Ísafold - 07.05.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.05.1890, Blaðsíða 2
146 og eru jafn-óháðir þingi og stjórn, og hafa þar á ofan svo góða lögfræðislega þekkingu, sem kostur er á. Einmitt þetta mælir með því, að láta landsyfirdóminn útkljá mál gegn ráðgjöf- unum. í>að mun undir eii s fundið það að lands- yfirrjettinum, að hann sje nokkuð fáliðað- ur í samanburði við landsdóma annars staðar. J>að er sátt; hann er það eins og stendur. En yrði hann t. d. 5 manna dómur, sem stungið hefur verið upp á fyrir löngu og líklegt er að stofnun laga- skóla hefði i för með sjer, þá virðist mega vel þar við una, enda minnstur munur á því og 6 manna dóminum, er stungið var upp á 1867 og 1885. Slíkur dómur ætti þó ekki að vera lak- ari landsdómur en útlendur lögfræðinga- dómur (t. d. hæstirjettur í Khöfn), ekki lakari en æðstu innlendir lögfræðingadóm- stólar annarsstaðar, þar sem þeir eru jafnframt landsdómar, og að minnsta kosti ekki lakara en að láta fólksþingið danska gjöra þær ráðstafanir er með þarf til að fá ráðgjafa dæmda, eins og B. Sv. stakk upp á 1869. Að landsyfirrjetturinn yrði háður ráð- gjöfunum, sem þeir ættu að dæma, er nokkuð djarft tilbúið, þar sem ekki verð- ur hreyft við yfirdómurunum öðru visi en með dómi. Meiri hluti landsyfirrjettarins endurnýjast eigi á skemmri tíma en hjer um bil 20 árum að jafnaði, og ætti það því nokkuð langt í land, ef eitthvert ráða- neyti vildi hafa þá framsýni í frammi, að veita þeim einum yfirdómurum embætti, er það gerði sjer von um að geta haft í vasa sínum á sinum tíma, ef til lögsóknar kæmi af þingsins hálfu, en kjörgengi í þau embætti mjög svo bundið fyrirfram, þar sem til þess þarf fyrstu einkunn við lögfræðispróf. Én hvernig nú sem landsdómurinn verð- ur hafður á endanum, þá er eitt, sem mjög ríður á, og það er, að láta ekki dragast að búa til ábyrgðarlög handa ráð- gjöfunum. jþau ættu endilega að verða beinlínis samferða stjórnarskránni. Danir gjalda enn þeirrar yfirsjónar, að þeir gerðu það t'kki undir eins og þeir fengu sína stjórnarbót, fyrir meira en 40 árum. Fazaflóaflskur á Spáni. Útdráttur úr ársshýrslu hins danska konsi'ds í Barce- lona fyrir árið' 1889. Saltfiskur: Af honum kom á árinu: frá Noregí 2,937,129 kílogrömm — íslandi 1,324,000 — — Frakklandi 1,011,424 — 5.272,55 3 — Af islenzka fiskinum voru frá ísafirði 280,000 — — Faxaflóa 1.044,000 — 1.324,000 — (— 8,275 skpd.) Jeg leyfi mjer sjerstaklega að vekja at- hygli á hlutfallinu milli innflutningsins frá ísafirði og frá Faxaflóa. f>að er eigi fyr en nú á hinum síðari ,árum, að fiskurinn frá Faxaflóa hefir kom- itt í gengi hjer. Áður var ísfirzki fisk- urinn hin eina vara þeirrar tegundar, sem hjer var eiginlega hugsað nokkuð um. Kom það af þeirri orsök, að fiskikaup- mennirnir hjer vilja aðeins verzla með beztu vöru ; en á hinum síðari árum hefir fiskverkunin batnað svo við Faxaflóa, að það hefir haft þær afleiðingar, að verðið á fiski þaðan er nærri komið í jafntefl við Isafjarðarfiskinn. Jeg vildi sjerstaklega vekja athygli á þessu atriði; því ef fiskverkunin væri betri, mundi það hafa mikinn árangur