Ísafold - 28.06.1890, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.06.1890, Blaðsíða 1
^Cemui út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (io+arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin v ð áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstræti 8. XVII 52. Reykjavík, laugardaginn 28. júní 1890. Heiöraöir kaupendur Isafoldar •áminnast um, að blaðið á aö vera borgað fyrir miðjan júlímánuð. ímyndaður sigur. það er sem maður sjái og heyri fyrir fram montið og raupið í hinum fáliðaða en mikil- láta minnihlutahóp eptir kosninguna í Eyja- firði. Nú á kjördæmi Jóns Sigurðssonar og Benedikts Sveinssonar, »hjarta landsins«, að hafa haldið efsta dóm yfir þingliðinu frá 1889, aðgreint hafrana frá sauðunum og vísað meira- hlutamönuunum, miðlunarmönnunum, land- ráðamönnunum í stjórnarskrármálinu, út í hin yztu myrkur. Nú á höfðingjaefni rninnihluta- liðsins, er almenningur hefir fyrir satt að sje hinn alræmdi, ósýniiegi andi, er svífur yfir gruggugum vötnum — eða pollum — málgafínsins ísfirzka, að halda innreið sína •á þing. Nú rísa hinar »tryggu leifar« á fæt- ur tvíefldar og hreinsa til í þingsölunum. En það er hjóm, öll sú dýrð, og ekkert undir, — alveg eins og allt minmhlutaskvaldr- ið síðan í fyrra hefir verið tómur reykur, er einstakir menn hafa þyrlað upp og þeytt í kring um sig af hjegómaskapar-gremju út af því, að aðrir urðu þeim snjallari, og til þess að láta á sjer bera frammi fyrir alþýðu. þeir vita vel, að það lítið, sem þeir látast vilja byggja upp í staðiun fyrir það sem þeir eru að reyna að rifa niður fyrir öðrum, það er fúið og fánýtt hrófatykiur, ekki til annars •gjört en að gjöra alþýðu sjónhverfingu, eða þeim hluta alþýðunnar, sem til nokkur er að sýna þess háttar, en það er ckki betri hlut- inn og menntaðri. Eramkoma hins nýja þingmanns Eyfirð- inga á kjörfundinum sýnir nú mjög svo á- þreifanlega, að hann hefir vitað, að þar mundi skvaldnð og reykjarmekkirnir ljett- vægir fundnir. Hann varast þar allar trúð- ara-brellurnar ísfirzku og kemur fram eins ¦og stilltur og alvarlegur embættísmaður, svo að ekki má á milli sjá hans og hins þing- mannsefnisins, sem er orðlagður frá sinni þingmennskutíð fyrir gætni og stillingu eigi síður en hyggindi og málsnilld. Hann hefir vitað, að hitt mundi eigi gjaldgeng vara þar. Verið getur, að hann hugsi sjer að bregða "app aptur «þjóðvilja»-merkinu, nú þegar hann er búið að krækja í þingmennskuna; en hitt er þó eins líklegt, að hann sjái, að hann eigi ekkert erindi á þing með það, og ;ætli sjer að koma skaplega fram og gefa sig í samvinnu við þá, sem er alvara með að útvega landinu nýtilega stjórnarbót, en skoða ekki stjórnarbótarbaráttuna eins og «skemmt- un fyrir fólkið», er ómissandi sje að láta sjer verða sem drjúgast fa 0g lengst, með því að óvíst er, hvað mönnum kann að verða til um slíkar skemmtaoir, þegar sú þrýtur. J>etta getur verið, og það færi betur; því það er lítil uppbygging í því, að sjíí menn, sem hafa hæfileika til að geta orðið að liði í þing ruannasæti, eyða þar aldri sínum með því að snúast «þversum» við hverju því, er þeir hafa ekki komið upp með sjálfir og leika frelsishetjur með því að þruma enda- laust um hin og þessi rjettindi, svo og svo heilög og háleit, en sinna þeim hvergi nema í munninum. það er, hvernig sem málið er skoðað, ekki nema ímyndaður sigur, sem minnihlutinn hefir unnið í þessari eyfirzku þingkosningu. Jpað getur ekki verið minnihlutamerkið, sem Kyfirðingar hafa fylgt, þótt þeir kysu þann- ig, hafi þéssu merki alls eigi verið á lopti haldið við kosninguna, heldur að eins talað á víð og dreif og farið í flæmingi und- an ákveðnum spurningum. Og þó svo væri, að hinn nýi þingmaður byggi yfir allt öðru en hann hefir uppi látið við kosninguna, þá vita menn það, að miðlunarstefnan er búin að festa svo styrkvar rætur á þingi, að hver sá vinnur fyrir gýg, er hugsar sjer að fara þvert í bága við hana í stjórnarskrármálinu hjeðan af. En neyðist formælendur minni- hluta-fargansins til að lækka seghu og hafa hægt um sig á þingi, þa mun fara að verða gert lítið úr vindbelging þeirra utan þings. Getur því af tvennu til verið allt eins goU að hleypa slíkum kumpánum á þing, í ráð- settra manna samneyti, eins og að láta þá leika lausum hala og