Ísafold


Ísafold - 28.05.1890, Qupperneq 3

Ísafold - 28.05.1890, Qupperneq 3
171 501. Eru ekki kaupmenn eða hver sem er, skyldir að greiða þeim sanngjarnlegar skaðabætur, sem á einhvern hátt bíða líkamleg meiðsli í þeirra þjónustu, ef það kemur til af því, að vinnutól verkeigandans svíkja eða eru ófullkomin ? Sv.: Jú, ef það er að kenna „ótilhlýðilegri breytni11 húsbóndans (22. gr. hjúalaganna). 502. Er það ekki rjettast, þar sem sambýlisbú- endur hafa jafnan ábúðarrjett á Ó6kiptu landi að veiðiá, að þeir gjöri út hvert veiði látur saman? Sv.: Jú. 503. Og er það ekki rangt, að einn fremur öðr- um brúki yfirgang i því, svo sem að taka undir sig beztu veiðistaðina á óskiptu iandi, svo hinir hafi lítið sem ekkert ? Og hvar eiga þeir að leita rjettar síns ? Sv.: J>að er rangt. 1 jettar sins geta þeir eigi leitað öðru vísi en með lögsókn. 504. Jeg var ráðinn háseti á þilskipi, en er skipið var ferðbúið og jeg bjóst við að verða kallaður um borð, var mjer sagt upp skiprúminu. Verð jeg að Hða þetta bótalaust? Sv.: Nel, spyrjandi á heimting á skaðabótum. 505. Vinnukona, sem var hjá mjer vistráðið hjú, fór frá mjer, með okkar beggja samkomulagi, um haustið, og var annars manns hjú yfir veturinn. Hvað mikið kaup er jeg skyldur að gialda henni og hvað mikið hinn (vetrarhúsbóndinn)? Sv.: Lög eru ekki til um það. Sanngirni virð- ist mæla með þvi, að kaupgjaldið, venjulegt árs- kaup, lendi allt á þeim, sem vinnukonuna hjeit um sumartímann, —matvinnungur hinn tímann. 506. Albróðir minn dó barnlaus og átti ekki foreldra á lífi og erfði jeg hann að mínum parti og tveir bræðrasynir, sem voru á lífi. Áttu fleiri að erfa hann, svo sem hálfsystkinabörn og börn þeirra? Sv.: Já í stað foreldra sinna látinna. 507. Hvað skal garður vera hár til þess að hann sje löggarður? Sv,- „"þat. er löggarðr, er 5 fóta er þykkr við jörð, en þriggja ofan; hann skal taka í öxl meðal- manni af þrepi“ (Jónsb., landsl.b., 31. kap.). 508. Er öðrum manni leyfilegt að brúka hross mitt að mjer fornspurðum, þó það komi inn á tún hans. Sv.: Nei? 509. Eru ekki húseigendur i Revkjavik skyldir til að sjá urn, að framrás sje frá húsum þeirra í einhverja aðalrennu. og að láta gjöra nauðsynleg- ar aukarennur í þeim tilgangi? Sv.: Jú. 510. Lætur bæjarstjórnin sig það etigu skipta, þótt menn hjer hafi stórar forir, alopnar eða hálf- opnar, alveg undir hliðinni á ibúðarhúsum, þar sem eigi aðeins er geymdur allt sumarið saur frá mönnum og skepnum, heldur einnig fiskahaus ar og innýfli ? Sv.: Jú, heilbrigðisnefndin skerst i málið, ef hún veröur þess vör eða það er kært fyrir henni. X lögreglusamþykktinni, sem nú er í smiðum, eru allar opnar forir og ómúraðar bannaðar. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 og o. br. 4. jan. 1861 er hjermeð skorað á alla þá, sem til shulda telja í dánarbid Jóns M. Waage, sem andaðist að Stóru-Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi hinn 1. nóv. f. á., að tilkynna skuldir sínar og sanna pær fyrir mjer innan 6 mánaða frá síð- ustu birtingu auglýsíngar þessarar. Skrifstofa Kjósar- og Gullbringusýslu i3. mai 1890. Franz Siemsen- Proclama. Eptir lögum 12. apríl!878 sbr. 0. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, sem til skulda telja í dánar- og fjelagsbúi þorgils sál. Halldórssonar frá Miðengi i Garðahreppi, er andaðist hinn 10. þ. m., og eptirlifandi ekkju lians Bebekku Tómásdóttur, að tilkynna skuldir sinar og sanna þœr fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Sktifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu ?.j. maí 1890. Franz Siemsen. Proclama Eptir lögum 12. april 1878 og 0. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá, sem til skulda telja i dánarbid Gunnars A. Gunnarssonar, er andaðist að Ytri-Njarðvík liinn 2. þ. m., að tilkynna skuldir sínar og sanna þœr fyrir mjer innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Kjósar- og Guljbringusýslu 23. mai 1890. Franz Siemsen. