Ísafold - 31.05.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 31.05.1890, Blaðsíða 3
þeir saeta hýðingu, jafnt konur sem karl- ar. þá rituðu allir fangarnir fangelsisstjór- anum brjef þess efnis, að undir eins og nokkur fangi yrði látinn verða fyrir þeirri smánarlegu hegningu, hefðu þeir tekið sig saman um að fyrirfara sjer allir. Kvennfólkinu í fangelsinu heppnaðist að halda ráðstefnu um að taka allar inn eitur heldur en láta hýða sig. Skömmu síðar kom úrskurður frá land- stjóranum um, að Sihida skyldi sæta hýð- ingu, ioo vandarhagga, fyrir tiltæki sitt við Masúkoff, — „samkvæmt fangareglu- gjörðinni“, þ. e. svo framarlega sem heilsa hennar leyfði. Læknir var látinn skoða hana. Hann aftók, að hún þyldi hýðing una. þá var skipað að framkvæma hegn- inguna an návistar nokkurs læknis. þ>að var gert i vetur, 6. nóv. Konan var hýdd nakin, ioo vandarhöggum. Lveim dögum síðar ljezt hún. Lagsystur henn- ar tóku eitur og dóu 3 undir eins. Hin- ar höfðu eigi fengið nóga inntöku, enda var þeirra gætt síðan svo vandlega. að þær gátu eigi náð í meira. Um sömu mundir afrjeðu 30 karlmenn i fangelsinu að taka inn eitur. Tveir dóu þegar; þá komust samtökin upp, og var hinum þá þröngvað til að taka inn uppsölumeðul; fyrir það lifðu þeir sumir að minnsta kosti. Meira vita menn eigi. Proclama. Eptir l'ócjum 12. april 1878 og o. br. 4. jan. 1861 er hjermeð skorað á alla þá, sem til skulda telja i dánarbúi Jóns M. Waage, sem andaðist að Stóru-Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi hinn 1. núv. f. á., að tilkynna skuldir sínar og sanna þær fyrir mjer innan 6 mánaða frá síð- ustu birtingu auglýsingar þessarar. Sk'ifttofn Kiósar- oi; Gullljrinyusýslu 2 {. inai 1890. Franz Siemsen- Proclama. Eptir lögum 12. apríll878 sbr. o. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, sem til skulda telja í dánar- og fjelagsbúi porgils sál. Halldórssonar frá Miðengi í Garðahreppi, er andaðist hinn 10. þ. m., og eptirlifandi ekkju hans Bebekku Tómásdúttur, að tilkynna skuldir sínar og sanna þœr fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Sktifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu >.J. maí 1890. Franz Siemsen. Proclama Eptir lögum 12. april 1878 og 0. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á þá, sem til skulda telja í dánarbiii Gunnars A. Gunnarssonar, er andaðist að Ytri-Njarðvik liinn 2. þ. m., að tilkynna skuldir sínar og scmna þœr fyrir mjer innan 6 mánaða frá siðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 23. maí 1890. Franz Siemsen. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn liinn 30. júnímán. þ. á. verður við opinbert uppboð, sem haldið verður að Stóru-Vogum í Vatnsleysustrandarlireppi, selt ýmislegt lausafje tilheyrandi dánarbúi Jóns M. Waage, er andaðist sama staðar 1. núvember f. á., svo sem húsgögn, scengurfatnaður, skinn- klceði, ýmislegur sjávarútvegur, 2 sexmannaför, 1 fjögram.far, 2 kýr, 10 œr lembdar, 8 geml- ingar, 3 sauðir tvcevetrir, hestur, tryppi, 2 hryssur og annað fleira. Uppboðið byrjar kl. 11 f. hádegi, og verða söluskilmálar þá birtir. Skiifstofu Kjósai- og Gullbringusýslu 23. mai 1890. Franz Siemsen. Hinn 11. fyrra mánaðar tók tilsjnnarmaður í Njarðvik upp 2 net, sern voru fyrir utan hina lögskipuðu netalagnalinu. Mark á duflum er Sœ. j. V L. Sá, sem kynni að eiga net þessi, gefi sig fram við mig innan 15. n. m. Skrifstolu Kjósar- og Gullbringusýslu >3. mai 1890. Franz Siemsen / Hjer með leyfi jeg mjer að tilkynna bænd- um, sem viija eiga kaup viö mig meö fje i haust, að þeir nú í kauptíð geta fengið hjá mjer mínar ágcetu vefnaðarvörur og fleira, einnig nokkuð af matvöru, kaffi og sykri— með því að horga þetta í fje í haust. — þeir sem vilja sinna þessu snúi sjer til herra Magnúsar Eyjólfssonar á Neistastöðum í Flóa, til herra þórðar Guðmundssonar á Hálsi í Kjós og herra Jóns Sigurðssonar á Kalastaðakoti, sem láta þá fá ávísanir til mín. Oðrum en þeim, sem koma með ávísanir, get jeg ekki sinnt, nema jeg þekki þá áður. Reykjavik 31. mat 1890. þorl- O. Johnson. Sá sent hefur lánað hjá mjer ..Helga hinn mayralí skili honura strax. sl/5 Gestur Pálsson. Álþýðu-oggagnfræðaskólinn í Flensborg. Beiðnir um heimavist í skóla þennan verða að vera komnar til skólastjóra Jóns pórarinssonar í Flensborg fyrir lok næstkom. ágústmánaðar. Heimasveinar fá : svefnherbergi, borð- stofu og lestrarstofu, allt rúmgóð og lag- leg herbergi. Enn fremur fá þeir geymsluherbergi fyrir matvæli, sem þeir geta búið sig út með að heiman, og annað það, er þeir þurfa með sjer að hafa. Rúmföt verða þeir að leggja sjer til sjálfir. Ljós og eldivið kaupa þeir í sameiningu ; sömuleiðis þjónustu og ræsting herbergja. Kennslugreinir eru .