Ísafold - 31.05.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.05.1890, Blaðsíða 1
K.emur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 ki. Borgist fyrir miðjan ]úlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifteg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje tilntgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 44. Reykjavik, laugardaginn 31. mai 1890. Skipun efri deildar og æfilöng þingseta. Einn með verulegri göllum á stjórnar- skránni frá 1874 er það, að helmingur efri deildar er konungkjörinn. par með er stjórninni veitt i rauninni tvöfalt synj- unarvald. ef svo ber undir, gagnvart því, því að ekki þótti takandi í mál að fjölga þingmönnum meira en svo, að tólf yrðu alls í efri deild. Á alþingi 1885 var tekið upp aptur meðal annars það atriði úr þingfrumvarp- inu frá 1873, að efri deild skyldi öll vera þjóðkjnrin. og var því haldið á næstu þingum, 1886 og 1887. En með því að ýms vandkvæði þóttu á kosningum til sem hinir þjóðkjörnu fulltrúar vilja hafa |eft.. dei]dar> ef hun ætti að geta orðið fram. Hún hefir hið lögákveðna synjun arvald við frumvörpum þingsins, eptir að þau eru samþykkt i báðum deildum, og þar á ofan synjunarvald á þinginu sjálfu, áður en málin útkljást þar, með atkvæð- um fulltrúa sinna, sem hún, eins og eðli- legt er, velur sjer til fylgis í því, sem henni er kappsmál um. Með einum frá- villing úr hinna Hði, þeirra þjóðkjörnu, ræður hún lögum og lofum í deildinni og þar með á öllu þinginu, hvernig sem fer um forsetakosning ; en ráði hlutkesti því eða önnur tilviljun, að forsetatignina hljóti maður úr þjóðkjörna fiokknum, þá ráö.i hinir konungkjörnu einir síns liðs öllu þvi sem þeir hirða um að ráða, eins og t. d. á siðasta þingi ; þá hafa þeir allt af afl atkvæða gagnvart hinum. pannig má svo að orði kveða, að þing- stjórnarvald þjóðarinnar leiki á hverf- andi hveli, á tómri tilviljun. Ekki er þióðinni láandi, þótt hún vilji fá þessu breytt. Rjett er að geta þess samt, að það var alþingi sjálft, sem fyrst kom upp með .nvo lagaða skipun efri deildar, 1867, þegar fyrst varkomið upp með að skipta þinginu í tvær málstofur, og samþykkti hana með meira en % atkvæða þá. og aptur bæði i86q og 1871, en ekki 1873; þá vildi það hafa alla efri deild þjóðkjörna; en það líkaði stjórninni ekki, eins og við var að búast, og þóttist góð að geta tek- ' ið upp í stjórnarskrá sína, 1874, þri- vegis sarnþykkta tillögu þingsins um skipun efri deildar. Stjórnin hafði í sínu frumvarpi, er lagt var fyrir þingið 1867, stungið upp á, að sex hinir æðstu embættismenn landsins skyldu eiga sæti á þingi ásamt 21 þjóð- kjörnum þingmanni, og að þingið væri eins og áður ekki nema ein málstofa. En þingið vildi af tvennu til heldur halda sex konungkjörnum þingmönnum, eins og áður hafði verið, enda var það ekki nema lítið brot af þinginu i einu lagi, svo þjóð- kjörnir þingmenn höfðu margfalt afl at- kvæða við þá með því fyrirkomulagi. En þegar svo í miðju kafi er fundið upp á tvískipting þingsins, þá er svo sem orða- laust álitið sjálfsagt, að konungkjörna sveitin sitji öll i efri málstofunni, með þvf að svo er vant að hafa það annarstaðar, pó að hún fengi þar með miklu meira vald en ella mundi eða áður gerðist, með til muna frábrugðin neðri deild og þar með sjálfstæður liður i þingstjórnarvald aptur, og tekin upp gamla hugsunin með konungkjörnum þingmönnum, eins og var á ráðgjafaþinginu: að þeir skyldu að eins vera (lítið) brot af málstofu þeirri, er þeir ættu sæti í, berandi þar til brunns sjer- staklega þekkingu og reynslu, er þjóðin kynni að ganga fram hjá í kosningum til ugan flokkinn muni mikið um 1 mann, og því sje ekki gjörandi rekistefna úr þvi, hvort hinir stjórnkjörnu sjeu heldur hafð- ir 3 eða 4. En sje hinum þjóðkjörnu í efri deild skipti niður á ömtin eða fjórð- ungana, eins og stungið var upp á á síð- asta þingi, þá stæði vel á því, að þeir gætu orðið 9, til þess að geta þó látið- fjölmennasta amtið kjósa 3, en hin 2. pað er sfður en svo, að