Ísafold - 11.06.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.06.1890, Blaðsíða 1
 rtemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júliraánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje tilútgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrceti 8. XVII 47. Reykjavík, miðvikudaginn 11. júni 1890. Strandfcrðaskipið Thyra, kapt. Hov- gaard, kom hingað g. þ. m. að kvöldi, norðan um land og vestan, og með henni allmargt ferðafólk af ýmsum höfnum, en fátt frá útlöndum, nema kaupm. J. Vída- lín og frú hans. Hvergi varð Thyra vör við hafís á sinni leið, enda var hún komin vestur fyrir Horn, þegar versta hretið gerði, og getur því ís vel hafa komið að landi aust- ar eptir það. „Thyra" fer aptur annað kvöld sömu leið, vestur um land og norður. Útlcndar frjcttir eru litlar með þessari ferð, Oki kemur ágrip í næsta blaði. Thcotlór Möbíus, háskólakennari í Kiel, mestur íslenzkur fornfræðingur og íslands- vinur á pýzkalandi annar en Konráð Maurer, er nýlega látinn. Vísilldalcgan styrk úr ríkissjóði Dana hafa tveir landar í Khöfn fengið í vor: dr. Jðn þorkclsson iooo kr. til að ferð- ast um ísland og Svíþjóð til þess að leita uppi og rannsaka forn skjöl handa „ísl. Fornbrjefasafni", og cand. mag. Jón Ste- fánsson 600 kr. til þess að semja enska bókmenntasögu. Háskólapróf. Bogi Melsteð hefir tekið nýlega magister-próf í söguvísindum við Khafnarháskóla. Apótckið í Rcykjavík er að sögn selt dönskum manni, er Tvede heitir, ojf væntanlegur er hingað nú með Taura þessa dagana. Kaupverð 85,000 kr. Hr. Krúger lyfsali mun ætla hjeðan alfarinn "seint í sumar. Dómkirkjupresturinn, síra Jóharm þorkelsson, sem verið hefir í Kaupmh. síðan fyr- ir jól í vetur, kemur nú heim með næstu ferð »Lauru«. Hefir hann nú upp á síðkastið verið á ferð um þýzkaland, farið alla leið suður til Vínarborgar og Múnchen, og fengið til þess styrk nokkurn fyrir tilhlutun J. Nelle- manns, ráðgjafa lslands. Hólaskóli. Af 11 lærisveinum, er gengu þar undir próf 7.—10. f. m., útskrifuðust þessir 4 : þórarinn Jónsson úr Skagafirði (dáv. -5-); Magnús St. Stefánsson frá Steiná (vel +); Sigurður Sigurðsson úr Arnessýslu (vel); og Arni Arnason úr Húnavatnssýslu (lakl.). Sjö nýir námsveinar eru komnir þangað, svo að nú verða 14 í skólanum komandi ár. SynoduS. Hin árlega prestastefna, syno- dus, verður í sumar haldin 30. jiiní, 4 dög- nm fyrri en vant er, sökum þess, að biskup- inn hefir ákveðið vísitazíu í Múlasýslum í júlímánuði, og þarf að fara í þeim erindum hjeðan af stað 3. júlí með strandferðapóst- skipinu vestur og norður fyrir land. Enskir ferðamenn. Eins og áður hefir verið getið, ætlar enskt skemmtiferðafjelag að senda hingað í sumar 3 ferðir með enska ferðamenn, 30 í hvert skipti. Skipið heitir Myrtle og er 320 smálestir að stærð, skipstj. B. Williams. Skipið er ætlað eingöngu til skemmtiferða og hefir farið meðal annars eina ferð umhverfis jörðina. pað ætlar af stað frá Liverpool núna á laugardaginn, 14. júní, og er væntanlegt hingað fimmtudag 19. s. m. Daginn eptir ætla farþegarnir að fara eitthvað smávegis hjer í kring, og síðan 21. að leggja af stað til þingvalla og Geysis. þaðan fara þeir til Heklu og síðan til Krisuvíkur og loks til Eeykjavíkur aptur. Önnur ferðin byrjar frá Liverpool 26. jrmí og þriðja 9. júlí. Verður öllum ferðunum hagað eins, á sjó og landi. 030 kr. (35 £) kostar ferðin alls á mann, a sjó og landi, að vínföngum undanskildum. Skagafirði, 31. maí: ..Veð'rdttan hefir verið ágæt í allt vor. Gróður kominn töluverður. Sigling. Hinn 12. apríl kom kaupskip hlaðið vörum til kaupmanns L. Popps og 1. maí annað hlaðið vörum til Gránufje- lagsverzlunar á Sauðárkrók, sem hr. Stef- án Jónsson stýrir stöðugt, auk þess sem „Thyra" kom 5. apríl, eins og til stóð, með vörur til kaupm. V. Claessens, og einnig til kaupm. Popps, svo að nægar vörubirgð- ir eru hjer. Enginn afli enn, nema lítið af fugli frá Drangey. pessa viku hafa sjómenn allir verið í Drangey, og munu þeir koma í land í kvöld, vonandi með fugl. En vana- lega kemur fiskur ekki svona snemma hingað á fjörðinn. Er það tilfinnanlegur munur oyf annarstaðar við landið, t. d. fyr- ir sunnan. Enginn ís hefir sézt í vor, og