■ íslenzka, danska, enska, saga, landafræði, náttúrufræði, tölvísi og söngfræði. Kennsla í þessum námsgreinum er ókeypis Enginn getur gjörzt heimasveinn. nema hann skuidbindi sig til að taka hin fyrir- skipuðu próf. Hafnarfirði hinn 27. maímánaðar 1890. 1 umboði skólanefndariunar Franz Siemsen. Fjármarkaðir í Borgarfjarðarsýslu verða haldnir á þessum stöðurn : í Rauðsgilsrjett fimtudaginn 2. okt. - Hreppsrjett laugardaginn 4. s.m. - Hafnarrjett mánudaginn 6. s.m. - JLHtiKn.Uljt30b pi.iUJUCltbgll.ul 1. ö.u). Reykholti 28. mai 1890. í umboði sýslunefndarinnar i Borgarfjarðarsýslu P. J. Blöndal. Guðmundur Helgason. porsteinn Arnason. Vitnaeiðurinn. »En hvað hann er leiðinlegur á svipinn !« »Hann hefir verið sleginn banahögg með kylfu eða vagnspæk«. »Hver fann hann fyrstur ?« spurði nú fógetinn. »Jeg — Rasmus Ólsen — fann hann fyrstur«, svaraði unglingspiltur, sem stóð þar gagn- drepa með húfuna í hendinni. »þú verður að mæta á bæjarþingsstofunni. — Ja — sjer er nú hver óhemju ngningin !« Svo taldi fógetinn upp þá, er skyldu mæta fyrir rjetti til yfirheyrslu, og sagði þeim stað og stund. »Ja — ekki dugar að láta hann liggja hjerna. Takið hann, piltar! og fleygið honum upp í vagninn«. Lögfræðingur, sem nýskeð var orðinu að- stoðarmaður fógetans, hjálpaði Hansen lög- regluþjón að koma líkinu upp. Blóð og forarleðja rann niður af líkinu, þegar það var hafið á lopt. Auguu stóðu opin; munnurinn allur skældur, og skein í dökkgular tönnurnar. »Svona —• upp með hann — fæturna á undan. — Upp með hann U Líkið var komið upp í vagninn. Og allt í einu var eins og fjötrar tungunnar losnuðu hjá mannþyrpingunni. Hingað til hafði hvorki heyrzt til þeirra stunur nje hósti, en nú varð hávaðinn eins og þegar verst er látið í rjettum. Allir urðu að láta í ljósi álit sitt um þennan nýframda glæp. Sumir hjeldu, að Marteinn trjesmiður mundi vera hinn seki, aptur á móti hjeldu aðrir, að það gæti engan veginn átt sjer st-að. »Við skulum taka Martein í sömu ferðinni. það er óþarfi að vera lengur úti í þessu illviðri, en nauðsyn lcrefur«. III. það leit helzt út fyrir, að Marteinn væri sofnaður. þó lá hann ekki kyrr, heldur var hann sífellt aó bylta sjer á ýmsar hliðar í rúminu. Kona hans lá lengi í sömu stelling- um, og hallaði enninu að rúmstokknum. Hún var allt af að velta því fyrir sjer, hvað fyrir Martein mundi hafa borið um nóttina. Eitthvað ógeðfelt, eitthvað illt hlaut það að hafa verið. Blóðsletturnar á erminni hans, orsökin til þess, að hann vildi ekki láta það berast út, að hann hefði verið úti um nóttina, og undarlega flóttalegt augnaráð, — allt þetta var angljós vottur þess, að Mar- tein hafði hent eitthvað voðalega ljótt. það var eins og henni yrði litið ofan í eitthvert ægilegt djúp, sem hún sæi engan botn í. það var nærri því orðið fullbjart. Regnið buldi enn á glugganum. Katrín leit upp, og horfði grátþrungnum augum á mann sinn. Hárið liðaðist rennvott niður um hálsinn og herðarnar. Hún var fríð sýnum, og nettari og spengi- legri heldur en bændadætur eru að jafnaði. En margvísleg vonbrigði, fátækt og mæða höfðu sett merki sitt á andlit hennar, og dregið þar þessa lúa- og sorgardrætti, sem ætíð gera vart við sig þegar svo á stendur. Opt og mörgum sinnum hafði Marteinn blekkt hana og dregið á tálar, en samt elskaði hún hann enn þá.-----------þegar hún kynntist honum fyrst, var hún ung að aldri, og að flestu all-ólík öðrum stúlkum. Hún var óskilgetin, og þekkti hvorki föður nje móður. Henni hafði viljað það lán til að alast upp hjá góðum og ráðvöndum hús-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.