Ísafold - 21.06.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.06.1890, Blaðsíða 2
J98 hann vísar til ísafoldar, sem »bezt hafi skýrt málið«. Hjer er lítill kafli úr greininni í »Lögbergi« 21. maí: »Eins og öll röksemdaleiðsa hr. E. M. var band-hringlandi vitlaus og tóm sjóðbullandi endileysa, eins var það, sem að atvikum laut, af því sem hann byggði á, tilhæfulaus og þrælmannleg ósannindi, svo djöfulleg, að hefði maðurinn verið talinn með öllum mjalla, þá hefði hann verðskuldað, að hver ærlegur maður hrækti í andlit honum fyrir allan þann róg og lygi, er hann hefir borið á alla beztu menn landsins (þingmenn þjóðarinnar og æðstu embættismenn), sem hann einu nafni kallar fínanz-bófa. ]pví upp á síðkastið hefir hann ekki eptir skilið æru og drengskap fulltrúa þjóðarinnar svo mikið sem bakdyra- smugu heimskunnar, vanþekkingarinnar eða misskílningsins, til að sleppa óskemmd út um; nei, af ásetningi eigum vjer allir að hafa myndað samsæn til að leiða ættjörð okkar á glötunarinnar barm : því erum við »fínanz-bófar« —blátt áfram þjófar og bofar, allir þeir menn, sem þjóðin á Íslandi hefir borið traust og trú tíl.— — — __ — Dæmi til jafn-samvizkulausrar ó- svífni, eins og E. M. hefir sýnt í bankamál- inu (svo framarlega sem niaðurinn er með öllum mjalla) mun allsendis ekki til hjá nokkurri þjóð. Jeg segi fyrir mitt leyti : fraroan af reyndi jeg og aðrir, sem töldum okkur vini E. M., að telja okkur trú um, að hann skildi ekkert í bankamálinú, en að til- gangur hans væri einlægur. fað er langt síðan að nokkur skynberandi maður, sem sjálfur liefir sett sig inn í bankamálið, hefir lengur trúað því, að maður með skynsemi E. M. geti komið fram »í góðn trú« eins og hann gerir, svo framarlega sem hann sje heilbrigður maður á geði og viti. Margir heima telja framkomu hans samvizkulaust hatursmál, af því að hann varð ekki banka- stjóri, sem hann var allfús á að verða. En fleiri munu nú orðnir sannfærðir um, að maðurinn hafi, sem menn segja, »skrúfu lausa«, sje að nokkru leyti brjálaður, og vafa- laust geðveikur. iþetta er su mildasta skýr- ing a framkomu hans, og að líkindum su rjettastan. Veraldleg hjónavígsla. í lögum um utanþjóðkirkjumenn 19. febr- úar 1886 er svo fyrir mælt: »Ejett er, að veraldlegir valdamenn gefi hjón saman, og hefir slíkt hjónaband fulla lög- helgi, þótt kirkjuleg vígsla eigi komi til, ef annaðhvort hjónanna eða bæði eru utan þjóð- kirkju«. Skilyrðið fyrir því,að veraldlegt yfirvald megi gefa hjón saman, er, samkvæmt lögum þessum, að annaðhvort hjóuanna eða bæði sjeu utan þjóðkirkju. Hjónaefnin eiga þá að rita sýslumanni eða bæjarfógeta beiðni um, að' hann gefi þau í hjónaband, en hann læt- ur birta það á kirkjufundi í því prestakalli, sem brúðurin á heima, 3 vikum áður en hjónin eru gefin saman, en í kaupstöðum með venjulegri auglýsingu. TJm sjálfa hjónavígsluathöfnina átti eptir 5. gr. ráðgjafi íslands að setja fastar reglur, og hefir hann nú loks gjört það með auglýs- ingu 31. f. m., enda mun raunar eigi hafa þurft á þeim að halda til þessa, með því að utanþjóðkirkjumenn hjer á landi munu vera hjer um bil allir í söfnuði