Ísafold - 11.06.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.06.1890, Blaðsíða 2
186 i ins, og fiskafli á opnum skipum er mjög lítill enn þá. f>ar sem bezt hefir gengið, mun vera komið á skipafþorski um hálft 7. hundrað. Steinbítsafli því nær enginn hjer í Arnarfirði. því sjaldan hefir gefið að róa á haf. í Tálknafirði er sagt að hafi aflazt töluvert af steinbít, enda munu þar vera meiri sjósóknarmenn en hjer. þilskipin, sem ganga á þorskafla frá Bíldudal, hafa aflað fremur lítið af þorski, en aptur mjög mikið at trosi. Hinn 1. þ. m. breyttist veðrátta mjög, því þá gerði norðanbálviðri með köföld- um, sem haldizt hefir síðan. Frost hefir eigi verið um daga, en töluvert frost á nóttum, síðan veðráttan spilltist Núídag er grátt í rót í byggð. í Suðurfjarðahreppi var í vor stofnað búnaðarfjelag í þeim tilgangi að bæta búnaðarhætti fjelagsmanna, einkum að því er snertir yrkingu ábýlisjarða þeirra, meðferð á kvikfjenaði og húsabyggingar o. fl. Einnig var þar komið á fót í vor lestrarfjelagi. þ>ess má geta, að kaupmaður J. P. Thorsteinsson á Bíldudal ljet í fyrra sum- ar leggja um kaupstaðarplássið 1000feta langa járnbraut, verður bætt við hana í sumar til góðra muna". Inflúenzasóttin. Maðurúr Landeyjum, sein kom út í Yestmannaeyjar nú fyrir viku, var þar staddur 3.-4. þ. m., segir fólk þá hafa verið hætt að leggjast þar í sóttinni, en margir voru vesalir, og 4 var getið um að lægi þungt, en þó heldur á batavegi. Honum var sagt, að dáið hefði á eyjunum 12__14 manns síðan á sumarmálum, en ekki allir úr infiúenza. Nefndir eru í brjefi hing- að til bæjarins með sömu ferð frá áreiðanleg- um manni 8 menn, er dánir sjeu þar úr in- flúenza, þar á meðal 2—3 ungir menn og hraustir, um og yfir tvítugt. það er sama sem 14 af 1000. Um Rangárvallasýslu alla var sóttin komin öú á helginni sem leið, nema um nokkuð af Holtunum og Landið. þá voru 4 dánir úr henni í Lanueyjum (Skúh Jóusson, bond; x Selshjáleigu, Margrjet Jonsdóttir í Rima- koti, Ögmundur frá Eyrarseli og Atli frá Ey), og í Fljótshlíðinni 5 nafngreindir (Stein- unn, kona Jóns í Múla ; Ingibjörg, kona Ólafs í Hlíðarendakoti ; Guðrún, gömul kona í Fljótsdal; 2 í Úthlíðinni), en að sögn alls 12—14 í sýslunni. Um þær mundir voru menn sem óðast að leggjast 1 lungnabólgu, eptirkösturn veikinnar, þar sem hún var búin að ganga lengst; í Fljotshlxðinni ; var lækn- is vitjað laugardag 7. þ. m. til 5 lungna- bólgu-sjúklinga í einu í Fljótshlíðinni og Hvolhreppnum. — Kona Sighv. alþingismanns í Eyvindarholti lá mjög hætt. Nú um þessar mundir er sóttin sem óð- ast að færast út um Árnessýslu ; komin ný- lega vestur yfir Olvesá. Er hún því sjálfsagt rjett um það lcyti að koma hingað til bæjarins. Sjerstaklegan viðbúnað til að taka á móti sóttinni og reyna að afstýra sem bezt tjoni af henni er getið um af hendi hjeraðslækn- isins í Gullbringusýslu sunnanverðri, herra þórðar J. Thoroddsen; og skyldu fleiri þar eptir breyta. Er ísafold skrifað svo af Vatnsleysuströnd 6. þ. m.: ,j dag hjelt hinn ötuli hjeraðslæknir okkar fjölmennan fund, áður boðaðan, hjer 1 barna- skólanum, til að ræða um sóttvarnir þær, er við mætti koma gegn inflúenza-sýkinni. Var ályktað á fundinum, að »carbólísera« vel allan rúmfatnað, öll föt og hús og híbýli manna, sem og brenna brennisteini vel í herbergjum