og ís- lenzkur fiskur mundi þá ef til vill láta skozkan fisk þoka fyrir sjer, en skozkur fiskur er núímestu áliti hjer. Betri fisk- verkun mundi líka gjöra mikið að verk- um í samkeppninni við fiskinn frá Frakk- landi, sem er hættulegasti keppinautur islenzka fiskjarins. Eins og opt hefir ver- ið bent á, er frakkneski fiskurinn verkað- ur með svo fágætri vandvirkni, að hann skarar langt fram úr fiskinum frá Isa- firði, bæði að því, hvað hann er miklu hreinni og hvítari, og, eins og auðvitað er, komst Faxflóafiskurinn áður ekki í nokk- urn samjöfnuð við hann ; en þess má þó geta, þó það kunni ef til vill að vera tóm tilviljun, að innflutningur af fiski frá Frakklandi hefir minnkað að sama skapi, sem hann hefir aukizt á fiskinum frá Faxaflóa. Verið getur að þetta sje að eins til- viljun, en þó er enginn efi á því, að ef fiskverkunin heldur áfram við Faxaflóa og verzlunarsamningum verður sagt upp milli Frakklands og Spánar, svo að Frakk- neski fiskurinn missir rjettindi þau, sem hann hefir haft fram yfir þann íslenzka, nefnil. tollmismuninn, þá þokar frakkneski fisk- urinn alveg af markaði vorum fyrir Faxa- flóafiskinum, þar eð hann hefir útlitið ein- tómt sjer til ágætis, en er langt um rýr- ari í sjer og þyrkingslegri og þar að auki auðvitað alveg óhæfur til geymslu. Hvað þetta snertir, er nú var nefnt, leyfi jeg mjer ennfremur að hreifa við einu atriði, sem eflaust mundi auka að miklum mun söluna á íslenzkum fiski hjer og ljetta mjög undir í samkeppninni við frakkneska fiskinn. Islenzki fiskurinn hefir hingað til aðeins verið sendur hing- aö i heiium förmum meö segiskipum. Slíkur farmur hversu lítill sem hann er, útheimtar talsvert fjármagn (hjá kaup- anda); en um frakkneska fiskinn er eigi því að skipta, því hann fæst hjer eins í smákaupum og stórkaupum á öllum tím- um árs. Meðan svo stendur, kemst íslenzki fiskurinn að eins að í stórkaupum, en nýtur ekki hins hærra verðs, sem fæst í smákaupum. Jafnvel stórkaupin eru hjer ætíð óhagkvæm fyrir íslenzka fiskinn, því kaupmaðurinn verður að byrgja sig upp með hann fyrri part vetrar. þegar segl- skip n koma vanalega, þar sem ekki er raunar farið að eyða honum fyr en á vorin og sumrin. Af því leiðir, mikinn vaxtamissir og mikla áhættu við geymslu á svo miklum birgðum, einkum þar sein hitinn er svo mikill, og lætur kaup- andinn það auðvitað koma niður á inn- kaupsverðinu, og þess vegna kemst frakk- neski fiskurinn í hærra verð að tiltölu, hvað sem vörugæðunum líður. Af þessum rökum leyfi jeg mjer sjer- staklega að benda á, hvílíkur hagur væri að því að breyta flutningum frá Islandi þannig, að kaupmenn vorir legðu fiskinn upp í Kaupmannahöfn og skiptu honum í smá sendingar, eins og Frakkar gjöra, og gjörðu mönnum þar með hægra fyrir að kaupa hann hjer, og hagnýttu sjer til þess hinar stöðugu gufuskipaferðir, sem hið ,.sameinaða gufuskipafjelag11 hefir nú komið á hingað, svo að nærri því má eiga vfst, að hingað komi tvö gufuskip á mánuði. J>etta mundi hafa allmikinn hagnað í för með sjer. Fyrst og fremst mundu kaupmenn þar sjá, að áhættan skiptist á meðal margra; þar næst mundi mega