Ísafold - 14.06.1890, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.06.1890, Blaðsíða 3
 101 og sorglegur vottur«, eins og haun álítur, því að það er kunnugt, að jeg kom hingað ekki fyr en í fyrra vor, og jeg koiri ekki hingað, meira að segja, fyr en 18. júlí f. á. f>að hefði því verið meira en lítil framhleypni af mjer, að hlaupa óðara upp til að klaga embættisbróður minn, eptir að eins tveggja mánaða dvöl hjer, jafnvel þó að jeg hefði einu sinni sjeð hanu verulega hneykslanlega drukkinn, hvað þá þegar hann var ekki meira drukkinn en á Skjöldólfsstöðum, og það þó að jeg hefði heyrt einhverjar lausa- sögur um hann áður. Eitstjórinn hefði því með miklu meiri rjetti mátt snúa sjer að þeim, sem hafa verið prófastar hans undan- farna tíma, og fyrverandi biskupi, sem sjálf- sagt hafa ekki síður þekkt síra Stefán að orðspori en jeg; hann hefði jafnvel getað snúið sjer að biskupi þeim, sem nú er, því að hann tók þó við embætti sínu nærri 2 mánuðum áður en jeg kom hjer, og hefir líka eflaust heyrt eitthvað af honum. En hví ásakar hann ekki sjálfan síra Jón Bjarnason'.' Til þess var þó veruleg ástæða. Hví þegir síra Jón þangað til DÚ um síra Stefán? Hann tók þó við Dvergasteini af honum fyrir nokkrum árum og vissi vel um hann, meðan hann var þar. Skyldi hann þá ekki optar en einu sinni hafa sjeð hann eins ölvaðan eins og í haust? f>að er þó almennt orð á því hjer, að síra Stefán hafi mjög minnkað drykkjuskap sinn á síðari tímum og þar af leiðandi drukkið meir þá. — Má ske það sje einhver sjón frá þeim árum, sem hafi staðið svo Ijóst fyrir huga hans, þegar hann var að ræða um okkar fund, að hann hafi ruglazt við það (— af eigin reynslu þekkir hann auðsjáanlega «þann munnsöfnuð, sem honum er títt»—), eða hann hafi ætlað sjer að bæta fyrir vandlæt- ingaleysi sitt frá þeim árum með því að smeygja því nú yfir á mig, þegar það var svo auðvelt að geta það á þann hátt, að hafa sjálfur heiðurinn af vandlætingunni. En sje það ekki og hafi honum þá að eins þótt of snemmt fyrir sig að koma fram op- inberlega mcð kærur móti síra Stefáni, þá verður hann að vorkenna mjer, þó að jeg þegði fyrstu 2--3 mánuðina, sem jeg var hjer. það er ætíð svo handhægt og þægilegt, að hlaupa sjálfur undan merkjunum, en ásaka svo aðra fyrir ótrúmennsku; þora ekkert að segja meðan það á bezt við, nema í almenn- um orð?.ti!tæ^u,.~!1 í?n col<"í> rvo »^r?> ftrttir ** um hið sama, sem manni hefur sjálfum á orðið, og það, ef til vill, á saknæmaii hátt. En eptir á að hyggja: þessi árás síra Jóns mun vera einn anginn af hinni «miskunnar- lausu, dynjandi krítik», sem Vesturheims- klerkarnir álíta okkur hjer ómissandi til endurbótar. «Miskunnarlaus» er hún að minnsta kosti. En mein manna verða sjald- an læknuð með miskunnarleysi og ekki held- ur mein kirkju vorrar. Djúp sár geta orðið læknuð; en þau verða ekki læknuð með því, að ganga svo harðýðgislega að, að rífa jafn- vel hjarta sjúklingsins sundur. Mein kirkju vorrar verða heldur ekki læknuð með því, að eyðileggja mannorð hinnar íslenzku presta- stjettar með öllum ráðum. Margt er ófull- komið hjá oss í kirkjumálum sem öðru, en það mun lítið bætast fyrir hróp og hávaða Vesturheimsmanna, meðan ekki kennir það- an ineiri kristilegs kærleika en enn hefir orðið vart við. Kirkjubœ I. apríl 1&90 Einar Jonsson. Hinn heiðraði höf. hefði raunar mátt láta sjer nægja, að segja söguna um samfundi þeirra þriggja prestamia á Skjöldólfsstöðum, úr því hann kann hana öðru vísi en síra Jón