga var felld og sett í staðinn að eins, að landsdómur skuli dæma mál á hendur landsstjórninni. Á næsta þingi, 1869, er B. Sv, alveg horfinn frá landsdómi aptur; þá lætur hann sjer nægja, að fólksþingið gjöri þær ráðstafanir, er með þarf, til þess að koma fram ábyrgð á hendur ráðgjafanum. þingið felldi að visu þá tillögu, en setti ekkert i staðinn, Á næsta þingi, 1871, var að eins ákveðið, að landsdómur dæmdi inál út af brotum stjórnarinnar, en ekkert farið út í það, hvernig landsdómur þessi skuli skipaður, og sama er að segja um frum- varp þingsins 1873. Og þegar nýja stjórnarbótarbaráttan hófst 8 árum síðar, þá var ekkert minnzt á neinn landsdóm i frumvörpum þeim, er flutningsmenn málsins báru upp á þingi framan af, — >ekkert á hann minnzt í frumvörpunum 1881 og 1883, og ekki fyr en 1885, e'ns •og áður er á vikið. þetta sýnir nú það tvennt, að þörf er á landsdómi, þ. e. sjerstökum dómi til að •dæma brot stjórnenda landsins, hefir eigi vakað fyrir mönnum til skamms tíma, og að því er eigi að kynja, þótt tillögurnar um skipun hans og tilhögun hafi verið og sjeu enn nokkuð á reiki. þessi fáu ár, sem landsdómurinn hefir verið á dagskrá, síðan 1885, hafa komið fram 3 aðaltillögur um skipun hans. Hin fyrsta, sú er flutningsmenn málsins 1885 báru upp, var samhljóða tillögu Ben. ■Sveinssonar frá 1867: 6 dómendur, 3 úr efri deild, 3 úr efsta dómstól landsins. En þingið samþykkti hana ekki fremur þá en 18 árum áður, heldur varð meiri hluti atkvæða í neðri deild fyrir því þeg- • ar við 2. umræðu, að öll efri deild skyldi sitja dóminn með landsyfirrjettinum, en sakborningur skyldi mega ryðja 5 úr dómi. þetta var önnur tillagan, og henni var haldið á næstu þingum, og síðast i fyrra sumar i neðri deild. En þá kom hin þriðja fram í efri deild, sú, að lands- yfirdómurinn einn skyldi vera landsdóm- ur, þ. e. dæma i þeim málum, er jarlinn eða neðri deild býr til á hendur ráðgjöf- unum. Engin af þessum þremur tillögum um skipun eða fyrirkomulag landsdómsins er upphugsuð af flutningsmönnum þeirra sjálfum, heldur eru þær teknar eptir öðr- um. eptir skipulagi landsdóma í öðrum löndum. það er síður en svo, að þessa sje getið uppástungumönnum til nokk- urrar rýrðar. J>að er lítið varið i að brjóta upp á nýstárlegri tilhögun með það eða það, bara til þess að geta látizt vera öllum mönnum hugvitssamari, í stað þess að taka sjer snið eptir öðrum, hafi reynslan sýnt, að það megi vel fara. Galdurinn er sá, að vera sem glöggvastur á það, hvað helzt mundi oss henta af því, er aðrar meiri og merkilegri þjóðir hafa upp tekið og reynt. En til þess þarf fyrst og fremst að vita það, þekkja það, sem reynslan hefir kennt annarsstaðar. Að fimbulfamba um þetta mál alveg út í bláinn, án slíkrar þekkingar, eptir þvi sem andinn inn gefur, það er hjegómi, gagnslaus heilaspuni. Landsdómshugmynd Ben. Sveinssonar, frá 1867, ítrekuð 1885, er þaðan tekin, er vjer höfum lengst af haft því nær alla vora stjórnspeki og flest atriði í stjórnar- skrá vorri eru lánuð hjá, — frá Dönum. Landsdómshugmynd þingsins 1885—1889 er lánuð frá Norðmönnum. Efri deild 1889, sem vildi láta lands- yfirrjettinn einsamlan vera landsdóm, get- ur tilnefnt ýms þingstjórnarlönd sjer til fyrirmyndar, þar á meðal Holland og Belgíu, er bæði þykja hafa mikið gott og frjálslegt stjórnarfyrirkomulag. J>ar er æðsti dómur landsins jafnframt landsdóm- ur (ráðgjafadómur). — þ>eir