Ísafold - 26.06.1890, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.06.1890, Blaðsíða 2
202 skip hjer um slóðir að reyna sig við það, hvorc heldur er mikið eða lítið í því; það skal ekkert þeirra afbera sjóinn betur. 1 beitivindi siglir það og vel, en gæti géngið betur, ef seglahögunin hefði tekizt betur. TJndir árum reyndi jeg það ekki. Til bóta mundi samt mega gjöra það á laginu, að hafa skipið ofurlítið þynnra aptan, enda hef- ir smiðurinn gert það á 3. bátum, sem hann hefir smíðað. Yfir höfuð álít jeg hið nýja skipalag Sig- urðar Eirikssonar mjög mikla umbót á okkar gamla skipalagi, sem hefir þann aðal- galla, hvað skipin bera illa af sjer sjó, eink- anlega á liðugum vindi — vjlja skera sig of mikið niður við ganginn. Smíðið á Garðar alít jeg vel vandað, en þann galla á því samt, að ekki hefir verið haft sý milli borða, og því er báturinn lekur. Staddur í Reykjavík 18. júní ’90. pórðnr Jónsson frá Eáðagerði. Eptir að hafa reynt hið nýja sexmannafar, nefnt «Garðar», sem Sigurður Eiríksson hefir smíðað, get jeg borið því þann vitnisburð, að það er með liðlegustu skipum, sem jeg hef þekkt undir árum í lygnum vindi. Til siglinga er það í liðugum vindi hið bezta skip sem jeg hef þekkt. í beitivindi hleypur það vel, en gæti þó hlaupið betur væru seglin betur löguð. Að öllu samantöldu tel jeg það hið bezta skip í sjó að leggja, og tel jeg þetta nýja lag vera til verulegra umbóta á okkar gamla skipalagi. Staddur í Reykjavík 31. maí 1890. Fríðrik Ólafsson frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi. Oss er ánægja að verða við þeim tilmælum yðar, að skýra yður frá, hvernig hinn ný- smíðaði fiskibátur (sexróið fimm manna far) eptir herra Sigurð Eiríksson, er gekk til fiskiróðra frá Útskálum síðastliðna vetrarver- tíð, hati reynzt. Bátur þessi reyndist hraðskreiðari bæði undir árum og seglum en önnur fiskiför hjer í utanverðum Garði. Jafnframt er hann miklu stöðugri en fiskiför þau, er hjer hafa tíðkazt, og þoldi einkarvel sigling ýmist án eða með mjög lítilli seglfestu, og það þó í hvössu væri; UDdir seglum í beitivindi lá hann nær vindinum en fiest önnur skip hjer. Komu kostir þessir því betur í ljós, sem hvassara var. Eyrir þessara kosta sakir álítum vjer lagið á bát þessum taka mjög fram voru gamla bátalagi; hina svonefndu skektusigling, er á honum var, álítum vjer og hafa mikla kosti, en ætlum að fyrirkomulagi seglanna mætti þó betur haga en á bát þessum átti sjer stað. Útskálum 2. júní 1890, Jens Pálsson. Tobbías Finnbogason lformenn- yikulás Eiríksson I Alþingiskosningar. Skúli Thoroddsen, sýslumaður og bæjarfógeti, var kosinn þing- maður Eyfirðinga 19. þ. m-> með meira en 200 atkvæðum (205); Einar umboðsmaður Ás- mundsson í Nesi fjekk að eins 45; aðrir höfðu eigi boðið sig fram. f>eir Skúli og þingmenn ísfirðinga báðir höfðu komið vestan að á hvalveiðabát nokkr- um tíma fyrir kjörfund og ferðazt síðan um hjeraðið til að undirbúa kosninguna, — hald- ið prófkosningar o. s. frv. Arangurinn varð