Bjarnason, og hann er þó viss um, að síra J. hafi í sinni sögu átt við einmitt þá samfundi; því þar með hefir hann borið blak af hinum ónefnda merkispresti (þ. e. sjálfum sjer) fyrir afskiptaleysi af hneykslinu, og þurfti ekki að fara að afsaka sig með því, að hann hefði verið búinn að vera svo skamma stund samhjeraðs hneykslismann- inum,-—jafnvel skemur en biskupinn nýi var þá búinn að vera í embætti ! Hitt mun hann hljóta að játa, að vægari orðum mundi hann sjálfur alls eigi hafa farið en ritstjóri Isafoldar um aðgjörðaleysi merkisprestsins, ef frásögn síra Jóns hefði rjett verið, en um það hafði ritstj. ísaf. eigi hina minnstu á- stæðu til að efast. Hvorki hann nje aðrir hjer um slóðir vissu þá eða hafa að líkind- um vitað fyr en nú, að merkispresturinn, sem síra J. átti við, en nefndi ekki, var hinn nýi, góðkunni sóknarprestur að Kirkju- bæ ; en hefði »kútveltingur« síra St. H. o. s. frv. fram farið að honum ásjáanda, þá er ó- trúlegt, að hann hefði látið það aptra sjer frá að hreyfa við hneykslinu, að hann var nýlega kominn í hjeraðið ; hann mundi hafa metið það fánýta viðbáru. An þess að vilja fara neitt að halda uppi svörum fyrir síra Jón — honum er bezt trú- andi til þess sjálfum — skal hjer bent á það eitt, að höf. mun trauðlega geta um það borið, hvort síra J. hefir alls enga viðleitni haft á, að losa kirkjuna við prestshneyksli það, er hjer ræðir um, þegar þeir voru sam- tíða eystra. það hefir ekki verið auðhlaupið að slíku, og verður raunar seint, meðan til eru á landinu aðrir eins söfnuðir eins og t. d. söfnuður nafna og fjelaga Hofteigsprestsins, þess á Hofi í Álptafirði (sjá Heimskr. 24. apr. þ. á.). það er þá fyrst, þegar einhver, sem um málið getur borið, hefir uppburði í fljer til að nefna manninn og nefna hneykslisathæfið í heyranda hljóði, eins og síra J. B. gerði í vetur, án þess að jeta allt ofan 1 sig aptur, eða kosta sem mest kapps um að breiða of- an yfir það, ef í hart á að fara, — það er þá fyrst, að hægt er að ámæla með rökum fjarlægum yfirboðurum hneykslisprestanna, ef þeir láta óhreift við þeim. An allra gagna geta þeir það ekki. Vitaskuld er, að framburður sá er því að eins mikils virði, að hann sje nokkurn veginn rjettur; en hann getur þó gert það gagn, að gefa tilefni til að áreiðanlegur sannleiki komist í ljós. Enda mun óþarfi að efast um, að afsetning sú, sem hjer um ræðir, hafi komið í rjettan stað niður, hvað sem líður »kútveltu«-sögunni frá Sk jöldólf sstöðum. Leiðarvisir um notkun sóttvarnarmedala. Handa þeim sem vilja nota sóttvarnar- meöui tii varnar gegn kvefsótt þeirri. sem nú gengur um suðurlancl, set jeg hjer lít- inn íeiðarvísi um notkun hinna öflugustu af slíkum meðulum. Til þess að eyða sóttnæmi úr herhergi, þar sem einhver hefir verio með sóttnæmri veiki, er bezt að svæla þar inni klór eða brennisieini (Manganoverilte). Til þess að svæla með klór er venju- lega haft klórkalk, '/i—t pd.; það er lát- ið i leirílát, sem er látið standa álnarhátt frá gólfi. og hellt yfir það saltsýru eða óhreinsuðu ediki. Ef svæla skal með brúnsteini, eru teknar nokkrar teskeið- ar af brúnsteini, og látið renna sundur í hálfum bolla af óhreinsaðri saltsýru. Loka skal vandlega gluggum, ofnum og öðrum opum. Föt, rekkjuvoðir og ábreiður, sem sjúk- lingurinn hefir haft nieðan hann var veik- ur, er bezt að hengja á stög inni í her- berg-inu, meðan verið er að svæla; þó get- ur fatnaður litast upp af því. Eptir að svælan er byrjuð, skal halda herberginu lokuðu í 6—\2 stundir; síðan á að viðra það og þvo það allt innan eða rjóðra með kalki. Til að hreinsa loptið í herberginu, þar sem veikt fólk hefir verið, skal skvetta um það karbólvatni (2 pörtum af karból- sýru í 100 pörtum af vatni). Ur rúmfatnaði, íverufötum og mörgu öðru, sem ekki þolir klórsvælu eða að því sje dýft ofan í karbólsýrulög, er hægast að ná sóttnæmi með þurrum eða rökum hita, ekki minni en 100 stiga. Sótt- eyðslu-ofna böfum vjer eigi hjer á landú og má í .