manna einu sinni á dag. Hafa þrifnað og hreinlæti sem mest; opna óspart glugga til lopthreinsunar«. »Sams konar fundi heldur læknirinn um allt sitt hjerað ; og til þess að líta eptir, að almenningur hlýði rækilega þessum ráðstöf- unum, setur hann nefnd manna í hverju hverfi«. »Varaðir voru menn við hinum ósiðlega kossagangi, sem opt getur leitt illt af sjer, þegar sóttir ganga«. »Ekki gat læknirinn þess, að landlæknir hefði skipað sjer þessa framkvæmdarsemi«. Inflúenza-sóttvörn. (Að svœla með brennisteini). Jeg hefi orðið þess var, að ruargur kann eigi aðferðina, er svæla skal brennisteini, svo gagn sje að. Einfaldast er fyrir almenning að fara þannig að: láta skal smámulinn brennistein á hálfbrunniirn móköggul, sem hafður sje t. a. m. á gólfinu á glóðarkeri, pottbroti eða diskbroti eða öðru því um líku, og skal halda áfram að svæla þangað til eigi er líft í húsinu fyrir reyk; skal svo fara út, læsa hurðum og láta svæluna vera inni- byrgða um J klukkustund; skal svo opna hurðir og hleypa reyknum út; og til þess að komast að að geta opnað glugga eða taka úr rúðu, skal hafa votan svamp eða gisinn prjónadúk fyrir vitunum á meðan maður þarf að vera inni. Bezt er svo að hleypa hreinu lopti inn strax á eptir. Rvílc 10. júní 1890. J. Jónassen- Eyrarvinna kvennfólks m. m. í 14. tölubl. Isafoldar þ. á. er grein eptir S+g með yfirskriptinni: »Eyrarvinna kvennfólks og aðrir vinnubragðaósiðir« og er þar lýst, nvernig íil gangi í hiuni svo neínuu kaup- staðarvinnu í höfuðborg Islands. |>eir, sem þá lýsingu lesa, og ekki þekkja til annarstaðar, mega að vonum ætla, að til- högun á vinnu þessari sje bág annarstaðar, þegar hún er svona í höfuðborginni; því við því mætti þó með sanngirni búast, að hún bæri af öðrum verzlunarstöðum einnig að þessu leyti. En þessu er ekki þannig varið; því þar sóm jeg þekki til, en það er á öllum verzlunarstöðum frá Djúpavog að Akureyri, að báðum stöðum meðtöldum, mun hvergi viðgangast annar eins skrælingjaháttur við kaupstaðarvinnu og sá er þessi grein getur um. Vinnutíminn við verzlanir á Norður- og Austurlandi, þar sem jeg þekki til, er fast ákveðinn 12 stundir á dag, að meðtöldum þeim tíma, er menn hafa til að matast; en til þess er ætluð stund til morgunverðar, en 1 stund til miðdegisverðar, og matast allir verkamenn á sama tíma. Standi svo á, að lengur þurfi að vinna en hinn tiltekna tíma, fá menn aukaborgun fyrir það. Á flestum verzlunarstöðunum, þar sem búðirnar standa ekki alveg fast við sjóinn, og þar sem hafskip geta ekki lagzt að bryggjum, liggja járnbrautir af bryggjusporði og heim að geymsluhúsadyrunum, og er öll- um vörum ekið á vögnum, sem ganga á þeim, bæði þeim sem inn eru fluttar og út. Kvennfólk er á þessu svæði mjer vitanlega, ekki notað til annarar kaupstaðarvinnu en fiskverkunar og til þess að útskipa saltfiski, þegar lítið er um annan vinnukrapt. Línum þessum bið jeg yður herra ritstjóri!, að ljá rúm í yðar heiðraða blaði. Vopnafirði, 14. mai 1890. P. V. Davíðsson verzlunarstjóri. Enskunámsbók G. T. Zoega og hr. Jón Stefánsson. I 24. og 25. tbl. þjóðólfa hefir herra Jón Stefv ánsson ritað athugagrein út af vörn minni gegn athugasemdum þeim, er hann áður hafði látið prenta í sama blaði, um Enskunámsbók mína, og leitast hann við að sanna. að jeg hafi rangt fyrir mjer, með því að