sá, að ýrnsir, sem skorað höfðu á Einar að gefa kost á sjer, kusu hann ekki, heldur Skúla, án þess að þess heyrist getið, að komið hafi fram mikill skoðanamunur í ræðum þeirra á kjörfundinum. I Suður-Múlasýslu var kosinn þingmaður 14. þ. m. að þmgmúla síra Sigurður prófastur Gunnarsson á Valþjófsstað, með 38 atkv. af 70. I kjöri voru loks að eins hinir prestarnir tveir, síra Jón prófastur í Bjarnanesi og síra Páll Pálsson í þingmúla. Svo fóru atkvæði dreift, að þrítaka varð kosninguna, og var síðast kosið bundnum kosningum milli þeirra síra Sigurðar og síra Páls. Póstskipið Laura kom hingað í morg- un norðan um land og vestan, af Elatey síð- ast, og með því ýmsir farþegjar: biskupinn, sem hefir vísiterað Dalasýslu alla og Garps- dal í Barðastrandarsýslu, og skrifari hans Magnús Blöndal Jónsson; hinn setti amtmað- ur, yfirdómari Jón Jensson, sem hjelt amts- ráðsfund í Stykkishólmi 16.—18. þ. m.; kaup- stjóri Tryggvi Gunnarsson, til þess að líta ept- ir vinnunni við brúarstæðið á Ölvesá; hjer- aðslæknir Ólafur Sigvaldason, dbrmaður Haf- liði Eyjólfsson í Svefneyjum, Mr. Walker, presturinn enski, sem hjer ferðaðist í fyrra sumar og messaði einu sinni í dómkirkjunni; o. fl., o. fl. Þilskipaafli Í Reykjavík á vorvertíðinni : 1. »Geir« 100 tunnur lifrar. 2. »GyIfi« 9000 þorsks. 3. »Margrjet« 13500 þorsks. 4. »Haraldur« 8700 --------- 5. »To Venner« 13,500 þorsks. 6. »Engey« 10,500 þorsks. 7. »Eining« (Eyþórs Fel.) 10,000 þorsks. 8. »Eining« (Einars Jónss.) 7000 þorsks. 9. »Ingólfur« — — 3000 ------ Nr. 1—5 er útvegur kaupmanns G. Zoéga p. n~ Inflúenza mun nú vera komin hjer um bil í hvert hús hjer í bænum. Mjög fáa skil- ur hún eptir, en er heldur væg á öllum fjöld- anum. þó liggja menn almennt 2—4 daga, sumir þó miklu lengur. Manndauða hefir hún ekki valdið erm hjer, svo teljandi sje. Fiskiskútur flestar tepptar hjer inniáhöfn, vegna veikinda meðal skipshafnanna. Hjer um nærsveitirnar er sóttin nú sem óðast að færast út; komin upp í Borgarfjörð. Með póstskipinu frjettist, að sóttin væri farin að gaDga urn Norður-Múlasýslu, á Seyð- isfirði og Vopnafirði, án þess að kunnugt sje um, hvernig hún hefir þangað borizt. Væg var hún þar á flestum. þó hafði hjeraðs- læknir Einar Guðjohnsen á Vopnafirði legið þungt, af of mikilli áreynslu við ferðalög að stunda »inflúenza«-sjúklinga. Hafði hjeraðs- læknír þingeyinga, Asgeir Blöndal, verið sótt- ur til hans. Árnessýslu, 20. júní: »Til lands og sjávar er tíðin hjer æskíleg, gras komið mikið á flesta jörð, afli af sjó ágætur meðan stund- að varð, en nú fyrir liðnum 3 vikum kom að austan óhappagestur, kvefsóttín illkynjaða, nnflúenzan, sem búin er að gjöra og gjörir skaðlegan usla, leggur unnvörpum heil heim- ilin í rúmið, svo verkfall hefir algjört orðið víða ura tíma, en fáir dáið enn. Hún geng- ur eins og logi yfir akur, eptir því sem sam- göngur liggja. það er öllum sýnilegt, sem hugsjón hafa óskerta, að sóttin er nœm, og- berst með samgöngum mann frá manni, bæ frá bæ, sveit úr