einir, er gjöra ekki annað en veifa í kringum sig hugs- unarlausum gífuryrðum, geta kallað til- lögu efri deildar þá fjarstæðu, er engu tali taki. Hitt er annað mál, að hugsa sig um og leita fyrir sjer, hvort ekki sje neinn vegur að finna annað betra, eða, þó tilhöguninni sje haldið, þá að bæta svo um á annan hátt, að flestir eða allir sætti sig við hana. Um landsdómsfyrirkomulagið f Dan- mörku, er Ben. Sveinsson hefir viljað taka upp, en þingið hefir raunar aldrei aðhyllst, — um það má með sanni segja, að er vegið og ljettvægt fundið. í>ví geta Dan- ir mest um kennt ófarnað sinn i þing- stjórnarleiðangrinum. J>að er kunnugra en frá þurfi að segja, að því að eins hef- ir ráðaneytið danska getað gjört, hvað þvi gott þykir langa lengi, í trássi við fólks- þingið og hvað sem stjórnarlögunum líður, að ríkisrjetturinn danski er að helmingi skipaður þess einbeittustu fylgismönnum á þingi, í landsþinginu, og því þarf ekki nema alls einn af 13 hæstarjettardómend- um, er dóminn sitja að helmingi, til þess að snúast í þeirra lið, er til dóms kemur. jþess vegna hefir fólksþingið sjeð það í hendi sjeu fyrir margt löngu. að það væri í geitarhús ullar að leita, að ætla sjer að fá rjetting síns máls hjá ríkisrjettinum. Landsþingið er rikisdómur í rauninni. þess vegna „gjörir ráðaneytið það, sem það heldur, að landsþingið muni ekki dæma sig fyrir“, eins og að orði var kom- izt nýlega í dönsku blaði, — hversu svo sem það er fólksþinginu þvert um geð og lögum gagnstætt að þess hyggju. Fólksþingið, aðalfulltrúaþing þjóðarinnar, er þannig varnarlaust og máttvana gagn- vart ráðaneytinu, ekki einungis eins og ef alls engum ríkisdóm væri til að dreifa, heldur miklu fremur. Fólksþingið mundi þakka fyrir, að mega reka mál sitt fyrir hinum reglulegu dómstólum eða hæsta- rjetti einum, — eða mundi að minnsta kosti hafa þakkað fyrir, að mega það fyrir nokkrum árum t. a. m., áður en flokkastríðið var búið að gagntaka allan landslýð eins freklega og nú er orðið. Gjörum nú ráð fyrir, að ríkisdómurinn danski hefði verið eins skipaður og al- þingi ætlaði að hafa landsdóminn 1885— 1889, þannig, að hann sæti allt iandsþing- ið ásamt hæstarjetti, og sakbormngar mættu ryðja þriðjung úr dómi, eins og hjer var ætlazt til. J>á hefði iands- þingið haft hálfu meiri ráð í dómum. f>vf þótt rutt hefði verið úr honum tómum landsþingismönnum, 27 af8i alls, þá hefðu samt orðið eptir í honum 39 landþingis- menn móti 13 hæstarjettardómurum. Hjer er ekki sagt, að svona muni eða svona hljóti að fara, eins og í Danmörku, hvar sem þessi aðferð er höfð: að láta aðra þingdeildina ráða að hálfu eða öllu leyti, er til dóms kemur. En dæmi Dana sýnir, að svona getur farið, þegar það er gjört, og meira að segja: það er hætt við, að svona fari, þegar megn og lang- vinn misklíð rfs upp milli þingdeilda. Verð- ur þvf að eins fyrir það girt. að efri deild- in sje þá líka þannig samansett, að hún lúti sama valdi og hin deildin, beinlínis eða óbeinlfnis, eins og er t. d. í Noregi, þar sem efri deildin er eigi annað en nefnd úr stórþinginu, þ. e. kosin öll af þvf. f>á má búast við að fá dóm yfir ráðgjöfum eptir vilja aðalfulltrúádeildar- innar, neðri deildar; en ijettlátan dóm á enginn vfsari fyrir það, heldur en ef þeir einir eru látnir dæma, sem ekkert eru við málið riðnir, ekki eiga sæti á þingi

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.