fyrir sig, sem hefir löggiltan prest, er gefur þá saman í hjóna- band, — söfnuðurinn í Reyðarfirði. Eptir þessari auglýsing ráðgjafans á hin veraldlega hjónavígsla að fara þannig fram — hjer er nöfnum skotið inn í fyrir glögg- leika sakir. þegar hjónaefnin eru komin á vígslustað, og hinir lögboðnu vottar eru tilkvaddir, læt- ur valdsmaður sá, sem fremja á athöfnina, hjónaefnin ganga fram? og mælir standandi á þessa leið : Með því að Jón Pálsson, yngismaður á Grund í Víkurhrepp hjer í sýslu, og Sigríður Magnúsdóttir, yngisstúlka, á sama bæ, sem fyrir því að (hann er mormónatrúar) hafa snúið sjer til yfirvalds til þess, að hjónaband það, sem þau ætla í að ganga, verði stofnað á þann hátt, sem segir í lögum 19. febrúar 1886, en til þess hafa þau heimild eptir lög- um þessum, með því að birting sú, sem fyr- irskipuð er í 3. gr. þessara laga, hefur fram farið, án þess neinu lögbanni liafi hreyft ver- ið gegn hjónabandinu fyrir valdsmanni, og með því að alls þess hefir gætt verið, sem eptir 4. gr. ber að gæta, áður hjónavígsla sje framin, þá verða þau nú gefin saman f hjónaband. En áður én til þessa kemur, ber mjer sem valdsmanni_ hjer að brýna fyrir yður, Jón Pálsson, og yður, öigríður Magu- úsdóttir, hve mikils varðandi og þýðingar- mikið það samband er, sem þið ætlið nú í að ganga. það heit, sem þið eigið hjer að vinna hvort öðru, er óriptanlegt loforð um ást og trúnað, og um að hjálpa hvort öðru og aðstoða hvort annað í öllu lífi ykkar, hvernig sem það verður og hvernig sem það snýst; til þessa skuldbindið þið ykkur á þess- ari stundu og kallið yfirvaldið til vitnis um það. Virðing fyrir helgi þessa loforðs er skilyrði fyrir heill og hamingju heimilanna og undirstaða góðra siða í mannfjelaginu. ,Ef þið rjúfið það, þá mun það raska lífsró ykkar og friði samvizkunnar, enda þótt það baki ekki ætfð ábvrgð eptir boigarB.legnm lögum. I þeirri von og í trausti til þess, að þið hafið bæði íhugað þetta vel, og sjeuð komin hingað með þeim fasta ásetningi, að halda það loforð, sem þið vinnið, og að lifa saman eins og rjettum hjónum ber, f ást, eindrægni og siðsemi, heitir yfirvaldið ykkur í landstjórnar nafni öllum þeim rjettindum, sem samfara eru löglegu hjónabandi, en leggur jafnframt á ykkur allar þær skyldur, sem hjón hafa hvort gagnvart öðru og gagn- vart öðrum, og brýnir alvarlega fyrir ykkur að uppfylla þessar skyldur. Að svo mæltu snýr valdsniaður sjer að brúðgumanum og segir: f>ví spyr jeg yður, yngismaður Jón Pálsson, hvort þjer viljið taka yngisstúíku Sigríði Magnúsdóttur yður til eiginkonu? jpegar brúðgumi hefir svarað þessari spurningu með jái, snýr valdsmaður 3jer að brúðurinni og segir: Sömuleiðis spyr jeg yður, yngismær Sigríður Magnúsdóttir, hvort þjer viljið taka yngismann Jón Pálsson yður til eiginmanns? f>egar brúðurin hefir svarað þessari spurningu með jái, segir valdsmaður: Fyrir því lýsi jeg því hjermeð yfir sem valdsmaður á þess- um stað og í krapti laganna, að þau Jón Pálsson og Sigríður Magnúsdóttir á Grund í Víkurhreppi hjer í sýslu eru saman gefin í lögmætt hjónaband.» Hneykslisprestamálið- I frjettapistli hjeðan til »Heimskrmglu« í vetur hefir Gestur Pálsson sagt frá aðdraganda þess, að síra Stefáni Sigfús- syni á Hofi í Álptafirði var vikið frá embætti. Hefir hann , eða einhver fyrir hans hönd , komizt yfir próf þau, er haldin voru í málinu í haust af sýslumannin- um í Suður-Múlasýslu, og er það, sem hann segir frá um athæfi þessa sannkallaða hneyksl- isprests, mestallt eiðsvarinn framburður vitna fyrir rjetti. f>að er svo hryggilega andstyggi- legt, að jafn-dökkur blettur í kirkjusögu lands- ins verður seint útskafinn. Hjer er stutt ágrip af því, sem vitnin hafa borið. Einu sinni sem optar var prestur drukk- inn á ferð, datt af baki, lá afvelta og gat enga björg sjer veitt, nema kallað : »Ivomdu nú djöfull og hjálpaðu mjer«. Prestur spyr mann á veitingahúsi, hvort hann trúi á guð. Hann kveður já við, og spyr prest aptur, hvort hann trúi á guð. Prestur svarar, að það sje langt síðan hann sje hættur að trúa á guð. Úr líkræðu, er presturhjelt ótilkvaddur yfir moldum konu, mundu vitnin að eins þessa snotru setningu: »Ekkert er að syrgja, því enginn var auðurinn og ekkert mannorðið«. Tveir sjómenn útlendir hittu prest drukk- inn á veitingahúsi, lögðu hann niður, ljetust jarða hann og stóðu svo ofan á honum á gólfinu. Einu sinni ljek prestur sjer að því, drukk- inn í veitingastofu, að gefa saman 17 vetra ungling og vinnukonu. Ein húsvitjunarsaga af sjera St. S. er þessi. Hanti kemur inn í búð á Djúpavog, kaupir sjer þar á 3-pela-flösku, en meðan búðar- maður er að renna á íiöskuna handa honum, grípur prestur vínglas, bregður því undir bun- una, fyllir það og drekkur af, og meðan búð- armaður brá sjer upp á lopt, tók prestur sjer 2 eða 3 staup úr tunnunni, náttúrlega inófi vrija Og vituuu búóarmannsms. A heimleiðinni leggst hann upp á mann nauð- ugan til gistingar, og þar verður að halda honum til þess að hann berji ekki bónda, er hann ætlaði að fara að hagræða honum og koma honum úr fötunum — prestur hafði fleygt sjer í rúmið alklæddur —, err húsfreyja sendi eptir hreppstjóra. Hann korn þegar við þriðja rnann : bað hann prest fyrst með hógværurn orðunr, að hegða sjer eigi svo ó- sæmilega við fólk, sem væri að hlynna að honurn og hýsa hann. En prestur brást reið- ur við, skammaði hreppstjóra, kallaði hann «andskotans hund» og «helvítis svín», og sló loks hreppstjóra utan undir f>á var prestur bundinn með reiptagli og lagður upp í rúm. f>á fór prestur að verða auðmjúkur og lofaði öllu fögru, ef hann væri leystur úr böndunum, en undir eins og það var gert, tók hann á ný að skamma hreppstjóra og sagði meðal annars: »f>að er hægt að íá þig af veginum með því að gefa þjer rottukrudt». þessar sakir og fleiri báru ýms sóknarbörn sjera St. S., um 100, á hann í fyrra vor í kæru til prófasts. Prófastur sendi kæruna til prests til umsagnar. Prestur segir nátt- úrlega, að kæruatriðin sjeu ýmist «ýkt eða tilhæfulaus», og því til sönnunar fer hann nú sjálfur á stað og safnar vottorðum hjá sókn- arbörnum sínum, og fiskar vel, því hann fær vottorð frá nálega öllum bændum í presta- kalli sínu. I þeim vottorðum er tekið fram,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.