Ísafold - 26.06.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.06.1890, Blaðsíða 1
HLeraui út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (104 arka) 4 kr.; erlendis 5 k . Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v.ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir i.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVII 51. I Reykjavík, fimmtudaginn 26. júní ......-!tt» 1890. Vegna algjörlegs verkfalls i prent- smiðjunni framan af vikunni sakir veikinda (influenza) gat ISAFOLD ekki komið ut í gær. Hið nýja skipalag. Eins og vottorð þau með sjer bera, er hjer fara á eptir, frá merkum og áreið- anlegum mönnum, hefir tilraun Sigurðar Eiríkssonar með umbót á skipalagi hjer Við Faxaflóa tekizt mæta vel. i\[argt hefir verið rætt og ritað fyr og síðar um galla á skipalagi hjer og umbót á því, og ýmsar tilraunir verið gerðar í þá átt, en harla árangurslitlar. Síðasta tilraunin, áður en Sigurður Eiriksson kom til sögunnar, var gerð árið sem leið að undirlagi sýslunefndarinnar í Kjósar- og Gullbringusýslu, í þá átt, að taka hjerupp skipalag Vestmannaeyinga. Hjet sýslunefndin verðlaunum fyrir vel smíðað skip með því lagi. Skipið var smiðað, og mun að vísu hafa reynzt að sumu leyti betra en innlend skip hjer, en þó fjarri því að sarreina það tvennt, er mestu varðar: góðan gang, hvort held- ur er undir seglum eða árum, og góða afburði, er illt er í sjó. þ>ar að auki fylgdi þeirri sem öðrum hinum eldri til- raunum handahófs-snióið, er stæla skal eptir ákveðinni fyrirmynd, og þar af leið- andi aflögun meiri eða minni, fyr eða síðar, þannig, að unnið var fyrir gýg að kalla mátti, þó að einhver smiður kæm- ist upp á gott skipalag eða rjettara sagt: honum tækist dável með eitt skip, hvað lagið snerti. Væri pantað annað með sama lagi, mátti ganga að því vísu, eptir margítrekaða reynslu, að það yrði árang- urslaust; hið pantaða skip varð meira eða minna aflagað frá hinu, sem pantað var eptir. Framförin að skipalagi og skipasmíði Sigurðar Eiríkssonar er nú það tvennt, að þar eru sameinaðir þeir tveir höfuð- kostir, sem íslenzkir róðrarbátar þurfa að fara : góður gangur og góðir afburðir í slæmum sjó, og a ð með hans aðferð glatast ekki aptur það skipalag, Sem einu sinni er fengið, heldur má smíða þó svo væri þúsund skip, hvort heldur alveg eins eða með ákveðnum afbrigðum, án nokkurs handahófs. Aðferðin er, að smíða eptir móti og nákvæmum mæl- ingum. Sumir, sem kunna því miður ýmsra hluta vegna, að gjört sje mikið úr um- bót þeirri í skipasmíði, sem hjer er gerð að umtalsefni, vilja einkanlega gjöra lítið úr þessari nýbreytni, að smíða eptir móti og rjett mældum hlutföllum, — vegna þess, að það sje hverjum manni innan handar, að smíða grind innan i skip, sem hefir hið rjetta lag, og smíða eptir þannig gerðu móti. En gjörum ráð fyr- ir, að það sje nú allur galdurinn, — hvað kemur þá til, að aðrir skipasmióir hafa ekki fundið þennan galdur og hagnýtt sjer hann ? Munu þeir ekki sumir ein- mitt hafa reynt þá aðferð, og ekki viljað blessast hún, heldur farið hálfu ver en ella? Hitt er og öllum skiljanlegt, að þótt það gæti lánazt, ef ekkert skal út af bregða, þá er smiðurinn ráðalaus, ef gjöra skal einhverja breytingu á laginu, ef hann kann ekki að mæla hana út eptir rjettum hlutföllum og laga mfitið eptir því. þ>ótt ekki sje annað kunnugt, en að allir góðir sjómenn hjer um slóðir, sem veitt hafa hinu nýja skipalagi Sig. Ei- ríkssonar nokkra eptirtekt, sjái og kann- ist við yfirburði þess og álíti æskilegt, að það yrði almennt upp tekið, þá er það engan veginn komið i kring fyrir því. Er margt því til fyrirstöðu fram- an af. Fyrst og fremst venjulegt hugsunar- leysi og hleypidómar almennings. Kom slíkt áþreifanlega og skoplega fram við eitt af hinum nýju skipum. Formaðurinn sem sá undir eins, hverja yfirburði það hafði um fram önnur skip hjer, og ljek því hugur á að