vísa til hæstarjettar og yfir- rjettar, eins og hann svo hnyttilega kemst að orði, og telur hann það næga sönnun fyrir því, að framburður sá, sem jeg hef sett, sje rangur, ef' þessi svokallaði hæstirjettur þ. e. Murrays orða- bók, eða — þar sem hún ekki nær til, — yfirrjett- ur þ. e. Sweet, Joh. Storm eða Vietor. tákna hanu með öðrum merkjum en jeg hef gert i Ensku- námsbók mintii, þó að þessar ólíku hljóðtáknanir komi alls ekki heim við þann f'ramburð, sem herra J. St. sagði f fyrri grein sinni, að væri á þess- um orðum. það hlýtur hverjum manni að vera skiljanlegt,. að í kennskubók handa byrjendum nær engri átt, að hafa eins nákvæm framburðarmerki og i vísinda- legum bókum svo sem í Murray’s mikla orðabókar- ritsmíði, sem í nákvæmum hljóðtáknunum, eins og að öllu öðru fyrirkomulagi, er vísindalegri og full- komnari en nokkur önnur orðabók líklega í hvaða tungumáii sem er, þetta má meðal annars sjá af því, að i henni eru um 50 táknanir fyrir hljóðstaf, ina í enskum orðum og 27 fyrir samhljóðendurna.. það sem mig furðar mest á í þessari siðari grein J. St. er, að hann stundum hefir misskilið þá staði, er hann skýrskotar til eða — þótt ótrú- legt sje — enn optar vísað til ákveðins blaðsíðu- tals í ýmsum kókum, þar sem annaðhvort er okki minnzt á það, sem J. St. segir, að þær starrdi eða það er því alveg gagnstætt. J. St. heldur, að rjettara sje að frámbera y í áherzlulausum endasamstöfum t. d. í vanity sem í, en ekki i, og leiðir það af því, að Sweet og Storm segja, að„ i áherzlul. endasamst. sje opt heldur langt hljóð“. J. St. hugsar sjer auðsjálega, að í-ið sje langt i-hljóð en það er mis-kilningur ; þó að Murray’s orðabók geri lengdarmun á fyrra og síð- ara i-hljóðinu í vanity, þá er munurinn svo lítill, að það hefði að eins verið h.jegórnlegt og villandi, að gera svo nákvæmlega aðgreiningu í alþýðlegrj kennslubók. Til sönnunar því, að jeg framberi e og i skakkt í endingunum-ade, ate o. s. frv. vitnar J. St. í Vietor Elem. d. Ehonetik, bls. 56 og tilgreinir tvær linur, sem þar eiga að standa, en standa þar ekki, enda er á þeim stað, að minnsta kosti i síðari út- gáfunni, að eins talað um framburð á þýzku, en ekki minnzt á enskan framburð, þvert, á móti stend-. ur á bl. 69 að endingarnar it, ate, et sjeuatlar born- ar fram sem it. Einnig er rangt, að Murray’s orð - bók tákni þetta hljóð með e með punkti yfir, eins og stendur i fyrri hluta greinarinnar eða með 8 eins og stendur í síðari hlutanum; að jafn lærður mað- ur og J. St. villist á hljóðtáknunum í Murray’s, orðabók, sýnir glöggt, að slík nákvæmni væri ó-. heppileg í alþýðlegum kennslubókum. Ennfremur segir J. St., að Murray tákni o-hljóð-. ið quality með löngu o, og að hann geri mun á eaeí searct og ea í harly; hann vitnar i bæði, skiptin i M. bls. XXV. en þar stendur ekkert 1 þá átt! í viðaukanum við fyrri ritdóm sinn segir J. St., að jeg beri immediately skakkt fram og vitnar nú í Sweet, en Sweet framber þetta, orð. alveg eins og jeg hefi gert i Elem. d. gespr. Engl. Jeg hef nú bent í ýmsar rangar tilvitnanir í út- lendar bækur, sem munu vera í fárra höndum, hjer á landi, en þá kastar tólfunum, er J. S. í þessari viðaukagrein sinni býr.sjer til, að ýms orð xeu skakkt framborin í bók minni oghrekur svo,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.