efri deild eigi eptir tilætlun þingsins í fyrra að vera neitt gapalega framsækin, þótt hún eigi inu, þá var á síðastf þingi horfið frá því(kð vera þjóðkjörin að tveimur þriðjung- um. Kosningar til hennar verða ekki minna en þrefaldar. Fyrst kýs hinn al- menni kjósendaflokkur menn i sýslunefnd- ir, sýslunefndirnar kjósa í amtsráð eða fjórðungsráð, og amtsráðin kjósa síðan þingmennina, 8 þingmenn alls, til efri deildar, 2 úr fjórðungi hverjum, eða 3 þings, og hafandi áhrif á aðra þingmennjur einum, ef hinir þjóðkjörnu þingmenn með viturlegum ráðum og tillögurn, ef þvi væri til að dreifa, en án þess að eiga neitt undir sjer, er til atkvæða kæmi; það er óþarft, þar sem þeirra kjósandi, stjórnin, hefir ótakmarkað synjunarvald eptir á. Neðri deild á siðasta þingi ætlaðist raunar til, að konungkjörnir (jarlkjörnir) þingmenn hyrfu af þingi algjörlega með tímanum. En efri deild, sem hjelt fyrst fram algjörlega stjórnkjörinni etri deild, eptir dæmiKanadamanna, hvarf fráþví apt. ur og aðhylltist þá skipun hennar, að þar sætu að eins 4 stjórnkjörnir þingmenn, og 8 þjóðkjörnir; og það aðhylltizt öll nefndin í neóri deild, bæði meiri hlutinn, og minnihlutinn. Eru því allar líkur til, að það atriði verði ofan á eptirleiðis, ó- breytt eða því sem næst. Aðalatriðið í því nýmæli er þetta, að stjórnkjörnir þingmenn skuli eigi hafa afi atkvæða á þingi sem fiokkur út af fyrir sig, í annarihvorri deildinni, heldur aö eins þau áhrif á málin, er þeir geta haft með ræðum sínum og tillögum, sam- kvæmt hinum upphafiega tilgangi með stjórnkosningum, sem var sá, að auka og bæta vinnukrapta þingsins, en vera eigi því til fyrirstöðu, að vilji þjóðfulltrúanna gæti lýst sjer eindregið og látið til sín taka, er til atkvæða kæmi. pað er þriðjungur efri deildar, sem á að vera stjórnkjörinn eptir þessari tillögu. par með er að vísu svo um búið, að þjóð- kjörni flokkurinn í deildinni hefir þar ó- brigðult afl atkvæða. En duga mundi samt, til að fá framgengt áminnztum tilgangi með stjórnkosningum til þings, þótt hinir stjórnkjörnu þingmenn væru eigi nema 3, eða að eins Vt hluti deild- arinnar, enda voru þeir ekki fullir '/4 hluti þingsins forðum, meðan það var ráðgefandi. Raunar má segja, að hvor- yrðu q. Auk þess liður að jafnaði lang- ur tími milli allra þessara kosninga: fyrst langur tími frá því kosið er í sýslunefndir og þangað til þær kjósa í amtsráð eða fjórðungsráð, og langur tími aptur frá því sú kosning fer fram þangað til kosið er á þing, og þá að eins einn og einn þingmaður í senn, með löngu millibili — nema í fyrsta sinn —, ef haldið verður æfilangri þingsetu, eins og haldið var fram á síðasta þingi í báðum deildum. pað er svo sem ekki hætt við fljótræði eða flasfengni, þegar svo er um búið. Rísi einhver nýstárleg framsóknaralda upp hjá þjóðinni, hjá almenningi, þá á hún svo langa og erfiða leið fyrir hönd- um inn á þing, í efri deildina, að brot- sjórinn verður löngu lægður áður; gott ef hún verður eigi hjöðnuð með öllu um það er þangað kemur. Að nokkur stjórn hirði um að hafa íhaldssamari efri deild en útlit er fyrir að fáist með þessu, — það er ekki líklegt. par með fær hún það bætt upp, er hún missir fyrir hitt, að sleppa stjórnkosningunum, að svo miklu leyti sem hugsun hennar með þeim fer í rjetta stefnu, þá stefnu, er upphaflega var tilætlazt. og sem á einn- ig að koma heim við vilja þjóðarinnar; en sína fylgifiska þarf hún eigi að bú- ast við að fá á þing með því móti, og það á hún að gjöra sjer að góðu. Fyrirmælin um, að hinir amtsráðskjörnu þingmenn skuli búsettir í því amti, er þeir eru kos nir úr, virðast all-hyggileg í fyrsta áliti. „pá er miklu fremur vissa fyrir, að þeir sjeu kunnugir landsháttum öllum, heldur en ef sumir fjórðungar lands- ins máske ættu engan þingmann í efri deild" (J. A. Hjaltalín). En raunar getur það orðið óþægilegt hapt á kjörgengi manna til efri deildar, og jafnvel alveg óþarft. Oþægilegt getur það orðið vegna

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.