Ísafold - 14.06.1890, Side 2

Ísafold - 14.06.1890, Side 2
190 Bæði Salisbury og Times styggðust mjög við bérmæli hans og báru sumt aptur, en hann færði rök fyrir raáli sínu, og kvaðst hafa meira að segja um hopun stjórnarinnar fyrir |>jóð- verjum þar eystra. — Stanley hefir til þessa verið ókvæntur, en ætlar nú að giptast í lok þessa mánaðar. Heitmey hans er pentlist- arkona og mikils metin, Dorothy Termant að nafni. Peters doktor- Frá honum hefir Emín pasja fengið skeyti fyrir skömmu. Hann sagð- ist vera á austurleið, og búast menn við, að þeir hittist á þeirri leið, sem Emín heldur nú aptur vestur eptir Afríku. Frakkar hafa lengi haft fullt í fangi 1 ó- friði við Dahómey-konung (á Guineuströnd- inni), en hafa verið fáliðaðir til sóknar. Da- hómeybúar grimmir og liarðir við að eiga. Nú þar þó komið, að skipti hafa verið höfð á herteknum mönnum. Bjett nýlega eru fregnir bornar frá París um handtöku og innsetniug níhílista (gjöreyð- enda) frá Bússlandi; sagt, að hjá þeim hafi fundizt sprengivjelar, og þau tól mundu ætl- uð til nýrra tilrauna við keisarann, en sumt er þegar aptur borið. Bolgaraland. Paniza, foringinn, sem stóð fyrir samsærinu móti Ferdínand fursta, er nú dæmdur til lífláts, en 8 af kumpánum hans til varðhaldsvinnu. Dómurinn mælti þó fram með, að furstinn ljeti Paniza halda lífi. Ameríka. Fundi fulltrúarma frá ríkjum þessarar álfu í Washington er nú slitið, og enginn efast um, að hanu beri mikla ávexti, þegar fram líður, um samverknað ríkjanna. Dilum kom saman urn og þótti sjálfsagt, að deilur þeirra á milli skyldu í gerðardómi út- kljáðar, en ekki með vopnum. Nefnd var líka sett til að ræða frekar sumar uppástung- ur, sem fram komu, og varða ríkin sameigin- lega. „Hneykslisprestar‘: Athugasemdir við greinina i ísaf. XVII. 6. 1 grein þessari stendur meðal annars þessi pistill: «Síra J. B. nafngreinir sóknarprest einn á austurlandi, er hann segist hafa sjeð í haust vera að kútveltast blindfullan í túnfætinum (á bænum, sem þeir voru staddir á) með þeim munnsöfnuð, sem honum er títt; annar merkasti presturmn í prófastdæminu var við ásamt mjer,» segir síra Jón. «Við vorum að tala um Sameininguna, og hann kom með þetta vanalega: við færum með öfgar, sjer í lagi um drykkjuskap presta. Og þetta var rjett um leið og hann hafði horft á prestinn (þennan, sem var að kútveltast blindfullur í túnfætinum)». þegar þetta blað Isafoldar kom hjer aust- ur, heyrði jeg menn almennt álíta, að þessir 2 prestar, sem hjer er talað um, væru síra Stefán Halldórsson í Plofteigi og jeg, því að menn vita, að við vorum samnátta síra Jóni Bjarnasyni í brúðkaupsveizlu á Skjöldólfstöð- um á Jökuldal 27. sept. í haust. En jeg hef neitað því, að þessi orð síra Jóns gætu átt við þann fund, þangað til jeg er nú kominn að raun um af brjefum að sunnan, að það er þó tilfellið, svo óskiljanlegt sem mjer er það. þessi orð síra Jóns eru nfl. hin verstu ó- sannindi. Sannleikurinn er þetta: Jeg var á leíð vestur í Skagafjörð og var nótt á Skjöldólfs- stöðum og lenti þar í brúðkaupsveizlu, sem var haldin þar um kvöldið 27. sept. Síra Stefán var þar þá líka og kom þar alveg ó- drukkinn. Litlu síðar, í rökkurs byrjun, kom síra Jón þar ofan af Möðrudalsfjöllum og var líka um nóttina með konu sinni og fylgdar- ■íanni. J>eim var fylgt þar inn í hús undir baðstofulopti og fært þangað kafli. Við sát- um þar í sóía 3, jeg og þau hjónin, og vor- um að tala saman. J>á kemur síra Stefán þar inn og er þá orðinn calsvert kenndur. Hann sezt þar andspænis okkur og fer að tala við okkur, einkum síra Jón, með kátínu og gáska, án þess hann hefði nokkur illyrði, setn honum mun heldur ekki vera svo títt, þó að hann verði drukkinu. Mjer virtist tal hans stundutn miða að því, að smástríða síra Jóni. þannig talaði