fimbulfamba út í bláinn utan þings. það er í stuttu máli skiljanlegt, að svo fór sem fór um kosninguna í Eyjafirði, þótt í boði væri í móti jafn vel reyndur, góður og gamall þingmaður og Einar í Nesi, — þó að Eyfirðingar aðhyllist alls eigi minnihluta- málstaðinn í stjórnarskrármálinu. Auk þess, sem áður er á vikið, að sá, sem kosinn var, kom fram eins og mesti stillingarmaður og gremdi svo sem ekki neitt á við keppinaut sinn, sem vitanlega er miðlunarmaður, þá hafði Einar og hans menn varla hreift hönd eða fót til þess að safna liði honum til fylg- is, nema það sem verra var en ógjört hefði verið, að amtmaðurinn og annar konungkjör- inn þingmaður til fóru að skerast í málið ó- tilkvaddir og reyna að styðja kosningu Ein- ast; það vakti, sem nærri má geta, óðara hina alræmdu, sí-lifandi tortryggni alþýðu. Skúli þar á mót og hans fylgiliðar ferðast sveit úr sveit vikuna á undan kjördegi og fá helztu bændur þar til að heita sjer tryggð- um og fylgi til kosningar. Einar er aldrað- ur maður orðinn og heldur á fallanda fæti; en hinn ungur og upprennandi; en það er gömul trú, að «nýir vendir sópi bezt». Loks er á það að líta, sem málið skiptir eigi hvað minnst, að optast er ekki svo fátt kjósenda í hverju kjördæmi, er greiða atkvæði af allt öðrum hvötum en eptir sannfæringu sinni um landsins gagn og nauðsynjar, þótt þeir hafi hana einhverja. Enda er það í frásögur fært um ýmsa hina eyfirzku kjósendur, að þeir mundu hafa orðið sínum gamla, heiðursverða þingmanm trúrri og hollari, ef hann hefði gengið ódyggilegar eptir gjöldum sem þjóð- jarðaumboðsmaður í því byggðarlagi.-------- Hinn þingmaðurinn nýi, síra Sigurður pró- fastur Gunnarsson, er óþekktur og óreyndur við afskipti af landsmálum. En góðan orð- stír hefur hann getið sjer sem embættismað- ur og merkismaður í sínu hjeraði, og skóla- bræður hans þekkja hann að mjög góðri greind, stillingu og fylgi við það sem hann hyggur rjettast vera. Er því óefað talsverð- ur ávinningur að honum á þing, og engin hætta á því, að hann aðhyllist neinar heimskulegar öfgar. Hneyksli næst. Hneyksli næst — prestlegu brennivíns- hneyksli — gengur háttsemi hins nýja prests landa í Vesturheimi, sjera Haf- steins Pjeturssonar, út af þessu að hann missti af „brauðbitanum" girnilega, Reykja- víkurbrauðinu, í fyrra. Menn muna, hvern- ig hann byrjaði hjer, áður en hann komst vestur á endanum. £>ar hefur hann hald- ið dyg'gilega áfram, fyrst í „Sameining- unni", þar sem honum hafði verið hleypt að mjög svo ófyrirsynju af millibilsrit- stjórn þess kirkjulega tímarits, í fjarveru síra Jóns Bjarnasonar og án hans viija og vitundar, og síðan í „Lögbergi", þeg- ar hann fjekk ekki að halda áfram í „Sam." þ>etta, sem hann ber á borð, er mestmegnis ýmislegur illgirnis-lygaspuni út af skipun biskupsembættisins í fyrra og veitingu dómkirkjubrauðsins, svo á- tyllulaus og nauða-heimskulegur, að hann á þar fyllilega sammerkt við Eirík Alagn- ússon í hinni alræmdu bankadellu hans. Er samsetningur þessi yfir höfuð ólíkur því, að geta stafað frá heilbrigðum manni á geði og viti. Hjer hefir því þótt allsendis-óþarft og ekki nema mann- skemmd að svara honum áfram. En vestra virðist sem einhverjir leggi ein- hvern trúnað á þvætting hans; annars hefði hin nýja ritstjórn „Lögbergs" líklega ekki farið að skipta sjer aj: honum. J?að hefir hún gert, og skulu hjer hermdar nokkr- ar línur úr tveimur greinum, er hún hefir ritað, um skipun biskupsembættisins sjer- staklega, í „Lögb." 30. apríl og 14. maí. Höf. segir fyrst, að prestaskólinn, sera hann bendlar með nokkuð svæsnum orð- um við drykkjuskaparóreglu af lærisvein- anna háltu, standi mönnum í Reykjavík og á íslandi fyrir sjónum sem lifandi vottur um skort lektors H. Hálfdánarson- ar, „þess annars merka og góða manns", á hæfileika til að stjóma. „Hins veg- ar vissu allir, þegar er biskupsembættið losnaði, að landstjórnin leit til síra Hall- gríms sem biskupsefnis, og það mun hafa verið almennt álit manna þar heima, að það væri það heppilegasta val, sem um gat verið að gera. paö var því ekki á- stæða til, samkvæmt þessari skoðun manna þar, að gera veiting þessa að umtals- efni. — — Og þá stuttu stund, sem herra Hallgrímur hefir enn að embætti setið,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.