koma á ráðdeildarlegri samkeppni við frakkneska fiskinn, sem mundi þá smámsaman missa allt tangarhald. og mundi þá á endanum verzlun þessi að líkindum geta orðið all arðsöm : því það er alkunnugt, að því betur má græða á hverri vöru sem er, því smærra sem hún er seld. Verðið á árinu hefir verið þannig upp og ofan : Faxflóafiskur 33 til 35 pesetas Isafjarðarfiskur 35— 37 fyrir hver 40 kílogr. (sama sem 95—ioi kr. og 101 — io6 72 kr. skippundíð. Peseta, =franki, reiknaður 72 a.). ITT AF HVERJU. „Og felmtri sló yfir alla Levíta í landinu og þeir gengu inn í sín hús og jusu ösku yfir höfuð sjer“. Mjer datt þessi stutta setning úr gamla testamentinu í hug út af presta-afsetningunum hjer á landi. Eins og kunnugt er, er nú búið að víkja tveim prestum frá embætti, og manna á meðal ganga miklar dylgjur um, að ekki eigi að' láta sitja við svo búið; það sje von á fleiri afsetn- ingum. Vitaskuld hafa menn ekkert áreiöanlegfr fyrir sjer í þeim efnum, en munnmælin og sög- urnar nægja : þær ganga sveit úr sveit, eins og geigvænlega þokan, þegar svarti dauði var á ferð- inni forðum, og slá skelfingu yfir margan *Tuðs-. mann í landinu, því „víða er pottur brotinn1*., Jeg er annars viss um, að það er margur x>restur bænheitur á þessum dögum ; hvort eins margir eru andríkir — ja — um það er allt erfiðara að segja, því það er kannske nokkuð djúpt á and- ríkinu hjá sumum. Og nær er mjer að halda, að' á þessum tímum ríði einhver prestur bónarför um sveitina; því nú riður á, að menn sjeu þagmælskir og flíki þvi ekki í allar áttir, sem engum kemur við nema heimamönnum í prestakallinu, sem eiga aliir að vera „eitt kristiiegt heimiii", J.o»' friður og kærleiki drottnar — og um fram allt kristilegt umburðarlyndi. — Er það annars ekki nokkuð skrítið, að menn skuli vera að tala um „frelsistíma11 nú, og svo mega menn ekki einu sinni hressa sig i friði ? Til hvers er frelsið, ef það eykur ekki mannrjettindi einstaklingsins. Og má það ekki teljast með heilögum mannrjettindum einstaklingsins, að ákveða, hvað mörg staup eða glös hann tekur sjer, og hvenær hann sýpur þau í Ef hann sjera N. N. hefði lifað á „þessum slðustu og verstu tímum“, sá hefði sagt eitthvað. Hann hafði lengi verið prestur fyrir norðan, svo varð hann jirestur á Vestfjörðum og þegar hann var settur þar inn í embættið, þá var hann svolítið hýr, karltetrið ; hempau var honum of sið, svo hann flæktist i henni, þegar haun var að túna guðspjallið, og datt fram úr grátunum. þá varð hann reiður, sem von var til, og þegar búið var að hjálpa honum á fæt.ur, leit hann ofan á hemp- una og sagöi reiðulega svo hátt, að heyrðist um allan kórinn : „Hún skal ekki gera mjer þetta næsta sunnudag, h..........iö að tarna“. Eptir messu kom svo bóndi til hans og bað hann að þjónusta kerlingu. Prestur brást reiður við og spurði: „Hvað er þetta, eruð þið þá sömu bján- arnir hjerna og fyrir norðan ?“ Og þegar bóndi hjelt áfram að biðja prest að koma, stökk prestur upp, vatt sjer snúðugt undan og sagði: rT>a^ er ekki til neius að tala um það, jeg er hættur öllu,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.