Ísafold - 21.05.1890, Page 1

Ísafold - 21.05.1890, Page 1
iCeraur út á miðvikudögum og laugardögura. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundtn v ð áramót, ógild neraa korain sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðsiust. i Austurstræti 8. XVII 41. Reykjavik, miðvikudaginn 21. mai 1890. Inflúenza-landfarsóttin. f>að hefir vitnazt frá því síðast, að kvefsóttin á Vestmanneyjum er inftúenza. Eða það mun varla nokkur maður geta efast um í alvöru, af því, sem nú skal greina. |>ess var getið í síðasta blaði, að hús- ráðandi þar, sem veikin kom upp á Vestmanneyjum, Gísli kaupmaður Stef- ánsson, hefði ekki verið neitt veikur á utanferð sinni. Var þetta haft eptir ein- um merkum samferðamanni hans. En það er missögn, og stendur svo á því, að þeir höfðu ekkert samneyti haft á leiðinni hingað, sögumaðurinn og hann; þeir höfðu verið sinn í hvoru farþega- rúminu og ekki sjezt síðustu dagana. þegar einn af þeim, er samferða urðu ’Gísla á póstskipinu í sama farþegarúmi, íslendingur frá Vesturheimi, las ísafold frá 17. þ. m., tók hann eptir þessu mis- hermi og skýrði ritstjóranum frá því í fyrra dag, að Gisli hefði verið veikur, mikið veikur, 2 síðustu dagana áður en skipið kom til Vestmanneyja, jafnvel rúmfastur fyrri daginn, og komizt með veikum burðum á land og heim til sín( er til Vestmanneyja kom, og að það sem að honum gekk, hafi verið inftúenza; þeir vesturfarar þekktu veikina undir eins, af því þeir höfðu fengið hana í vetur. Gísli kaupmaður hafði komið á land og tafið talsvert á öllum þrem stöðum. þar sem póstskipið kom við í Færeyjum : þórshöfn, Klaksvig og Trangisvaag, en bar gekk þá inflúenza enn, hingað og þangað. Er því vel skiljanlegt, að hann Tengi hana þar, og eins hitt, að aðrir, sem honum voru samferða, í sama far- þegarúmi, fengju hana eigi, með þvf að þeir vorn búnir að fá hana í vetur, sumir f Khöfn og sumir vestur í Ameríku. En að heimilisfólk Gísla sýktist jafn- skjótt sem hann kom á land eða þar um bil, — það verður meira en fullskiljanlegt ■eptir þessu. Að vesturfararnir eða aðrir samferða- 'Hienn Gisla kaupmanns, er vissu af veik- inni á honum, höfðu ekki orð á henni íyr en i ótíma, það er auðvitað sprottið af þeirri vanalegu hugsun, að kvefsóttir sjeu bæði meinleysiskvillar, og auk þess ■enginn vegur til þess að varna útbreiðslu þeirra; það sje svo sem siður en eigi sögulegt, þótt einhverjum verði misdæg- urt af þess háttar vesöld, sem óviðráð- anleg forlög færi yfir mann og ekki tjái um að fást, enda allur þorri manna jafn- góður eptir. En greinin í sfðustu ísaf. hlýtur að færa hverjum manni, sem ekki veit það áður, heim sanninn um það, að hjer er ekki um neina smámuni að tefla. Enginn hefir neina tryggingu fyrir því, að sótt þessi verði hóti vægari hjer nú en verið hefir þrásinnis áður. Læknar og yfirvöld, sem hafa lesið í útlöndum blöðum, hve væg hún hafi verið orðin upp á siðkastið, fmynda sjer og, ef til vill, að hún verði það einnig hjer á landi. En það er ekki gefandi fje við tómri ímyndun hjer fremur en endrarnær, og almenningi er það kunnugra en frá þurfi að segja, hversu aðfluttar sóttir eru hjer opt skað- vænar. Og þó svo færi, — þó vjer yrðum svo lánsamir, að sóttin yrði