hann eitthvað um «Sam- eininguna», sem ekki var lof, var að reyna að stríða okkur á því &ð við værum boðslettur í veizlunni, og svo að gambra um eitt og ann- að. — En þetta kátínutal hans var auð- sjáanlega meinlaust gaman frá hans sjónar- miði og gat mjer eigi dottið íhug, aðnokkur gæti reiðzt því; enda var ekki að sjá, að vandlæt- lætingarsemi síra Jótis tæki það nokkuð sjer- lega nærri sjer, því að jeg man glöggt, að hann gat ekki látið vera að smábrosa að honum. Jeg man ekkert orðrjett úr viðtali þeirra, nema það, að síra Stefán sagði eitt sinn um «Sam.»: «það er etiginn kraptur í því, sem þið skrifið.» |>á sagði síra Jón: «Svo? — Máske það geti þá orðið». Jeg man þessi orð, af því að mjer þóttu þau nokkuð kynleg hjá báðum. Mjer datt í hug, að síra Jón mundi ætla að hugsa eitthvað til hans seinna, en það gat mjer ekki hugsazt, að hann rnundi gjöra það áþann hátt, sem greinin í Isafold sýnir að hann hefur gjört. Síra Stefán sat þarna inni stundarkorn með þessu kátínuskrafi sínu og gekk svo burt, en kom aptur til okkar tvisvar eða þrisv- ar og talaði í svipuðum anda, en ekkí gat jeg sjeð, að hann væri orðinn drukknari, enda var vín ekki haft nrikið um hönd í veizl- unni. Nokkru síðar fórum við 3 að sofa, og síra Stefán ekki miklu síðar, eptir því sem nrjer var sagt daginn eptir; og um morguninn var hann að sjá ódrukkiirn, þegar jeg fór. rt á tún man jeg ekki til, að við síra Jón kæmum, því síður út á »túnfót», og sámn enga verri sjón saman af síra Stefáni um kvöldið. Hvað hann kann einn að hafa sjeð veit jeg ekki, en hygg það hafi ekki verið neítt verra. það er fjarri nrjer að afsaka eða fegra það kátínu- og gáska- orðalag, sem síra Stefán hafði við þetta tækifæri, og hefur víst að jafnaði, þegar hann verður drukkinn; því þó að hann tali ekki þannig í neinunr illum tilgangi, heldur að eins í gamni, þá hefur það ganiau þann b'iæ ynr sjer, að þau skeumi- ir mjög virðingu þá, sem æskilegt væri, að söfnuður gæti borið fyrir presti sínum, og vekur jafnvel kæruleysisanda hja ýmsum, að því er snertir alvöru kn'stindómsmálefna, enda þótt menn segí, að hann tali aldrei um þau málefni sjálf, þegar hann er drukkinn. Jeg rita þetta alls ekki til að afsaka drykkju- skap síra Stefáns, eða bera lrönd fyrir höfuð haus, heldur að eins af því, að mjer finnst rjettast, að sannleikurinn sje sagður, í þessu efni sem öðru. En það hefur síra Jón alls ekki gjört; því þó að hann hafi máske ein- hverntíma sjeð síra Stefán í því kútveltings- ástandi, sem hann nú talar um, þá var það ekki á Skjöldólfsstöðum í haust, og þá var ekki rjett að heimfæra það upp á þann fund. þau orð síra Jóns, að síra Stefán hafi verið að «kútveltast blindfullur í túnfætinum með þeim munnsöfnuði, er honum er títt,» gefa mönnum þá hugmynd um síra St., að hann hafi verið að brölta úti á túnhala, máttlaus af víndrykkju, verið að berjast við að standa upp, en oltið jafnóðum um sjálfum sig, bölvandi og ragnandi, með.alls konar ill- um látum. En það sjer þó hver maður að er allt annað, en að sitja talsvert ölvaður inni í húsi og gaspra þar við kunningja sína, enda þótt með gáskafullum orðum sje og ljett- úðarfullri kátínu. þetta orðalag síra Jóns getur engan veginn rjettlætzt með því, að það eigi að vera skarpur skáldlegur búningur á atburðinura, til að vekja athygli annara sem bezt; því að skáldskapurinn hefur engan rjett á sjer þeg- ar honum er beitt til að eyðileggja mannorð einhvers, eða gefa mönnum rangar hugmynd- ir. J>að getur heldur eigi rjettlætzc með þvi\ &ð «tilgangurinn helgi meðalið,# því að síra •Jón vill þó vafalaust ekki heita «Jesúíti». Að jeg hafi átt að vera að tala um það. við síra Jón, að hann færi með öfgar um drykkjuskap presta vorra í »Samein.