sveit. Fyrst kom hún þjóð- veginn austan úr Eangárþingi með sjónum út að Loptsstöðum, Baugstöðum og Eyrar- bakka; þaðan er hún nú að berast upp um Flóann, Skeiðin og nýskeð komin á fremri bæi í Ytra-Hreppi. — Hinn 17. þ. m. voru hjer á litlu svæði 5 heimili, sem ekkert gat annast um nauðsynlegustu heimilisstörf. Nú er að byrja lungnabólga; 3 manneskjur hafa, þegar dáið úr henni nýverið hjer um pláss; nokkrir veikir af henni. Sóttin leggst þungt á heilsulina, og batinn mjög seinn og sumum slær niður aptura. Norður-Múlasýslu, 29. maí: »Eins og veturinn var góður yfir höfuð og endaði vel, svo hefir vorið einnig mátt heita ágætt, að eins komið tvö lítil kuldaköst, hið síðara ný- afstaðið. Skejmuhöld því alstaðar ágæt og heyfyrningar eru víðast miklar, á Ut-Hjeraði óvanalega miklar. Utlit fyrir allgóða verzLun í sumar, því samkeppni er mikil, og á pönt- unarfjelagið ekki lítinn þátt í því; en ekki er útlit fyrir, að Wathne sigli upp á Lagar- fljótsós á þessu sumri, þó hann væri fastráð- inn í því í haust og væri í vetur búinn að útvega sjer flatbotnað skip, er hann ætlaði til þess; og er það ekki lítið tjón, því það er hið mesta áhugamál alls Hjeraðsins og ekki hægt að segja, hve mikill hagur það yrði, ef sigling kæmi þangað. Búnaðarfjelag og lestrarfjelag var stofnað á sumardaginn fyrsta fyrir Ilróarstungu á fundi, er haldinn var á Kirkjubæ; var sjera Einar Jónsson hvatamaður þessara þarfiegu fyrirtækja. Lestr- arfjelag var og stofnað í vetur í Hjaltastaða- þinghá, og bindindisfjelög hafa myndazt í Hjaltastaðaþinghá, Eiðaþinghá og Borgarfirði«. Eiðaskólinn. Burtfararpróf var haldið í búnaðarskólanum á Eiðum 7. og 8. maí, og útskrifuðust þeir piltar, er á honum hafa ver- ið hiu tvo síðustu ár ''ð að tclu), :-.Hir með fyrstu einkunn. Einn þeirra, Einar Einars- son frá Hafursá í Skógum, fjekk ágætiseink- unn, 112 stig ; prófdómendur voru : þorvarð- |ur Kjerúlf, læknir, og búfræðingur Sigurður Einarsson á Hafursá. Hinn 10. s. m. var tombóla haldin á Eiðum; höfðu skólapiltar stofnað til hennar í þeirn lofsverða tilgangi, að verja ágóðanmn til að koma upp dálitlu bókasafni við skólann, og varð ágóðinn rúmar 200 kr. Bjargráðamál. Svolátandi skýrslu tjá- ist síra 0. V. Gíslason hafa sent landshöfð- ingjanum 14. þ. m.: »Hjer með leyfi jeg mjer virðingarfyllst að skýra yður frá, að hve miklu leyti jeg hefi unnið að eflingu bjargráða á þessu ári, það sem af er, eða á tímabilinu janúar—júní, til þessa dags. A þessu tímabili hefi jeg látið í tje allar þær upplýsingar og leiðbeiningar í bjargráða- og fiskiveiðamálum, sem menn hafa mælzt til, munnlega og brjeflega, að því leyti sem mjer hefir verið unnt. Fyrirlestra hefi jeg haldið í Eeykjavík, Hafnarfirði og þorlákshöfn. Jeg hefi ferðazt um Gullbringusýslu ogAr- nessýslu með sjó frá Reykjavík að þorláks- höfn, og ýmist með málfundum eða viðtali við bjargráðanefndir og nefndarmenn hvatt og áminnt til þeirra aðgjörða og breytinga,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.