Ísafold - 07.06.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.06.1890, Blaðsíða 1
K.emur ót á mtðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis S kr. Borgist fyrir miðjan jólimánuð. XVII 46. ÍSAFOLD. Reykjavik, laugardaginn 7. júni Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sjt tilútgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. 1890. Um saltfisksverkun. Eptir verzlunarstjóra Jón Gunnarsson. f>að væri sannarlega gleðilegt, ef þau timmæli sira O. V. Gíslasonar í 39. tbl. Isafoldar þ. á., ,,að fiskverkunin sje nú orðin það áhugamál, og að eigi verði annað með sönnu sagt, en að sjómenn hafi fullan vilja á að vanda saltfisksverk- unina“, reyndust sönn og rættust; en því að eins hefir þessi góði viljl nokkra þýð- ingu, að hann komi fram í verkinu. f>að er sorglegt og skaðlegt hirðuleysi, sem hefir ríkt og ríkir þann dag i dag, hvað vöruvöndun hjer á landi áhrærir; og þótt stundum hafi verið reynt að ráða bót á því, má þó heita, þegar allt kemur til alls, að allt sem til þessa dags hefir verið reynt í þá átt, sje hálfgert kák; því hreyfingin hefir aldrei orðið að nátt- úrlegum vana; hún hefir sjaldan komið innan að, það er: vaknað i meðvitund þeirra manna sjálfra, sem fratnleiða vör- una og búa hana undir markaðina; og einmitt af því, að allur þorri manna hefir skoðað þessar tilraunir sem óþarfakredd- ur og nauðungarvald, hafa þær optast að mestu og vanalega fljótt dáið út af eða hjaðnað niður, og allt lent í sama horfi og áður. Sá skaðlegi misskilningur, að afleiðing vörugæðanna lendi hjá kaupmanninum einum, og að bóndinn sje hólpinn og úr allri hættu sloppinn, geti hann með ein- hverju móti og affallalaust komið vöru sinni út, þarf að upp rætast; menn verða að liafa hugfast „að upp koma svik um síðir“, að þeir grafa sinni eigin velferð gröf með hirðuleysi sínu. pegar mikið fiskast, eru margir, sem ekki þykjast hafa mannafla til að full- nægja öllum þeim skilyrðum, sem vöru- vöndunin útheimtir, og sumir skáka ef til vill í því skjóli. að samkeppnin og flskimergðin gefi kaupmanninum ekki tóm til vandlætingasemi, og að þeir sjeu þá ekki við eina fjölina feldir, en gefi því barninu sem bezt tekur við; enda mun reynslan opt staðfesta þessa ímyndun. í góðu árunum þýtur opt upp hópur af augnabliks-kaupmönnum, sem bæði ginna menn með ýmsum boðum, sem stundum reynast tálboð, og ala um leið hirðuleysi manna með því, að taka hvern óþrifnað sem þeim er boðinn, og það með sömu kjörum sem varan væri góð og gild. f>egar aptur á móti lítið aflast, hugsa Tnargir sem svo, að ekki borgi sig að leggja á sig neitt aukaómak, þvi kaup- maðurinn neyðist til vegna skuldanna að þiggja þessar „fáu kindur“ hvernig sem svo sjeu útlítandi, annars fái hann ekki Deitt. þótt þessi ódrengilegi hugsunar- háttur sje, sem betur fer, ekki almennur, eru þó allt of margir meira og minna meingaðir af honum og öðrum svipuðum hugsunum; að þetta sje eins satt og það er heiðvirðum og ráðvöndum mönnum ósamboðið, um það sannfærir — jeg þori næstum að segja — dagleg reynsla verzl- unarmanninn. En þótt fiskiverkuninni sje enn í mjög mörgu ábótavant, verður þvi ekki neitað, að hin síðustu árin virðist þeim heldur hafa fjölgað, sem kannast við, að nauð- synlegt sje að bæta hana og vanda, og sjálfir hafa bætt hana í einstökum til- fellum. En þegar nú aptur um það er að ræða, að vara geti sjer lof og vinni álit með gæðum sínum, þá segir það sig sjálft, að ómögulega má sleppa nokkrum og það mjög verulegum undirbúningsatriðum. Aldrei ættu tnenn að salta fisk úti, nje i svo illa þöktum byrgjum, að vatn eða snjór nái fiskinum; óhjákvæmileg afleið- ing þess eru verulegar skemmdir. Allri meðferð fisksins, meðan hann er þurkaður, er hjá allmörgum í mörgu mjög ábótavant. Mörgum hættir t. d. við í purkatíð, að breiða fiskinn með of litlu millibili, þ. e. láta hann ekki standa nægilega lengi undir fargi milli þess sem hann er breiddur, og fergja hann