hjer mjög væg, sem kallað er, reyndist alls ekki mann- skæð, þá er hitt ærið nóg, sem að vísn má ganga : að hún gjörir stórmikið vinnu- tjón, ef hún færist út um land nú um bjargræðistímann, eins og bent var á i síðasta blaði. Sje þvf svo, sem læknar munu engan veginn treysta sjer til að fortaka, að tak- ast megi að stemma stigu fyrir útbreiðslu sóttarinnar, ef vel hagar til og heppni er með — en betur getur varla hagað til en þegar hún gerir að eins vart við á einni ey langt úti í hafi —, er þá ekki æðimikill ábyrgðarhluti að láta nokkurra löglegra og hyggilegra ráða ófreistað í þvf skyni ? Hefir læknirinn á Vestmanneyjum gjört skyldu sfna með því einu, að sinna hin- um sjúku, eins og venja er til, og skýra landlækni frá því með næsta pósíi, að inflúenza sje komin á eyjarnar, — hafi hann ekki gjört meira, en um það er ókunnugt enn ? Hefir landlæknir gjört skyldu sina, hafi hann eigi einu sinni látið amtmann vita undir eins og hann fjekk brjef hjer- aðslæknisins, að sóttnæm veiki væri komin upp á eyjunum, og þar með gjört ómögulegt fyrir hann að bregða þegar við og senda nauðsynlegar fyrirskipanir til Vestmannaeyja með póstskipinu, sem fór þangað rúmum sólarhring eptir að austanpóstur kom? Amtmaður E. Th. Jónassen var að vísu með póstskipinu, og getur þá hafa skorizt í málið, er hann kom til Vest- manneyja, og had hann orðið þess var, hvað um var að vera. En engin trygg- ing er fyrir því. Er það nóg, sem nú hefir verið gjört, að senda út ofurlitinn leiðarvísi og ein- hverjar fyrirskipanir til sýslumannsins í Rangárvallasýslu, en skipta sjer ekkert af Vestmannaeyjum ? í stað þess að senda þangað undir eins bann gegn öll- um samgöngum til lands. meðan sótiin gengur þar. þ>essar og þvílíkar spurningar er hætt við að upp verði bornar. ef illa fer, og að þá kunni að verða ilit að svara þeim til hlítar. Að bera fyrir sig óvissuna um, hvort kvefsótt þessi var inflúenza eða ekki, er ekki nóg, vegna þess, að innan handar var að láta skipunina vera bundna þvf skilyrði, að sóttin væri inflúenza, að dómi hjeraðslæknis, eða yfir höfuð skað- væn og illkynjuð landfarsótt. Að láta sjer vaxa í augum þá ábyrgð, að taka til örþrifráða og vita eigi nema það kunni að hafa verið óþarfi, — það er hjegómi. þ>að er sama sem að vilja með engu móti kosta upp á að byrgja brunninn, fyr en barnið er dottið í hann og drukknað. Ábyrgðin fyrir varnarráðstafanir, sem heimskir menn kynnu að segja á eptir að hefðu verið þarflausar, er hundraðfalt minni en hitt, að vera þess ef til vill valdandi með tómlæti eða ofmikilli varfærni, að stórtjón hljótist af. Bera má einnig það fyrir, að sóttin hafi því nær ótal leiðir til landsins, þó að henni hefði orðið varnað að komast þessa leið, um Vestmanneyjar. En úr því svo er, að enginn veit til hennar annars- staðar hjer við land enn, og úr fví hún má heita um garð gengin í nálægum löndum, er vjer höfum samgöngur við, nema ef vera skyldi i Færeyjum, þá væri heldur óhyggilegt að leggja árar í bát þess vegna. J>að er meira að segja, að þó að sóttin flyttist á land úr Vestmanneyjum, þá virð- ist alls eigi sjálfsagður hlutur að leggja árar i bát og reyna eigi hót að stemma

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.