reyna það, ætlaði varla að fá háseta sfna til að fara út í það fyrsta róðurinn; en eptir viku tíma eða svo voru þeir jafnófúsir á að yfirgefa það aptur og þeir höfðu fyrst verið ófúsir að fara að reyna það. Önnur orsökin er kostnaðurinn. Af ýmsum ástæðum, svo sem vegna móts- ins, vegna vöndunar á smíði og efni, eptir því sem við varð komið, urðu skip þau, er Sig- Eiríksson smíðaði í vetur, öll þrjú nokkuð dýrari en ella gerist, eða eptir því sem koma má upp fleytum heima hjá sjer með gamla laginu, með því að fæða smiðina og láta efni ráða að nokkru leyti efnivið og tilföngum. Loks er ýmigustur hinna eldri smiða sumra á þessari nýbreytni. J>eim finnst bæði koma þar fram aðfinnsla við sínar gjörðir, sem áður hafi þótt óaðfinnanleg- ar og almenningur hafi við bjargazt hing- að til og vel við unað, og jafnframt finnst þeim þá, að hjer sje gerð tilraun til að bola sig burt frá sinni atvinnu og koma öðrum að í staðinn. En hvorttveggja er helber misskilningur. Enginn vítir þá fyrir það, þótt þeir hafi eigi smíðað öðru vísi en þeim hefir kennt verið; og eins fer því fjarri, að Sigurður Eiriksson eða hans stuðningsmenn hafi nokkurn hinn minnsta huga á að bola aðra skipasmiði frá atvinnu. Hans hugsun og þeirra var og er einungis sú, að sýna með verkleg- I um tilraunum, að hjer væri umbót feng- in á skipalagi voru, sú umbót, er menn hafa mjög þarfnazt og mikið tjón hefir af hlotizt án að vera, f þeirri von og trausti, að þá mundu skipasmiðir vorir taka þessa umbót upp sjálfir þegar i stað, og kunna þakkir fyrir, einsogvera ber, þegar jafnþarfleg framför berst þeim upp í hendurnar. Til þess að skipasmíði hjer taki æski- legum bótum yfir höfuð, er ekki nóg, að lagið sje gott, heldur þarf bæði efni °fif frágangur að vera betra en verið hef- ir almennt hingaðtil. Efnið er mjög opt lítt valið að gæðum, og þó dýrt, og frá- gangur á smióinu misjafn, ekki af þvi, að smiðina skorti hagleik, heldur ýmistaf fljótvirkni — því smíðið verður að vera svo akaflega ódýrt — eða vegna hinna og þess- ara örðugleika, svo sem einkanlega húsa- skjólsleysis við smiðarnar. þ>að getur ekki annað en haft slæm áhrif á verkið, að vinna að því úti undir beru lopti um hávetur, hvernig sem viðrar, auk óhjá- kvæmilegrar vinnutafar af illviðrum. þ>að kom líka fram á skipasmíði Sigurðar Ei- ríkssonar í vetur. Hann fjekk að smiða fyrsta skipið inni, í geymslubúð hjá kaup- manni, og var það prýðilega þjett, þótt ekki væri haft „sý“ milli borða. En hin síðari tvö smíðaði hann úti, og þau eru bæði lek, með því hann hafði eigi heldur „sv“ í þeim ; — stöku heimskingi, sem feginn vildi spilla fyrir þessari framför í skipasmiði, som Sig. Eirikssyni er að þakka, hefir reynt til að fá lagðan áfell- isdóm á fyrirtæki hans bara fyrir það eitt (lekann),—eins og það kæmi nokkuð laginu við, og eins og ekki sje hægt að smíða skip lekalaus, hvernig sem lagið er, eða hvað sem því líður I Með sýi er það víst hægur vandi nú sem fyr. Nokkrir meiri háttar útvegsmenn hjer höfðu hugsað sjer, ef vel áraði til sjávar- ins, að koma hjer upp í sameiningu skipa- hrófi eða skipasmiðaskála — með hluta- fjelagi —, til þess að geta smíðað skip inni og haft nauðsynlegar tilfæringar til þess, þær er tíðkast annarstaðar, valinn (pantaðan) efnivið o. s. frv. En það hefir nú fallið um koll í þetta sinn vegna þess, hve sjórinn brást herfilega í vetur og vor. En hugmyndin deyr eigi út fyrir það, og verður vonandi framkvæmd und- ir eins og eitthvað lifnar við aptur. Að öðru leyti skal eigi fara frekari orðum um þetta mál að sinni, en að eins vísað til áminnztra vottorða, er hjer fara á eptir : * * * * Um sex-manna-farið «Garðar», eptir Sigurð Eiríksson, sem jeg reyndi í vetur — sigldi því upp á Akranes og suður aptur, í stormi þá —, votta jeg það eptir beztu vitund og þekkingu, að í liðugum vindi þarf ekkert

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.