Ísafold - 21.06.1890, Síða 1

Ísafold - 21.06.1890, Síða 1
K.emui tlt & miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v.ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. i Austuratrœfi 8. XVII 50 Reykjavik, laugardaginn 21. júni 1890. Meira um saltíisksverkun. Verzlunarstjóri Jón Gunnarsson hefir skrifað grein í ísafold um saltfisksverkun, ■og er hún vel samin, sannleikurinn sagður og sýndar góðar leiðbeiningar; og er það eðlilegt, að hann, sem mikið mun fást við saltfisksverkun og saltfisks-verzl- un, geti dæmtum hið rjetta og sanna og lagt ráð til þess, sem betur má fara í þessu efni; því eigin reynsla og góður jafnan vilji eru beztu kennarar. En það er líka ekki óeðlilegt, að hann, sem er verzlunarmaður, minnist minna á annað aðalatriði, sem liggur til grund- vallar fyrir betri saltfisksverkun og er á valdi kaupmannanna sjálfra, eða þeirra, sem taka við fiskinum, þ. e. kaupa hann af bændum eða af þeim, sem leggja hann inn ; því greinarhöfundurinn hefir liklega einhvern tíma komizt í þær kringum- stæður, að verða að taka misjafnan fisk upp í skuld sina, þar sem annars var sýnt að ekkert fengist. f>að er mikið satt, sem höf. segir, að allar þær hreyfingar, sem gjörðar hafa verið og miðað til að ráða bót á vöru- Vönduninni, hafa orðið hálfgert kák, hjaðnað niður og allt lent i sama horfi. En hvers vegna ? Jeg vil leyfa mjer að segja, að sú sök liggur að mestu leyti hjá kaupmönnun- um. þ>egar kaupmaðurinn tekur aðfinningar- laust við fiskinum, hvernig sem hann er : mórauður, morkinn, saltlítill, saltbrenndur, blautur, blettóttur og flestum ókostum búinn, jafnt og hinum, sem er sæmilega verkaður, og þegar hann tekur þennan fisk með sama verði og jafnvel hærra verði, ef mikið er í boði eða skuld er borguð ; hvers er þá von, annars en að seljandinn að minnsta kosti vilji, að þyngslin verði sem mest og jafnvel freist- ist til sviksamlegs kæruleysis? J>að er ekki dæmalaust, að menn eru ánægðari með að koma fiski sínum inn undir nr. 2, því þeir finna, að þeir eigi að síður fá meira fyrir hlut sinn en hinn, sem vandaði hann og herti betur, þó verðmunurinn sje 4 kr. á sk.pundinu. Á meðan sv.ona stendur, að kaupmenn gjöra eklti tilfinnanlegan verðmun á góðum og slæmum saltfiski og taka þann slæma aðfinningarlaust, þá er engin von að saltfisksverkun taki verulegum framförum. Hjer ekki fyrir neinu að gangast, nema ef væri fyrir þá, sem sjálfir geta sent fisk sinn á markaði utanlands, sem ís- lenzkir kaupmenn hafa þá stundum spillt með óvönduðum saltfisksförmum. J>að er sorglegt og skaðlegt hirðuleysi, hvað vöruvöndunina áhærir, segir höf. En það er líka sorglegt og skaðlegt, að horfa á fiskinnlagning hjá sumum kaup- mönnum. Einn kemur með góðan fisk °g leggur inn; hann er meðtekinn, veginn og heldur ljettvægur fundinn upp í skuldina, þ. e. heldur Htill, en er þó skrif- aður nr. 1. f>á kemur hinn lagsmaður hans með lýtalitinn fisk, en talsvert þyngri. Við hann er sagt: „Góður ert þú. þú borgar upp“. Svo kemur sá þriðji, sem var mest skuldugur og lætur hlut sinn á viktina ; þá segir einhver, sem viðstaddur er : „|>etta er ljótur fiskur, sá er blaut- ur, þessi er brunninn“, og vill fara að sýna það ; en kaupmaðurinn grípur þá fyrir og segir með gamansvip : „Ekki að skoða hann!