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn hinn 30. júnímán. p. á. verður við opinbert uppboð, sem Jialdið verður að Stóru-Vogum í Vatnslcysustrandarhrcppi, selt ýmislegt lausafje tilheyrandi dánarbin Jóns M. W'aage, er andaðist sama staðar 1. nóvember f. á., svo sem hnsgögn, sœngurfatnaður, skinn- klœði, ýmislegur sjávaríitvegur, 2 sexmannaför, 1 fjogram.far, 2 kýr, 10 œr lembdar, 8 geml- ingar, 3 sauðir tvœvetrir, hestur, tryppi, 2 hryssur og annað fieira. Uppboðið byrjar kl. 11 f. hádegi, og verða söluskilmálar þá birtir. Sktifstofu Kjósat- og Gullbringusýslu 25. maf 1890. Franz Siemsen. Ilinn 11. fyrra mánaðar tók tilsjónarmaður í Njarðvik upp 2 net, sem voru fyrir utan hina lögskipuðu netalagnalinu. Mark á dufium er Sœ. j. V L. Sá, sem kynni að eiga net þessi, gefi sig fram við mig innan lð. n. m. Skrifstofu Kjósar- og Gullbtingusýslu 23. mai 1890. Franz Siemsen Hinn árlegi safnaðarfundur verður haldinn í Reykjavík sunnudaginn 1. júní kl. 5 í leikfimishúsi barnaskólans. Auk venjulegra fundarmálefna liggur fyrir yfirvaldaskipun til safnaðarins, að annast framvegis alla aðgjörð og viðhald kirkjugarðs- ins, á sinn eigin kostnað. þórhallur Bjarnarson settur. TAKIÐ EPTIR.! Undirskrifaður auglýsir hjer meö, að engan hest verður hjer að fá í surnar til láns, svo að enginn þarf að ómaka sig hingað fram eptir i þeim erindum að b’ðja um hest. Görðum 27. maí 1890. Egilsson. Mánudag 2. júní byrja jeg að flytja þvott til og .frá Laugunum, fyrir borgun þá sem áður hefir verið auglýst. Hvern morgun fer jeg kl. 6 inn í Laugar, og bið jeg þá, sem nota vilja þá ferð, að láta mig vita um það kveldið áður; þá sæki jeg flutningsgóssið til þeirra, og skila því heim að kveldi. Laugapokarnir verða að vera greinilega merktir. Enn fremur fer jeg skemmtiferðir með fólk á vagninum helga og rúmhelga daga fyrir sanngjarna borgun, þegar það ekki kemur í bága við Lauge.flutn ingi nn. Móttökustaður minn verður fyrir það fyrsta Glasgow, norðurendanum. Reykjavík :8. maí 1890. J. Agiist Teitsson. Vitnatiburinn. yfir því, að konan hans skyldf ekki hafa haft hugsun á því, að leggja í ofninn, áður en hann færi að klæða sig. það var barið að dyrum, og konan hans rak fölt og hræðslulegt andlitið inn um dyrnar, líkast því, sem hún ætti þar von á einhverjum ónotum. «Hvað er nú ? — hvað er nú ?» spurði fógetinn. «Hann Hansen er kominn». «Hann Hansen — hvern skollann vill hann hingað svona snemma dags! Allt af er eitt- hvert ónæðið — aldrei er friður». «Hann sagði, að þú yrðir að flýta þjer». «Allt af vilja þessir karlar láta flýta sjer. þeir ímynda sjer víst, að jeg — bæjarfóget- inn — sje nokkurs konar vikapiltur eða hlauparakki þeirra». «A jeg að láta hann koma inn, góði minn ?» «Hvað heldurðu? |>ú vilt þó líklega ekki, að jeg faii að fara út í þennan bannsettan kulda, svona fáklæddur». •Konan fór út, og að vörmu spori kom Hansen, lögregluþjónninn, með borðalagða húfu í hendinní, og hneigði sig auðmjúklega fyrir fógetanum. «Hvað er nú ? — hvað er nú, Hansen ?» «Ja — jeg verð að biðja yður að fyrirgefa, hr. jústizráð, að jeg ónáða yður svona snemma morguns ; en jeg mátti til, því jeg fjekk svo ströng boð hjerna utan úr hverfinu». «Hjálpið þjer mjer hjerna !» sagði fógetinn og fór í morgunkápu sína, — » svona — boð segið þjer; um hvað voru þau ?» «|>að hefir maður verið rotaður í nótt til bana, hr. jústizráð !» «Guð hjálpi nijer !» «Já, alveg steinrotaður», sagði Hansen; «það kom piltur og sagði mjer það rjett núna». «Hvar hefir hann verið rotaður?» «í höfuðið, hr. jústizráð !» «Hvaða vitleysa ! Jeg átti við hvar, á hvaða stað». «Hann lcvað liggja hjerna upp á veginum, skammt frá bænum». «Ja — sjer er hver grimmdin !» —- tautaði fógetinn. — «þetta er ljóta illviðrið — hann rignir allt af jafnt og þjett! — En við meg- um samt sjálfsagt til að fara þangað, hvað sem veðrinu líður». «Drengurinn sagði, að það þyrði enginn að snerta líkið fyrri en lögreglustjórinn væri búinn að skoða það». «Hvaða maður er það ?» «Eptir því, sem jeg hefi komizt næst, þá er það hann Möller hestaprangari». «Ja — sjer er nú hvað ! — Glæpir og afbrot keyra orðið fram úr öllu hófi. Hann Möller — sem jeg skipti við í fyrra dag. — Ja — sjer er nú hvað ! — Já, við verðum sjálfsagt að fara þangað, þótt veðrið sje svona þræls- legt. Viljið þjer ekki fara á meðan og sjá um að vagninn minn verði tilbúinn! Já — og rimlavagn undir líkið.----------Já og þjer gerið má ske svo vel, að hlaupa til læknis- ins, — það er eins gott að hafa hann með undir eins». «Já — jeg skal gera það». «Hæ ! Bíðið þjer svolítið við. — Hver hefir rotað hann?» «Ja, — það veit vist enginn*. «Nei, — það hugsið þið ekki mikið um að komast fyrir. Bara — að láta mig hafa fyrir

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.