þeirra stað bjargast nokkurn veginn við bakaraofna eða viðlíka áhöld. Allt sern notað hefir verið i veikinni af rekkjuvoðum. klútum o. s. frv., og ekki er nijög mikill skaði að ónýta, ætti að brenna til ösku undir eins. Sömuleiðis þarf að eyða rækilega ó- heilnæmi úr salernisílátum, næturgögnum og þess háttar. Til þess má hafa annað- hvort sublimat-vatn, 1 —1000, og er það hið lang-öflugasta meðal í þeim tilfellum, er menn «ru sjerstaklega hræddir við sóttnæmi af hægðunum, eða þá að það má láta sjer nægja til þess járnvitríól. þ>eir, sem stunda sjúklingana, verða og að gæta hins mesta hreinlætis ; það er rjettast að álíta að þeir. sem stunda menn, er sóttnæma veiki hafa, beri sótt- næmið með sjer, og láta þá hreinsa sig sjálfa og föt sín, áður en þeir yfirgefa sjúklinginn. Til þess að hreinsa hend- urnar er sápuþvottur góður, ef maður skolar þær í karbólvatni á eptir (2 pört- um karbólsýru í 100 pörtum af vatni). Um leið og jeg læt þennan litla leiðar- vísi frá mjer fara, skora jeg á herra læknana að gjöra hann sem flestum kunnan ; því það er einungis með mjög ötulli og rækilegri sóttnæmishreinsun, er gjöra má sjer von um að stöðva útbreiðslu næmra veikinda. Reykjavík 12. júni 1890. S c h i c r b e c k. Póstskipið Laura kom hingað í fyrri nótt frá útlöndum. Með heuni voru all- margir farþegar, þar á meðal hingað dóm- kirkjupresturinn, síra Jóhann þorkelsson, verzlunarstjóri Gunnl. E. Briem í Hafnar- firði og kona hans, kaupm. H. Th. A. Thom- sen, kaupmaður Lefolii (yngri) og kona hans, læknaskólakandídatarnir Björn G. Blön- dal og Sigurður Sigurðarson, stúdent Jón Helgason, sænskur steinhöggvari (til Ölves- árbrúarinnar) og nokkrir Englendingar; til Stykkishólms frú G. Clausen ; til ísafjarðar kaupmennirnir Asgeir Asgeirsson (með konu sinni), Zöylner og Tang ; til Akureyrar fríi G. Hjaltalín ; til Seyðisfjarðar frú Scheving oa kaupmaður Thostrnp. Strandferðaskipið Thyra fór í gær- morgun vestur og norður um land og með henni margir farþegar, þar á meðal farþegarn- ir, sem komu með Lauru og ætluðu vestur. Biskupinn, herra Ilallgrímitr Sveinsson, fór með strandferðaskipinu í gær vestur til Stykkishólms, til þess að vizítera Dalapró- fastsdæmi. Amtmaðurinn setti, yfirdómari Jmi Jensson, fór og með Thyra til Stykkishólms, til þess að halda þar aintsráðsfund 16. þ. m. Jón Olafsson kcm til Winnipeg 20. apríl og er tekin við ritstjórn »Lögbergs«. Gestur Pálsson ætlar að gjörast rit- stjóri »Heimskringlu«, í Winnipeg; hann fer af stað vestur með Magnctic í þessum mán- uði. Prestskosning- J (ilaumbæjarpresta- kalli var kosinn prestur 17. f. m. síra Jakob Benidiktsson, uppgjafaprestur frá Víðimýri, með 25 atkv. Síra Tómas Bjarnarson á Barði fekk 18 atkv. Læknisembættið í Raugárvallasýslu er veitt Olafi Guðmundssyni, aukalækni á Akra- neai. Ný lög. þe8si lóg frá síðasta alþingi hefir koDungur staðfest 22. f. rn.: 29. Lög um hundaskatt og fleira (prent. orð- rjett í Isaf. 21. ágúst f. á.).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.