bjargræðis- ástand er gott". Mannalát og slysfarlr. Nóttina mllli 2q. og 30. janúar varð kvennmaður úti í Seyðisfirði, íngibjörg Einarsdóttir trá pór- arinsstöðum; ætlaði sjer yfir fjall til Mjóa- fjarðar ein frá heimili sínu; en villtist yfir svokallaðan Elanna niður í Hánefsstaða- dal, lenti í snjóflóði og fannst örend skammt þaðan eptir nokkra daga. Aðfaranótt hins i. april ýórst báfur úr Borgarfirði með' ¦"> mömium á heimleið úr kaupstað á Vestdalseyri. Báturinn hafði verið óviturlega hlaðinn með korn og aðr- ar nauðsynjar, og geta menn helzt til, að hann hafi sokkið í svonefndri Glettinga- nesröst; þar verða mjög þung straumaföll og röstin verður á stundum allt í einu ó- fær, er vindur stendur á móti falli. Og í þetta skipti rann á sunnanvindur eptir miðnætti, en fall bar á móti. Mennirnir voru bræður tveir frá Snotrunesi, Sigfús og Jakob Sigurgeirssynir (Jónssonar frá Reykjahlíð), Jón Hermannsson og Sæbjörn Jónsson, báðir frá Geitavik, ogjón Krist- jánsson frá Höfn, formaðurinn. Jón, Sæ- björn og Sigfús voru kvæntir. Allir voru mennirnir á bezta aldri. — Báturinn fannst meir en hálfum mánuði seinna af kaup- skipi, er kom til Seyðisfjarðar, á hvolfi, um 20 mílur undan landi. Hinn 11. apríl andaðist prestsekkja Krist- ín Gunnarsdóttir á Seyðisfirði, ekkja sira Snorra Sæmundssonar á Desjarmýri, og móðir Lárusar kaupmanns á ísafirði Snorra- sonar og þeirra systkina, fædd 24. ágúst 1801. Skiptapi varð á Akranesi 5. þ. m.: drukknuðu 4 menn á bát í beitufjöruferð inn í Borgarfjörð; formaður Ingimagn Ei- ríksson frá Lykkju á Akranesi; hinir ofan úr Borgarhreppi. Norður-Múlasyslu, 22. apríl. „Veturinn allur hefur verið einkar-mildur og frosta- lítill, að eins nokkra daga snemma í marz voru snörp frost, 10—14 stig. Frá þvi fyrir jól og þar til viku af febrúar var allvíðast jarðlaust, bæði í Fjörðum og Héraði, meir fyrir storku en snjódýpt. Jafnvel í Fljótsdal, hinni jarðsælu sveit, var jarðlaust alla þessa stund, og er það óvanalega langur timi þar. Snemma í febrúar brá til þíðu og varð þá alautt í byggð, og inndæl tið fram í næsta mán- uð. Kólnaði þá aptur og brá til úrfellis, og varð sumstaðar haglaust, einkum í Fjörðum fram um mánaðamótin. píddi þá aptur, góð tíð og stillt allan þann mán- uð og jörð nú alauð. Hey hafa reynzt víða létt og áburðar- frek. Hefir því mikió gengið upp af þeim, enda hefir vetur þessi eigi verið jarðsæll eptir því, hversu mildur hann hefir verið. Verði vorið bærilegt, munu þó heyfyrningar verða talsverðar. Fjárhöld í betra lagi. Bráðafárs ekki orðið vart i Fljótsdal, og því þakkað, að fje var tekið þar svo snemma á gjöf. Aflalaust í allan vetur af síld og fiski í Seyðisfirði, og að eins mjög h'tilfjörlega fiskivart þar nú. í Norðfirði kom gott aflahlaup í síðastliðnum mánuði, en nú verð- ur þar ekki vart. Skip komin á Seyðisfjörð til allra aðal- verzlana. Verð á útlendri vöru sagt verða líkt og í haust. En þó settu kaupmenn margt upp frá því er var um sumarið. Verð á innlendri vöru orðast ekki. Geta má þess, að ull varð síðastliðið ár í reikn- ingum manna við Thostrupsverzlun 80 au., hjá hinum 70, en líklega verða hinar verzlanirnar á Seyðisfirði og jafnvel Vopna- fjarðarverzlun, að gefa viðskiptamönnum sínum 10 aura uppbót á henni". Suður-Múlasýslu, 26. maí: „Tíðiu af- bragðsgóð í allt vor, svo allt hefir leikið í lyndi. Afli af sjó enginn sem stendur. Frakkneskar fiskiskútur, sem hingað hafa komið, hafa afiað í minnsta lagi. Nú hefir síra Páll Pálsson í pingmúla afráðið að bjóða sig fram til þingkosning- ar (14. júni). Tveir kaupmenn eru farnir að láta reisa verzlunarhús á hinni ný-löggiltu Búðar- eyri við Reyðarfjörð : Jón Magnússon á Eskifirði og Frederik Wathne, bróðir Otto Wathne, sjógarpsins mikla". Barðastrandarsyslu, vestanv., 5. júní: „Öndvegis-veð'rátta hefir verið hjer í allt vor; munu menn tæpast muna eptir ann- ari eins tíð að vorinu til. eins og verið hefir hjer síðan um páska. Töluvert voru tún farin að litkast um sumarmál, og kúm var almennt farið að beita þrem vikum af sumri. Sauðburður hefír gengið mjög vel, og lambahöld ágæt. Aó vísu hefir optast nær verið mjög órólegt til sjávar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.