«, »rjett um leið» og jeg hafi horft á síra Stefán »kút- veltast blindfullan í túnfætinum« o. s. frv. er álíka satt eins og þetta ástand síra Stefans,. eins og gefur að skilja. En það talaði jeg um, að hann og samverkamenn hans í Vest- urheimi færu með öfgar, þar sem þeir tala um eymd xslands bæði í veraldlegu og and- legu tilliti, og jeg hygg helzt, að þeir sjeu ekki margir Kjer á landi, sem finnst það. mikil fjarstæða. það verður heldur ekki til að veikja það álit mitt, að sjá, hvernig hann hefir farið með fund okkar á Skjöldólfsstöð- um. Hann hefir ljóslega sýnt með því, hversu gjarnt honum er til að fara með öfgar. Ef hann og hans menn skoða bresti sinnar gömlu fósturjarðar í svo góðgjörnu stækkunar- gleri, eins og hann hefir skoðað þennan fund okkar, þá er ekki kyn, þótt þeir láti mikinn; en jeg er fyrir mitt leyti fyllilega afsakaður, þó að jeg leggi ekki mikinn trúnað á orð. þeirra framvegis. Jeg skal að vísu vera þeim, og hverjum sem er, hjartanlega þakklátur fyrir hvert þarflegt, gott og kristilegt orð, sem þeir tala til vor; en fyrir ósannindi og illgjarnar öfgar þakka jeg engum manni, og ekki einu sinni þó að þær sjeu ritaðar í góð- um tilgangi. Sannleikurinn á aldrei að hafa slík rneðul; það veit síra Jón eins vel og jeg- En hvað getur verið hinn eiginlegi tilgang- ur síra Jóns með s.'ign hans um síra Stefán? Hversu nærri sem það liggur, að álíta, að hann sje sömu tegundar eins og þegar einn mað- ur reiðist við annan og skrökvar svo á hann, til að baka honum vonda refsingu, þá vil jeg ekki ætla að svo sje. J>að mun vera miklu rjettara að álíta, að meðferð lians á fundi okkar á Skjöldólfsstöðum sje nnklu f'remur vesturheimsk rnælska á sínu æðsta og göfug- asta stigi, og að þessi veglega mælska eigi að stuðla að því, að hann og fylgifiskar hana geti uppfyllt sínar sonarlegu »skyidur við ís- land«. Fyrsta atriðið í þessum skyldum þeirra er auðsjáanlega það, að níða Island á alla vegu bæði í líkamlegu og andlegu tilliti, og af því að þeir eru kirkjunnar þjónar, þá sjerstaklega hina íslenzku kirkju (sem þeir líklega byggja á einhverjum vesturheimskum skilningi á Jóh. 13, 34—3u; 1. Kor. 13; Kómv, 15, 1 o. s. frv.). Að þetta sje svo, sjest bezt á því, að það er ekki svo sem síra Stefán einn, sem síra Jón ræðst á með orðum sínum. Hann getur ekki tilgangslaust um það, að »annar merk- asti presturinn í prófastsdæminu hafi verið við ásamt sjer«, og horft á síra Stefán kút- veltast. J>að er auðsjeð, að hann tekur síra Stefán sem dæmi upp á hina mestu svívirð- ing prestastjettar vorrar, en mig aptur sem dæmi upp á hið guðlausa kæruleysi hins. betri hluta hennar. Jeg má að vísu þakka fyrir, að hann sá mig ekki »kiltveltast í tún- fætiuum« með sjera Stefáni, lieldur gerir rnjer þann heiður, að kalla mig »annan merkasta prestinn í prófastsdæminu«, en það verður ekki sjerlegur heiður í þessu sambandi, eins og ekki mun heldur vera tilætlazt. Við tveir eigum að standa, hvor á sinn hátt, sem lif- andi vottar um eymd og dauða í hiuu and- lega lífi hinnar íslenzku prestastjettar. J>að er auðsjáanlega tilgangur sjera Jóns. þessi tilætlun hans hefir líka haft sína verkun á ritstjóra Isafoldar, eins og eðlilegt er; því að honum þykir jeg vera »talandi vottur og sorglegur vottur um, hvernig em- bættisbræðurnir taka hneykslinu«, segir að. mig vanti »dug og kjark, til að skerast í leik- inn og heimta hneykslið burtu sniðið, og styðja að því með vitnisburði mínum, eða þá, að kunningsskapur, miskunn, sem heitir skálkaskjól, hafi ráðið meiru«. En jeg verð, ekki eins »sorglegur vottur« um þetta allt, þegar þess er gætt, að atburðurinn, sem jeg á að hafa verið vottur að, er blátc áfram ósannur. Og þó að hann hefði verið sannur, þá hefði jeg samt ekki orðið eins »talandi

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.