“ Hvað mun sá fyrsti hafa nú hugsað ? Liklega: „Svei mjer ef jeg skal eiga svona góðan fisk að ári“. Er þetta nú til að glæða áhuga manna með fiskverkuna? Nei, það er öðru nær. Ef einhver kaupmaður er nokkuð vandlátur og vill vera sanngjarn og meta gæði fisksins i verðmun, þá eru menn, eins og höf. segir, ekki við eina fjölina felldir; því ávallt eru til börn, sem betur taka við. Já, og það eru til börn, sem taka allt sem býðst. Kaupmenn munu vilja svara: „J>etta hlýzt af lánsverzluninni; ef við tökum ekki þetta eins og það er, fáum við ekki neitt upp í okkar skuld, og þá má telja hana tapaða“. Að vísu er þetta satt. En skuldirnar eru opt jafnmikið kaupmönnum að kenna og skuldaþrjótunum. f>eir lána sumir hverjum sem vilja og það þó menn sjeu ekki þekktir að sjerlegri vandvirkni eða skilsemi; þeim er ekki svo leitt sem þeir láta ; atriðið er, að koma út vöru sinni, og eiga von á að fá hana borgaða eins og skrifað er að hún kosti, þó ekki verði fyr en að manninum dauðum. J>að er líka eitt annað atriði í fiskverk- uninni, þó minna sje, sem er á valdi ltaupmanna. J>að er við hin svonefndu blautfisks- kaup. Ekki er þá mikið vandlætið hjá kaup- mönnum : óskorinn, illa flattan, óhreinan, marinn pokafisk kaupa þeir með ánægju fyrir sama verð og þó einhver kæmi með hreinan, ómarinn, nýjan fisk. Og því miður mun ekki nærri allir þessir blautfiskskaupmenn verja mikilli fyrirhöfn til að bæta úr þessum trassaskap undir söltunina. Að minnsta kosti hef jeg ekki sjeð neitt framúrskarandi betur verkaðan þann fisk hjá kaupmönnum, er þeir sjálfir salta og verka, heldur en þann sem þeir hafa fengið verkaðan hjá öðrum landsmönnum, að einstökum ódæmum undanskildum. Hið eina góða, er blautfiskssalan ætti þó að hafa í för með sjer, væri það, að þar með fengizt betri saltfisksverkun þar sem kaupmaðurinn undirbýr og verkar að miklu leyti sfna vöru sjálfur, sem bæði hefir betra vit og vilja á vöruvönd- unni en fiskimennirnir og veit og finnur, hvað hún hefir mikla þýðingu fyrir verzlun hans og vöruna sjálfa. Jafnframt því sem jeg er samdóma höf. í skoðunum hans um þetta málefni, bendingum hans um stökkunaraðferð. en einkum í því. að aflinn af hverju skipi væri verkaður óskiptur í fjelagi, svo for- maðurinn hefði alla ábyrgðina og heiður- inn, að minnsta kosti af undirbúningnum, því opt stendur svo á að skipshöfnin sjálf getur ekki þvegið og þurkað fiskinn úr saltinu eptir vertíðarlokin, en hver sem verkar fiskinn, verður verkunin auð- veldari og þá jafnan undir eins inanns vandvirkni komin —, þá verð jeg að á- líta, að mikið af kæruleysi manna í salt- fisksverkuninni sje sprottið af því, að kaupmenn ekki gjöra nægan verðmun á fiski eptir gæðum; nokkrir taka það sem hinir vilja ekki, og loks taka shmir allt, sem býðst þó varla geti vara heitið; þess konar óvöruvendni getur aldrei orðið affarasæl, nema máske í svipinn fyrir þann sem temur sjer hana. Ef kaupmenn breyttu nú þessum hugs- unarhætti sinum og væri samtaka í að kaupa einungis vandaða vöru með fyllsta verði, en óvandaða aldrei, mundi vöru- vöndun j bæði á saltfiski og annari vöru taka bráðlega framförum og komast á það stig, sem framast væri unnt. H. J. Bankadella Eiríks Magnússonar. Eins og nærri mátti geta, hefir Lögbergi ver- ið lokað fyrir bankadellu Eiríks Magnússon- ar undir eins og Jón Olafsson kom vestur og tók við ráðum í ritstjórn blaðsins. En »ef ekki er undir einum skjól« o. s. frv.: E. M. hefir óðara fengið inni hjá »Heimskringlu«, og er það að líkindum hið síðasta hæli fyrir þvætting hans og illmæli í þessu máli í ís- lenzkum blöðum. Meira að segja: ritstjórn »Heimskringlu«, sem segir sig sjálfa lítið sem ekkert vit hafa á málinu, og sýnir það líka greinilega, hefir sett saman geysilanga lok- leysu frá sama sjónarmiði og E. M., á móti Sighvati Bjarnasyni bankabókara, er hafði ritað í blaðið mikið ljóst og skilmerkilega til að fletta ofan af helztu vitleysum Eiríks. En í »Lögbergi« 14. og 19. maí hefir Jón Olafsson tekið til þeirra »Heimskringlu« og Eiríks, og þvegið þeim um höfuðið með þeim listilegu handtökum, sem honum eru lagin, um leið og hann skýrir málið frá rótum með svo glöggum dæmum og röksemdum, að sá má vera meira en meðal-þöngulhaus, sem ekki skilur það, ef hann vill skilja, — jafnframt og

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.