mikils til ojiítið; af þessu leiðir, að fiskurinn geymir í sjer sjó og aðra vökva, sem ekki fergjast úr honum, og mun slíkt opt valda bruna í hitatíð. Svona þurkaður fiskur getur heldur aldrei geymzt sem þurr fiskur; þegar hann fer að liggja og brjóta sig í stærri hlöðum, verður hann blautur og vanalega kemur fram hrái i honum. þó skal það tekið fram hjer á þessum stað. að fiskur sá sem látinn er undir eins undir farg í sjóstökkum, þarf ekki að standa eins lengi utidir fargi milli þess sem hann er breiddur, eins og sá fiskur, sem fyrst er látinn undir farg eptir að farið er þurka hann. þ>að er al- veg hættulaust, enda að mínu áliti sjálf- sagt, að hafa meira en hálft farg á sjó- stakka; hversu þungt sem farg er í slík- um stökkum getur það aldrei spillt, fisk- urinn getur á því verkunarstigi aldrei límzt saman, því innan í stakknum verður allt af mikið að sjó. Sje fiskurinn aptur á móti ekki látinn undir farg meðan hann er í sjóstakk, ætti sem allra minnst að þurka hann áður en hann í fyrsta skipti er látinn undir farg; ‘hálfur góður þerridagur er nóg, og er pá mjög áríð- andi að fergja hann vel, eins og allt af framan af. Að þurka fískinn til muna, áður en farið er að fergja hann, er skað- legt og heimskulegt. J>ótt stökkunaraðferð okkar sunnlend- inga kunni að vera gömul, verður ómögu- lega með sanni sagt um hana, að hún sje góð. Allir þekkja þessa aðferð og vita hvernig henni er varið; á hliðum og endum stakksins snýr hnakki fískins út. þ>að þykir einnig heyra til þessari að- ferð, að stakkurinn sje þynnstur neðst, en hlaðist út á við eptir því sem ofar dregur. Mæti fískur langvinnum rigning- um í stökkum þessum, er hætt við að hann skemmist á þann hátt, að vatn komist í hnakkakúlurnar, en þeim skemmdum verður aldrei aptur út rýmt úr fiskinum. Líka geta þessar skemmd- ir ollað bruna. í þannig hlöðnum stökk- um fergist fiskurinn aldrei jafnt eða veru- lega vel, því eptir því sem ofar dregur, eða eptir því sem hleðslan hallast meira út á við, að því skapi missast viðtökin að neðan. þ>að má heita undravert, hve fastheldnir menn eru við gamlar venjur, jafnvel ept- ir að reynslan hefir áþreifanlega hrakið gildi þeirra, og á þetta sjer ekki síður stað í því, er að fiskiverkun lýtur, en öðru. Fyrir nokkrum árum fluttist hing- að frá austfjörðum önnur stökkunarað- ferð en hjer hafði tíðkazt áður; til aust- urlands mun hún vera komin frá Færeyj- um. Nokkrir menn reyndu hana undir eins, og munu flestir þeirra hafa haldið henni síðan, og álíta hana taka hinni gömlu fram. Sumarið 1887 var mikið ó- þurkasumar eða einkum vorið, sem hjer um slóðir er aðalfiskverkunartíminn, og gafst þá gott tækifæri til að reyna báð ar þessar aðferðir. Margir gáfu ný- breytni þessari grunsamt auga og spáðu illa fyrir henni, en raunin varð sú, og var jeg sjálfur sjónarvottur þess, að 1 ptir 6 vikna stöðugan óþerri, sem fiskurinn var óhreifður í stökkum þessum, kom hann eins vel útlítandi úr þeim og hann var látinn í þá En öðru máli var að gegna um eldri aðferðina. í öllurn þeiin stökkum, er hlaðnir voru samkvæmt henni, og sem mjer gafst færi á að sjá, var fiskurinn meira og minna skemmdur, af vatni, er komizt hafði i hnakkakúl- urnar. Mismunurinn á stökkunaraðferðinni er í þvi fólginn, að láta hlið fisksins alstaðar vita út, bæði á hliðum og endum stakks- ins, og láta i öllum fjórum hornum hans sporðana bæði frá hliðum og endum mætast, og mynda næstum því kross. á þann hátt, að hjer um bil 3/4 sporðsins nái út úr hornum stakksins; i hverju af hin- um sjerstöku hliðarlögum, sem lögð eru endanna á milli, eiga allir fisk- arnir að snúa eins, eða allir sporðarnir í sömu áttina, nema endafiskur raðarinnar, sem ávallt verður að snúa sporðinum til hornsins; rjettast og bezt er, að hliðar- lögin eða raðirnar liggi á víxl, þannig: snú hœgri hliðinni að hlið stakksins og 1 egg fiskinn pannig niður, að sporðarnir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.